Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Bíðum aðeins...

Ég renndi yfir þau blogg sem þegar er búið að tengja við fréttina og fæ ekki betur séð en að þeir sem þau rita séu allir á bandi stúlkunnar. Þó hafa komið fram athugasemdir sem ekki eru jafn skemmtilegar.

Við þessa færslu er að finna svohljóðandi athugasemd:

 

        "Hún er núna gift, þar með er hún hluti af hans fjölskyldu, þetta er ekki eins og hérna."

 

og við þessa má lesa:

 

        "Ég er múslími. Dóttirin er ekki ein af móðurfjölskyldunni lengur...hún tilheyrir fjölskyldu mannsins sem hún giftist...þannig er það nú bara...og ekkert við því að segja."

 

Þetta eru ekki gild rök. Móðirin vill greinilega að dóttir hennar og tengdasonur komi til Íslands, þau vilja það sjálf...en tveir Íslendingar vita betur og segja það ekki í samræmi við hefðir múslima. Þeir hljóta auðvitað að vita betur en Ayda og Sama hvernig hefðir og venjur eru hjá þessari tilteknu fjölskyldu, ekki satt? Ég læt svo svar síðuhöfundar fylgja með seinni athugasemdinni:

 

 "Úr því fjölskylda mannsins getur ekki séð um sína, þá eiga þau að vera velkomin hingað til lands þar sem ekki er litið á konur sem húsdýr. Við byggjum þjóðfélag okkar á kristnum gildum, þar sem náungakærleikur er hafður í fyrirrúmi. Ekki á hatri og skorti á umburðarlyndi."

 

Þó hann meini eflaust vel má fátt annað lesa úr svarinu en hroka og yfirlæti. Ég leyfi honum annars að njóta vafans, hugsanlega var þetta bara illa orðað hjá honum.

Ekki er hægt að segja hið sama um athugasemdirnar við þetta blogg:

 

"Ég er skagamaður og ég get sagt þér það að við höfum nóg með okkar, og við höfum flest öll fengið nóg af þessu liði."

 

og

 

"Ef það á að sameina fjölskylduna þá hlýtur fjölskylda hans að koma á eftir, nei takk."

 

Hér er ekki umburðarlyndinu fyrir að fara, enda skrifa þessir einstaklingar ekki undir nafni.* Við fyrri athugasemdinni er lítið hægt að segja. Ég hef persónulega ekki orðið vör við þessa miklu óánægju Skagamanna, en þó getur vel verið að hún sé til staðar. Ég leyfi mér þó að vona að hún sé a.m.k. ekki jafn útbreidd og þessi "logus" vill meina. Seinni athugasemdin er öllu ljótari. Höfundur hennar er einfaldlega fordómafullur asni, nema auðvitað að hún þekki fjölskyldu tengdasonar Aydu persónulega. Ef svo er væri gott að fá skýringu á því hvers vegna hún er ekki húsum hæf. Ég efast um að þessi "Guðrún Skúladóttir" (ætli hún sé dóttir ákveðins vitleysings?) viti nokkurn skapaðan hlut um fjölskyldu Alis, svo eftir stendur skýr ótti við múslima. Svo ég leyfi sjálfri mér smá fordóma: þessi kona er sjálfsagt á miðjum aldri, horfir á Omega og les Blekpenna af áfergju. Uppáhalds bókin hennar er 'Íslamistar og naívistar' og hún getur ekki séð neitt sambærilegt við bænaköll múslima og bjölluglamur íslenskra kirkna.**

Því miður óttast ég að fleiri maðkar komi í ljós ef þetta mál fær meiri umfjöllun (sem ég vona nú samt að það geri) og að þeir tjái sínar skoðanir ekki jafn "kurteislega". Sjáum til. Svona til "gamans" skal ég spá þessu:

Einhver á eftir að draga kreppuna inn í umræðuna í því samhengi að við höfum ekki efni á að hugsa um annað en rassgatið á sjálfum okkur. Einhver á eftir að tengja byggingu mosku við málið og kvarta undan bænakallinu. Einhver á eftir að nota orðin "kristilegt siðgæði" án þess að sýna nokkuð af því*** sjálfur. 

En bíðum aðeins...sjáum til. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

 

*Ég hef ekkert á móti nafnlausum bloggurum, en nafnlausar athugasemdir eru oftast nafnlausar vegna þess að viðkomandi þorir ekki að standa við sínar skoðanir. Ég myndi líka skammast mín fyrir þessi komment.

**Það viðhorf er svosem efni í annan pistil. Ég hef síðan ekki hálfa höggmynd um hver þessi kerling er. Það er meira að segja möguleiki á að hún sé alls ekki kerling. Nafnleysið er skemmtilegt, ekki satt?

***Með "kristilegu siðgæði" á ég við almennt siðgæði, enda ekkert til sem heitir kristið siðgæði. Þeir sem hvað oftast varpa þessum frasa fram virðast a.m.k. alls ófærir um að benda á nokkuð "sérkristið" í ídeal samskiptum (sínum eða annarra) við náungann.


mbl.is Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband