Gagnrýn hugsun? Er það eitthvað oná brauð?

Ég skal setja þetta upp á einfaldan hátt:

Tíu manns reykja gras - misoft og mismikið - en einn þeirra kaupir af díler sem selur líka allskyns fíkniefni. Salinn segir þessum aðila, köllum hann Þórarinn, að e-töflur séu fínar til að koma sér í djammgírinn. Þórarinn lætur til leiðast. Salinn býður honum síðan spítt, það er svo fínt pikköpp. Þórarinn ákveður að prófa, en hann veit ekki að hann er fíkill - rétt eins og sumir eru alkar þó þeir hafi aldrei bragðað vín (þetta er nefnilega að hluta til genetískt)- og verður háður spítti. Síðan prófar hann kók, af því að það á að vera miklu betra og svo fær hann nokkrar dísur, og svo framvegis, þar til Þórarinn er orðinn ræsisróni með sprautu í handleggnum og lifrarbólgu C. 

Þá ákveður Þórarinn að skella sér í meðferð. Hann hittir nafna sinn Tyrfingsson niðri á Vogi og sá tekur skýrslu af honum. "Byrjaði á því að reykja hass, fór svo í e, spítt, kók, dísur, contalgin..."

"Aha!" hugsar Þórarinn T. "Það er greinilega hassinu að kenna að nafni minn varð sprautufíkill."

 

Kíkjum aðeins á hina níu, sem byrjuðu að reykja gras á sama tíma og söguhetjan.

Tveir þeirra hættu að reykja eftir nokkra mánuði. Annar eignaðist fjölskyldu og hafði nóg annað að gera, hinn hætti vegna þess að á vinnustaðnum hans voru starfsmenn sendir í þvagprufu með reglulegu millibili.

Þeir sjö sem eftir voru héldu áfram að reykja. Einn þeirra var handtekinn þegar hann var á leið heim frá dílernum sínum, með fimm grömm af grasi í vasanum. Annar var gripinn með stærðarinnar stofublóm, sem reyndist vera kannabisplanta. Löggan snerti ekki á draumsóleyjunum í blómabeðinu eða sveppunum sem uxu villtir í garðinum. 

Hinir fimm héldu áfram að reykja, allir höfðu þeir vinnu þegar hana var að fá, allir borguðu skatt af laununum sínum, allir voru "góðir þjóðfélagsþegnar". Þeir minntust samt ekki á reykingarnar við nokkurn mann - þess vegna veit Þórarinn T. ekki af þeim. 

----

Tökum dæmi af öðrum manni - köllum hann Einar. Einar vinnur í Tívolíinu - hann er sérstakur æluþrífari. Hann situr inni á skrifstofu alla daga, nema einhver æli. Þá fer Einar út og spúlar ógeðið burt. Einari dettur ekki í hug að fara í klessubílana, hann veit nefnilega að flestir æla eftir þá. Einar sér bara æluna. Hann sér ekki alla hina sem ældu ekki. Einar sér ekki heldur að flestir sem æla eftir klessubílana eru búnir að fá sér pylsu og bjór og popp og kók og kandífloss og fara í öll hin tækin áður en þeir koma að klessubílunum. Einar bara veit að það er klessubílunum að kenna að fólk ælir.


mbl.is Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Of mikil skynsemi fyrir augu ráðamanna því miður.

Frábær úttekt á þessu máli.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 12:18

2 identicon

Frábær saga! skemmtileg og raunsæ.

Elísa (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 12:19

3 identicon

gaur þetta meikar feitt sens !! ; )

atli (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

 Mjög skemtileg færsla hjá þér,og glögg hugsun,því svona er þetta.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 12:35

5 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Ja hann gæti líka lagst í feita og ansi skemmitlega rannsóknarvinnu og bara skoðað hvað er í ælunni og komist að því að allt þetta fólk var að drekka eða borða það sama.  Gæti verið kóka kóla, hann finnur það út að það sé kóka kóla að kenna að sumir í ælubílunum verða veikir. Þar að leiðandi vill hann banna kóka kóla.

Lilja Kjerúlf, 31.3.2009 kl. 12:37

6 Smámynd: Lilja Kjerúlf

En þar sem hann skoðaði bara æluna þá missir hann af heildarmyndinni sem er að allir drekka kóka kóla.

Lilja Kjerúlf, 31.3.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Einmitt. Hann gæti líka misst af því að margir drekka kók þegar þeir fara að finna til ógleði og þ.a.l. er líklegra að finna kók í ælunni.

Það væri svosem hægt að leika sér endalaust með þetta...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.3.2009 kl. 12:45

8 Smámynd: Þarfagreinir

Hárrétt. Það eru mjög léleg vísindi að ætla sér að álykta og alhæfa eingöngu út frá þeim sem fara í meðferð. Meira þarf eiginlega ekki að segja.

Þarfagreinir, 31.3.2009 kl. 13:05

9 Smámynd: Einar Jón

Ég ætlaði að segja það sem Þarfi sagði, en þarf samt að segja meira:
Mér finnst líka svolítið vafasamt að kalla þetta "kannabisfíkla sem komu á Vog".

Voru 620 manns að leita sér aðstoðar vegna kannabisfíknar, eða voru 620 af þeim sem komu Vog vegna fíknar í sterk efni (eða áfengi) líka að reykja kannabis?

Mér finnst seinni skýringin líklegri - en þá er sagan ekki eins góð.

Einar Jón, 31.3.2009 kl. 13:40

10 identicon

Ég er nú búinn að reykja kannabis í einhver 5 ár ca.(27 ára), og ég held ég hafi barasta aldrei lent í því að þeir sem ég kaupi af (margt og mismunandi fólk), séu að bjóða mér einhver önnur efni með. Ég er 100% fylgjandi þessari umræðu og vill endilega láta lögleiða þetta, en mér finnst eins og það sé vísvitandi verið að henda fram staðreyndarvillu þegar er alltaf verið að halda því fram að dílerarnir séu að pranga öðrum efnum uppá mann. Það er bara ekki þannig.

En í ljósi þessarar lokuðu umræðu þar sem eingöngu er hlustað á götusmiðju-Mumma(halló, ein jóna og maður er freðinn í mánuð?!?) og Þórarinn Tyrfingsson, og almenningur er virkilega að trúa þessu bulli, þá sé ég ekki fram á lögleiðingu á Íslandi næstu 10 árin að minnsta kosti. En fuckit, ég brýt þá bara lögin áfram.

Ólafur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:50

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef aldrei lent í þessu heldur - en ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta hafi einhverntímann komið fyrir. Dílerar eru misjafnir eins og annað fólk.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.3.2009 kl. 16:46

12 identicon

Ólafur skrifar: "Ég er nú búinn að reykja kannabis í einhver 5 ár ca.(27 ára), og ég held ég hafi barasta aldrei lent í því að þeir sem ég kaupi af (margt og mismunandi fólk), séu að bjóða mér einhver önnur efni með. Ég er 100% fylgjandi þessari umræðu og vill endilega láta lögleiða þetta, en mér finnst eins og það sé vísvitandi verið að henda fram staðreyndarvillu þegar er alltaf verið að halda því fram að dílerarnir séu að pranga öðrum efnum uppá mann. Það er bara ekki þannig."

Ég hef reykt kannabis í nálægt 6 ár, á þeim tíma höfum ég og vinir mínir skipt við ansi marga "dílera", einn af þeim bauð okkur ítrekað kókaín og vildi meira að segja gefa okkur "smakk" (og var orðinn það ágengur að hann vildi varla hleypa okkur út án þess að við tækjum það). Við þökkuðum pent fyrir, keyptum okkar gras og fleygðum kókaíninu í ruslið, enda engan áhuga á því að fara í sterkari og örvandi efni.

Þó að þú hafir aldrei lent í þessu þýðir ekki að enginn hafi lent í þessu, enda dílerarnir örugglega jafn mismunandi og þeir eru margir.

Maynard (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 05:11

13 Smámynd: Sæunn Valdís

Ég segji fyrir mína parta að mér finst það ætti að lögleiða marijúana/gras til notkunar í lækningaskyni. Einnig vil ég bæta við að mér finst að það þurfi að vera lyfseðilsskylt og ekki fyrir yngri en 18 ára ásamt því að vera merkt með rauðum þríhyrningi. Ég er nefnilega svo hrædd um að það verði auðveldara fyrir börn að ánetjast þessum fjanda ef það er selt í næstu sjoppu og þar af leiðandi auðveldara að komast yfir það. Annars er mér svo sama hvað fullorðið fólk gerir með sig sjálft, svo fremi sem það fari ekki að setjast undir stýri með þetta í systeminu, það eru börnin sem ég hef áhyggjur af varðandi þetta allt saman. Annars finst mér þetta góður pistill hjá þér Tinna og áhugavert sjónarhorn.

Sæunn Valdís, 1.4.2009 kl. 16:01

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvernig eiga læknar að fara að því að ávísa reyk? Hvers konar skammtafyrirkomulag er það? Hvernig stenst það íslenska lyfjalöggjöf um hreinleika á nákvæmni í skömmtum? Á s.s. að gjörbreyta allri lyfjalöggjöf á vesturlöndum?

Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 17:31

15 Smámynd: Sæunn Valdís

Þannig fyrirkomulag fyrirfinst t.d. í sumum ríkjum Bandaríkjanna og víðar, svo afhverju ætti það ekki að ganga upp hér? Mörg lögleg lyf eru töluvert skaðlegri og meira ávanabindandi heldur en Maríjúana fyrir svo utan það að grasið er náttúrulyf, kanski væri þá hægt að fá það hjá hómópata eða eitthvað. Það eina sem mér finst um þetta er það að börn eiga ekki að hafa aðgang að þessu undir 18 ára aldri og það þarf að gera eitthvað í þessu með dílerana í barnaskólunum. Einsog ég sagði áðan, mér er nákvæmlega sama þótt fullorðið fólk sé að þessu, böggar mig ekkert frekar en ef það er að drekka áfengji, bara svo framarlega sem það sest ekki undir stýri undir áhrifum.

Og það má neyta grass á fleiri vegu en í reykformi.

Ég ætti kanski að taka það fram núna að ég persónulega hef aldrey notað eiturlyf, og hef það ekki á stefnuskránni, en þetta eru bara mínar skoðanir á þessu málefni og ég veit að Tinnu finst svo gaman að hrista hausinn yfir mömmuþusinu í mér ;) hehe svo ég viðra skoðanir mínar svona annað slagið.

Sæunn Valdís, 1.4.2009 kl. 23:09

16 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nei, kraftaverkin gerast enn! Við Sæunn erum bara næstum því sammála!

Who'd have thunk it!

 Hefði hún aftur reynt að blanda trúarbrögðum inn í þetta - sem, furðulegt nokk, hefur verið gert - hefði ég rifið hana í mig ;)

Annars vil ég benda Páli Geir á að hugsa um það að þegar kostirnir eru meiri en gallarnir benda læknar iðulega á hluti sem eru ekki fullkomnir. Svo ég vísi til anecdotal 'evidence', fór vinkona mín til læknis þegar hún var ólétt og læknirinn ráðlagði henni ("en ekki segja neinum") að fá sér frekar eina sígarettu á dag en að þola fráhvarfseinkennin, þar sem þau væru verri en þetta smá nikótín og tjara og rest sem fylgja afar hófsömum reykingum.

Annars sé ég ekkert að því að endurskoða lyfjalöggjöf. Þarna ertu kominn inn á sama svæði og þeir sem halda því fram að kannabis eigi að vera ólöglegt af því að það er ólöglegt, eins og lög séu einhver fasti  sem hefur náð fullkomnun.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.4.2009 kl. 23:30

17 Smámynd: Sæunn Valdís

hehe ;) er ekki grasið bara guðs gjöf til mannanna? afhverju ætti ég að agnúast útí hans sköpun? :D

Sæunn Valdís, 1.4.2009 kl. 23:49

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta kalla ég óskaplega ósiðvandan lækni og er ekki hissa á að hann bað hana að minnast ekki á þetta við nokkurn mann. Enda braut hann læknaeiðinn með þessu undarlega ráði.

Páll Geir Bjarnason, 2.4.2009 kl. 00:54

19 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sæunn: Meinarðu eins og tóbak, sveppir, kókalauf og peyote?

Páll:  Kannske slæmt dæmi. Það breytir því ekki að læknar vísa oft á hluti sem eru ekki fullkomir, einfaldlega vegna þess að það er illskásta lausnin.

Ef sjúklingur getur ekki tekið töflur - t.d. vegna uppkasta - er þá ósiðlegt að mæla með því að hann taki lyfið á annan hátt?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.4.2009 kl. 09:37

20 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ekki endilega, en að mæla með reykingum sem lausn er alltaf ósiðlegt.

Páll Geir Bjarnason, 2.4.2009 kl. 17:49

21 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Here is an interesting quote from the Aquarian Gospel on the tuning of
the human body:

3 And Jesus sought to learn the Hindu art of healing, and became the
pupil of Udraka, greatest of the Hindu healers.
4 Udraka taught the uses of the waters, plants and earths; of heat and
cold; sunshine and shade; of light and dark.
5 He said, The laws of nature are the laws of health, and he who lives
according to these laws is never sick.
6 Transgression of these laws is sin, and he who sins is sick.
7 He who obeys the laws, maintains an equilibrium in all his parts,
and thus insures true harmony; and harmony is health, while discord is
disease.
8 That which produces harmony in all the parts of man is medicine,
insuring health.
9 The body is a harpsichord, and when its strings are too relaxed, or
are too tense, the instrument is out of tune, the man is sick.
10 Now, everything in nature has been made to meet the wants of man;
so everything is found in medical arcanes.
11 And when the harpsichord of man is out of tune the vast expanse of
nature may be searched for remedy; there is a cure for every ailment
of the flesh.
12 Of course the will of man is remedy supreme; and by the vigorous
exercise of will, man may make tense a chord that is relaxed, or may
relax one that is too tense, and thus may heal himself.
13 When man has reached the place where he has faith in God, in nature
and himself, he knows the Word of power; his word is balm for every
wound, is cure for all the ills of life.
14 The healer is the man who can inspire faith. The tongue may speak
to human ears, but souls are reached by souls that speak to souls.
15 He is the forceful man whose soul is large, and who can enter into
souls, inspiring hope in those who have no hope, and faith in those
who have no faith in God, in nature, nor in man.
16 There is no universal balm for those who tread the common walks of
life.
17 A thousand things produce in harmony and make men sick; a thousand
things may tune the harpsichord, and make men well.
18 That which is medicine for one is poison for another one; so one is
healed by what would kill another one.
19 An herb may heal the one; a drink of water may restore another one;
a mountain breeze may bring to life one seeming past all help;
20 A coal of fire, or bit of earth, may cure another one; and one may
wash in certain streams, or pools, and be made whole.
21 The virtue from the hand or breath may heal a thousand more; but
love is queen. Thought, reinforced by love, is God's great sovereign balm.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.4.2009 kl. 17:58

22 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Páll: hvernig geturðu haldið því fram? Ef reykingar eru besta leiðin til að lina þjáningar sjúklings, er þá ósiðlegt að mæla með þeim? Á læknir að líta fram hjá þjáningum sjúklingsins af því að það er 'alltaf ósiðlegt' að mæla með reykingum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.4.2009 kl. 00:50

23 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það eru aðrar leiðir að fá THC í sig en rekingar. Töflur, kökur og stílar. Sá læknir sem mælir með því að fólk sjúgi 2000 efni í lungun er alltaf ósiðvandur læknir. Ég er eiginlega enn stórhneykslaður á þessu dæmi þínu um óléttukonuna og "snilldarráð" læknisins hennar!

Páll Geir Bjarnason, 3.4.2009 kl. 01:57

24 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Hreint hvítt kókaín er hreint unnið efni og sömuleiðis öll þessi synthetic lyf og spítt og krakk líka og ef eitthvað er ávanabindandi einn tveir og þrír þá eru það þessi "hreinu" efni. Minnir mig á hrein torg fögur borg möntruna hjá sumum. Alkahól er líka unnið, þá finnst mér nú betra að fá einhver aukaefni ofan í sig og síðan en ekki síst þá gerir umræðan fólk að "það er bara rétt ef yfirvöld segja það" hugsunarlausum drónum.

Jóhann Róbert Arnarsson, 3.4.2009 kl. 02:47

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Reykingarnar eru, enn sem komið er, hentugasta leiðin til skömmtunar. Hefurðu einhverntíma borðað yfir þig af 'magic muffins'? Það er ekki skemmilegt. Stílar, töflur og kökur taka auk þess lengri tíma að virka.

Þú getur ekki haldið því fram að læknir sé ósiðvandur fyrir það eitt að mæla með reykingum, án þess að taka tillit til aðstæðna.

Ég gæti eins kallað alla lækna sem mæla með því að fólk poti málmröri í lærið á sér 'ósiðvanda' ef ég sleppi því að taka með í reikninginn að hann er að mæla með insúlíni fyrir sykursjúkling.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.4.2009 kl. 10:15

26 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er nánast ósvaravert Tinna. Sprautuskömmtun er aðferð til að koma hreinu efni í nákvæmum skömmtum inn í blóðrásina. Engin aðskotaefni koma úr nálinni þegar rétt er staðið að. Í kannabis eru hins vegar um 400 mismunandi efni og þegar það er brennt og reykt verður úr 2000 mismunandi efni og mörg hver afar óæskileg. Fyrir utan að ómögulegt er að ákvarða skammtastærð af THC þegar innöndun reyks er lyfjaformið. Þannig að þessi samlíking þín er út úr kú og í raun lýsandi fyrir hversu illa þú ert að þér íl yfjalöggjöf og þeim kröfum sem gerðar eru á heilbrigðissviði, hér og alþjóðlega, varðandi lyf og lyfjagjafir

Varðandi það aðTHC sé of lengi að virka þegar það er ekki reyktskiptir það afskaplega litlu í lyfjafræðilegu tilliti. Ef THC á að vera notaðtil lyfjagjafar þá eru skammtarnir og tíðni þeirra einfaldlega stillt þannig af að lyfvirknin er alltaf til staðar. Kannabislyf verður aldrei akútlyf eða skyndilyf eins og morfín eða önnur sterk verkjarlyf. Er ekki hugmyndin að gefa þetta fólki sem á við langvarandi veikindi að stríða? Þá er lyfjagjöfin í samræmi við það, stöðug og jöfn og til lengri tíma. Þá þykir einmitt kostur að verkunin sé lengur upp og vari yfir lengur, en það er einmitt reyndin þegar kannabis er tekið pr. os. Það er s.s. hentugra lyf pr. os. en við innöndun.

Páll Geir Bjarnason, 3.4.2009 kl. 18:28

27 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Þetta er nánast ósvaravert Tinna. Sprautuskömmtun er aðferð til að koma hreinu efni í nákvæmum skömmtum inn í blóðrásina. Engin aðskotaefni koma úr nálinni þegar rétt er staðið að. Í kannabis eru hins vegar um 400 mismunandi efni og þegar það er brennt og reykt verður úr 2000 mismunandi efni og mörg hver afar óæskileg. Fyrir utan að ómögulegt er að ákvarða skammtastærð af THC þegar innöndun reyks er lyfjaformið. Þannig að þessi samlíking þín er út úr kú og í raun lýsandi fyrir hversu illa þú ert að þér íl yfjalöggjöf og þeim kröfum sem gerðar eru á heilbrigðissviði, hér og alþjóðlega, varðandi lyf og lyfjagjafir"

Á sígrettupökkum stendur, "Níkótín 0,8 mg" svo þetta með nákvæmar skamtastærðir er hugsunarlaus" staðhæfing með ekkert á bak við sig.

Tjaran úr sígarettum er aðalega úr pappírnum.

Ég veit um engin efni sem er holl í of stórum skömtum og líkamin hefur kerfi til þess að vinsa úr. Hver veit nema sum af þessum "óæskilegu" efnum geti veri skaðlaus ef þau eru ekki notuð í of stórum skömtum.

"Varðandi það að THC sé of lengi að virka þegar það er ekki reyktskiptir það afskaplega litlu í lyfjafræðilegu tilliti. Ef THC á að vera notaðtil lyfjagjafar þá eru skammtarnir og tíðni þeirra einfaldlega stillt þannig af að lyfvirknin er alltaf til staðar."

Þetta er púnktur sem er gerir fólk að dópistum því að ef lyjavirknin er alltaf til staðar með hægvirku lyfi þá verður líkaminn gensósa smá saman án þess að fólk taki eftir því og byggir frekar upp ónæmi heldur reykur þegar fólk þarf á því að halda. Ein tafla verkar ekki en með reyknum þá er fólki látið í té lyf sem verkar fljótt og aukaefnin valda því að þetta er notað í hófi, sérstaklega ef fólk finnur að reykurinn verki.

"Kannabislyf verður aldrei akútlyf eða skyndilyf eins og morfín eða önnur sterk verkjarlyf. Er ekki hugmyndin að gefa þetta fólki sem á við langvarandi veikindi að stríða?"

Að gefa sterk lyf gegn einhverju sem reykurinn bítur á er ekki gott mál og fer fjarri að það henti öllum.

"Þá er lyfjagjöfin í samræmi við það, stöðug og jöfn og til lengri tíma. Þá þykir einmitt kostur að verkunin sé lengur upp og vari yfir lengur, en það er einmitt reyndin þegar kannabis er tekið pr. os. Það er s.s. hentugra lyf pr. os. en við innöndun."

Það er ekki fyrir alla og getur boðið hættunni heim, sjá að ofan.

Jóhann Róbert Arnarsson, 3.4.2009 kl. 19:45

28 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Páll Geir: enn missir þú af pointinu. Ég er að reyna að benda þér á að þú getir ekki kallað eina leiðina ósiðlega án þess að taka tillit til þess að hún er sú skásta í boði.

Töflur og reykur eru ekki eina leiðin. Vaporizer hefur verið notaður víða með góðum árangri og eitt af kannabislyfjunum, Sativex, er í formi munnúða.

Það þýðir lítið að segja að lyfið sé hentugra per os, ef sjúklingurinn getur ekki haldið því nógu lengi niðri til að það hafi áhrif.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.4.2009 kl. 20:05

29 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Tinna:

Það eru ekki nærri því allir af þessum sjúklingahópum sem nefndir eru sem eiga erfitt með að halda niðri töflum. Þess vegna benti ég á stíla og vissulega eru úðar líka fín lausn. Það er hins vegar ljóst að enginn siðvandur læknir mælir með nokkurs konar reykingum sem lyfjameðferð þegar aðrar lausnir, alls ekki síðri og líklega betri eru til. Skoðaðu t.d. Zofran, en það er miklu vinsælla og betra lyf við lystarleysi og ógleði en kannabis og hefur litlar aukaverkanir.

Zofran er gefið inn á margvíslegan máta. Ekki einungis per os.

Páll Geir Bjarnason, 4.4.2009 kl. 03:10

30 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Sativex is an oromucosal (mouth) spray developed by the UK company GW Pharmaceuticals for multiple sclerosis patients, who can use it to alleviate neuropathic pain and spasticity, also Sativex is being prescribed to alleviate pain due to cancer, research is being made on Sativex to cure cancer and other diseases that involve mutant cells. Sativex is distinct from all other pharmaceutically produced cannabinoids currently available because it is derived from botanical material, rather than a solely synthetic process. Sativex is a pharmaceutical product standardised in composition, formulation, and dose. Its principal active cannabinoid components are the cannabinoids: tetrahydrocannabinol (THC) and cannabidiol (CBD). The product is formulated as an oromucosal spray which is administered by spraying into the mouth. Each spray of Sativex delivers a fixed dose of 2.7mg THC and 2.5mg CBD.

Og

Ondansetron (INN) (pronounced /ɒnˈdænsɛtrɒn/) or GlaxoSmithKline's Zofran is a serotonin 5-HT3 receptor antagonist used mainly as an antiemetic to treat nausea and vomiting following chemotherapy. Its effects are thought to be on both peripheral and central nerves. Ondansetron reduces the activity of the vagus nerve, which activates the vomiting center in the medulla oblongata, and also blocks serotonin receptors in the chemoreceptor trigger zone. It has little effect on vomiting caused by motion sickness, and does not have any effect on dopamine receptors or muscarinic receptors.

Mitt val liggur fyrir, það er nokkuð ljóst.

Jóhann Róbert Arnarsson, 4.4.2009 kl. 06:02

31 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Á ekki að banna þetta hér?

Jóhann Róbert Arnarsson, 4.4.2009 kl. 08:46

32 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jú, það má alveg banna Justin Timberlake mín vegna...?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.4.2009 kl. 13:17

33 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Tinna:

"Jú, það má alveg banna Justin Timberlake mín vegna...?"

Ég er nú ekki að fíla Justin sjálfur en þetta lag finnst mér vera fínt, þetta kemur málinu við því að það er partí í gangi og sungið um alkahól sem getur leitt til fíknar og er þá ekki bara best að banna þetta allt saman til þess að vera "safe"?

Síðan kemur kynlíf við sögu og er það ekki ósiðsamlegt?

Málið við Zofran er að þetta er suppressive lyf sem gerir ekki neitt við sásaukanum sjálfum eins og við krabbameini sem fólk síðan þarf önnur supressive lyf við og þá ertu komin með hugsanlegar víxlverkanir sem þarf síðan önnur lyf við og skömtuð þanning að fólk er í lyfjasósu það sem eftir er, og með svakalegum aukaverkunum. Þá tek ég frekar úðan.

Þessi tilbúnu lyf ættu að hafa forgang nr. 2 í staðin nr.1, ég held að það komi best út en málið er að það eru of miklir hagsmunir í húfi að lyfjaframleiðanda hálfu til þess að íhuga eitthvað annað. Nota gömmlu tugguna, "massive remix" á lyfjalögjöf sem er kannski rétt en kerfinu var komið á....þanning að það á að vera hægt að gera einhverjar breytingar. Breytingar? Hvað breytingar? Við nennum því ekki. Oft eru þessi tilbúnulyf gefinn við einkennum en ekki við sjúkdómum og það er bara að vera að ýta málunum á undan sér. Out of sight out of mind "heimspeki".

En það er eitt sem ruglar þessu umræðu mikið og það er sú trú að givers can't be takers. Gaf okkur pillu og það var góð gjöf var það ekki, tók uppköstinn í burtu og ekkert gott getur komið frá kanabis right? Wrong.

Þeir vilja bara hafa þann "árangur" sem þeir hafa þó að hann sé svindl í mörgum tilfellum.

Ríkið gefur pening í atvinnuleysisbætur og á móti þá á það rétt að taka frelsið frá fólki right? Wrong.

Það er eins og það er.

Ég fíla annars alls konar músik, var mikið í Duran hér áður fyrr og U2 og fleira.

Fínt mynband samt, nokkrar meiginreglur sem koma þar fram og í textanum líka, atthylisverður þessi samsöngur. Þar er eins og eitt primitive self og síðan í forgrunni þessi siðmentaði maður. Síðan njónsnaleikir og feira, alger klassi þetta vídeo í heild. Kynlíf í Biblíulegri merkingu þýðir "að þekkja", og þá fannst mér njósnaleikinir vera sniðugir.

Jóhann Róbert Arnarsson, 4.4.2009 kl. 14:06

34 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Sniðugir, það er að segja hámark fáránleikans:

"tossed to and fro, and carried about with every wind of
doctrine, by the sleight of men, and cunning craftiness, whereby they
lie in wait to deceive." Eph 4:14

Enn ein ástæða til þess að "banna" myndbandið.

Og hefur fólk ekki rétt á því að velja sér meðferð sjáflt?

Greinilega ekki.

Allt þetta heila mál...

Jóhann Róbert Arnarsson, 5.4.2009 kl. 15:56

35 identicon

ég skil ekki afhverju umræðan er um hversu hættulegt eða ekki, eða hvort þetta nýtist einhverjum sem læknislyf. ríkið ætti einmitt að stjórna ræktun og dreifingu með 21árs aldurstakmarki og stöngum refsingum til þeira sem koma efninu í hendur ungmenna  af því að það fylgja hættur notkuninni. 

það er það mikið að fólki á íslandi sem notar kannabis að það verður aldrei hægt að stöðva það. en það er hægt með strangri styrkleika og gæðastjórnum að gera fólk meðvitaðara um raunverulegu hætturnar.  

ágúst (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 20:47

36 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Data is data, but to the Left only feel good data is data.


I have the simplest of tastes. I am always satisfied with the best.
Oscar Wilde (1854 - 1900)

Jóhann Róbert Arnarsson, 7.4.2009 kl. 03:16

37 Smámynd: Ísdrottningin

Takk skvís fyrir að breyta bakgrunninum, nú get ég lesið pistlana þína.  Ég hef nefnilega gaman af málefnalegum pistlum og umræðum þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem fram kemur.

Ísdrottningin, 9.4.2009 kl. 11:38

38 Smámynd: Swami Karunananda

Þessi rökfærsla, að mjög margir þeirra sem ánetjast hörðum fíkniefnum hafi byrjað í hassi, og álykta út frá því að hassið beinlínis leiði fólk út í harðari efni - þetta er svipað og að segja sem svo: "nú er það undanfari allra bílslysa að fólk sest undir stýri. Þar af leiðir að það að setjast undir stýri orsakar bílslys."

Langflest fólk sem reykir hass lætur þar við sitja og fer aldrei út í harðara stöff - rétt eins og langmestur meirihluti þeirra sem svolgra í sig áfengi eða svæla tóbak leiðist aldrei út í ólögleg fíkniefni.

Swami Karunananda, 11.4.2009 kl. 20:56

39 Smámynd: Swami Karunananda

Þú hittir með öðrum orðum naglann í höfuðið í þessari færslu, Tinna.

Swami Karunananda, 11.4.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2973

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband