Guðrún og tjáningarfrelsið

Einhverjir kannast kannske við Guðrúnu nokkra Sæmundsdóttur, sem ég hef stundum reynt að rökræða við, og sem bannaði mér að setja inn athugasemdir hjá sér. Fyrir þá sem eru svo heppnir að gera það ekki, er Guðrún fyrrum frambjóðandi hins misheppnaða L-lista, og hennar helstu baráttumál eru að halda Íslandi utan ESB, að skerða mannréttindi, að senda alla neytendur ólöglegra vímuefna úr landi (en þó mærir hún konur sem af hetjuskap fara kasóléttar á fyllerí í stað þess að fara í fóstureyðingu ef þær geta ekki sleppt því að þamba áfengi í níu mánuði) og að berjast gegn talsmanni Djöfulsins, í Jesú nafni.

Ég er sumsé talsmaður Djöfulsins (með stóru D-i).

 

Þetta fræddi hún mig um eftir nokkuð langar og...sérstakar umræður á bloggi Páls Vilhjálmssonar. Umræðan snérist í upphafi um trúariðkun innan veggja Háskólans, en Guðrún var fljót að afvegaleiða þá umræðu. Ég er svosem ýmsu vön frá henni, en meira að segja ég varð hissa á nýjasta útspili hennar.

Eftir að hún hafði ítrekað þá skoðun sína að ég (eins og allir aðrir sem vilja endurskoða misheppnaða fíkniefnalöggjöf hér á landi) væri siðblind og illmenni, ýjað að því að ég væri búin að skaða mig andlega á vímuefnaneyslu og væri hugsanlega fíkniefnasali, og líkti mér við barnaníðing, auk þess að kalla mig talsmann bæði Djöfulsins og náfrænda hans, Fíkniefnadjöfulsins (gott ef hún líkti ekki samskiptum okkar við þau sem eiga að hafa átt sér stað á milli Djöfulsins og sjálfs Jesúsar Jósepssonar samkvæmt frásögnum Nýja Testamentisins) missti ég þolinmæðina og mælti með því að hún leitaði sér hjálpar sálfræðings. Þá kom hún með þetta óborganlega innlegg:

 

"Tinna ég er einmitt að pæla í að leita mér hjálpar við að koma lögum yfir þig og aðra sem að auglýsa dóp hér á netinum [sic] með því að vísa í tilhæfulausar "rannsóknir" um skaðleysi eiturlyfja. Það er leikur einn að fletta upp öllum dópáróðri frá þér hér á netinu og það er kominn tími til að þú verðir látin svara fyrir hann í réttarsölum."

 

Þar sýndi hún sitt rétta andlit, auk þess að koma upp um hversu fáfróð hún er um þau lög um tjáningarfrelsi sem gilda hér á landi - nema henni sé hreinlega alveg sama um sjálfsögð grundvallarmannréttindi annarra. Það kæmi svosem ekki á óvart, enda hefur hún látið svipaðar skoðanir í ljós áður. Hins vegar hefur hún aldrei, að mér vitandi, hótað að kæra fólk fyrir það eitt að hafa skoðanir sem stangast á við hennar og að rökstyðja það með því að vísa á heimildir. Þar er þó kannske komin skýring á því hvers vegna henni gengur almennt svo illa að rökstyðja mál sitt- hún hélt að það væri ólöglegt!

Ég vil trúa því að Guðrún hafi skrifað þetta innlegg í geðshræringu, en hún virðist komast í slíkt ástand furðulega oft, eins og sést á skrifum hennar (sérstaklega þegar rætt er um vímuefni) sem best er lýst með orðinu 'hysterísk'.

 

Hefði hún stoppað til að hugsa eilítið áður en hún sendi þessa hótun inn, hefði hún vonandi séð nokkra annmarka á henni. Í fyrsta lagi, eins og ég minntist á að ofan, ríkir tjáningarfrelsi á Íslandi, þrátt fyrir innilegar óskir Guðrúnar um afnám þess. Þó svo að dreifing og sala ýmissa vímuefna sé ólögleg, er fullkomlega löglegt að tjá sig um þau. Guðrún gæti því ekki kært mig fyrir það að benda fólki á þá staðreynd að rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að kannabis er ekki jafn hættulegt og Guðrún og aðrir sjálfskipaðir siðferðispostular hafa haldið fram. Það veldur ekki siðblindu, það leiðir ekki sjálfkrafa til neyslu harðari vímuefna, og það er mun minna ávanabindandi og minna hættulegt en bæði tóbak og áfengi. Þetta eru staðreyndir, sama hversu mikið Guðrún neitar þeim.

Í öðru lagi, jafnvel þó það sem ég taldi upp að ofan væri rangt, og kannabis væri í raun stórhættulegt eiturlyf sem breytti jafnvel heilbrigðasta manni í morðóðan siðblindingja með geðklofa og barnagirnd, þýddi það eingöngu að ég hefði haft rangt fyrir mér. Það er ekki ólöglegt að hafa rangt fyrir sér - annars væri Guðrún sjálf í ansi slæmum málum, ásamt reyndar öllum jarðarbúum - og því getur hún ekki kært mig fyrir það.

Í þriðja lagi er það svo að jafnvel þó við lítum framhjá fyrstu tveimur atriðunum, og gæfum okkur að Guðrún gæti kært mig fyrir það að dreifa vísvitandi röngum upplýsingum, þyrfti hún fyrst að sanna tvennt: að allar þær rannsóknir sem ég hef vísað í og allar þær fullyrðingar sem ég hef sett fram séu rangar, og að ég hafi vitað að þær voru rangar. Þetta gæti reynst erfitt, og þá sérstaklega síðarnefnda atriðið. Þess vegna væri það ekki tímans og peninganna virði að reyna það.

 

Nú hef ég næga trú á lögunum (a.m.k. þeim sem snúa að tjáningarfrelsi) til að treysta því að jafnvel þó Guðrún héldi í alvöru að hún gæti kært mig fyrir "dópáróður" myndi fyrsti lögfræðingur sem hún leitaði til hlæja hana út af skrifstofunni, og engin yfirvöld myndu reyna að traðka svo á skoðanafrelsi mínu, ef ekki væri nema bara með þeim rökum að það væri slæmt fyrir ímyndina, að ekki sé minnst á að slíkt mál bryti í bága við alla mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Ég vona að Guðrún hafi eingöngu meint þetta sem illa úthugsaða hótun, í þeirri von að meintir yfirmenn mínir, Djöfullinn og Fíkniefnadjöfullinn hafi eyðilagt alla rökhugsun í útúrdópuðum kolli mínum. Því miður fyrir Guðrúnu er það ekki svo.

 

Það skásta sem ég gæti sagt um Guðrúnu er að hún er of bjartsýn. Hún virðist í alvörunni halda að það sé hægt að útrýma fíkniefnum á Íslandi, en hennar aðferðir eru ekki bara óraunhæfar, heldur ógeðfelldar, hvernig sem á þær er litið.

Auk þess að vilja afnema frelsi einstaklingsins (allt frá fæðingu) hefur Guðrún stungið upp á því, að því er virðist í fullri alvöru, að senda alla vímuefnaneytendur og -sala til Hollands. Við fyrstu sýn er þetta ekki svo slæmt: kannabismálin í Hollandi eru jú ásættanlegri en hér, og Guðrún er a.m.k. ekki að hvetja til ofbeldis. Þegar betur er að gáð sést þó innræti Guðrúnar. Hún heldur því fram að vímuefnasalar herji vísvitandi á börn og leitist við að gera þau háð sem flestum og sterkustum fíkniefnum, enda siðblindir, fégráðugir barnaníðingar. Þessi ímynduðu ómenni vill Guðrún losna við úr landinu, en hún sér ekkert að því að leyfa þeim að herja á börnin í Hollandi. Það er nú öll manngæskan- hún á bara við um Íslendinga.

Hefði Guðrún einhvern snefil af rökhugsun, myndi hún ekki láta svona útúr sér. Hún hefur hinsvegar sýnt það aftur og aftur að hún er ekki fær um að skilja einföldustu rök. Hún heldur því blákalt fram að þeir sem helst vilja lögleiða kannabis hljóti að vera að selja það, ellegar á mála hjá einhverjum sem það gera. Þarna er augljós rökvilla: þeir sem græða mest á að halda vímuefnum ólöglegum fara varla að berjast fyrir því að varan verði gerð lögleg og þar með tekin úr höndunum á þeim.

Þrátt fyrir að ég og margir fleiri hafi margoft reynt að útskýra þessa einföldu staðreynd fyrir Guðrúnu, og gekk ég jafnvel svo langt að setja þetta upp sem barnasögu í þeirri von að einfalt ritmál og barnalegt orðfæri næði til hennar, en allt kemur fyrir ekki. Hún stingur puttunum í eyrun og kallar okkur siðblind. Þegar henni er bent á að ekki allir sem vilja endurskoða lögin séu kannabisneytendur, galar hún um samsæri dópista. Þegar henni er bent á að ekki séu allir kannabisneytendur siðblind illmenni, dópsalar, heilaskemmdir ónytjungar eða heróínneytendur (staðreynd sem ætti að vera augljós þegar tillit er tekið til þess gríðarlega fjölda manna sem nota kannabis reglulega, hvað þá ef taldir eru allir þeir sem hafa neytt jurtarinnar einhverntímann á ævinni) heldur hún í lygina og líkir okkur við barnaníðinga.

Ég geri mér engar grillur um að Guðrún skipti nokkurn tíma um skoðun, enda er hún bæði illa haldin af áðurnefndum skorti á rökhugsun og þar að auki þrjósku og furðulegri kristinni öfgatrú, en slíkt fólk virðist hreinlega ófært um að horfast í augu við veruleikann ef hann stangast á við fyrirfram mótaða heimsmynd þeirra, sama hversu augljóst misræmið er og hversu veruleikafirrt sú heimsmynd er.

Hvers vegna er ég þá að þessu?

Jú, við Guðrún eigum eitt sameiginlegt: hvorug okkar vill að þeir sem lesa skrif hinnar taki mark á þeim sér og öðrum til skaða. Guðrún heldur því fram á þessum sama þræði að "áróður [minn] fyrir dópi" geti leitt til þess að einhver freistist til að prófa nefnt dóp og deyji jafnvel af þeim -og þar með mínum- völdum.

Ég aftur á móti kann illa við að sjá fólk eins og Guðrúnu komast upp með lygar, og þá sérstaklega lygar sem beinast gegn mér persónulega. Þess vegna held ég áfram að svara lygaáróðri Guðrúnar. Ekki vegna þess að ég vonist til að fá hana til að skipta um skoðun eða að ég sé að reyna að "vinna" þessar einhliða "rökræður", heldur vil ég ekki að óupplýstir lesendur bloggsins fái þá hugmynd að allir talsmenn endurskoðunar löggjafarinnar séu dópsalar sem herja á blogg, eða að allir sem neyta vímuefna séu siðblind illmenni eða með geðklofa.

Auðvitað ætti hverjum vitibornum manni sem les málflutning Guðrúnar að vera dagljóst að hann er ekki bara rangur heldur hreint út sagt svo fáránlegur að hann er á tímum eins og atriði í einhverjum súrrealískum sketsaþætti í anda Monty Python. Því miður á Guðrún sér eitthvað af skoðanasystkinum, og ég vil ekki að hún eignist fleiri. Ég vona innilega að hún komist aldrei í nokkra stöðu þar sem möguleiki er að hún hafi áhrif á börn eða unglinga, hvað þá að hún fái tækifæri til að spreyta sig á þingi eins og hún þráði svo heitt - og gerir kannske enn. Mig langar að trúa því að það sé enginn möguleiki á því að Guðrún fengi eitt einasta atkvæði, eða að nokkur manneskja taki hræðsluáróður hennar alvarlega, en af fenginni reynslu leyfi ég mér að fullyrða að því miður er það ekki svo. 

 

Einn galli Guðrúnar er kannske að vera of bjartsýn. Minn er þá sá að hafa ekki næga trú á landsmönnum. Munurinn er sá að mín vantrú á greind sumra (sem betur fer fárra, enn sem komið er) landa minna er byggð á reynslu. Tálsýn Guðrúnar er hins vegar ekki byggð á neinu nema hennar eigin ranghugmyndum og/eða vísvitandi lygum.

*Uppfært*

Bleyðan Guðrún hefur nú lokað á IP töluna mína, og viðurkennir þar með að hún er ófær um málefnalega umræðu. Gott væri ef einhver lögfróður maður benti henni snöggvast á lög um tjáningarfrelsi, þar sem hún virðist of þrjósk til að lesa þennan pistil minn. Hún bítur síðan höfuðið af skömminni með því að líkja umfjöllun um kannabis við barnaklám.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðrún er svona Jesúglansmyndafrík... hún hefur ekkert vitrænt að segja, hún er alveg lýsandi dæmi um manneskju sem er algerlega utan við raunveruleikann... eins og er lenska með jesúfrík.
Hún á enga von um að verða normal að ég tel.. hún sér bara sæta Jesú og útvalda sæta kafla úr biblíu.. hún meira að segja telur að Jésú hati kannabis.. það er vegna þess að hún sjálf hatar kannabis... samt þekkir hún ekkert til efnisins.
Svona lifa jú jesúlingar, Jesú hatar og elskar allt það sama og jesúlingurinn, það kemur til vegna þess að jesú er sá trúaði, þeir sjá sig rísa upp sem jesúar.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Arnar

Ég er bara orðinn forvitinn um skoðanir Guðrúnar á snáka olíu sölumönnum sem herja grimt á börn landsins með ósvífnum hætti.

Hvert á að senda þá?

Arnar, 2.11.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Þarfagreinir

Guðrún gæti kannski byrjað á að kæra hæstaréttardómarann Jón Steinar Gunnlaugsson:

 http://www.youtube.com/watch?v=U3wrhBVEyoo

Þarfagreinir, 2.11.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Doksi: "You can tell you have created God in your own image when it turns out that he or she hates all the same people you do."

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 12:12

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Arnar: http://alit.blog.is/blog/alit/entry/211056/

Inn í skólana, apparently...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 12:17

6 identicon

Það er erfitt að trúa því að þessi kona sé með öllum mjalla. Hlakka til að sjá viðbrögð hennar við þessari færslu sem sýnir með svo ótvíræðum hætti fram á fullkominn hugmyndalegan ósigur hennar.

Dóra Björk Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:28

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

http://alit.blog.is/blog/alit/entry/973942/

Nýjasta færslan - veruleikafirringin enn í fullum gangi. Og surprise, surprise, Jón Valur tekur undir! 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 12:46

8 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hún er sérlega erfið þessi blessaða kona. Ein af þessum hræsnurum sem allt þykjast vita, en þola ekki að horfast í augu við neinar upplýsingar sem gætu breytt skoðunum þeirra og heilögu lífsgildum. Hún er líka augljóslega kona sem myndi breyta landinu í fasískt lögregluríki ef hún fengi tækifæri til og því stórhættuleg - nema hvað hún kemst náttúrulega hvergi með sitt, því til þess skortir hana hæfileika og greind. Það er allavega mitt persónulega mat á henni og skrifum hennar, lái mér hver sem vill.

Kristinn Theódórsson, 2.11.2009 kl. 13:14

9 identicon

Guðrún er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.. það er mjög algengt með kristna einstaklinga.

Auðvitað tekur ofstækismaðurinn JVJ undir með Guðrúnu... þau bæði vita ekki hvað mannréttindi og siðgæði er, ekki hvað jafnræði eða tjáningarfrelsi er.
Hugsið ykkur er hellelújah flokkur JVJ kæmist til valda, við værum öll sett í grjótið.. og pyntuð að auki...

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 14:20

10 Smámynd: Arnar

"Bleyðan Guðrún hefur nú lokað á IP töluna mína.."

Dæmigert.

Ætli þetta yrði hennar lausn á fíkniefnavandanum sem hún er alltaf að tala um. Þagga hann niður og flytja úr landi.

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:25

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ætli það ekki. Allt sem henni líkar ekki er stimplað 'áróður' svo hægt sé að loka á viðkomandi og hún endar með já-kórinn jarmandi. Drottning í eigin ímyndaða ríki þar sem allir eru sammála henni -  eða þora a.m.k. ekki annað en að þykjast vera það. 

Hvar ætli hún vilji reisa gúlagið?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 14:43

12 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég tek hjartanlega undir með ykkur öllum.  Eins og ég hef sjálfur bent henni á, þá er hún svo greindarskert og grunnhyggin að hún ætti að draga sig í hlé, sjálfri sér og okkur hinum til gagns og ánægju.  Ef þessi L-listi vill á þing, þá ætti hann að losa sig við þetta gerpi.

Theódór Gunnarsson, 2.11.2009 kl. 15:04

13 Smámynd: Arnar

Nú er ég endanlega sannfærður um að Guðrún er arfa vitlaus og beinlínis kexrugluð.  Hún eyddi út öllum mínum athugasemdum á þeirri forsendu að þær innihéldu dópáróður og bannaði mig.

Færslurnar voru nú frekar meinlausar fannst mér:

20 Smámynd: Arnar

Guðrún: ..með því að vísa í Wikipedia og fleiri vefi sem hafa ekkert eftirlit með því hvaða rusl fer inná þá..

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að það sé ekkert eftirlit með því hvaða 'rusl' er sett inn á Wiki.

Og ef hver sem er getur sett hvað sem er inn á Wiki, getur þú þá ekki bara farið þangað inn og leiðrétt miskylningin fyrst þér er þetta svona hugleikið?

Arnar, 2.11.2009 kl. 13:50

27 Smámynd: Arnar

Guðrún, það er ekki glæpur að tala um kannabis.  Það er ekki glæpur að segja að kannabis sé skaðminna en bæði áfengi og tóbak.  Það er heldur ekki glæpur að benda á það að á meðan lögreglan er að eyða hellings tíma, peningum og orku í nánast vonlausri baráttu gegn kannabis þá er það hellings tími, peningar og orka sem fer EKKI í að berjast gegn mun hættulegri eiturlyfjum.

Svona eins og löggan væri að stoppa alla sem keyra of hægt (það er líka hættulegt), en einbeita sér ekki að þeim sem keyra of hratt.

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:33

28 Smámynd: Arnar

"Þeir sem umgangast unglinga sem hafa verið í neyslu þekkja vel hversu mikið þau vitna í þessi blogg"

Þessir unglingar í neyslu.. drekka þeir og reykja?

Í 'þessum bloggum' er oftast minnst á það að kannabis sé hættuminna (svona heilsulega séð) en áfengi og tóbak.  Ef þessir unglingar eru svona áhrifagjarnir og fara eftir öllu sem 'þessi blog' segja þeim að gera.. af hverju neyta þau áfengis og reykja?

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:35

Svo endar hún á þessu líka snilldar athugasemd:

Ég ætla mér að eyða út öllum dópáróðri í svörum fólks og loka á aðgang þeirra sem að eru með dópáróður.

Fíkniefnaneyslan er skelfilegt vandamál sem að verður að taka á.

Já einmitt, maður tekur á vandamálum með ritskoðun á umræðu um vandamálin.

Arnar, 2.11.2009 kl. 15:12

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Einmitt Jón Valur, en ég get ekki horft uppá þennan áróður þegandi og hljóðalaust á sama tíma og ungt fólk er að láta lífið eða missir geðheilsuna vegna dópneyslu."

Ofur-Guðrún! Saving the world from reason, one blocked IP at a time...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 15:24

15 identicon

Guðrún eyddi út kurteisilegum athugasemdum mínum og bannaði mig... kristilegt siðgæði í hnotskurn.
Svona myndi krissaflokkurinn hans JVJ höndla allt.. svona er kristni

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:44

16 Smámynd: Arnar

Saving the world from reason, one blocked IP at a time...

Arnar, 2.11.2009 kl. 15:49

17 identicon

Tony Blair hefur líka kallað eftir samstöðu islam og krissa gegn trúfrjálsum, alger lúser :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 16:02

18 identicon

Ég hélt að þessi Guðrún væri uppdiktaður karakter. Svo er greinilega ekki, þó ótrúlegt megi virðast!

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 16:23

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, sú er hörð núna.  Eg setti inn í sakleysi mínu stutta tölu um afhverju nálgun opinbera aðila gagnvart svokölluðum kannabisefnum væri röng og beinlínis skaðleg þegar upp væri staðið fyrir samfélagið í heild - bang, hviss - allt gone !

Það er nú svo.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.11.2009 kl. 16:54

20 identicon

Greyjið manneskjan meinar vel , ótrúlegt en satt .

Bara svo hrikalega afvegaleidd að það er pínlegt .

Æi svo er þetta bara svona með þetta trúaða fólk , ótrúlega dómhart og fordómafullt ...Auðvitað frekar forddómafullt að segja svona en ekki annað hægt . Að minnsta kosti þeir sem hafa hæst.

Hér er annars mitt innlegg sem Satanrún á eflaust eftir að hreinsa út.

- - - -- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Það er varla að maður þori að koma fram undir nafni hér . Sé að Tinna er hreinlega ofsótt af henni Guðrúnu, er ekkert ólöglegt við það?

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þú meinar vel Guðrún , á því er engin vafi. Í alvöru , ég get ekki annað en virt það.

En - það má velta fyrir sér hvaða árangri þú telur þig ná með slíkum fordómum. Er málið að bjarga börnunum með því að fangelsa þau?

Eru einhverjar líkur á að þín viðhorf skaði fólk fyrir lífstíð ? Að mínu mati - ótvírætt.

Væri kannski líklegra til árangurs að eiga samræður við þá sem nota kannabis ? Eða viltu bara halda áfram að kalla alla skítadópistapakk ?

Ef þú gerðir þér bara einhverja grein fyrir því hvað akkúrat þitt viðhorf veldur miklum hörmungum þá myndir þú kannski endurskoða afstöðu þína.

Gerfum okkur í augnablik að það sé óhjákvæmilegt að allir krakkar prófi einhverntímann kannabis - bara gefum okkur það í augnablik.

Viljum við þá gera þau útlæg úr samfélaginu og láta yfirvöld ofsækja þau - eða koma fram af hreinskilni , tala saman - ræða hætturnar og vera sanngjarn.

Efast samt um að þú takir það til greina , vilt eflaust bara halda áfram að ausa skít yfir fólk....Þú veist að þú ert að tala um fólk er það ekki ?

Þú vilt örugglega ekki heyra þetta en það er fullt af venjulegu fólki sem notar kannabis , verkfræðingar , leigubílstjórar, læknar, sjómenn , etc - venjulegt fólk sem notar kannabis á ábyrgan hátt.

En ...Nota bene ....Viðhorf þessa fólks fá ekki að heyrast útaf þessu stigma sem þú og aðrir vilja viðhalda. Fólk þorir ekki að tjá sig.

Slíkt umhverfi er ekki líklegt til að skila árangri.

Það er fullt af fólki sem notar kannabis sem er alveg jafn umhugað og þér að börn komist ekki í efnið. Staðreynd.

Kannabis neytendur eru í mikið betri aðstöðu til að fræða krakkana um hættur kannabis heldur en einhver öskrandi kelling, svo mikið er víst.

Eða sýnist þér að gargið í þér og öðrum sé að virka eitthvað ? Krakkarnir hlægja að þessari vitleysu í ykkur . Þið eruð algjörlega að skjóta ykkur í fótinn með að haga umræðunni svona - ef umræðu skyldi kalla.

Einkennilegt annars að stofna til svona umræðu sem þó má ekki verða umræða , ja , nema á þínum forsendum.

Það tekur engin mark á slíku hvorki krakkar né fullorðnir.

Segir allt sem segja þarf.

 Það er erfitt að tjá sig um þetta án þess að verða reiður , því dómharkan er slík að manni ofbýður og það er einmitt þessi dómharka sem hefur farið illa með margan fiktarann.

Ég á sjálfur 17 ára dreng - ef hann prufaði einhverntímann að reykja þá ræði ég það við drenginn - ég mun ekki fordæma eða hata , slikt skilar engum árangri.

Auk þess hefði ég mun meiri áhyggjur af þvi að þú og þínir myndu fangelsa hann og kalla hann pakk og dópistaaumingja heldur en þeirri staðreynd að hann hefði asnast til að reykja jónu.

Að vera fordæmdur af samfélaginu og ofsóttur af yfirvöldum er líka skemmandi og mikið erfiðara að eiga við heldur en kannabis.

Auk þess eru krakkar einstaklega næmir fyrir hræsni.

Þú heldur auðvitað að ég sé bara einhver dópistaaumingi en ég er nú bara manneskja -eins og þú , hvorki betri né verri . Mér eins og þér er annt um að börn noti ekki þetta efni.

Ég hinsvegar orðin þetta gamall kýs frekar kannabis en áfengi, ef ég myndi einhverntímann reykja eitthvað sem gerði mig jafn klikkaðan og áfengi þá væri málið sjálfdautt.

Með ósk um heiðarlega umræðu , kannabisneytendur eru ekki vont fólk.

Að lokum legg ég til að þú brennir allar plöturnar þínar .....veltu því fyrir þér.

Lífið er á endanum yndislegt ,. ekki vera hrædd við að vera til. 

Arnar Helgi Adalsteinsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 17:02

21 identicon

Jebb ,búinn að eyða og banna mig.

Kerlingargreyið......

Reyndar held ég að hú sé að hjálpa málstaðnum ef eitthvað er....hehehe

Arnar Helgi Adalsteinsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 17:09

22 identicon

Annars er manneskjan svo siðblind að það  mætti halda að hún reykti kannabis!

Er ekki kominn tími á samtök Kannabisneytenda?-  það gengur ekki að einhver snarbiluð áfengismarineruð pilluétandi jésufrík með megalomaníu sé að eitra huga barnanna okkar.

Viðbjóðurinn sem vellur útúr þessari kerlingarálft er móðgun við allt semi-hugsandi fólk , ættum að slá saman og senda kvikindið í eitthvað nýsjálenskt költ þar sem hún getur sötrað blásýru með hatursvinum sínum og það helst áður en hún fer að læðast um leikskólana seljandi börnum mannvonsku og hatur.

Annars er þessi póstur bara prufa í Guðrúnarfræðum...Hollt að setja sig í spor annarra....held samt ég haldi mig bara við málefnalega umræðu.

Arnar Helgi Adalsteinsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 17:21

23 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Taka screenshot hverju sinni sem hún kemur með ærumeiðingar gagnvarð þér, og sjá hvort það dugi til málssóknar ;)

Hans Miniar Jónsson., 2.11.2009 kl. 17:28

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Efnislega var erindi mitt sem hvarf hjá Guðrúnu eiginlega samhljóða því sem Miniar segir hér í miklu styttra máli en eg gerði:

 "Kannabisefni geta verið skaðleg, já, og það þarf að kenna börnum staðreyndirnar um skaðsemi kannabis. EN, ef við ljúgum að börnunum okkar og/eða gefum þeim áróður í stað vísindalegra staðreynda, þá er ekki víst að börnin treysti okkur varðandi annað þegar þau komast að því að það sem við sögðum þeim var rangt."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.11.2009 kl. 17:48

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jamm. Ég varð nokkuð svekkt þegar ég komst að því að flestir "hasshausar" voru bara venjulegt fólk en ekki stereótýpiskar Beavis&Butt-Head/Shaggy/hippalufsur sem sögðu 'Whoa, maaaan' allan daginn og höfðu minni á við ástiginn gúbbífisk.

Eins var það afar upplýsandi að komast að því að ekki allir halda að þeir geti flogið þegar þeir taka sýru, og E-töflur leiða ekki sjálfkrafa til dauða vegna skorts (eða ofneyslu) á vatni.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 17:58

26 identicon

Krakkar láta ekki plata sig með grýluáróðri... fyrir utan það að tabúið eitt og sér virkar eins og segull á táninga í uppreisnarhug.

Hver hefur ekki séð þessar fáránlegu auglýsingar í sjónvarpi: Barnið mitt byrjaði að fikta með hass. nú er það dáið.. þetta er hlægilega ömurlegt að sjá.
Við gætum allt eins sagt: Barnið mitt tók bílpróf, nú er það dáið, barnið mitt fór á skíði, nú er það dáið.

Fyrir utan þá staðreynd að áfengi drepur og rústar mörgum manninum á hverju ári.. ætli Guðrún viti að áfengi er eitt hættulegast dóp sem til er.. fyrir henni er nóg að efnið sé löglegt þá er það í lagi.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 18:01

27 identicon

Brotabrot af einstaklingum mun alltaf falla og lenda í veseni vegna einhvers.. dóps, matar eða hvað sem er... á þá að banna þorra fólks að gera hluti vegna einhverra sem eru veikir fyrir einhverju.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 18:09

28 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Vá - hún er bara sérfræðingur um vefjagigt og veit nákvæmlega hvaða lyf og/eða þjálfun virka á hverja manneskju.

"Með líkamlegri þjálfun munt þú ná verkjum sem eru núna á skalanum 8 af 10 niður í 4 af tíu, og með því að taka eina magnil og eina parasetamól saman næst góð verkjaverkun, sem er mikið betri en verkjaverkun af sterkum verkjalyfjum."

"Miniar, þetta gengur ekki hjá þér, þú getur ekki haldið svona fram. Ég þekki verulega vel til vefjagigtar á háu stigi bæði  hjá mér og öðrum. Leitaðu til læknis og góðs sjúkraþjálfara og leggðu þitt af mörkum til að ná einhverri heilsu, það gerir það enginn fyrir þig, kannabis hefur ekki verkun á vefjagigt en eins og önnur fíkiniefni slá þau á verki. það er skuggalegt að nota kannabis við vefjagigtarverkjum! Maður skilur þegar að langt leiddir krabbameinssjúklingar fá verkjalyf unnin úr kannabis en virkilega þarftu núna að leita þér hjálpar."

Þá veistu það, þetta er bara ímyndun í þér, dópistinn þinn! 

Djöfulli gerir svona kjaftæði mig reiða.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 19:00

29 identicon

Til hamingju Tinna þessi grein er sú besta OG skemmtilegasta sem ég hef lesið á blogginu frá upphafi þú ert hrikalega mikið megabrain! Annars hef ég stundum rifist við þig, við erum ekki sammála um margt en ég myndi taka ofan hattinn minn fyrir þér núna - ef ég væri með hatt... 

kristin dama (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 19:25

30 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Svo ég bendi nú líka hér á þessum þræði á galla í rökfræði Guðrúnar - sem tók ekki beint vel í mínar athugasemdir, þó svo ég væri bara að gagnrýna röksemdafærslurnar hennar og hefði enga skoðun í frammi á efninu..

Þá vill hún meina að það sé ólöglegt að ræða hvort hlutir sem eru ólöglegir eigi að vera ólöglegir eða ekki.

Með sömu rökum væri varla hægt að breyta neinum lögum, hámarkshraði í umferðinni var svona fyrsta dæmið sem mér datt í hug..

Valgarður Guðjónsson, 2.11.2009 kl. 19:53

31 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Með sömu rökum væri varla hægt að breyta neinum lögum, hámarkshraði í umferðinni var svona fyrsta dæmið sem mér datt í hug..

Yep, I am what I am rökfræðinn sem leiðir til staðnaðs þjóðfélags, entropy og dauða.

Þoli ekki svona lið. 

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.11.2009 kl. 20:23

32 Smámynd: ThoR-E

Það fer ekkert á milli mála að konan gengur ekki heil til skógar.

Ég las nýjustu færsluna hennar og athugasemdirnar allar þar við. Og ég verð nú bara að segja að ég skellti nokkrum sinnum upp úr við að lesa svör hennar við málefnanlegum athugasemdum.

Rangfærslurnar og bullið sem frá henni kemur. Og þegar reynt er að svara henni með því að benda á vísindalegar rannsóknir ofl. að þá sópar hún því út af borðinu ... því hún veit þetta betur. Hún veit betur en læknismenntað fólk og vísindamenn sem hafa rannsakað þetta árum saman.

ThoR-E, 2.11.2009 kl. 21:41

33 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

ég held að þessi áróður sé kolólöglegur og það að mbl.is skuli leyfa þennan áróður setur þá líka í vafasama stöðu. En hver getur kært þetta? Geta einstaklingar kært eða t.d. samtök einsog vímulaus æska og SÁÁ og er ekki hægt að fara fram á töluverðar skaðabætur sem væri þá hægt að nota uppí rekstur SÁÁ

Traðka á tjáningarfrelsi annara og ætla að vera hetjur fyrir það og ræna frá þeim pening með gerviskaðbóta máli sem dirfist að tjá sig, eða frekar að setja spuriningarmerki við þann hræðsluáróður sem umlykur umræðuna. Að misbeita skaðabótalögum á þennan hátt með hótunum í valdi laganna er ekkert annað en control by fear, imitation and force. Taktík sem er þekkt hjá einræðisherrum og síðan ætlast þau til þess að fá klapp á bakið og vinsældir og völd fyrir að hafa skorið up herrör gegn fíkniefnum, mál sem þau hafa lítið vit á samkvæmt fengini reynslu. Oh, plús væna peningasummu.

Rotið, svo ekki sé sterkara að orði kveðið hér.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.11.2009 kl. 21:45

34 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hafið þið tekið eftir því hvað þetta lið, sem hefur sig mest í frammi um að viðhalda fíkniefnastríðinu, hefur allt komist í kynni við kannabisneytendur sem eru á botninum í rugli?  Það þekkir allt eitthvert fólk sem hefur farið á rassinn á kannabisneyslu, sem hefur orðið geðveikt og heilinn er grillaður í.  Guðrún var t.d. um daginn að bulla við einhvern ungan kannabisneytanda sem hafði byrjað að nota kannabis af því að hann hafði heyrt svo vel talað um það á netinu.  Sjálfsagt er aumingja ungmennið við dauðans dyr núna.

Þegar minnst var á vefjagigtina, þá stóð ekki á svörunum.  Guðrún er auðvitað mesti sérfræðingur um vefjagigt sem  gengur á plánetunni.  Og auðvitað þekkir hún svo mikið af fólki sem stríðir við vefjagigt.  Það er sorglegt að grautarhausar eins og Guðrún Sæmundsdóttir skuli ekki gera sér grein fyrir hve dapurlega vitlausir þeir eru og hafa vit á að halda kjafti.

Theódór Gunnarsson, 2.11.2009 kl. 22:34

35 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Kannabis er hættulegt börnum og ungmennum sem ekki hafa náð fullum líkamlegum þroska. Kannabis er ávanabindandi og neysla þess getur valdið fíkn og fíknin er aldrei jákvæð. Þó að ekki megi rekja dauðsfall til notkunar á kannabis, getur notkunin vissulega verið vafasöm. Það er ágætt að halda þessu til haga.

Ég er hlynnt því að kannabis verði lögleitt sem lyfseðilsskylt lyf, þar sem lyfið gæti gert kraftaverk fyrir þá einstaklinga sem glíma við erfiða sjúkdóma. Það yrði frábært ef að t.d. krabbameinssjúkir í lyfjameðferð gætu fengið kannabis, þar sem að lyfið eykur matarlyst, slær á verki, eykur vellíðan og gæti ráðist að krabbameinsfrumum.

Ég svaraði lítillega á umræddri bloggsíðu og hún bloggvinkona mín útilokaði mig frá athugasemdakerfinu og var snögg að.

mbk HH krisslingur

Halldóra Hjaltadóttir, 2.11.2009 kl. 22:56

36 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Já, eins og þegar hún sagði röksemdarfræði í staðin fyrir rökfræði. Það gæti verið að hún sé "nytsamur sakleysingi" en í höndum hvers þá?

Af verkunum skulið þér þekkja þá.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.11.2009 kl. 22:57

37 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hún er ótrúleg þessi kona!  Ég henti athugasemd inn á bloggið hennar, sem ég tel hafa verið sæmilega kurteislegt, og hún hreinsaði það út.

Theódór Gunnarsson, 2.11.2009 kl. 23:00

38 identicon

Mér sýnist að nú sé hún að fara að klaga til ábyrgðarmanns mbl.. :)
Það verður spennandi að sjá hvað gerist.. ef eitthvað.
Ef Tinna verður bönnuð þá er nú fokið í flest skjól.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:11

39 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Mér sýnist að nú sé hún að fara að klaga til ábyrgðarmanns mbl

WTF? Þá rísum við upp öll sem ein. Ef að eitthvað gerist.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.11.2009 kl. 23:16

40 Smámynd: Sævar Einarsson

Áhugavert viðtal við Jón Steinar, takk Þarfagreinir,og frábær færsla hjá þér Tinna, hún er vel sett fram og virkilega málefnaleg og ég hef reynt að rökræða við þessa Gunnu en mér gekk betur að ræða við hundinn minn, hann hallaði hausnum og skildi ekki neitt fyrir en eftir dágóða stund, þá settist hann, en Guðrún gólar bara.

Sævar Einarsson, 3.11.2009 kl. 01:45

41 Smámynd: Blogblaster

Hér er gaman, gaman! Hvenær á að kveika í kestinum? Verðum við samt ekki að bíða þar til yfir- svarthettupresturinn JSR mætir á svæðið?

Blogblaster, 3.11.2009 kl. 02:42

42 Smámynd: Sævar Einarsson

Sævar Einarsson, 3.11.2009 kl. 03:06

43 identicon

Mikið er ánægjulegt að flestir sem eru hérna eru eðlilegir og líta fram hjá þessu rugli í Guðrúnu. Ég er í alvöru talað hræddur við svona fólk, ef þessi kona kæmist í einhverja ábyrgðarstöðu þá veit ég ekki hvað myndi eiga sér stað hreinlega. Þessi manneskja þarf bara á geðrannsókn að halda, ekkert minna en það. Það lætur ekkert eðlilegt fólk svona, það held ég að flestir geri sér grein fyrir. Vona að ábyrgðarmenn mbl.is sjái hvað hún er búin að traðka á mannréttindum annara og eflaust er hún búin að brjóta einhver lög.

Ég vona innilega að svona manneskja nái aldrei árangri inni á þingi eða hafi einhver áhrif á annað fólk. Þetta jaðrar á við að vera hættulegt.

stoner (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 07:40

44 identicon

Við höfum gamla ísland... og svo höfum við eldgamla fáfræði ísland, þar eru Guðrún, JVJ, menn á Ómaga úps Omega, krossinn, þjóðkirkjan og annað hjátrúarrugl...
Ísland þarf nýtt fólk, nýja hugsun í staðin fyrir þetta snarvitlausa lið sem rígheldur í ruglið vegna fáfræði og púra hræðslu... við þurfum og VILJUM breytingar!

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 09:15

45 Smámynd: Reputo

Já sææælll... hún var rétt í þessu að eyða 10 athugasemdum á einu bretti, og þar á meðal minni. Hún ákvað í kærleika sínum að banna mig í leiðinni, og ég var hvorki dónalegur eða með vímuefnaáróður bara svo það sé á hreinu. Ég held að Guðrún sé verri eða betri að því leitinu að hún nær ekki meðalgreind. Hún er svona Below. Það hlítur að vera stór ákvörðun fyrir konugreyið að setja annan fótinn fram fyrir hinn þegar hún labbar. En hver þarf svosem visku þegar guddi leiðir blinda hjörðina. Annars eru öll viðbrögð frá henni svo öfgakennd og hysterísk að mann grunar stundum hvort einhver sé að fíflast í okkur.

Reputo, 3.11.2009 kl. 10:26

46 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Þetta innlegg hennar um vefjagigtina gerði mig reiðann líka. Enda gaf hún í skyn að ég hafi hvergi leitað mér aðstoðar.
Sannleikurinn er sá að ég þurfti að fara oft til læknis bara til að vera greindur og þegar ég varð greindur voru öll lyf prófuð og ekki nokkurt þeirra hefur hjálpað nokkurn skapaðann hlut.
Ég var líka sendur í sjúkraþjálfun og fer þangað enn, en það hefur ekki "hjálpað" neitt að ráði. Þrátt fyrir yfir ár í vikulegri þjálfun þá virðist sjúkranuddið það eina í því batteríi sem hjálpi eitthvað og ef ég missi úr eina viku af því þá er ég orðinn gersamlega ónýtur.
Ég er líka í vefjagigtaríþróttahópi.

Samt sem áður hefur vandamál mitt einungis versnað. 

Og staðreyndin er sú að kannabisefni Hafa verið notuð fyrir fólk í sömu stöðu, bæði í Kanada og í Kaliforníu og það hefur gefið fólki "lífið" upp á nýtt.

Ég er bóka-ormur, listamaður, "intellectual", rithöfundur (amatör en samt), ofl, og ég get ekki einbeitt mér. Ég er maður sem er vanur við að fá 9 eða betra í einkunn alla mína skólagöngu og ég er að ströggla við að klára örfá fög í fjarnámi.
Ég var íþróttamaður. Ég fór í sund á næstum því hverju degi. Nú er ég gersamlega búinn eftir rólegann hálftíma labbitúr.
Ég átti ástríður, nú finn ég varla nokkrar tilfinningar.
Allt þetta er vefjagigtinni að kenna.
Allt þetta eru hlutir sem kannabismeðferð hefur gert mikið betri fyrir fólk.
Fyrir utan sársaukan.

Og fyrir það eitt að vilja "lifa", gerir hún mig óbeint að lygara og aumingja.

Konan gerir það val sjálf að hunsa sannleikann, vita hann ekki, og ljúga að fólki, sem því miður trúir henni. 

Hans Miniar Jónsson., 3.11.2009 kl. 10:35

47 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Já, lenti í því sama, ég gekk eftir því hvort hún væri að væna mig um að tengjast fíkniefnaheiminum og ganga erinda hans, og færslunni var hent út og lokað á mig.

Ég hef sent athugasemd til umsjónarmanna því ég kæri mig ekki um tilhæfulausar dylgjur.

Ef einhver er í vafa þá tók ég enga afstöðu, var einungis að gera athugasemdir við röksemdafærslurnar hennar og var að engu leyti ókurteis...

Valgarður Guðjónsson, 3.11.2009 kl. 10:37

48 identicon

Hún talar um góða geðheilsu, það er soldið fyndið að kona sé að úthrópa kannabis sem líkamlega vanabindandi, þykist hafa eitthvað vit á málum og í leiðinni trúir hún mestu lygasögu allra tíma, biblíunni.
Hún er að tala um frumulífeðlisfræði.. maður er mest hissa á að hún kunni að skrifa þetta orð :)
Einnig segir hún að kannabis sé eina ólöglega efnið sem á sér aðdáandahóp.

Plussar út með argument from authority a'la Þórarinn Tyrfingsson

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 10:56

49 identicon

Komið sæl.

Ég er víst kominn í hóp þeirra bannfærðu á bloggi Guðrúnar. Án þess þó að hafa upplýst neitt um mínar persónulegu skoðanir á kannabis og án þess að hafa verið ókurteis eða dónalegur. Mér varð það víst á að vera henni ósammála og koma með óþægilegt komment sem hún gat ekki svarað. Sem í sjálfu sér er undarlegt þar sem hún hefur talið það nóg hingað til að segja menn fara með þvætting án þess þó að rökstyðja það neitt frekar. Hennar svar var að bannfæra mig og eyða kommentinu. Örlög sem mörg komment hafa mætt sem ekki hafa fallið að hennar skoðunum. Greinilegt er að hún tekur engum rökum og kýs að vaða áfram í sinni vanþekkingu og fordómum.

Takk fyrir kæru landar fyrir að hafa ekki kosið þessa manneskju á þing. Það er ekki gott að geta sér til um hvað svona einstaklingur tæki upp á ef hún hefði náð kjöri.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 11:30

50 Smámynd: Arnar

Velkominn í hin ört stækkandi hóp Sigurður!

Arnar, 3.11.2009 kl. 13:05

51 identicon

Ekki urðu mín komment langlíf þó kurteislega væru orðuð, vildi bara fá dæma um öll þessi dauðsföll sem hún sagði efnið valda.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:34

52 identicon

Hún er líka búin að banna mig. Eins og Sgurður E upplýsti ég ekki neitt um mínar persónulegu skoðarnir á kannabís. Spurði hana bara ef hún vildi banna rannsókn á hugsanlegu tengsl á milli kannabís og lækningu á krabbameini.

En krakkar, eru ekki tímin komin til að hugsa um eitthvað annað en Guðrún? Láttið hana bara í friði. Hún er ekki þess virði að eltist við.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:42

53 identicon

þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ísland yrði með kristilega flokknum hans JVJ... til að hjálpa ykkur að við að þetta þá er ágætt að hugsa til Dear leader í Norður Kóreu.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 14:10

54 identicon

"Það sem ég hjó eftir var röksemdafærslan "það er ólöglegt að leggja til að lögum verði breytt þannig að eitthvað sem er ólöglegt verði löglegt". Með sömu röksemdafærslu er aldrei hægt að breyta neinum lögum." Skrifar Valgarður

"Sveinbjörn og Valgarður ég nenni ekki þessari þvælu hjá ykkur enda afskaplega tímabundin kona" Svarar Guðrún

Hahahaha..  

Árni Gunnar (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 16:44

55 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það má vart á milli sjá hvar Já-kórin syngur hærra, hér eða hjá konunni sem um er rætt?! Mjög dapurleg lesning satt best að segja hjá báðum, svona er víst viljin líklega til að hafa tjáningarfrelsið ekki satt og nýta það? Fólk hefur kannski ekkert betra við tíman að gera en standa í slíkri tilgangsleysu sem birtist hérna, en ætli það sé ekki líklegra að Akureyri verði höfuðborg Íslands en að hin "þrjú andlit Kannabisplöntunar" verði gerð lögleg til sölu og neyslu í landinu?!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.11.2009 kl. 18:41

56 identicon

Magnús.. hugsanlega verður ísland síðasta landið í heiminum sem leyfir kannabis... enda eru íslendingar þekktir á heimsvísu fyrir að vera heimskir og hjátrúarfullir að auki.... mér sýnist að þú aðalsmaður í þeirri deild ruglukolla

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 18:46

57 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Munurinn er sá að hér er engin ritskoðun, Magnús, svo Guðrún og hennar kór mega tjá sig hér eins og þau vilja. Þau virðast ekki hafa neinn áhuga á því að standa fyrir máli sínu þar sem þau fá svör við rangfærslum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.11.2009 kl. 19:05

58 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Ísland var seinasta landið fyrir utan hinn múslímska heim að leyfa bjór og síðan eru sumir að tala um að gera tóbak ólöglegt nema gegn lyfseðli og láta pakkann kosta 3000 - 4000 kr.

Mér finnst eitt aðal vandamál okkar þjóðfélags að það er sjálfum sér sundurþykkt (engin samstaða/diversity not tolerated) og slíkt þjóðfélag fær ekki staðist til lengdar; m.ö.o öllu er haldið í skotgröfunum og á meðan geta niðurrifsöflin eins og sumir notað divide and conqer. Skotgöfum á milli sérhagsmunahópa.

Þó svo að Íslendingar séu á móti svona vitleysu, bara vantar samstöðu.

Jóhann Róbert Arnarsson, 3.11.2009 kl. 19:30

59 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

There is a solution to these seven obstacles and they can be eliminated in one master stroke which is in complete harmony with the Constitution of the United States and most other free countries. Instead of just complaining about political situations, in our next article we will present a practical solution that will revolutionize the political world and eventually become a subject of great debate.

http://www.freeread.com/archives/219.php

Jóhann Róbert Arnarsson, 3.11.2009 kl. 19:59

60 identicon

Tinna,hvað segir þessi síða þín og skrif þín um þig.Þú setur upp hérna sérstaka síðu til níðskrifa gagnvart einni manneskju.

Númi (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 22:27

61 identicon

Vá Núme er allaf við sömu fjölina.. og lemur sig í hausinn með henni aftur og aftur og aftur...

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 23:12

62 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Hér er sumt sem hún hefur verið að ritskoða.

-

Mig langar til að spyrja þig, Guðrún, hvort þú hafir einhvað á móti málfrelsi? Hvernig ætlarðu að fara að því að kæra morgunblaðið fyrir það sem aðrir eru að segja? Afhverju ætti fólk ekki að segja sína skoðun ef það er í þeirra rétti að gera svo? Það er bara ekki þitt að ákveða hvað fólk segir og hvað því finnst. Það er eins og þú sért búin að gleyma því að fólk hefur aðrar skoðanir en þú og það þýðir engan veginn að þú hafir meira rétt fyrir þér en aðrir og megir þess vegna banna fólki að segja sína skoðun. Ertu kannski hrædd við það að þetta fólk hafi rétt fyrir sér og þú ekki? Ef ekki, afhverju ættirðu að vera svona mikið á móti því að það lýsi yfir skoðun sinni þó svo að þú sért ekki sammála? Fólk hefur alveg vit fyrir því að geta ákveðið sjálft hvað því finnst rétt og hverju það er sammála, eða er það ekki skrifað í bíblíuna að "guð" hafi "gefið" okkur frjálsan vilja. Ef þú ætlar að gera það að þínu persónulega krossför að "frelsa" og "bjarga" heiminum hafðu þá allavana vit fyrir því að þú gerir það ekki með því að segja fólki að halda kjafti og þar með brjóta á almennum mannréttindum.

S. (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 19:39

79


Ætla nú ekki að skipta mér meira af þessu bloggi þínu...

En ég get samt fullvissað þig um það Guðrún, og það án nokkurs einasta vafa - að þeir sem vilja tjá sig um lögleiðingu kannabis hafa til þess fullan rétt og það er ekkert sem þú, forráðamenn mbl.is eða aðrir geta gert við þig.

En ég hvet þig eindregið til að fá þér lögfræðing og reyna

Jón Steinsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 19:45
 

Jóhann Róbert Arnarsson, 3.11.2009 kl. 23:15

63 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Níðskrifa? Manneskjan kallar mig siðlausa, illmenni, gefur í skyn að ég selji börnum eiturlyf -og það af einskærri mannvonsku - og hótar að kæra bæði mig og moggann fyrir það eitt að ég skuli voga mér að vera ósammála henni.

Mér sýnist ég alls ekki bregðast of hart við.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.11.2009 kl. 23:18

64 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er hægt að kæra hana fyrir ýmislegt, rógburð, lygar, brot á tjáningarfrelsi og sitthvað fleira, ég er að íhuga að kæra hana.

Sævar Einarsson, 3.11.2009 kl. 23:20

65 identicon

Ég er impóneraður yfir að þú skulir nenna að eyða svona miklu púðri í þennan kexruglaða bullukoll.  Konan er augljóslega og einfaldlega ekki viðræðuhæf. Ég er svo sem á því að hún er heillandi keis en það blasir við að greind, þroski og dómgreind konunnar, að ekki sé minnst á andlegt jafnvægi hennar er ekki með eðlilegum hætti.

Kalli Rögnvalds (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 23:32

66 Smámynd: Sævar Einarsson

64 http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/e/ee/Internet_Troll_velu_ill_artlibre_jnl.jpg

Því miður neyðist ég til að loka fyrir fleiri athugasemdir við þessum pistli, ástæðan er sú að hingað berst gríðarlegur dópáróður sem og rætnar persónulegar svívirðingar í minn garð. Það má svo sannarlega segja að kannabisbullurnar séu öflugar fyrir eiturlyfjavæðingu Íslands. Nú ítreka ég þá spurningu til mbl.is berið þið ekki ábyrgð?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.11.2009 kl. 16:59

HAHA ! hvar er hennar ábyrgð spyr ég nú bara *fruss* og ég ákvað að skipta um ómynd, fannst þessi passa betur við, hún er svona internet tröll

Sævar Einarsson, 3.11.2009 kl. 23:40

67 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Svo að ég tali nú hér fyrir sjálfan mig þá er ég á móti einræði og mun berjast gegn því hvar sem ég sé það, kosnaður sem fylgir frelsinu.

Jóhann Róbert Arnarsson, 3.11.2009 kl. 23:40

68 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Titanic/ESB mun varla þola þær þrengingar sem svínaflensan mun valda þar

Þetta skrifaði Guðrún; manni setur hljóðan við að lesa svona og hún ætlar sér að komast inná þing.

Úff.

Jóhann Róbert Arnarsson, 4.11.2009 kl. 00:11

69 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú gætir heldur ekki stundað neina ritskoðun á einu né neinu, þó þú hafir hér svæði á Moggablogginu og getur ákveðið hvað birtist á vþí. Það heitir ritstýring, ekki ritskoðun.EF umsjónarlið bloggsins í krafti umboðs frá eigendum,, gætu haft yfirsýn yfir allt sem birtist á því, væri sannarlega stunduð MJÖG réttmæt og eðllileg ritskoðun á blogginu að þeirri einföldu ástæðu, að reglur þess og raunar fleiri eru þar hjá mörgum þverbrotnar og yfir mörk kurteisi og mannasiða í samskiptum, þráfaldlega farið!þetta ættir þú að vita Tinna ef þú til að mynda hefur lesið skilmálana sem fylgja blogginu.Mörgu væri annars hægt að bæta við, en þetta nægir, sem fyrr sagði er þetta umræða sem þjónar litlum tilgangi nema kannski að drepa tíman fyrir einvherja auk þess að vera margmargendurtekin.EFni eins og Kannabis verða aldrei lögleidd og raunar bendir ýmislegt til þess er fregnast úr heimi vísindanna, að þau muni fyrr en nokkurn grunar glata neyslu- og þar með öðru gildi sínu.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.11.2009 kl. 00:52

70 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég skil ekki alveg hvers vegna þú ert að rífast við mig um þetta.

Finnst þér það réttlætanlegt að kæra mig eða mbl.is fyrir eitthvað sem ég hef sagt?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.11.2009 kl. 01:04

71 Smámynd: Sævar Einarsson

Skoðum þetta aðeins:

Hún segir "Mig langar að forvitnast um það hvort að mbl.is brjóti ekki lög með því að láta óáreittan gríðarlegan dópáróður á bloggsíðum?" ég spyr: Hvað þá með hennar áróður þar sem hún kerfisbundið reynir að festa í sessi viðhorf, lífsskoðanir og atferlishegðun hjá öðrum ...

Hún segir "Hver á að sjá um að kæra þessa bloggara sem beita stanslausum áróðri fyrir kannabis með því að vísa í Wikipedia og fleiri vefi sem hafa ekkert eftirlit með því hvaða rusl fer inná þá?" ég spyr: Á ekki bara að kæra internetið og þá einna helst google.com og Wikipedia fyrir að koma upp með allar þessar staðreyndir og fróðleik ? á ekki að kæra alla þá sem vitna í annara manna skrif vegna þess að þau gætu verið röng ...

Hún segir "Ég hef sjálf rætt við ungan kannabisneytanda sem fullyrti að kannabisneysla væri skaðlaus eftir að hafa lesið sér til á moggablogginu. " ég spyr: Er hún ekki að segja það hreint út og þar með svokallaðan "dópáróður" þar sem hún vitnar ekkert meira í þennan unga kannabisneytanda ... sem ég held reyndar að sé aðeins til í hennar hugarheimi(tilbúningur)

Hún segir "SÁÁ er að vinna frábært starf, og það eru oftast þeirra verk að reyna að lækna dópistana, að takmarka fjármagn til meðferðastofnana er skelfileg ráðstöfun sem verður til þess að eiturlyfjaneitendur geta hvergi leitað sér lækningar. " ég spyr: Er SÁÁ ekki að framleiða fíkla ? reka þeir ekki spilakassa í samstarfi við aðra ? spilafíkn leiðir oftar en ekki út í skuldafen, niðurbrotnar fjölskyldur sem flosna svo upp og svo læknar SÁÁ vandamálið ? duh ? það er meira frábæra starfið ... ég þekki vel á annað hundruð fíkla sem hafa farið á SÁÁ og þurrkað sig upp meðan þeir sátu inni en eru komnir í sama farið aftur en sumir hafa náð sér á strik, því er ekki hægt að neita.

Að lokum, ekki fóðra tröllinn, þau þrifast best á því.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/e/ee/Internet_Troll_velu_ill_artlibre_jnl.jpg

Sævar Einarsson, 4.11.2009 kl. 04:54

72 identicon

Magnús karlinn, hann er að deyja úr rétttrúnaði.. mér sýnist á öllu að hann vilji einmitt höft á málfrelsið, að fólk tali bara eins og hann.. í besta falli um fótbolta, veðrið, vísur og svona.

Svo kemur hann með arfavitlausa þvælu með kannabis og vísindi... ég er að spá Magnús, drekkur þú áfengi?
Reykir þú sígarettur... ?, keyrir þú bíl.. ?
Þekkir þú yfirhöfuð eitthvað til kannabisefna.. getur þú bent okkur á eitthvað sem styður mál þitt svo um munar?

Jú SÁÁ nærist á fíkn fólks td með spilakössum, fátt tekur fólk jafn fljótt niður og spilafíkn, þetta væri ekki ósvipað og ef lögreglan væri að hagnast á vopna og innbrotatólasölu.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:44

73 identicon

lol, mér var eytt líka fyrir að kurteislega skora á hana að standa við stóru orðin og leita til lögfræðinga um ráðgjöf og birta svo svör þeirra í þræðinum...  priceless.

Einar Þór (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 12:41

74 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg er búin að lesa bæði greinina þína Tinna og greinina sem Guðrún skrifaði um skerðingu ritfrelsis og get ekki orða bundist. Skítköstin sem ganga í þessum greinum eru ljót og rökin og rangtulkunin ekki betri hjá þér en henni. Við Guðrún erum mjög ósammála um marga hluti og höfum átt bæði skemmtilegar og erfiðar rökræður, sérstaklega þar sem við erum nátengdar (systur). Hún er til dæmis mjög trúuð á meðan ég er trúlaus, hún er á móti Evrópusambandinu en ég dyggur fylgismaður þess, svo oft hafa umræðurnar verið líflegar. Þegar kemur að lögleyðingu kanabis, erum við þó algjörlega sammála.

Þó svo að ég sé trúlaus, get ég ekki séð hvaða hag við höfum af lögleyðingu kanabis. Ég er sammála um að það eru til jafnslæm og jafnvel verri lögleg efni í samfélaginu, en þó svo að Jón hafi stolið 10 krónum, er ekki réttlætanlegt að ég steli 5 krónum. Ég vinn á geðdeild, sem sérhæfir sig í meðferð einstaklinga undir 30 ára með psykosur. Við höfum plass fyrir 8 einstaklinga og af þeim eru 7 kanabisfíklar. Nú getur verið erfitt að sjá hvað er orsök og hvað er afleiðing í þessu sambandi, en ég fyrir mitt leyti vil ekki taka neina áhættu. Nú eru margir sem geta notað kanabis án þess að fara í psykosu eða leiðast út í sterkara efni, en mitt álit er að það eru of mörg fórnalömb til að hægt sé að réttlæta lögleiðingu. Allar ransóknir benda til þess að með lögleyðingu, muni neyslan aukast.

Þegar kemur að tjáningarfrelsinu, þá fylgir öllu frelsi ábyrgð. Nú eiga ekki allir kanabisneytendur börn, en þið sem eigið börn, svarið nú hreinskilningslega, finnst ykkur í lagi að börnin ykkar noti kanabis. Það hefur verið mikið rætt um Jóninu Ben og skítaskolun hennar. Hún lofar fólki lækningu við hinum flestu sjúkdómum svo sem þunglyndi, gigt, ótrúum eiginmönnum, sykursýki og öðrum kvillum. auðvitað getum við ekki bannað henni að tjá sig, en ruglið í henni, hefur gert mikinn skaða og auðtrúa einstaklingar hafa hætt nauðsynlegri læknismeðferð útaf ruglinu í henni.

Ásta Kristín Norrman, 4.11.2009 kl. 13:39

75 identicon

'Eg skal svara þér hreinskilningslega Ásta .. Ég á 17 ára strák .

Ef hann myndi asnast til að reykja Kannabis þá myndi  hefði ég meiri áhyggjur af fordæmingu samfélagsins en þeirri staðreynd að hann hefði reykt.

Ég get rætt við hann um skaðsemi kannabis en það er gríðarlega erfitt að eiga við ef krakkar eru farnir að samsvara sér með einhverjum hóp sem samfélagið ofsækir og fordæmir.

Ég hef ekki trú á því að fangelsa og fordæma börnin til að bjarga þeim.

Auk þess má benda á það að þessi þöggun kemur í veg fyrir ákveðnar forvarnir . Sem dæmi , nú hefur borið á því að verið er að handtaka fólk fyrir fíkniefnaakstur.

Hér má hreinlega ekki fara í herferð eins og "eftir einn eigi aki neinn" ...Slík herferð félli undir "samþykki"

Það má heldur ekki segja " Ég ætla að bíða " sem eru að mínu mati best heppnuðustu áfengisforvarnirnar , þar sem höfðað er til skynsemi fólks.

Nei , það þarf að mála skrattann á vegginn og hræða ....

Svo er fólk hissa á því að það missi tengls við unglinginn sinn ....Krakkar hafa tilhneigingu til að hlusta ekki á hræsnara og gefast upp á foreldrum sínum þegar þeir komast að því að þeir eru lygarar.

Ég þekki þennan heim býsna vel og veit sem er að þrátt fyrir allt er það hættulegasta við kannabisneyslu sú staðreynd að hún er bönnuð. Og þá er ég alls ekki að gera lítið úr skaðsemi kannabis. 

Allir þeir sem þekkja til í þessum heimi eru sammála um þetta.

Að lokum einn punktur fyrir peningafólkið.

Með því að lögleiða og neyslustýra þá nást inn peningar , mun meiri peningar en fólk gerir sér grein fyrir.

Skattur á vöruna.

Þjófnaður myndi minnka , að minnsta kosti á gróðurlömpum :)

Vsk í umferð vegna búnaðar til að rækta sjálfur, verslanir myndu spretta upp. - Afleidd störf.

Hundruðir þúsunda vinnustunda sparast sem fara í að leita-bíða- græja efnið.

Auk þess sem glæpamenn yrðu sviptir völdum á einum degi , völdum til að handrukka , völdum til að senda fólk sem burðardýr, völdum til að slá um sig - færa sig frá kannabis yfir í að flytja inn sterkari efni.

Sem ótvíræðan bónus fengi Lögreglan þúsundir kannabis neytenda með sér í lið á einu bretti. Væri jafnvel óvitlaust að gera það að ábyrgð þeirra sem stunda ábyrga neyslu að sjá til .þess að krakkar komist ekki í efnið , t.d með leyfi sem þú ert sviptur ef það er misnotað. Gera það að hagsmunum allra að krakkar komist ekki í þetta , hagsmunir virka - svo mikið vitum við.

Það má ekki gleyma því að "stríð" byggir á tveimur stríðandi aðilum ,  semsagt Lögreglan er í stríði við ákveðinn hóp í samfélaginu , hvaða tilgangi á það að þjóna að skapa gjá á milli almennings og Lögreglunnar?

Arnar Helgi (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:06

76 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Þó svo að ég sé trúlaus, get ég ekki séð hvaða hag við höfum af lögleyðingu kanabis."

Enda er það alls ótengt.

" rökin og rangtulkunin ekki betri hjá þér en henni."

Endilega bentu mér á dæmi um rangtúlkun í greininni að ofan.

"Allar ransóknir benda til þess að með lögleyðingu, muni neyslan aukast."

Hvaða rannsóknir? Það þarf ekki annað en að líta til Hollands eða, sem er enn betra, Portúgal, til að sjá að afglæpun/lögleiðing hefur haft góð áhrif á marga vegu. Ef lögleiðing eykur neyslu, hví er þá minni neysla í Hollandi en Bandaríkjunum, t.d.? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.11.2009 kl. 14:16

77 identicon

Sum sé, þessi Guðrún sem guðblessunarlega komst ekki inn á þing með L-listanum sínum, er ein forhertasta manneskja sem ég hef séð lengi. Hversu mikið getur hún verið bundin í eigin hugarheima og sjálfsumgleði, að telja sig vera sú eina sem hefur rétt fyrir sér. Afhverju er svona erfitt fyrir hana að taka gagnrýni eða mótspyrnu. Ef henni væri alvara með einhverju af því sem hún segir myndi hún ekki reyna að staðfesta sín orð og benda á eitthvað, máli sínu til stuðnings. Það er ekki erfitt að nota Google til að leita að dauðsföllum tengdum kannabis, eini gallin er þú finnur ekki mikið sem er hægt að nota.

Dr Guy said death was more likely if the drug had been eaten instead of smoked.
"If you eat a large amount of it, it can be deadly. I would not be surprised if in this case the deceased had ingested a fatal amount of cannabis."
Dr Guy, who has researched cannabis-related deaths, said he had never come across such a case.
He said, "A lot of things can harm and even kill in the right quantities. I recall a man who ate two packets of regular tobacco and that almost killed him. To die from smoking cannabis is unheard of."
Cannabis has been associated with deaths in the past, particularly suicide and accidents, but not as a direct cause.

Linkur í greinina

Þannig já, það gæti verið að einn maður í bretlandi hafi dáið af völdum þess að éta óheyrilegt magn af kannabis efnum yfir nokkuð langann tíma, sem gæti hafa orðið til þess að efnið hafi náð að safnast fyrir í líkama hans og valdið dauða. Eftir 11 ár af mikilli neyslu. Enn það vantar að vísu sannanir fyrir því að það hafi raunverulega verið svo hjá

Úps, ég var óvart að benda Guðrúni á eitthvað sem hún getur núna notað sem rök gegn okkur öllum sem viljum að kannabis sé lögleitt,eða  í það minnsta skoðað að lögleiða það. En þar sem ég er enn svo hissa á því hvað hún tekur röksemdum og gagnrýni illa, þá hef ég engar áhyggjur að hún muni nokkurn tíman leggja leið sína með fólki sem er fylgjandi tjáningarfrelsi og "Djöflinum" 

DonCalione (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:24

78 identicon

In the interest of sharing a cheap energy-producing method for
possibly powering a new city, may I bring your attention to Black
Light Power Inc. They have developed the Black Light Process (has
nothing to do with blacklights)--a new way of extracting power from
water which is 200 times greater than the energy needed to start the
process.

The revolutionary part is the chemistry theory involved which
explains how the process works. This theory flies in the face of
current science. The process causes the electron from a Hydrogen atom
to be knocked out of its first orbital shell down to a lower one,
releasing energy in the process. The problem is that science tells us
there is no orbital shell lower than the first orbital shell.

That doesn't seem to scare investors or power-generation companies.
The have received $60 million from private investors. They're process
has been independently verified by Rowan University Scientists having
built and tested a 50,000 watt reactor in their labs. As of 7/30/09
BLP Inc has signed its sixth license agreement with major
power-generation company Akridge Energy, LLC based in Maryland.
Akridge Energy will produce 400 million watts using the Black Light
Process. The other 5 signing companies have licenses to produce a
cumulative 8 Billion watts using the process. That equates to about 1
million electricity customers.

How can Black Light Power help with starting a new city?

For one thing, the technology is scalable. It can be
shrunk down to power a car or a home or enlarged to power entire
cities. Additionally, the amount of power released is on par with
coal and nuclear, yet cheaper than both at only 2 cents per kilowatt
hour (compared with a national average of 8.9 cents as of July 2008).
The power is extracted from water which is plentiful out at sea, and
it does not release any CO2. The only byproducts are heat-energy,
light, and new gases and compounds hitherto unknown with far-reaching
and potentially revolutionary applications in many industries.

Their website is www.blacklightpower.com for more information.

What do you think? I've been following these developments for about a
year, yet there's virtually no attention given them. Isn't that
strange?

Svefn (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:51

79 Smámynd: Arnar

Ásta: Allar ransóknir benda til þess að með lögleyðingu, muni neyslan aukast.

Og þetta eru, ef ég man rétt, nákvæmlega sömu rök og ýmsir notuðu til að réttlæta bann við sölu á bjór.  Hvað breyttist með afnámi bjórbannsins.. sala á sterkara áfengi dróst saman.

Annars er mjög ánægjulegt að sjá hvað þið systur (?) eruð ólíkar í skapi og hugsun.

Arnar, 4.11.2009 kl. 16:13

80 identicon

Afglæpavæðing hefur einmitt minnkað neyslu... bann eitt og sér virkar eins og segull á unglinga...
Bjórinn átti að gera alla íslendinga að rónum... allir áttu að sturta í sig brennivíni og ákavíti... hlægilegt alveg, heimskan er rosaleg.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:38

81 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Arnar Helgi. Það var mjög jákvætt að þú sagðir "asnast", ég túlka það þannig að þér þyki það neikvætt ef hann byrjar i hassi. Ég er sammála þér í að fordæming og ofstæki, á ekki heima hér, en það er ekki sama og að samþyggja ekki notkunina. Ef ég verð vör við að ein af mínum dætrum notar hass, mun ég leita ráða hjá vímuefnaráðgjafa, en ekki kæra hana fyrir lögreglu. Hvað varðar fjárhagslegu hliðina, er ég nokkuð viss um að ágóði ríkisins yrði minni en útgjöldin.

 Þegar ég var táningur fyrir vestan fyrir næstum 40 árum síðan, var það almennt álit fólks að ef maður byrjaði of seint að drekka, yrði maður vitlaus með víni. Þá var almennt að krakkar byrjuðu að drekka við 13-14 ára aldur.  Það var ekki sjálfgefið að krakkar færu í framhaldsnám, enda eru fáir bekkjafélagar mínir langskólagengir.  Það hefur oft með væntingarnar að gera hvernig maður bregst við. Ef hass er löglegt, er o.k. að nota það, það verður meira normalt og þar af leiðandi algengara. Það er meiri notkun í Hollandi en í löndunum í kringum Holland. Mér finnst ekki rétt að bera Holland við USA. Gjörólík lönd. Ég hef rætt þetta við dætur mínar sem eru 18 og 19 ára og þær eru sammála mér um að notkunin mundi aukast við lögleyðingu.

Tinna, ég veit að mitt trúleysi er algjörlega óskylt þessu máli, það á líka við um trú Guðrúnar. Hefur ekkert með málið að gera og þess vegna ætti að halda því fyrir utan.

 Arnar, neyslan á bjóri er meiri eftir að bjór var lögleiddur og neysla á áfengi líka.

Ég held við verðum að reyna að finna eitthvað sem við erum sammála um. Hvað finnst ykkur um neysluna? Er jákvætt eða neikvætt að fólk noti kannabis? Ef það er neikvætt, finnst mér að við verðum að finna út með allmennilegum rannsóknum, hvernig við minnkum hættuna á að fólk hefji neyslu. Það að fullorðið fólk saknar þess að geta ekki  gert þetta jafn frjálslega og í Hollandi, finnst mér ekki nógu sterk rök fyrir að hætta heilsu ungmenna.  Hvernig væri að tala við fólk sem þekkir fórnalömbin. Talið við SAA, geðdeildirnar og félagsmála stofnun.

Ásta Kristín Norrman, 4.11.2009 kl. 17:49

82 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Prinsípið er þetta, ríkið á ekki að vera skipta sér af einkalífi fólks, þessi svokallaða ríkistrú. Sala á tóbaki og áfengi er leyfð og má finna mörg dæmi þess þar sem fólk hefur drukkið sig í hel. Kanabis er skaðminna heldur en bæði þessi efni og hætta heilsu ungmenna í ríkaramæli heldur en kanabis nokkurn tímann. Síðan er ég ekki sammála þér um orsök og afleiðingu samanber þinn fyrsta póst.

Ég trúi á þá grundvallarreglu sem kveður á um hámarks frelsi, ekki stjórnleysi. Ríkið ætti að vera til til þess að tryggja frelsi en ekki til þess að taka það í burtu eins og venjan er.

Fólkið er úrslitavaldið þegar það sér hlutina eins og þeir eru.

Annars er búið nú þegar að fara yfir mikið ef ekki alla af þessum púkntum sem þú kemur með hér.

Sástu þetta hérna:http://axelthor.blog.is/users/37/axelthor/img/dop.jpg

Besta forvörnin er auðvitað mentuninn, það segir sig sjálft.

Jóhann Róbert Arnarsson, 4.11.2009 kl. 18:36

83 identicon

@ Ásta kristín

Ertu alveg viss um að kannabisnotkunn sé meiri í Hollandi en í nágrannalöndunum ?

Common sence segir okkur að þetta hljóti að vera, en geturðu bent mér á stofnunina eða stofnanirnar sem framkvæmdu þessar kannanir.

Ég er nokkuð viss um að þetta sé rangt.

þórir (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 18:49

84 identicon

Ásta. Þú getur ekki sett dæmið svona svart og hvítt upp. Vímuefnanotkun (áfengi og kannabis) er að sjálfu sér ekkert slæm ef neyslan er ekki umfram eðlilegu "hófi".

Já neysla á bjór jókst eftir að hann var lögleiddur, enda drekkur fólk meira magn af bjór til þess að komast í sömu vímu og það kemst í fyrir minna magn af sterku víni sbr. Vodka eða öðru af svipuðum dúr.

Ég neyti ekki vímuefna, hvorki áfengi né kannabis eða einhverra annarra efna, ég drekk ekki einu sinni kaffi. Hins vegar þekki ég nokkuð vel til þarna. Móðir mín er óvirkur alki og yngri bræður mínir voru í neyslu. Eftir að hafa horft á þetta svona nálægt mér er ég algerlega sannfærður um að líkur þess að annar bróðir minn hefði farið í neyslu harðari efna hefðu verið mun minni hefði kannabis verið löglegt eða decriminalized. Ég hef setið með honum klukkutímunum saman og rætt þessi mál fram og til baka, spurt hann út í allt mögulegt til þess að sjá betur fyrir mér hvort það hefði skipt einhverju ef kannabis hefði til að mynda ekki verið ólöglegt í sambandi við neyslumynstur, félagsskap, hvort samfélagið hefði áhrif á hann o.s.fr.

Fordómar samfélagsins eru á þann veg að reykir þú kannabis ertu dópisti. Kannabis neytendur eru settir í sama hatt og þeir sem nota sterkari efni og á endanum umgangast þeir sama fólk - þeir kaupa efnin frá sömu aðilunum, sem getur leitt til þess að það kynnist sama fólkinu sem getur leitt til þess að það fer að hanga á svipuðum stöðum.

Það sem Guðrún Sæmundsdóttir og skoðunarbræður hennar virðast halda að fái fólk sér smók af jónu verður það fólk sjálfkrafa að dópistum, pakki sem reykir hass allan dagin, alla daga - og leiðist að lokum í sterkari vímuefni. Þetta er bara alls ekki rétt. Líkindareykningurinn sem segir okkur hverjar líkurnar á því að fólk verði háð efnum segir okkur að kannabis er mjög neðarlega á þeim lista, langt fyrir neðan áfengi, nikotín og meira að segja koffín ef ég man rétt.

SÁÁ sjá verstu dæmin um notkun vímuefna, fólk sem er oft á tíðum með allt niður um sig. Heilsufarslega, samfélagslega og fjárhagslega. En SÁÁ missir marks og trausts þegar þeir vinna með hræðsluáróðri, bábylgjum, lygum og uppnefni. Fólk hættir að taka mark á þeim. Svo hafa þeir verið gómaðir með því að vísvitandi blekkja með tölfræði. Þegar samtök nota svoleiðis aðferðafræði missa þeir traust fólksins þegar svoleiðis mál koma upp, sérstaklega í tengslum við fégræðgi.

Þessi dæmi sem SÁÁ, Guðrún og skoðunarbræður þeirra nota varðandi geðklofa, geðveiki og annarra geðsjúkdóma heira svo miklum undantekningum að það tekur því varla að ræða þau mál. Þunglyndi stafar að mjög háu hlutfalli við hræðslu við samfélagslega höfnun sökum fordóma almennings og áreiti yfirvalda - að ég tel.

Það sem þú feitletrar svo í svari þínu nr. 74 er einfaldlega KOLRANGT. Þess má geta að aldur barna og unglinga undir lögaldri sem hafa prufað kannabis er mun hærri í Hollandi en í BNA og á öðrum stöðum sem ég hef séð tölur (man ekki nákvæmlega hvaða lönd það voru svo ég ætla ekki að telja upp önnur lönd - svo ég fari ekki með rangt mál) og hlutfall þeirra sem hafa prufað kannabis undir lögaldri mun minna.

Ásta, ég hef fulla trú á því að þú sért ágætlega vel gefin einstaklingur. Ég skora því hér á þig að kynna þér starfsemi LEAP.cc . Það eru lögregluþjónar, fyrrum fíkniefnalögreglumenn og konur, yfirlögregluþjónar, lögreglustjórar, sýslumenn - bæði starfandi og aðrir sem eru komnir á eftirlaun sökum aldurs. Lestu þig aðeins til um hvað þeim finnst um stríðið gegn fíkniefnum og löggjöfina. Þeir vilja meira að segja lögleiða öll efni. Þar getur þú séð ýmisskonar punkta frá öllum mögulegum áttum. Þetta er fólkið sem stóð víglínuna í fíkniefnastríðinu í BNA og annars staðar. Lestu þetta með opnu hugarfari, og mundu á meðan þú lest þetta að þetta eru starfandi lögregluþjónar og lögregluþjónar á eftirlaunum. Þeir hafa séð þetta allt saman.

Að lokum vill ég biðjast afsökunar á uppsettningunni, veð úr einu í annað. Bara margt sem maður vill koma að.

garri (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 19:02

85 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ef ég man rétt er kannabisneyslan meiri í bæði Frakklandi og Englandi (+ Wales) en Hollandi. Hún er síðan miklu minni í Portúgal en þar eru öll vímu/fíkniefni afglæpuð.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.11.2009 kl. 19:05

86 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Jóhann, ég hef ekki sagt hvað sé orsök og hvað sé afleiðing hvað varðar geðdeildina. Það má vera að fólk sem leiðist út í kannabisneyslu sé almennt í ekki eins sterkt á geði og fái þarf af leyðandi alvarleg ofskynjunarvandamál, hitt má líka vera að ofskynjunarvandamálið meigi rekja til kannabisneyslu. ég veit ekki hvort er, en 7 af mínum 8 sjúklingum hafa notað mikið af kannabis.

Þór, ég veit ekki um neinar tölur, það má örugglega fá þær hjá EU. Hef heyrt að í Hollandi séu mun fleiri þungir eiturlyfjaneytendur en í restinni af Evrópu, en það má örugglega fá þessar tölur hjá EU líka. Þar að auki er þetta löglegt í Hollandi en ekki selt svo mikið í búðum, svo salan fer hvorki undir ólöglega né löglega verslun, og því mun meiri huldar tölur en í restinni af Evrópu. Mér finnst eiginlega rugl að þrasa um þessar tölur. Mér finnst að best væri að setja í málið opinbera nefnd sem nær í allar þessar tölur og metur málið hlutlaust. Metur sem sagt málið svipað og spurninguna um hvort við förum í EU eða ekki. 

Ásta Kristín Norrman, 4.11.2009 kl. 19:15

87 identicon

"þar sem að miklir peningar eru í húfi hjá kanabissölumönnum þá beita þeir öllum ráðum til að plata krakkana og þessi Wikipedia virkar sterkt."

Ég skil þessa setningu ekki alveg hjá Guðrúnu. Heldur hún virkilega að allir þeir sem hafa aðra skoðun á kannabis en hún séu annaðhvort kannabisneytendur eða dópsalar?

nafnleysingi (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 19:22

88 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þakka góð svör Garri, gaman að ræða við fólk eins og þig. Eins og ég sagði í fyrra innleggi mínu, vil ég ekki fara í talnaræður. Vil fá opinbera nefnd í að rannsaka þá hluti. Eins og þú nefnir sjálfur, eru fagaðilar bæði með og móti. Vandamálið er bara að þeir sem eru með, hlusta ekki á rök þeirra sem eru á móti og öfugt.  Ég hef ekki annað en mína reynslu úr vinnunni að styðjast við, umgengni við mína unglinga og vini þeirra og reynslu af ofneyslu í fjölskyldunni. Sú reynsla gerir mig andsnúna lögleiðslu.

Ásta Kristín Norrman, 4.11.2009 kl. 19:25

89 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Það er einmitt svona útúrsnúningur sem huglaust fólk eins og nafnleysingin stendur fyrir, sem gerir umræðuna ruglaða.

Ásta Kristín Norrman, 4.11.2009 kl. 19:28

90 Smámynd: SeeingRed

"Það má vera að fólk sem leiðist út í kannabisneyslu sé almennt í ekki eins sterkt á geði" 

 HA!!!

Ásta, ég mæli einnig með því að þú skoðir það sem L.E.A.P fólkið segir, þar er svo sannarlega talað af reynslu af reeynsluboltum. LEAP - Law Enforcement Against Prohibition - Cops Say Legalize Drugs

SeeingRed, 4.11.2009 kl. 19:39

91 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

SeeingRed, ekki taka orð mín úr samhengi. Ég var að ræða um reynslu mína úr vinnunni. Ég vinn á geðdeild fyrri ungt fólk með ofskynjunarvandamál. 7 af mínum 8 sjúklingum eru kannabisneytendur. spurningin er hvað er orsök og hvað er afleiðing.

Ásta Kristín Norrman, 4.11.2009 kl. 20:02

92 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Það er einmitt svona útúrsnúningur sem huglaust fólk eins og nafnleysingin stendur fyrir, sem gerir umræðuna ruglaða.

Ekki er að pósta undir nafnleynd bönnuð hjá mogganum, gerir þá það alla sem pósta undir nafnleynd að hugleysingjum. Hann sagðist ekki alveg skilja þessa setningu og spurði hvort að hún héldi þetta virkilega? Eins og svo greinilega mátti lesa út úr orðum hennar. Fær bara að vera kallaður hugleysingi á móti. Erum við strax komin níður í skotgrafirnar aftur út af þessu.

Oh grow up.

Jóhann Róbert Arnarsson, 4.11.2009 kl. 20:07

93 identicon

Ásta, þar situr það, við erum ósammála aðferðafræðinni. Það er frábært í raun og veru, því þá getum við rætt málin, fengið punkta hjá hvort öðru og endurskoðað um leið afstöðu okkar.

Sjálfur var ég á móti lögleiðingu fyrst um sinn, einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki skoðað þessi mál og hafði í raun enga skoðun á því. Síðan tók ég þetta mál fyrir hjá sjálfum mér, stúteraði það ansi vel að ég tel, með áróður beggja vegna og breytti afstöðu minni. Ég komst af því að ég var fordómafullur í garð kannabisneytenda, og varð pínu hissa því ég tel mig almennt ekki vera fordómafullan einstakling að undanskildu málum sem ég er fullmeðvitaður um.

Þín skoðun er að mér sýnist byggð á upplifun á umhverfi í kringum þig og frá fólki sem þú þekkir og ert jafnvel annt um. Þá skil ég afstöðu þína og virði þá skoðun. En það þýðir ekki að við getum ekki rætt hlutina. Þú ert amk ekki að halda fram einhverju bulli og uppnefnir ekki fólk hér sem er ekki sammála. Það er virðingavert. Ég virði skoðun þína því hún er byggð á þeim raunveruleika eins og þú upplifir hann - þótt hann sé eflaust ögn litaður af áróðri - m.a. vegna þeirra upplýsinga sem þú hefur fengið í hendurnar á þeirri stofnun sem þú vinnur hjá um efnið.

Ég skora á þig að opna hug þinn varðandi þetta málefni og þegar það kemur upp, að ögra þeirri skoðun sem þú hefur með því að setja upp spurningar. Ég er alls ekki að segja þér að breyta um skoðun, eða skoða þetta áður en næsta svar kemur fram, einungis að hugsa þetta skrefinu lengra, og skoða hina hliðina á málinu samhliða þegar upp koma þannig aðstæður í kringum þig. Ég er einungis að biðja þig um að vera með opið hugarfar. Þá sérðu kannski einhverja punkta sem þeir halda fram sem eru með lögleiðingu og verður sammála þeim, þótt þú sért ekki sammála lögleiðingu.

Gallinn við að lögleiða kannabis að þá er enn einn vímugjafinn löglegur. Sumir geta lent illa í notkun, misnotað það herfilega og upp geta komið vandamál. Er það samt næg ástæða að gera alla þá sem nota efnið á ábyrgan hátt að glæpamönnum? Er fjöldin sem fer illa á kannabisneyslu nægilega mikill til þess að það sé rétt að gera alla neytendur efnissins að glæpamönnum? Hefur afstaða samfélagsins áhrif á neytendur? Er eðlilegt að senda vopnaða sérsveitamenn sem sparka upp hurðum og snúa öllu á hvolf og setja byssuhlaup að höfði kannabisneytenda af því að það eru sterkar líkur á því að það sé kannabis í íbúðinni? Er eðlilegt að sá sem fær sér jónu geti átt hættu á því að vera settur í handjárn og færður í fangageymslur? Er eðlilegt að ef þú ert með á sakaskrá að þú hafir verið tekin með 0,3 grömm af tóbaksblönduðu kannabis fyrir 3 árum að þú getur verið handtekin hvenær sem er, hvar sem er, við hvaða aðstæður sem er - vegna gruns um að vera með í fórum þínum ólögleg vímuefni? Finnst þér líklegt að neytandi, hvort sem það er virkur eða fyrrum neytandi, hafi óbeit á lögregluþjónum og yfirvaldinu vegna meðferðar þeirra á þeim? Gæti verið að það geti ýtt undir þunglyndi og annarra geðsjúkdóma? Getur verið að þeir sem hafa undirliggjandi geðsjúkdóma eða líður almennt illa vegna eineltis eða einhverju sambærilegu séu líklegri til þess að leiðast út í neyslu (breytt ástand - AA fræði - ættir að kynna þér hana)? Svona getur þú spurt þig endalaust áfram? Bara að opna sjóndeildarhringinn.

Þegar ég var að skipta um skoðun á þessu máli þurfti ég að spyrja mig margra spurninga úr hinni áttinni.

garri (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 20:38

94 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Ég var Svefn en ekki nafnleysinginn.

Jóhann Róbert Arnarsson, 4.11.2009 kl. 20:53

95 identicon

Ásta, ég var reyndar alls ekki að snúa út úr henni Guðrúnu. Ég var bara að velta þessu fyrir mér því mér sýnist almennt á því sem hún skrifar að hún sé á þessari skoðun og tók aðeins eitt dæmi um það. Ef þessi fullyrðing hjá mér (að guðrún setji samasem merki á milli kannabisneytenda og fólks sem hefur ekki á sömu skoðun og hún) er röng, þá máttu endilega leiðrétta mig.

nafnleysingi (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 21:12

96 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég byrja á nafnleysingja vegna þess að það er styttra svar. Mér finnst huglaust að geta ekki komið fram undir nafni. Ég get ekki svarað fyrir Guðrúnu, en ég veit að það eru mikla peninga að ná í hjá þeim sem selja kannabis, en ég get ekki lesið neitt úr þessari setningu um að allir sem séu henni ósammála séu annaðhvort neytendur eða sölufólk. Guðrún hefur sterkar skoðanir á það mörgum málefnum, að það er óþarfi að gera henni upp fleiri skoðanir en hún lætur í ljós.

Mer finnst gaman að ræða við þig Garri, því þú tekur rökum og heldur þig við efnið. Ég skil þó ekki hvernig þú getur sagð að við séum lituð af áróðri á mínum vinnustað. Ég bý og vinn erlendis, svo þú getur ekki vitað hvort það er einhver áóður í gangi þar. Við erum kannske bara lituð af reynslunni.

Það sem mér finnst mikilvægt í þessum umræðum, er hefur lögleiðing í för með sér fleiri notendur? Ákveðið hlutfall af notendum fer illa útúr neyslunni. Aukinn fjöldi notenda gefur því fleiri einstaklinga sem fara illa útúr neyslunni. Ég skil þá neikvæðu hlið sem notendur upplifa þegar neyslan er ólögleg, en mér finnst ekki réttlætanlegt að gera lífið auðveldara fyrir þá og fá útúr því fleiri einstaklinga sem fara illa útúr neyslunni.

Ásta Kristín Norrman, 4.11.2009 kl. 22:08

97 identicon

Að 7 af 8 af þínum sjúklingum hafi neytt efna.. er bara það að margir sem eiga við geðræn vandamál að stríða leita í "self medication"... thats all it is.. segir ekkert um efnið

DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 22:16

98 identicon

Það eru að sjálfsögðu miklar líkur á að þú lendir í vandræðum ef þú fæst að ráði við neyslu ólöglegra vímuefna af ýmsum ástæðum. NÚMER EITT útaf því að þau eru ólögleg! Margir bannsinnar geta verið sammála þessu - þeir bara hata "dópistana" og vilja refsa þeim og niðurlægja þá til hlýðni og fylgispektar. Hvaða kenndir liggja þar að baki er áhugavert rannsóknarefni fyrir sig.  Bannið gegn algengum en bannfærðum vímugjöfum eru af pólitískum toga en EKKI fremst vegna umhyggju fyrir velferð almennings! Alveg eins og sígarettur (sem eru sérdeilis heilsuspillandi og valda langhæstri dánartíðni allra vímuefna) eru opinberlega ekki skilgreindar sem ávana&fíkniefni. Það er pólitískt fyrirkomulag. Á bakvið gróin pólitísk fyrirkomulög liggja alltaf stórir peningahagsmunir. Vel þekkt skólabókardæmi um þetta er að langstærstur hluti fjármögnunar hinna öflugu samtaka Partnership For a Drugfree America kemur frá tveimur aðilum: Tóbaksframleiðendum og Áfengisframleiðendum. Hér á landi heitir stóri dópdílerinn RÍKIÐ. Það er sá hinn sami og býr til glæpamann úr þér ef þú fílar eða neytir annara vímugjafa en þá sem er að finna á fábreyttum einokunarmatseðli þeirra. Það er sá hinn sami og hvetur þig til að njósna um náungann og að hringja í ákveðið símanúmer ef þú sérð/heyrir eitthvað grunsamlegt. "Fullrar nafnleyndar er heitið" eins og þeir orða það. Allt í sönnum austur-þýskum STAZI anda. Við búum við ríkisrekið einelti gegn neytendum sumra vímugjafa og þú ert hvött/hvattur til að taka þátt í því. Og hver borgar reikninginn?

Kalli Rögnvalds (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 22:17

99 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Doktor E. Eins og ég sagði áður, er oft erfitt að vita hvað er orsök og hvað er afleiðing. Mér finnst þú góður að hafa svarið á reiðum höndum án þess að þekkja betur til.

Kalli, Ég hata ekki vímuefnaneytendur. Ég vil bara forðast að fleiri lendi í sömu vandræðum. Ef tóbak hefði komið á markaðinn núna, væri það örugglega bannað. Ég er alveg sammála í að rikið spilar tvöfalt spil. Það gerir rauði krossinn með framleiðslu á spilafíklum við spilakassana, og hjálparsveitirnar um áramót þegar landinn sendir upp flugelda fyrir mijarða og réttlætir vitleysisganginn með því að vera að styrkja gott málefni. Það er margt að í samfélaginu, en það réttlætir ekki að við gerum meiri vitleysu.

Ásta Kristín Norrman, 4.11.2009 kl. 22:30

100 identicon

Ég hef sjálfur reykt.. þekki marga sem reykja og allir að plumma sig vel.. nokkrir hætt að drekka og reykja í staðin, mun betra hjá þeim.

Ég veit bara að geðsjúkir leita oft í hin og þessi streetdrugs, áður en þeir fara til læknis.. eða jafnvel vegna þess að regular lyf henta ekki eða ekki hitt á eitthvað sem hentar þeim... hvernig þeim reiðir af í sinni neyslu hefur ekkert að segja með efnið sem slíkt.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 23:59

101 identicon

"Við búum við ríkisrekið einelti gegn neytendum sumra vímugjafa og þú ert hvött/hvattur til að taka þátt í því. Og hver borgar reikninginn?"

Nákvæmlega.

Það er nefnilega það sem alveg gleymist að margir upplifa þetta sem hreinræktað óréttlæti.

Mér t.d finnst áfengi eiga náfrænda í LSD , fátt af þessu drasli gerir þig eins ruglaðan og áfengi.

Svo horfir maður uppá heilu fyrirtækin "þjappa saman móralnum" með því að fara saman uppí sveit og droppa sýru (áfengi) og gera skandal.....Gott hjá þeim ! 

Ekki dettur mér í hug að banna það.

arnar (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 00:12

102 identicon

Asta Kristin (afsakadu stafsetningu)

1)Thu talar um "ofskynjunarvandamal", en adrir tala um "schitzophreniu einkenni".... Nu er talid ad hugsanlegt sje ad Kannabisneysla geti valdid einkennum hja einstaklingum i akvednum, og litlum, ahaettuhop....og tha er yfirleitt lang mest talad um ahaettuna ut fra genetiskum sjonamidum, thad er thetta eru aettgengir sjukdomar....  Thad er allt annad mal en ad halda thvi fram ad Kannabis geti valdid thessum einkennum hja "venjulegu" folki, sem ekki tilheyrir thessum litla ahaettuhop.

2) orsok og afleiding...   Ahaettuhopar-gen; their sem tilheyra thessum ahaettuhop og vekjast, veikjast helst a akvednum aldrei, ekki satt(20-30 ara)? Folk med thennan sjukdom hefur nu oft gengid i gegnum ymislegt adur en vidkomandi leita hjalpar. Thott einstaklingar sem leyti hjalpar vegna thessara vandamala eigi thad til ad neyta Kannabis, tha er ekkert sem segir ad efnid hafi valdi sjukdomnum, eda yfirtekid erfda-ahaettuna. Reykir thetta folk sigarettur, drekkur afengi, eda hefur einhverntiman gert???

 Ef svo er, afhverju alyktar thu ekki ad sigaretturnar og eda afenfid hafi verid orsokin...??Meira ad segja ofneysla kaffis getur valdid gedrofi, vissir thu thad?

3) Thratt fyrir thad sem "thu hefur heyrt", tha er neyslan i Hollandi ekki meiri en i londunum i kring. Holland er bara i medallagi og jafnvel adeins fyrir nedan medal.....sama hvort talad er um neyslu ungmenna eda almenna neyslu....

Annad logleidingarland er Portugal, og thar er neysla fikniefna med thvi allra laegsta i EU. 

CATO er ein af theim stofnunum sem hefur tolur

4) Thad er marg oft buid ad stofna sjalfstaedar nefndir til ad fara yfir neyslutolu og skadsemisrannsoknir a Kannabis. Fyrsta stora nefndin var skipud af Nixon i kring um 1970......Nu sidast i fyrra var thetta gert i Hollandi i opinberum umraedum......

Nidurstadan er alltaf og hefur alltaf verid su sama: logleida efnid

( Annad daemi er England, thar sem afglaepunin var dregin til baka. Thad var gert thvert a radleggingar serstakrar laeknanefndar sem vann fyrir stjornvold.  Thad er alltaf sama sagan, thad er alveg sama hvad rannsoknirnar segja, eda laeknarnir.....thad er aldrei hlustad. Bye the way, tha var akvordunin rettlaett med rannsokn sem atti ad syna fram a ad Kannabis auki "oskynjunarvandamal", en komid hefur i ljos ad rannsoknin gaf thad aldrei til kynna(enda tok laeknanefndin hana ekki til greina). )

Thad gengur bara illa fyrir bannstefnusinna ad atta sig a thessu.  Logleiding eda afglaepun mun ekki auka neyslu til lengri tima, eins og reynslan fra Hollandi/Portugal synir. Prufadu nu ad athuga sjalf (CATO t.d),

magus (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 00:12

103 identicon

Ásta, þegar ég benti þér á að þú gætir verið örlítið lituð af áróðri var það ekki illa meint, heldur einungis meint í þeim skilningi sem heilbrigðisstarfsmenn í hinum vestræna heimi fá í formi upplýsinga um kannabis. Ég veit ekki hvernig það er þar sem þú býrð (ég vissi ekki heldur að þú værir búsett erlendis), en hér heima eru bæklingar á víð og dreif á heilbrigðisstofnunum um fíkniefni, og í þeim bækling má finna kannabis, og þar má finna ýmsa skrítna hluti.

Eflaust hefur þú fengið upplýsingar um kannabis, hættur sem geta fylgt (ofur)neyslu o.s.fr. Þar þætti mér ekki óeðlilegt að finna mætti heldur ýkta mynd af mögulegum afleiðingum neytendans.

Þegar þú kaupir þér lyf við einhverju, hvort sem þau eru lyfseðilsskild eða ekki, má finna leiðbeiningar með lyfinu varðandi inntöku, magn, innihald og hugsanlegum aukaverkunum. Þessar aukaverkanir eru gífurlega sjaldgæfar og heirir í algjörum undantekningum. Það sama gildir um áhrif kannabis á neytandan, sérstaklega ef ekki er um að ræða dagreykingarmann.

Það er engin á bloggsíðum sem bendir á rannsóknir um hugsanlegar aukaverkanir af íbófen. Við vitum öll að það er nokkuð safe að taka íbófen ef þú til dæmis tognar, til að slá aðeins á verkin.

Þú kemur með eðlilegan og mjög sanngjarnan punkt, og spyrð hvort ekki sé hætta á því að lögleiðing gæti þýtt fleiri notendur.

Ef svarið er jákvætt, þá er það að sjálfsögðu leiðinlegt. En getur verið, að sá einstaklingur sem komin er á hálan ís, leiti sér frekar hjálpar fyrr? Ef hann skammast sín síður fyrir neysluna ef hann er ekki glæpon fyrir að reykja er sennilega frekari séns á að hann geti leitað sér aðstoðar fyrr. Lögleiðing hlítur þá einnig að hafa rétta fræðslu í för með sér og RÉTTAR og eðlilegar - skilvirkar forvarnir. Þegar við segjum satt eru líkurnar mun meiri að við séum tekin alvara.

Það getur verið mjög skaðlegt ef neytandi byrjar mjög ungur að reykja, en þessar upplýsingar koma ekki fram í hræðsluáróðursforvörnum. Það er hins vegar staðreynd að líkurnar margfaldast þegar um mjög unga einstaklinga er að ræða sú hætta sem kannabisnotkun getur valdið. Með því að reyna eftir fremsta magni að halda efninu frá ungum börnum held ég að við séum að vinna mun betri forvarnir - og með þeim forvörnum og réttum upplýsingum, held ég að líkurnar á því að fullorðið fólk versli síður kannabis fyrir börnin. SÁÁ hélt því fram fyrst að talsmenn lögleiðingar vildu selja unglingum og börnum hass. Þetta var svo fáránlegt að ég átti ekki til eitt aukatekið orð.

Einnig hefur það sýnt sig erlendis að neysla hefur í raun minkað eftir að kannabis hefur verið decriminalized - tekur smá tíma - en ekki nema örfá ár. Í Portúgal sem hefur lagt niður refsingar fyrir það að vera neytandi á öllum ólöglegum efnum hafa áhrifin verið mun jákvæðari og víðtækari en menn þorðu að vona. Lyfrabólgu C, HIV smit og önnur mál tengd heilbrigðisgeiranum eru augljóslega að þróast í mjög jákvæða átt, smitum hefur snarfækkað. Glæpir tengdir fíkniefnum hafa einnig dalað. Samfélagslegu áhrifin þar eru gríðarlega jákvæð. Stundum verða menn hissa, búast við einhverju allt öðru en raun ber vitni. Það getur þýtt að ekki höfðu allar hliðar teningsins verið skoðaðar nægilega vel.

garri (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 00:18

104 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi það að neysla sé meiri á kannabis í Holladi en löndunum í kring - umm nei.  Ekki segir wiki (sjálfsagt einhver áróður samt)

http://en.wikipedia.org/wiki/Drug_policy_of_the_Netherlands

Annars sko -  er málið hérna á íslandi með umrætt efni að íslendingar margir gera sér ekki grein fyrir hve algeng notkunin er í heiminum, td Evrópu sumsstaðar.  Eins og danmörk - yfir 30% notar kannabis.  Frakklandi líka held eg.  Banna hvað ?  Þetta er bara orðið svo útbreitt og almennt að það er búið að festa sig í sessi.  Vinna sér hefð í menningunni.

Meina, það vita allir sem hafa verið eitthvað í evrópu (kannski fyrir utan noreg og etv.  svíþjóð) að almennt er bara horft framhjá kannabisnotkun þ.e. ef hún er innan vissra marka.  Þykir ekkert ógurlegt mál.  Það bara: Ok.  Kannabis já, var hann með kannabis.  Einmitt.  Og ?  O.s.frv.

En hérna eru menn enn að tala áratugi aftur í tímanum.  Tala eins og þegar fólk var að hneykslast hérna um 1970 eða eitthvað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2009 kl. 01:07

105 Smámynd: Arnar

Ásta: Arnar, neyslan á bjóri er meiri eftir að bjór var lögleiddur og neysla á áfengi líka.

Ég var ekki að tala um bjór og áfengi almennt, ég talaði sérstaklega um neyslu á sterku áfengi.

Hvað breyttist með afnámi bjórbannsins.. sala á sterkara áfengi dróst saman. 

Auðvitað eykst sala á bjór þegar bjór varð gerður aðgengilegri, engin að halda öðru fram.  Kannski jókst sala á áfengi í lítrum talið, en fyrstu árinn eftir að bjórbanninu var aflétt minnkaði sala áfengis mælt út frá alkóhól innihaldi.

Fann eina frétt frá 2008 um áfengissölu, þar sem er meira að segja rætt um aukningu á sölu:

mbl.is - Áfengissala jókst um 7 prósent á síðasta ári : Sala á sterkum drykkjum hefur aukist á ný á allra síðustu árum, en sala þeirra hafði minnkað milli ára flest árin frá árinu 1989, þegar sala á bjór var leyfð. Neysla gosblandaðra drykkja, sem eru að grunni til sterkir drykkir, hefur aukist mikið frá árinu 2000.

Ef þú villt ræða þetta eitthvað frekar mæli ég með því að þú kynnir þér upplýsingar frá Hagstofunni um áfengissölu.

Arnar, 5.11.2009 kl. 09:18

106 identicon

Gamall grýluáróður þetta kannabishjal... .
Hér var verið að lögleyfa.. .þetta er að gerast um allan heim.. .
http://news.yahoo.com/s/ap/us_marijuana_legalization

The history of MJ
http://doctore0.wordpress.com/2009/09/30/grass-the-history-of-marijuana/

Hætta svo að halda í gamlar lummur og vitleysu... við gætu banna eldhúshnífa ef einhver drepur einhvern með þeim.. nú eða grill... hvað sem er.
Eina vitræna er lögleyfing.. .tugirþúsunda nota kannabis á íslandi

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:02

107 identicon

Hér er mín skoðun. Byggð á vissri reynslu.

- Guðrún er náttúrulega ekki alveg með á nótunum og ætti að taka sér frí.

- Kanabis er náttúrulega vimuefni, eins er vín og sígarettur.

- Fólk sem á við geðræn vandamál að stríða þarf oft á einhverju að halda til að "róa sig". Ef það hefur ekki leytað hjálpar þá er oft um einhver vímuefni að ræða. Athugið hve margir af þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða hafa notað áfengi.

- Síðast er spurningin um hversu hættuleg vímuefni eru. Ég veit að margir sem eiga við kvíða eða þunglyndi að etja nota vímuefni. Kölluð lyf, en eru til þess fallinn að breyta starfsemi heila. Eitt slíkt er Zoloft. Af vefstað þeirra er eftirfarandi að finna.

"In clinical trials of Zoloft, side effects of the drug most commonly included nausea, insomnia, and diarrhea. Other common side effects of Zoloft include dizziness, dry mouth, fatigue, and drowsiness. Less common but potentially serious Zoloft side effects can include such things as chest palpitations, hallucinations, and suicidal thoughts or behavior".

Held ég væri nú til í að taka mína sénsa á einni mjónu ;-)

Nonni

Jón "Nonni" (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 12:59

108 identicon

Getur einhver bent þessari snargeðveiku kona að horfa á The Union (the business behind getting high) - http://video.google.com/videoplay?docid=-9077214414651731007# - og þetta líka - http://www.youtube.com/watch?v=LaZUv8fvWNk&feature=PlayList&p=DAD7C55AF03F6C77&playnext=1&playnext_from=PL&index=14

Grasasni (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:24

109 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Grasasni": Þetta er manneskja sem neitar að taka mark á Landlækni, WHO, LEAP,  og öllu sem vísað er á á Wikipedia. Hún er búin að ákveða að allt sem mælir kannabisneyslu eða lögleiðingu þess bót sé runnið undan rifjum stórtækra kannabisbaróna.

Það er ekki séns á því að hún horfi á þessa mynd, og væri reyndar vís til að reyna að fá hana bannaða.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.11.2009 kl. 16:18

110 Smámynd: Offari

Af hverju getum við ekki bara öll verið vinir? 

Offari, 5.11.2009 kl. 19:41

111 identicon

Það er svo kaldhæðnislegt að lesa þessa dópfærslu hennar þar sem hún lét ýmislegt misgáfulegt út úr sér um áfengi í þessari færslu http://alit.blog.is/blog/alit/entry/887781/ 

Sumir sjá náttúrulega ekkert út fyrir sinn þrönga kassa. Áfengi gott en dóp vont. Hún talar alltaf um fíkniefnadýrkendur, hvað er áfengi annað en fíkniefni. ,,ég þekki fullt af konum sem hafa drukkið á meðgöngu en eiga alheilbrigð börn í dag"

Vá hvað maður getur orðið pirraður á sumu fólki.........

Sigga (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:40

112 identicon

Já Tinna,mögnuð er hún Guðrún sem þessi níðskrifapistill þinn er um að flestu leiti.Þvílíkt þol sem þú hefur að svara og ekki að svara,sumum hér.Ertu ekki komin í marga hringi á þessum skrifum þínum,hafðu það sem best.Það er mikil seygla í þér Tinna (Túrbó)(vel meint).==Tinna Túrbó.

Númi (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 22:58

113 Smámynd: Leifur Finnbogason

Ég vil byrja með að stressa það sem sagt var hér aðeins ofar. Neysla kannabis í Hollandi er í samræmi við sambærileg lönd á meðan neysla kókaíns er minni. Það hefur greinilega haft jákvæð áhrif að skilja kannabis frá undirheimunum, auk þess sem það hljóta að vera minni fordómar í forvarnarfræðslu í Hollandi svo fólk tekur ekki öllu sem þar er sagt með efa einsog unglingar á Íslandi uppgötva margir hverjir þegar þeir hafa kynnst kannabismenningu landsins, hvort sem er í gegnum vini eða eigin reynslu.

Annars vil ég benda á könnun frá stærstu spjallsíðu Íslands, þarsem aðallega koma saman unglingar á aldrinum 14-19 ára. Send var inn könnunin "Hefur þú einhverntímann prófað kannabis?" og er hún enn í gangi. Fólkið sem aðallega notar þessa síðu flokkast almennt undir hóp fólks sem á ekki að vera í neinum vandræðum, sama í hvað miklum vandræðum þau annars eru.

Þegar þetta er skrifað hafa 113 manns svarað könnuninni. 37% hafa svarað játandi og 63% neitandi. Þeir sem hafa svarað játandi og eru 17 ára eða eldri eru 23% af heildarfjöldanum á meðan 35% svarenda í sama aldursflokki hefur svarað neitandi. 14% allra svarenda segjast vera sextán ára og yngri og svara játandi á meðan 27% þess aldursflokks svara neitandi.

Þó prósentulega hafi aðeins fleiri svarað játandi í eldri aldursflokknum er ekki það mikill munur á aldursflokkunum. Segir sig ekki sjálft að þessi aldursflokkur á alltof auðvelt með að ná sér í þessi efni? Og þaraðauki að 33% svarenda (gróflega) í þeim aldursflokki hafi svarað játandi?

Þetta er allsekki fyrsta könnunin varðandi þessi efni á þessari síðu, þó þetta sé sú fyrsta sem ég hef séð sem býður svarendum að greina milli aldurs. Umþaðbil þriðjungur svarenda hefur svarað játandi í þeim könnunum sem birst hafa síðasta árið eða svo. Þriðjungur unglinga virðist hafa prófað kannabis.

Og fólk hrósar banninu?

Leifur Finnbogason, 5.11.2009 kl. 23:16

114 Smámynd: Leifur Finnbogason

Gleymdi ég svo ekki linknum... http://www.hugi.is/tilveran/skodanir.php?page=view&pollId=137237

Leifur Finnbogason, 5.11.2009 kl. 23:17

115 Smámynd: SeeingRed

Hversu vel er bann að virka þegar það er jafn auðvelt fyrir hvern sen lyst hefur að verða sér út um fíkniefni og að kaupa sér bland í poka. Þessi aðferðafræði er svo gersamlega gjaldþrota fyrir langa löngu og tími til komin að hætta að berja margbrotnu höfðinu við grjót.

SeeingRed, 6.11.2009 kl. 17:15

116 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Perhaps the most popular definition of insanity is that of doing things using the same methods over and over and expecting different results.

Jóhann Róbert Arnarsson, 6.11.2009 kl. 21:00

117 Smámynd: Leifur Finnbogason

http://baggalutur.is/frettir.php?id=4715

"Sjálfstæðis- og þrýstihópurinn Stefán lagði í dag fram ályktun þar sem lagt er til að öll umræða leggist af í landinu, í þrjú ár til reynslu – með það fyrir augum að koma á friði og sátt í samfélaginu.

„Stóra vandamálið er að það er allskonar fólk að tjá sig um allavega hluti sem betra væri að lítill, afmarkaður hópur fjallaði um,“ segir Stefán Stefánsson, formaður og eini félagsmaður Stefáns, en hann vill meina að frjáls fjölmiðlun og ekki síst villimannsleg og óbeilsuð umræða á hinu sósíalíska Alneti sé undirrót þess vanda sem þjóðin glímir nú við.

„Við þurfum fókus og aga. Ef það eru allir sígjammandi út og suður í einhverjum kommakjaftaþáttum og á einhverjum nafnlausum dónabloggsíðum verður þjóðin aldrei sammála um nokkurn skapaðan hlut. Ákvarðanir ofar umræðu segi ég – og þá meina ég auðvitað réttar ákvarðanir, sem samrýmast sjálfstæðishugsjóninni og almennt viðurkenndum kristilegum gildum.“ "

Þetta finnst mér annars frábært og koma málinu furðulega vel við.

Leifur Finnbogason, 7.11.2009 kl. 04:23

118 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Yep, þanning vinnubrögð koma í veg fyrir líf, nýja hugsun, framfarir/þróun og betra líf fyrir okkur öll. Þegar bestu hugmyndirnar ná ekki fram að ganga, þá er meðalmennska kerfiskalla verlaunuð. Tími komin á nýtt líf, eins og samnefndar bíomyndir hér "forðum" daga.

Jóhann Róbert Arnarsson, 7.11.2009 kl. 06:47

119 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Jóhann Róbert Arnarsson, 7.11.2009 kl. 08:03

120 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Já, já, ég veit að það er búið að segja nokkurn veginn allt sem þarf að segja, en gat ekki stillt mig um að bæta við þræði á aðeins öðrum nótum á http://valgardur.blog.is/blog/valgardur/entry/976265/ - ef einhver nennir enn...

Valgarður Guðjónsson, 7.11.2009 kl. 14:32

121 identicon

Mér finnst fólk ansi dómhart hér. Ég viðurkenni að ég hef ekki lesið allar 120 athugasemdirnar. Það er tvennt sem mér finnst vera nokkuð áberandi hér. Tjáningarfrelsinu eru settar skorður. Það eru mistök. Allir eiga að hafa rétt til að tjá skoðanir sínar. Hitt sem angrar mig er að fólk virðist ekki vita að í landi þessu er ritfrelsi. Ef þú ert ekki með svívirðingar á einhvern ákveðinn einstakling þá er þér óhætt að segja skoðun þína.

Þetta ætti fólk að hafa hugfast þegar það er að setja út á skoðanir samborgaranna.

Þórarinn Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:30

122 identicon

Don’t argue with Idiots.. They will bring you down to their level and beat you with experience.

Þessi manneskja svipar ótrúlega mikið til Hr. Georg Bjarnfreðarsson!

Steinar (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:37

123 Smámynd: Grasasni

Don’t argue with Idiots.. They will bring you down to their level and beat you with experience.

Þessi manneskja svipar ótrúlega mikið til Hr. Georg Bjarnfreðarsson!

Grasasni, 11.11.2009 kl. 15:47

124 Smámynd: Grasasni

Hún er einnig búinn að loka á mig..... sjáið nýjustu færslu hennar, ég kúgaðist!

Grasasni, 11.11.2009 kl. 15:48

125 Smámynd: Grasasni

Don’t argue with Idiots.. They will bring you down to their level and beat you with experience.

Grasasni, 11.11.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2976

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband