Málflutningur Moggabloggshænsna.

Þessir mótmælendur eru bara athyglissjúkir - en í leiðinni sýna þeir ekki andlitin.

Þeir eru skræfur sem hlaupa burt þegar löggan kemur - en eru í leiðinni að reyna að snapa fæt við lögguna.

Eggjakast or rúðubrot er ofbeldi - en notkun táragass er það ekki.

Þetta eru "ungmenni" - líka þau sem eru komin vel yfir þrítugt. 

Þetta eru aumingjar sem ættu að fara og fá sér vinnu - þó atvinnuleysi sé að aukast.

 

 

"Bónusfánamaðurinn" og "Nornin" -og nú "Snjókastarinn"- hafa fengið yfir sig skít í tonnavís, sá síðastnefndi fær m.a. hótanir í athugasemdakerfi eigin bloggs. Eruð þið hissa á því að fólk hylji andlitið?

Það er dálítið furðulegt að amast við því að mótmæli veki athygli. Þeir sem eru óánægðir með það eru þá væntanlega týpurnar sem "mótmæla" bara muldrandi ofan í Seríosið á morgnana - svo þeir verði nú ekki sakaðir um "athyglissýki".

Mótmælendur eru ekki í stríði við lögregluna - en þegar lögreglan kýs frekar að ganga erinda auðmanna og óhæfrar ríkisstjórnar en fólksins í landinu - hvað á fólkið þá að gera? Þegar lögreglumenn mæta hrópum og köllum með ofbeldi - má þá ekki taka á móti?

Eggjakast er ekki ofbeldi. Það er ekki hægt að beita dauða hluti ofbeldi. Það er hægt að beita dýr, fólk - og jafnvel "mótmælaskríl" ofbeldi. Að úða ertandi efni í augu fólks er ofbeldi.

Þeir sem taka þátt í mótmælunum eru ekki allir undir þrítugu, hvað þá tvítugu. Jafnvel þó svo væri, þá hefur ungt fólk alveg jafn mikinn rétt til mótmæla og aðrir - og jafnvel meiri ástæðu, þar sem þau eru jú fólkið sem á að borga næstu áratugina. 

Ekki eru allir þarna atvinnulausir, en einhverjir eru það. Svona svipað og í þjóðfélaginu í heild - þó kannske ívið fleiri. Fólk sem hefur misst vinnuna vegna kreppunnar hefur jú meiri ástæðu til að mótmæla en þeir sem geta flakkað á milli ofurlaunadjobba hjá bönkum og ríki.

 

Þeir sem kalla mótmælendur skríl eða pakk ættu að íhuga hvernig þeir myndu bregðast við. Ef einn daginn vöknuðu þeir upp við það að búið væri að skuldsetja þá marga áratugi fram í tímann, taka af þeim atvinnuna, sama fólkið og kom þeim í skítinn ætti að redda málunum - og lausn meirihluta þjóðarinnar væri að sitja og prjóna...bíddu aðeins...af hverju eru ekki fleiri "skríli" á götunum?


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

stórgóð grein og ég er ótrúlega sammála.

halkatla, 18.12.2008 kl. 20:24

2 identicon

Frábær grein

Ari Júlíus Árnason (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:37

3 identicon

Þú segir að ekki sé hægt að beita dauða hluti ofbeldis, þannig að þú munt ekki túlka það sem ofbeldi ef ég skemmi bílinn þinn eða hjólið þitt, þetta eru bara dauðir hlutir og í lagi að skemma þá, er það ekki? Auðvitað ekki því ofbeldið snýr ekki að hlutnum sjálfum heldur eiganda hlutarins sem verður fyrir tjóni vegna skemmdanna.

Ég vil ekki þurfa að borga skuldir sem ég hef ekki safna. Auðvitað er það alveg út í hött að þeir sem ætluðu að græða hér hvað mest og tóku mestu áhættuna geti hlaupist undan allri ábyrgð og skilið skattgreiðendur eftir með skuldir sínar. Menn hefðu kannski átt að hlust á Frjálshyggjumennina í upphafi þegar við bentum fólki á að hver og einn einstaklingur eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér, þá væru við ekki að greiða skuldir annarra. 

Þrátt fyrir að vera reiður og pirraður þá réttlætir það ekki að ég gangi um brjótandi og bramlandi, ofbeldi er engin lausn og á aldrei að vera það.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Auðvitað yrði ég pirruð ef þú skemmdir eitthvað sem ég á. Það er hinsvegar út í hött að kalla það ofbeldi.

Þú virðist reyndar ekki skilja hugtakið "ofbeldi". Að stöðva umferð er ekki ofbeldi, þó þú hafir borið það saman við nauðgun og innbrot (það síðarnefnda fellur reyndar ekki undir ofbeldi heldur). Eignaspjöll eru ekki ofbeldi. Ef þú vilt kalla þau ofbeldi  - af hverju ekki að kalla það ofbeldi að skuldsetja þjóðina áratugi fram í tímann? Þú mátt alveg fordæma aðgerðir mótmælenda en ekki beita cheap orðaleikjum til að rakka þær niður.

Svo ég taki mér það bessaleyfi að vitna í Véstein bloggvin minn: "Hvað á að kalla það þegar verður farið að kasta grjóti eða handsprengjum? Eru hagkerfi og mannorð landsmanna ekki nóg, þarf að gjaldfella tungumálið líka?"

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.12.2008 kl. 23:23

5 identicon

Ofbeldi er valdbeiting eins eða fleiri einstaklinga á einn eða fleiri einstaklinga. Þvingun er til að mynda talin til ofbeldis s.s. ég þvinga þig til að borða úldið skyr eða gera eitthvað gegn vilja þínum og þó ég beiti þig ekki líkamlegu ofbeldi þá er það yfirvofandi og því talað um ofbeldis verk enda klárlega um valdbeiting að ræða. Þá er ofbeldi skilgreint í almennum hegningalögum sem nauðung og eða einhvers konar ólögmæt og refsiverð svipting á hagsmunum einstaklinga og lögaðilja. Hér má líka líta á andlegt ofbeldi, óbeint ofbeldi o.fl. Ofbeldi er ekki bara bundið við líkamlegt ofbeldi þó það sé kannski sá skilningur sem við tengjum oftast við orðið ofbeldi.

Hér er dæmi í hegningalögum hvernig hugtakið ofbeldi er túlkað:118. gr. Ef maður kemur af stað upphlaupi í því skyni að beita menn eða muni ofbeldi eða ógna með, að því verði beitt, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum

 En hvaða nafngift menn vilja kalla skemmdarvargana að þá réttlætir það ekki gjörðir þeirra. Það má vel vera þú sért þeirra skoðunar að þessi aðferðafræði þ.e. að skemma hluti sé réttlætanlegt ég er hins vegar þeirra skoðunar að slík hegðun sé það ekki og kýs frekar að koma sjónarmiðum mínum fram í orði eða prenti. Sagði ekki einhver eitthvað á þá leið að penninn væri voldugri en sverðið?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:11

6 identicon

Dæmi um ofbeldi: http://skorrdal.is/?p=303

Skorrdal (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 02:24

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Grétar minn - þú veist að það má ekki gagnrýna veikt fólk, sérstaklega ekki ef það er með krabbamein. Það er ljótt að gera svoleiðis - alveg eins og það var ljótt að gera grín að Davíð þegar hann var veikur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.12.2008 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband