Færsluflokkur: Fjármál

Er ólöglegt að segja upp samningum?

Ég er ekki lögfróð manneskja, en varla getur það verið rétt að ríkið geti aldrei sagt upp þessum samningi nema með samþykki kirkjunnar? Er ríkið skuldbundið til að greiða þessar jarðir margfaldar, vegna þess að kirkjan getur alltaf neitað að endurskoða samninginn eða segja honum upp? Rennur þetta samkomulag aldrei út?

 

 

Ég ætlaði að setja inn komment við grein Jóns Vals, en gleymdi því að ég er ekki í náðinni (ólíkt hinum dularfulla "Predikara" sem alltaf fær að birta komment þrátt fyrir að vera nafnlaus. Jón hlýtur að vita hver hann er þó við hin gerum það ekki). 

Í athugasemdum við grein Jóns var m.a. stungið upp á því að prestar láti 30% launa sinna ganga til Hjálparstofnunar Kirkjunnar, en eins og sumir vita kannske er mataraðstoð kirkjunnar í sumarfríi akkúrat núna. Það er óneitanlega hjákátlegt að heyra presta ríkiskirkjunnar væla um það að þjónusta við borgarana skerðist verði kirkjan skikkuð til að skera niður um 9% á sama tíma og þeir segja fátæklingum borgarinnar að éta það sem úti frýs -  a.m.k. yfir sumarið!

Hvers vegna hafa þær stofnanir sem dreifa mat ekki samstarf um lokunartíma? Ef einungis ein hjálparstofnun væri í fríi á hverjum tíma, gætu hinar tvær dreift aukaálaginu á milli sín. 

 

30% "tíundin" er ágætis byrjun, en persónulega myndi ég vilja sjá prestana taka af skarið og heimta að svo lengi sem þeir eru á ríkisspenanum verði laun þeirra lækkuð niður í lágmarkslaun. Þar með myndu þessir ósérhlífnu og fórnfúsu þjónar Guðs bæði fylgja fordæmi meints leiðtoga lífs síns og sýna samstöðu með þeim sem minnst mega sín. En þetta gera þeir auðvitað aldrei. Svo lengi sem ríkið greiðir laun presta, hvort sem er í skjóli meingallaðra kirkjujarðasamninga eða meintrar "þjónustu" sem aurapúkarnir á Benzjeppunum þykjast veita borgurum landsins, munu laun þeirra halda áfram að hækka upp úr öllu valdi.

 

Ég veit um margt gáfulegra sem hægt er að eyða skattpeningunum okkar í.

 


mbl.is Semja við kirkjuna um niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband