Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Æ, af hverju er alltaf verið að skemma allt með vísindum?

Fyrir nokkrum dögum birtist þessi frétt á mbl.is:

 

Viðhorf ungmenna til marijúana er breytt og þau hafa í auknum mæli þá afstöðu að marijúana sé ekki fíkniefni. Þetta er mat Bryndísar Jensdóttur, ráðgjafa hjá Foreldrahúsinu.

Hún segist fá stöðugt fleiri símtöl frá foreldrum barna sem gangi vel í skóla en séu að fikta við þetta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Á netinu sé að finna mikið af upplýsingum sem dragi upp jákvæða mynd af kannabis þar sem því sé haldið fram að efnið sé skaðlaust eða skaðlítið.

 

Já, er það ekki hræðilegt að blessuð börnin skuli kunna að nálgast áreiðanlegar upplýsingar á netinu í stað þess að hlusta á áróður misviturra manna (hverra lifibrauð, sumra, veltur á því að fólk trúi fyrrnefndum áróðri). Nú taka breskir vísindamenn undir þetta. Alltaf þurfa þessir helvítis vísindamenn að skemma allt.

 

Það er auðvitað fyrir öllu að fólk - og þá sérstaklega ungt fólk - geri sér grein fyrir þeim áhættum sem fylgja hinum ýmsu tegundum vímuefna. Með það í huga læt ég þennan link fljóta með, en þar er hægt að nálgast vísindalegar upplýsingar um áhrif og áhættu neyslu: http://www.drugscience.org.uk/ 

Hræðsluáróður er hættulegur. Vísindalegar staðreyndir eru mun betri grunnur fyrir fræðslu.

 

_49729408_drugs_comparisons_464gr

 

 


mbl.is Áfengi hættulegra en ólögleg fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferði útskýrt á einfaldan hátt

Ég hef oft lent í rökræðum um siðferði trúlausra, síðast hér. Því miður lauk þeirri umræðu snögglega, þó ég vilji ekki geta mér til um ástæður þess. Nonnar þessa heims hafa hins vegar örugglega ekkert nema gott af því að lesa þessa teiknimyndasögu:

http://www.smbc-comics.com/index.php?db=comics&id=1899#comic


Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband