Hvers vegna að biðjast afsökunar?

Í frétt Telegraph er talað um að minnisblaðið hafi 'hæðst að' kenningum kaþólsku kirkjunnar.  Skjalið umdeilda er listi yfir það sem ritarar þess myndu vilja sjá páfann gera í opinberri heimsókn til Bretlands. Með því fylgdi þetta kaveat:

 

"Please protect; these should not be shared externally. The ‘ideal visit’ paper in particular was the product of a brainstorm which took into account even the most far-fetched of ideas." 

 

Kaþólski biskupinn af  Nottingham hafði þetta að segja:


“This is appalling. You don’t invite someone to your country and then disrespect them in this way. It’s outlandish and outrageous to assume that any of the ideas are in any way suitable for the Pope.”

 

 

Þetta er því miður ekki erkibiskup, en hann er hálfnaður - hann er greinilega erkifífl

 

Skoðum listann aðeins og athugum hvort við komum auga á eitthvað svakalega móðgandi:

pope2_1623149a

 

Er það virkilega talin móðgun að leggja til að karlskarfurinn standi fyrir máli sínu í kappræðum? Eða að hann snúi við heimskulegri og hættulegri stefnu Vatíkansins í getnaðarvarnamálum - og leggi blessun sína yfir staði sem hjálpa fórnarlömbum sömu stefnu? Eða að hann láti af kynjamismunun? Eða að hann hætti að mismuna fólki eftir kynhneigð? Eða að hann taki raunverulega á barnanaugðunarmálum og hjálpi fórnarlömbum þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt í þeim málum? Er þetta það sem móðgar kaþólikka? Er ekki allt í fokking lagi með ykkur? 

 

Okkur finnst allt í lagi að gera þá kröfu til ríkja sem vilja ganga í bandalög eins og SÞ eða ESB að þau breyti stefnu sinni í mannréttindamálum, en það er "móðgandi" að stinga upp á - innan lokaðs hóps, eins og ætlunin var - að svokallaður "andlegur leiðtogi" milljóna manna geri hið sama? 

Okkur finnst allt í lagi -og hvetjum meira að segja til þess- að gagnrýna múslimaríki fyrir kynjamisrétti og hómófóbíu, en það má ekki gagnrýna gamla, hvíta, krumpaða kallfíbblið í gullhásætinu fyrir það sama?

advent11oo8

 

 


mbl.is Biðjast opinberlega afsökunar á „smokkaminnisblaði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Mikið er ég sammála þér.

Hamarinn, 25.4.2010 kl. 23:45

2 identicon

True

Gunnar (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 01:07

3 identicon

Þó ég sé vissulega sammála því að margt sé skrítið í kaþóskunni og að mörgu mætti breyta þar, t.d. taka allsvakalega á þessum misnotkunarmálum.

Þá er ég samt líka sammála þeim bresku um að það sé dónaskapur að ætla að fá kallinn til þess að blessa eitthvað sem hann telur vera synd, svo sem hjónaband samkynhneigðra og fóstureyðingamiðstöð.

Ef kallinn trúir því að þetta sé ekki til góðs þá getur maður varla ætlast til þess að hann fari að blessa þetta.

Værir þú til dæmis sátt við að vera boðin í heimsókn til Bretlands, en að þú þyrftir að biðja Guð um að blessa þjóðina eða eitthvað þvíumlíkt...

hmmm (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 10:48

4 identicon

þ.e. trúfrelsi virkar í báðar áttir... það má ekki bara sleppa því að trúa, það má líka trúa og fara eftir því sem maður trúir.

hmmm (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 10:50

5 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Vandamálið er blind trú sem skaðar, ekki trúfrelsi sem slíkt. Hvar stendur það í Biblíunni að ekki megi nota smokka? Uppfyllið jörðinna stendur og með nálægt sjö milljarða manna hér þá hefur það nú tekist. Það má gefa fólki val í staðinn fyrir að taka það frá fólki með svona löguðu.

Jóhann Róbert Arnarsson, 29.4.2010 kl. 16:41

6 identicon

"Vandamálið er trú" ef öll trúarbrögð væru bönnuð þá er líklegt að friður náist  í þessum heimi.

Ási (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband