Færsluflokkur: Spaugilegt

Siðferði útskýrt á einfaldan hátt

Ég hef oft lent í rökræðum um siðferði trúlausra, síðast hér. Því miður lauk þeirri umræðu snögglega, þó ég vilji ekki geta mér til um ástæður þess. Nonnar þessa heims hafa hins vegar örugglega ekkert nema gott af því að lesa þessa teiknimyndasögu:

http://www.smbc-comics.com/index.php?db=comics&id=1899#comic


Hræsni?

Bæði þykjast þau Gunnar og Jónína fylgja Jesú. Gunnar fór mikinn í umræðum um nýja Biblíuþýðingu og sagði m.a. þetta:

 

"Hafa þessir menn vogarskálar sem vega hvað er synd og hvað er ekki synd í ljósi breytts tíðaranda? Er Biblían ekki heilög Ritning?" -Gunnar Þorsteinsson

Og í trúarjátningu Krossmanna má finna þetta:

 

"Við trúum því að Biblían sé innblásið orð Guðs og því óskeikult. (II. Tím 3:16).

Biblían er hið æðsta vald sem Guð hefur gefið manninum. Öll kenning, trú, von og leiðbeining verður að byggjast á og vera í samræmi við hana. Biblían á að lesast og rannsakast af öllum mönnum alls staðar og getur aðeins verið skilin til fulls af þeim sem smurðir eru Heilögum Anda. I Jóh. 2:27, II Pét. 1:20-21." -Gunnar Þorsteinsson

 

 

Það er gaman að sjá að Gunnari hefur snúist hugur. Hann getur varla enn verið á þeirri skoðun að Biblían sé heilög ritning og skilgreiningar hennar á syndum óbreytanlegar, því nú drýgir hann hór eins og ekkert sé.

"Þá var og sagt: ,Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.' En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór." - Jesús Jósepsson (Matt. 5:31-32)

 

Það skyldi þó aldrei vera að Gunnar og Jónína séu búin að ákveða að þetta sé ekki synd...í ljósi breytts tíðaranda?

 

 

Ég óska þeim allrar hamingju í nýja hjónabandinu og vona að þau verði svo svakalega upptekin við að njóta þess að þau gleymi barasta öllu um detox og afhommanir og kraftaverk og kjaftæði um trúleysingja!


mbl.is Jónína og Gunnar í hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband