Fíkniefnaáróður

Einhverjir muna kannske eftir Guðrúnu nokkurri Sæmundsdóttur, en fyrir þá sem ekki gera það bendi ég á þetta

Í athugasemd 59 við þetta blogg segir hin orðheppna og sannleikselskandi Guðrún Sæmundsdóttir þetta:

mbl.is hætti að birta fíkniefnaáróður bloggara í kjölfar ábendinga minna, og því þurfti ég ekki að fara útí að kæra einn eða neinnWink

 

Nú getur ekki verið að Guðrún sé að segja satt (ekki að ég sé að kalla hana patólógískan lygara eða neitt) því það myndi þýða að mbl.is léti undan rugludöllum sem sjá áróður -ef ekki hreinlega glæpi- í öllu sem ekki fellur að heimsmynd þeirra, og byggi ritskoðunarstefnu sína á duttlungum slíkra smásálna. Ég vona að það sé ekki rétt og ætla því að gera smá tilraun.

 

Ég lýsi hér með yfir þeirri skoðun minni að kannabisefni séu mun hættuminni en af er látið. Ég hvet fólk til að lesa sér til um rannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim, en nefni sem dæmi að það er nánast ómögulegt að "óverdósa" á kannabis og að langstærstur hluti þeirra sem neyta kannabiss eru virkir þjóðfélagsþegnar. Að auki bendi ég á að notkun kannabiss við ýmsum kvillum er vel þekkt, t.d. slær kannabis á ógleði sem fylgir krabbameinsmeðferð og hefur verið nýtt í verkjastillandi tilgangi í langan tíma. 

 

Nú er varla hægt að kalla hvatningu um að leita sér upplýsinga "áróður", né heldur er kannabis fíkniefni í strangasta skilningi þess orðs, en ég geri ráð fyrir því að Guðrún líti svo á málið. Endilega reyndu að fá bloggstjórana til að eyða færslunni, Guðrún! Ég fokking mana þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú leyfir mér að fylgjast með, Tinna. Ef eitthvað gerist (sem ætti ekki að verða) þá hefur þú hauk í horni! ;)

Skorrdal (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 17:44

2 identicon

Kannabis er ekki hættulegt. Þú steikir bara í þér heilann, þjáist af minnitapi, heldur að þú getir flogið, ælir, verður háður, ferð í sterkari efni, lendir í skuldum, handrukkarar skera fingurna af þér, fjölskyldan þín yfirgefur þig, þú verður gjaldþrota og drepur þig. Ekkert mál !

Páll (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 01:39

3 identicon

Á hvaða ofskynjunarefnum er þú, Páll?

Skorrdal (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 02:50

4 Smámynd: Arnar

Voðalega á Páll slæma fjölskyldu ef hún yfirgefur hann vegna kannabisneyslu.

Arnar, 21.10.2010 kl. 11:49

5 identicon

Það er svo sem notaleg lykt af kannabis og það er ekki neitt sérlega hættulegt.

Það er eiginlega skrýtið að það sé ekki orðið leyfilegt um allan hinn vestræna heim því betra efni til að búa til þæga, góða, frumvæðislausa og svo auðvitað vitlausa undirmálsþegna er vandfundið...

Sennilega besta leiðin fyrir þau Steingrím og Jóhönnu til að komast hjá mótmælum eins og um dagin.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 09:58

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mótmæli... eh...

Jónásgeir, hversvegna heldur þú að það hafi verið svona funky rythmi í búsáhaldarbyltingunni? ;-) Groovy baby.

Annars eru kannabisneytendur ekki allir frumkvæðislausir, hvað þá þægir. Það er mýta og svo enn meiri mýta með að vera vitlausir. Heyrt um Carl Sagan?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.10.2010 kl. 10:31

7 identicon

Ertu með Guðrúnu Sæmundsdóttur algjörlega á heilanum Tinna mín? Hvað heldur þú að þú sért búin að eyða miklum tíma í hana? Til hvers? Ertu að reyna að sanna eitthvað?

Dimmalimm (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 11:35

8 identicon

Þú lýsir kannabis alveg eins og fíkniefnadýrkandi sem hefur ekki enn komist í meðferð en hausar sem hafa farið alla leið vita betur.  Ef þú átt við eihverskonar vanda að stríða sem brýst út í hinu augljósa hatri þínu á trúuðu fólkii þá ráðlegg ég þér að leita til SÁÁ. Það yrði þér áræðanæega feginleiki mikill að losna við ruslið sem er að fylgja þér.

Gangi þér svo vel

Demon (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 11:54

9 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Heldur þú að það geti verið að áhrif Guðrúnar Sæmundsdóttur á ritstjórn M.b.l sé hugsanlega að dvína?  Ég sá þessa frétt á Moggavefnum núna áðan.

Theódór Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2923

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband