Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef mikinn áhuga á allskonar rugli, sérstaklega þó trúarbrögðum, enda eru þau eitt útbreiddasta ruglið. Ég fæ ekki séð að ég eigi að bera virðingu fyrir skoðunum annarra eingöngu vegna þess að orðið 'guð' kemur fyrir í skoðuninni - trúarbrögð eru ekki hafin yfir gagnrýni. Þvert á móti ætti fólk að hætta að fela sig á bak við einhvern umburðarlyndisfána og gagnrýna vitleysuna við hvert tækifæri.

Ég sanka að mér gagnslausum upplýsingum og er því illa liðin af vissum aðilum á triviarásinni, sem og fólki utan hennar reyndar.

Ég hef enga þolinmæði fyrir heimsku og fátt fer jafnmikið í taugarnar á mér og áframsent spam um týnd börn eða uppdiktaða hakkara eða gjafir frá Microsoft og Nokia, sérstaklega þegar það er svo auðvelt að googla lykilorð úr póstinum eða fletta þeim upp á snopes.

Ég keðjureyki þrátt fyrir að vita vel að það er bæði óhollt og dýrt. Mér finnst það bara ekki koma þér við, frekar en það að ég drekki, stundi kynlíf með sjálfri mér eða öðrum, eða reyki gras. 

Ég er fylgjandi lögleiðingu allra vímuefna, enda fræðsla betri forvörn en bann, auk þess sem fólk á að hafa óskoruð forráð yfir eigin líkama. Svo lengi sem það skaðar ekki aðra, er það einkamál hvers og eins.

Sumum finnst kannske síðasta atriðið stangast á við það fyrsta, en ég vil benda viðkomandi á að trúarbrögð hafa því miður áhrif á mig líka. Blöðin, sjónvarpið, útvarpið, menningin öll tekur að vissu leyti mið af trúarbrögðum, sbr. lögbundna frídaga á kristnum hátíðum, sem við hin þurfum að þola hvort sem okkur líkar betur eða verr, helvítis glamrið í kirkjuklukkunum - ekki voga ykkur að kvarta yfir bænakalli múslima í mögulegri mosku á meðan ríkisrekna hjátrúarbáknið fær að vekja heilu hverfin á sunnudagsmorgnum án þess að þið æmtið eða skræmtið. Bænakallið er ekki skemmtilegt, en þó hrein hátíð miðað við lætin í jesúbjöllunum.

Eins og sést á  ég það til að röfla nokkurn veginn samhengislaust.

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband