Færsluflokkur: Menntun og skóli

Hvernig er hægt að nýta kirkjur landsins?

Kirkjur landsins standa galtómar flesta daga, eins og flestir vita (nema þá helst þeir sem fá ríflega borgað fyrir að vita það ekki). Meira að segja biskupinn vill frekar að kirkjustarfið fari fram utan þeirra, enda mun auðveldara að telja smábörnum trú um furðusögurnar. Fyrst biskup vill breyta leik- og grunnskólum landsins í kristilegar ítroðslustöðvar er rökrétt að nota kirkjurnar sem hér eru upp um alla veggi og súlur í eitthvað nytsamlegra. 

 

Hugmynd #1: Athvarf fyrir heimilislausa.

 

Í mörg ár hefur verið skortur á úrræðum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Kirkjur sem standa tómar mestan part ársins eru þó rúmgóðar og upphitaðar. Hægt væri að koma upp einföldum skilrúmum - og inn í flestar kirkjurnar má meira að segja hæglega bæta aukahæð! Þar með er búið að leysa vandann. Prestarnir geta svo farið að vinna fyrir ofurlaununum sínum, fyrst með því að breyta húsnæðinu og síðar með aðstoð við gestina. Þeir þyrftu samt að lofa því að vera ekki að áreita fólk með óvelkomnum giftingum og guðspjallagauli í tíma og ótíma. 

 

Hugmynd #2: Moska

 

Löng hefð er fyrir því að trúarhópar yfirtaki guðshús annarra trúarbragða. Parthenon var upphaflega tileinkað gyðjunni Aþenu, en var seinna breytt í kirkju tileinkaða Maríu "mey" og enn síðar var mínaretta byggð við og hofið orðið að mosku. Moskulausu múslimarnir á Íslandi geta nú endurtekið leikinn, þó kirkjurnar séu fráleitt jafn fallegar og hofið gríska, og yfirtekið svosem eins og eina kirkju. Aðrir trúarhópar geta líka fengið húsnæði, fyrst við erum byrjuð. Er það ekki bara sanngjarnt?

 

Hugmynd #3: Leikskólar

 

Fyrst Karl vill endilega breyta leikskólum í kirkjur, er þá ekki rökrétt að breyta kirkjunum í leikskóla?  Að vísu þyrfti að breyta þeim dálítið; skipta rýminu niður, koma upp viðeigandi salernisaðstöðu sem og eldunaraðstöðu, en þar geta prestarnir aftur komið við sögu. Er trésmíði annars ekki kennd í guðfræðinni? Það virðist passa svo vel. 

 

Hugmynd #4: Skemmtistaðir

 

Skellið upp diskókúlu, skiptið margmilljóna orgelinu út fyrir sæmilegt hljóðkerfi. DJinn getur staðið í pontu og predikað geggjað stuð. Þetta næsta lag er fyrir þig, Jesú: By the rivers of Babylon með Boney M! Þessi notkun er algengari en fólk heldur, enda mega kirkjurnar eiga það að þar er yfirleitt góður hljómburður. Kirkjurnar hafa auk þess þann ótvíræða kost að þar má nú þegar bæði drekka vín og eta barsnakk, auk þess að í sumum þeirra má reykja

 

Endilega komið með fleiri hugmyndir. Það hlýtur að vera hægt að nýta alla þessa fermetra húsnæðis í eitthvað annað en geymslupláss fyrir heilagan anda.

 


Jólin og Jesú

Við skulum byrja á því að rifja upp grundvallaratriði sem kristnir vilja oft gleyma: jólin eru ekki sér-kristin hátíð. Sólstöðu- og vetrarhátíðir eru kristninni mun eldri, eins og flestir vita, og nafnið 'Jól' er ekki sérstaklega kristið.

Þetta vita flestir, en það stoppar þá ekki í að nöldra yfir því að trúleysingjar vogi sér að gera sér glaðan dag í skammdeginu.

Hvað nöldur biskupsins varðar, verð ég að segja að ég yrði afar sátt ef að trúaráróðurinn yrði tekinn út úr skólastarfinu. Ekki einu sinni reyna að kalla þetta 'fræðslu': börn þurfa ekki að fræðast sérstaklega um það hvernig er best að krjúpa fyrir framan prestinn (hann getur kennt þeim það í einhverju bakherbergi í kirkjunni), þau þurfa ekki að fræðast um það að "Jesú vilji bænir í afmælisgjöf", og þó það sé sniðugt að fræða þau um mýtur kristninnar er betra að gera það hlutlaust - 'kristnir trúa þessu', ekki 'svona var þetta'. Rétt eins og börnum er kennt að fólk hafi einu sinni haldið að nornir þyrfti að brenna á báli eða að konur væru of heimskar til að gera nokkuð annað en að eignast börn - helst merkileg börn þá: Jesú, Jóhannes eða einhverja evrópska miðaldakonunga.

 

Hins vegar verð ég að segja að ef við ímyndum okkur að kristnin sé byggð á sönnum atburðum -fæðingu, kraftaverkum, dauða og upprisu Jesúsar- er hún ekki jafn áhugaverð og "ef" hún er samtíningur, púsluspil mýta og ýkjusagna. 

Skoðum þetta utanfrá. Guð er almáttugur, algóður og alvitur. Hann vissi því að Jesú yrði pyntaður og tekinn af lífi, enda Jesú Guð og Guð Jesú og þeir báðir heilagur andi sem er líka sérpersóna sem er hluti af Guði. Og Jesú. Það er ekki mjög fallega gert að fara í heimsókn til ókunnugs lands til að láta pynta sig, en Guð varð að gera það, er það ekki? Jesú dó fyrir syndir okkar! En almáttugur Guð þarf náttúrulega ekki að gera neitt sem hann ekki vill. Hann hefði eins getað veifað töfrasprotanum og bingó - allar syndir fyrirgefnar! 

En, nei, Guð ákvað að hafa þetta svona. Hann hlýtur að hafa vitað að ekkert segir 'ég elska þig' eins og blóðugur, deyjandi miðausturlandabúi (Bandaríkjamenn hafa einmitt stólað á slíkar ástarjátningar undanfarin ár) og því fór sem fór. Jesú fórnaði lífi sínu til að þú gætir komist í himnaríki. Tja, nei, hann fórnaði þremur dögum af lífi sínu, svo hætti hann að vera dauður og fór aftur að vera Guð. Ekki mikil fórn það. Sérstaklega ef við tökum fyrrnefnda þrenningarkenningu trúanlega, því samkvæmt henni hlýtur Jesú að hafa vitað að hann myndi verða pyntaður, dáinn og grafinn og svo upprisinn á þriðja degi. Er það fórn? 

Síðan þetta "gerðist" hafa kristnir menn svo eytt tímanum í að telja sér trú um að jarðlífið sé ómerkilegt húmbúkk, verðlaust nema sem tækifæri til að taka á móti Jesú og öðlast eilíft líf á himnum. Þetta viðhorf gerir meinta fórn Jesú enn ómerkilegri.

Guð sendi Jesú í partý, vitandi að honum yrði hent út. Það var svosem allt í lagi, Jesú vissi það líka og partýið var frekar ömurlegt, svo hann rölti bara á hinn eilífa himnapöbb eftir að honum var sparkað úr teitinu. Hvað er svona merkilegt við það?

Hver er þessi mikla fórn? Og af hverju í fjandanum ættu menn að vilja troða svona þrugli í saklaus börn? 

 


mbl.is Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband