Færsluflokkur: Ljóð
8.9.2009 | 02:07
Lalalalaguðlalanasistartrallalala...
Ég viðurkenni það fúslega að þó ég sé bæði trúlaus og andsnúin þjóðernishyggju, þá innihalda nokkur af mínum uppáhaldslögum trúarleg eða þjóðernisleg þemu. Sem dæmi má nefna America the Beautiful og Battle Hymn of the Republic, sérstaklega í þeim útgáfum sem ég vísa á.
America the Beautiful er auðvitað óttalegt þjóðrembuljóð, og að auki hálfkrípí að hlusta á þessa útgáfu, sem var tekin upp til styrktar fórnarlömbum næníleven, í ljósi þess sem ríkisstjórnin kom í gegn í skjóli hryðjuverkanna. Ljóðið er hins vegar fallegt þrátt fyrir það: línan "and crown thy good with brotherhood from sea to shining sea" fær mig alltaf til að tárast. Kannske er það vegna þeirra hugsjóna hinna tiltölulega ungu Ammríku sem koma fram í ljóðinu: frelsi, jafnrétti, bræðralag (enda ammríska byltingin innblásin af þeirri frönsku). Lokalína annars vers sýnir þetta: "confirm thy soul in self-control, thy liberty in law".
Battle Hymn of the Republic er eilítið öðruvísi. Það ljóð var upphaflega samið sem baráttusöngur gegn þrælahaldi. Í dag er lagið leikið sem lokalag á landsfundum repúblikana*. Það er í raun mun meira trúarljóð en ættjarðarljóð, sérstaklega í upprunalegri útgáfu, en hún inniheldur t.d. þetta vers:
"I have read a fiery gospel writ in burnished rows of steel:
"As ye deal with my condemners, so with you my grace shall deal;
Let the Hero, born of woman, crush the serpent with his heel,
Since God is marching on."
Ég er líklega bara veik fyrir lögum sem sungin eru af krafti og sannfæringu, sama hvert innihaldið er. Ég hef stundum grínast með það að hefði ég verið uppi á tímum Þriðja Ríkisins hefði ég sjálfsagt verið hinn ágætasti nasisti, enda Horst Wessel Lied og Danubia flott lög - svo voru marsarnir nokkuð djollí.
Þeim örfáu lesendum sem nenna öðru en að rífast um íslam er velkomið að svara spurningunni
Eru einhver lög sem hafa sterk áhrif á þig þó þú sért ósammála skilaboðum textans, saga lags eða ljóðs sé 'óþægileg', eða þér þyki höfundurinn óviðkunnanlegur af einhverjum ástæðum?
*Ég veit að Lincoln var repúblikani. Nútíma repúblikanar virðast hins vegar margir hverjir hafa gleymt því. Kaldhæðnislegra er þó að heyra harða repúblikana syngja fyrra ljóðið, þar sem margir þeirra myndu vilja neita höfundinum um mannréttindi í dag.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar