Munnræpa

Ég ætlaði að svara stuttri athugasemd DÞJ um breska nútímagamanþætti, en svarið varð lengra en upprunalega færslan, svo ég breytti henni bara í smá pistling;

 

sand-up-comedy

Að mínu mati eru My Family bara helvíti skemmtilegir þættir, þó auðvitað komist þeir ekki í hálfkvisti við Monty Python eða Svartasnák. Walliams og Lucas eiga sína spretti, en Catherine Tate held ég að hljóti að vera ein sú ófyndnasta manneskja sem ég hef nokkurntíma heyrt, séð eða ímyndað mér. Sömu brandararnir, sem allir byggja á sömu hugmynd; að reyna að vera eins pirrandi og mögulegt er? Nei takk.

Hins vegar tel ég óréttlátt að dæma breskan húmor dauðan út frá þeim þremur þáttum sem RÚV þóknast að sýna hér. Á Skjá Einum er til dæmis hægt að hlæja sig máttlausan yfir Top Gear. Meira að segja ég horfi á hann, þó ég hafi lítinn áhuga á bílum og viti enn minna um tæknilega hlið þeirra. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Af þeim aragrúa gamanþátta sem streymt hafa frá Bretum síðustu áratugi standa nokkrir upp úr. Þar ber auðvitað fyrst að nefna Monty Python, Blackadder og allt sem Stephen Fry og Hugh Laurie hafa komið nálægt (ég veit að þeir voru líka í Blackadder).

Sketsaþættir hafa verið vinsælir í gegnum tíðina, en í þann flokk falla m.a. Flying Circus og A bit of Fry and Laurie. Aðrir sketsaþættir eins og t.d. Benny Hill Show, Hale & Pace og French & Saunders hafa náð miklum vinsældum, svo ekki sé minnst á fyrirrennara Flying Circus, Do not adjust your set og The complete and utter history of Britain. The Sketch Show var sýndur hérlendis, á Stöð 2, að mig minnir, og Smack the Pony á RÚV. Ennig var hér sýndur ágætis þáttur með Kenny Everett, en þeim sýningum lauk um leið og Stöð 3 hætti útsendingum. Einnig muna sjálfsagt margir eftir snilldarþáttunum Spitting Image, en þar fóru á kostum brúður, margar gerðar eftir þekktum einstaklingum.

Aðstæðnagamanþættir (sitcom) eru oft nefndir sem dæmi um menningarhnignun. Flestir virðast þó vera að hugsa um bandaríska þætti þegar þetta er nefnt, því enginn er skorturinn á góðum breskum aðstæðnaþáttum. Nægir þar að nefna 'Allo 'Allo, Absolutely Fabulous, Black Books, Brittas Empire, Coupling (áður en kaninn misþyrmdi þeim í endurgerð), Office (sama), Fawlty Towers, Father Ted, My Hero, Red Dwarf, Yes (Prime) Minister, The Young Ones og Bottom, Only Fools and Horses og Open All Hours

Fræðslu- og heimildaþættir hafa á sér það orð að vera þurrir og leiðinlegir, en Bretar hafa verið duglegir að afsanna það. Mark Steel er þar framarlega í flokki, en þó er líklega fremstur fyrrum Pythoninn Terry Jones. Þættir hans, Terry Jones' Barbarians og Terry Jones' Medieval Lives hafa vaið áhuga fólks á sögu, og hvatt áhorfendur til að gagnrýna viðteknar vekjur í söguskoðun, líkt og Mark Steel gerir í sínum þáttum - jafnt í útvarpi sem sjónvarpi- og bókum, en Mark er þó ívið pólitískari en Terry. Í þennan flokk falla einnig þættir Michael Palin, en þeir eru þó "alvarlegri" en hinir fyrrnefndu.

Uppistandararar. Bretland er fæðingarstaður uppistandsins, og þaðan koma margir frábærir uppistandarar. Sem dæmi má nefna Eddie Izzard, Billy Connolly, Bill Bailey, Lee Evans,  og Lee Mack.  

 

Af ofangreindu tel ég greinilegt að breskur húmor lifir góðu lífi, ekki síst í rituðu máli, en ekki má gleyma því að snillingar eins og  Terry Pratchett, Neil Gaiman, Robert Rankin og Douglas Adams komu allir frá Bretlandi.

 Einnig má nefna að Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May (allir þrír úr Top Gear), Mark Steel, Stephen Fry, Hugh Laurie, Terry Jones, Eric Idle, Michael Palin og Ricky Gervais (úr The Office) hafa allir gefið út bækur.

Of langt mál yrði að telja upp allar frábæru gamanmyndirnar sem Bretar hafa sent frá sér í gegnum árin, svo það verður að bíða betri tíma. 

Góðar stundir.

---

Þetta...

varð miklu lengra en ég hélt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Fínasta samantekt hjá þér og þetta eru allt snilldarþættir. 

Sigurjón, 23.5.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 2988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband