Er ólöglegt að segja upp samningum?

Ég er ekki lögfróð manneskja, en varla getur það verið rétt að ríkið geti aldrei sagt upp þessum samningi nema með samþykki kirkjunnar? Er ríkið skuldbundið til að greiða þessar jarðir margfaldar, vegna þess að kirkjan getur alltaf neitað að endurskoða samninginn eða segja honum upp? Rennur þetta samkomulag aldrei út?

 

 

Ég ætlaði að setja inn komment við grein Jóns Vals, en gleymdi því að ég er ekki í náðinni (ólíkt hinum dularfulla "Predikara" sem alltaf fær að birta komment þrátt fyrir að vera nafnlaus. Jón hlýtur að vita hver hann er þó við hin gerum það ekki). 

Í athugasemdum við grein Jóns var m.a. stungið upp á því að prestar láti 30% launa sinna ganga til Hjálparstofnunar Kirkjunnar, en eins og sumir vita kannske er mataraðstoð kirkjunnar í sumarfríi akkúrat núna. Það er óneitanlega hjákátlegt að heyra presta ríkiskirkjunnar væla um það að þjónusta við borgarana skerðist verði kirkjan skikkuð til að skera niður um 9% á sama tíma og þeir segja fátæklingum borgarinnar að éta það sem úti frýs -  a.m.k. yfir sumarið!

Hvers vegna hafa þær stofnanir sem dreifa mat ekki samstarf um lokunartíma? Ef einungis ein hjálparstofnun væri í fríi á hverjum tíma, gætu hinar tvær dreift aukaálaginu á milli sín. 

 

30% "tíundin" er ágætis byrjun, en persónulega myndi ég vilja sjá prestana taka af skarið og heimta að svo lengi sem þeir eru á ríkisspenanum verði laun þeirra lækkuð niður í lágmarkslaun. Þar með myndu þessir ósérhlífnu og fórnfúsu þjónar Guðs bæði fylgja fordæmi meints leiðtoga lífs síns og sýna samstöðu með þeim sem minnst mega sín. En þetta gera þeir auðvitað aldrei. Svo lengi sem ríkið greiðir laun presta, hvort sem er í skjóli meingallaðra kirkjujarðasamninga eða meintrar "þjónustu" sem aurapúkarnir á Benzjeppunum þykjast veita borgurum landsins, munu laun þeirra halda áfram að hækka upp úr öllu valdi.

 

Ég veit um margt gáfulegra sem hægt er að eyða skattpeningunum okkar í.

 


mbl.is Semja við kirkjuna um niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir segja að Guddi vilji hafa þetta svona... Guddi vill líka að þjóðsöngurinn sé 100% um hann... 0% um ísland/íslendinga

doctore (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 10:54

2 identicon

Það er ekki verið að gefa til kynna að ríkið geti ekki sagt upp samningnum, heldur að það sé ekki hægt að breyta skilmálum hans nema báðir aðilar samþykki. Bæði ríkið og kirkjan geta sagt honum upp hvenær sem er.

Nú hef ég ekki litið á samninginn en mig myndi gruna að hann sé settur upp sem leigusamningur. Uppsögn myndi einfaldlega þýða að ríkið þyrfti að skila þeim jörðum sem kirkjan á og hætti að greiða ‚leiguna‘.

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 20:49

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvernig væri þá að ríkið segði samningnum bara upp? Þetta fyrirkomulag er út í hött.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.8.2010 kl. 21:37

4 identicon

Eitthvað heldur ríkinu frá því samkomulagi og það gæti hugsanlega verið ákvæði stjórnarskrár Íslands sem bindur það saman við Þjóðkirkjuna.

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:40

5 identicon

Ég meinti halda ríkinu í samkomulaginu, ekki frá því.

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 22:39

6 identicon

Sko það er vel hægt að taka jarðir eignarnámi... það er það sem á að gera, ef kirkjunni líkar það ekki... þá geta þeir sýnt okkur hinum hversu trúaðir þeir eru.. og beðið Gudda að græja dæmið fyrir sig..
Ef þeir reyna að kæra... well þá eru þeir að segja að guð sé ekki til.

The end

doctore (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 08:49

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka."
 
Ef þetta væri nú opinber stefna kirkjunnar...
 
 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 11.8.2010 kl. 09:39

8 identicon

DV.... getur það verið að kirkjunar menn hafi verið að fela nauðganir og annað... eins og starfsbræður þeirra í kaþolsku kirkjunni
http://www.dv.is/frettir/2010/8/11/kirkjan-leynir-brefi-biskupsdottur/


Það verður áhugavert að fylgjast með þessu

doctore (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 10:04

9 Smámynd: Arnar

Ef kirkjan á allar þessar jarðir og leigir út, þá hlýtur hún að borga verulegn eignaskatt af þeim.  Ásamt skatti af leigutekjum.

Hlýtur að vera hægt að fletta því upp.

Arnar, 11.8.2010 kl. 11:22

10 Smámynd: Dingli

Hvernig komst kirkjan yfir allar þessar eignir, var ekki oft talað um að hún hefði sölsað undir sig hitt og þetta?

Dingli, 11.8.2010 kl. 15:41

11 Smámynd: Omnivore

þessi samningur var gerður til 90 ára 1907 og endurnýjaður árið 1997. Annað klúður Dabba og kó

Omnivore, 13.8.2010 kl. 08:00

12 Smámynd: Arnar

Hvernig komst kirkjan yfir allar þessar eignir..

Margar sögur eru um að fólk hafi ánafnað kirkjunni landeignir á dánarbeðum, hugsanlega verið að kaupa sig inn í himnaríki á síðustu metrunum.

Arnar, 13.8.2010 kl. 09:48

13 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Er þessi grein um kirkjumál/trúmál? Mér virðist sem ríkið sé hér að búa til og viðhalda sínu eigin smákónga/petty tyrrants veldi.

"But…

In our system minority will is represented much more than the majority.

If the representative system is working properly then the majority will be
represented around 90% of the time. If it is represented only half the time or
less then it needs to be replaced by direct majority rule.

Finally, here is the danger if corruption goes to the limit. When this happens
both the majority of the representatives and the majority of the people desire
the wrong thing. At this point the nation is doomed to collapse. We are not
there yet as the majority still have a little sense. How much longer they can
be useable to turn things around I know not. Not that long. - so we must act."

Hvering er með mjólkurkvótann þar sem enginn má framleiða mjólk utan kvóta? Og afleiðinginn er að ríkið hefur einkaleyfi á mjólkurframleiðslu hindrandi samkepnni á frjáslum markaði, svona svipað eins og ríkið hér með sitt land sem það hefur sölsað undir sig og hefur"einkaleyfi" á. Og í staðinn þá fær kirkjan sitt einkaleyfi eða sérleyfi á trú sem er haldið uppi með "samningum" sem þessum.

Er það þetta sem fólkið vill?

Jóhann Róbert Arnarsson, 13.8.2010 kl. 23:12

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég legg til að menn skoði hvernig Kirkjan eignaðist jarðir sínar, áður en menn láta þær af hendi. Þær eru illa fengnar og með klókindum og svo er eitthvað gefið af fólki, sem kirkjan var búin að hræða líftóruna úr. 

Svo er spurning hvort það sé hlutverk kirkjunnar að standa í fasteignabraski, sem virðist hafa verið meira en lítið fyrirferð í þarna fyrr á tímum.  Ef þeir hafa keypt jarðir, þá er spurningin hvaðan þeir fengu þá peninga. 

Mín skoðun er sú að kirkjan eigi ekki að eiga nokkurn skapaðan hlut og skatta á hún að borga án nokkurs vafa, því ekki er hún líknarfélag.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2010 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband