Frekja bænarinnar

Bænir eru merkilegt fyrirbrigði - sérstaklega svona opinberar hópbænir. Þarna koma menn saman og auglýsa það hátt og skýrt að þessi Guð sem þeir þykjast treysta framar öllu öðru sé í raun ekki svo merkilegur pappír. Til hvers þarf að biðja?

Er Guð ekki að fylgjast með - er þetta "vitundarvakning" í von um yfirnáttúrulega íhlutun? Er Guð að leiða þjóðina til glötunar - og ef svo er, eiga bænir þá að fá hann til að skipta um stefnu? Eða er honum sama? Er hann kannske ekki til?

Nei, þetta fólk þykist handvisst um að Guð sé til. En það treystir honum ekki. Mér finnst það ósköp skiljanlegt. 

 

Ef Guð er til - þ.e.a.s. þessi kristni Guð - hlýtur honum að finnast svona samkunda frekar hjákátleg, ef ekki hreint og beint móðgandi. Fólk sem á ekkert sérstaklega bágt kemur saman til að biðja fyrir sjálfu sér. Ef ég væri Guð myndi ég senda svosem eina eldingu í rassinn á liðinu.

 

Hinn flöturinn á þessu er sá sem nefndur er í fréttinni:

"Með því vill hópurinn undirstrika að kristið fólk ber hag þjóðarinnar mjög fyrir brjósti."

 

Eigum við að leyfa Jesú að svara? Já, gerum það! Kíkjum á sjötta kafla Mattheusarguðspjalls:

5Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

7Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. 8Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.

 

Úps.

 

Kannske hef ég tekið þetta úr samhengi. Kannske stendu einhversstaðar skýrum stöfum að þetta eigi ekki við Íslendinga. Kannske tók Jesú þetta til baka stuttu seinna. "Djók! Auðvitað eigið þið að biðja um það sem þið viljið, annars veit pabbi ekkert hvað það er! Það er ekki eins og hann sé alsjáandi! Hahaha!"

 

 

 

Nei, ég veit hver tilgangurinn með þessu bænatauti er. Hann kemur fram í fréttinni. Tilgangurinn er að berja sér á brjóst og segja "sjáið hvað við eru góð - okkur er ekki sama". Það er fínt að fólki sé ekki sama. Það er verra að að skuli fremur kjósa að fara með gagnslausar galdraþulur en að gera eitthvað af viti. 

 cgSgl

 


mbl.is Bænastund á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Það væri gaman að mæta niður eftir með biblíur og mótmæla þessu :)

Arnar, 2.3.2010 kl. 12:54

2 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Ég er þér svo innilega sammála.

Hans Miniar Jónsson., 2.3.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Odie

Mikið vildi ég að þetta fólk myndi nú gera eitthvað uppbyggilegt í staðin fyrir að gera akkúrat ekkert.

Odie, 2.3.2010 kl. 13:21

4 identicon

Sumir fara og berja sér á brjóst og auglýsa eigin gæði með því að hlekkja sig við stórvirkar vinnuvélar eða dansa frumbyggjadans fyrir framan Alþingi og aðrir standa í hnapp og biðja bænir.  Allt er þetta eins.  "Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá."

 Ég geri ráð fyrir að í öllum þessum hópum sé fólk sem hleypur ekki um stræti og torg með hrópum og vinnur, biður, talar af heilindum.  Það fólk sést aldrei, það fólk er dæmt eftir þessum háværu athyglissjúklingum.

Helga Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 13:57

5 identicon

Er ekki bara gott að fólk sýni samstöðu og leggji málin í hendurnar á Drottni sem skóp okkur öll og gaf okkur frjálsan vilja til að velja son sinn eða hafna honum. En afhverju þurfa einstaklingar á bloggheimum alltaf að sýna tennurnar ef einhver segist trúa á Guð/Jesú. Er þetta ekki kristin þjóð ? Eru flest allir ekki fermdir osrfv. Það er ótrúlegt hatursbull sem vellur upp úr fólki hér á bloggsíðum gegn fólki sem trúir á Guð eða hefur ekki alveg sömu skoðun og maður sjálfur. Hinir kristnu mega líka passa sig hvað þeir segja. En vel meint eru oft vina sárin og sannleikurinn stingur oft, en hann græðir einnig með tíð og tíma.

Skoðum sjálf okkur . Er ekki betra að leggja niður vopnin og sýna samstöðu en að hata og lemja potta á Austurvelli, það hefur alls ekki gefið góða raun...eða hvað ??

Stefnir Snorrason (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:47

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Er þetta ekki kristin þjóð ?"

 Nei.

"Það er ótrúlegt hatursbull sem vellur upp úr fólki hér á bloggsíðum gegn fólki sem trúir á Guð eða hefur ekki alveg sömu skoðun og maður sjálfur."

Hvaða hatur? Það er ekkert hatur fólgið í gagnrýni, Stefnir.

"Er ekki bara gott að fólk sýni samstöðu og leggji málin í hendurnar á Drottni sem skóp okkur öll"

Hvernig væri að fólk gerði eitthvað sem kemur að gagni? Hvers vegna sleppa kristnir því ekki bara að gera nokkurn hlut og láta "málin í hendurnar á Drottni"? Hvers vegna að mæta í vinnu eða elda mat? Sér Guð ekki um það?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.3.2010 kl. 18:04

7 Smámynd: fingurbjorg

ég man ekkert hvort ég hafi bent þér á þessa síðu en þá geri ég það aftur, endilega tékkaðu á þessu:

http://samvak.tripod.com/narcissistgod.html

fingurbjorg, 2.3.2010 kl. 21:47

8 identicon

Þetta minnir óneitanlega á brandarann manninn sem neitaði að yfirgefa húsið þegar flóðið kom. sannfærður um að Guð myndi bjarga sér. Hann hafnaði því þeirri aðstoð sem barst, bíl, bát og síðast þyrlu, og drukknaði með bænirnar á vörunum.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 23:56

9 identicon

Bænir eru varla nokkuð annað en að mótmæla áætlun Gudda; Í hvert skipti sem manneskja biður bænir til ímyndaða fjöldamorðingjans í geimum, þá er fólk faktískt að segja: Ó plís elsku útrýmingarbúðafangelsisstjóri, plís planið þitt er ekki að hent mér; Ég skal gera hvað sem er ef þú hendir mér, hinu óverðuga svíni ekki í "gasklefann"
Óó þvílík ást er í hatri Þínu, hvílík miskunn í miskunnarleysi þínu; Þú ert bestur.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 09:15

10 Smámynd: Arnar

Stefnir:  Ég er skírður og fermdur en er trúlaus.  Vissi einfaldlega ekki betur þegar ég var lítill og vitlaus(-ari), hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á trú þegar ég var yngri heldur var þetta bara eitthvað sem allir gerðu.

Og hvaða hatursáróður fellst í þessari bloggfærslu og/eða athugasemdum við hana?  Fólkið sem er að fara að biðja úti á torgi er greinilega afvegaleitt í trú sinni samkvæmt biblíunni og orðum Jesú.

Varðandi að þjóðin sé kristinn þá er hlutfallið rétt um 53% ef ég man rétt samkvæmt síðustu trúarlífskönnun.

Arnar, 3.3.2010 kl. 11:37

11 identicon

Á Íslandi býr íslensk þjóð, hver sem segir annað er einfaldlega heilalaus fáviti.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:27

12 identicon

Ég myndi giska að svona 80% af ungu fólki (18-25) séu trúlaus. Ef þetta á áfram að vera "kristin þjóð" þá þarf kirkjan að fara að taka sig á í trúboðinu, þó hún sé nú helvíti dugleg við það nú þegar.

Davíð (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:18

13 identicon

Hvenær hætta menn að nota þessi kjánlegu meirihlutarök um að 80% í þjóðkirkju geri alla þjóðina kristna?

Ef við erum kristin þjóð, erum við þá ófötluð þjóð, hundalaus þjóð, þjóð sem ekki reykir, þjóð sem ekki hefur enn falskar tennur, læs þjóð osfrv.

Meirihlutinn ræður kannski (stundum) í kosningum, en EKKI þegar mannréttindi eiga í hlut.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:59

14 identicon

Ég var einu sinni að Labba niður í bæ og þar var maður sem stóð fyrir utan hús og hann bað svo hátt að það eina sem mér datt í hug var: "Biddu aðeins hærra svo að allir geti heyrt í þér." Jukk.

Því fólki vil ég til einka þetta lag: ZNS með hrynjandi nýbyggingum. LOL! Troðandi sínum hlekjum upp á aðra oft á tíðum. Þetta er lifandi lýsing á helvíti fyrir mér.

Annars er margt gott fólk innan kirkjunar ég segi það ekki; þó svo að það sé ekki félagskapur fyrir mig.

Jóhann/Changes

changes (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:03

15 identicon

 "Ef við erum kristin þjóð, erum við þá ófötluð þjóð, hundalaus þjóð, þjóð sem ekki reykir, þjóð sem ekki hefur enn falskar tennur, læs þjóð osfrv."

Hverkonar rök eru þetta? Burt með alla þá eru ekki fólki að skapi? Er það ekki að þröngva sínu "himnaríki" upp á aðra? Eða meðal annara orða, að taka val frelsið frá fólki. Ég held að það yrði aldeilis upplit hjá honum pabba gamla sem er farin óðfluga að nálgast sjötugt ef að "yfirvaldið" myndi nú allt í einu birtast heima hjá honum og rífa út úr honum fölsku tennurnar.

Plís.

Kannski út af því að fölsku tennurnar gefa engan "arð" af sér í beinhörðum peningum?

Ég spyr enn og aftur, hverskonar rök eru þetta eigninlega?

changes (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 12:19

16 identicon

Victory in Iraq  
 
 
Ætlaði að kommenta á greinina "I'm Back" en þar sem tímamörk voru liðin
þá pósta ég þetta hér. Bush stefan borgaði þig. Af ávöxtum etc etc etc.
 
Þetta sér maður ekki í fréttum á RÚV svo mikið er víst.
 
Svo ekki er Bush nöttari þó svo að hann hafi tekið áhættu sem víst borgaði
sig að lokum.
 
Changes ulitmately have to come from within; but sometimes a little help is
nice.
 

changes (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:57

17 identicon

Bush stefnan borgaði sig átti það að vera, hálf skrifblindur í seinni tíð held ég.

Bye for now.

changes (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:59

18 identicon

Talandi um fíkniefni, stóra pabba og galdraþulur sem verka ekki og ábyrðarleysi og hverning ríkið ýtir undir slíkt og kennir síðan markaðnum um meðan allt er hér í rjúkandi rúst og fyrirtæki hafa þurft að loka vegna skattahækkana þó að þau séu í rífandi business þá er hér annað dæmi, annað heldur en hrun bankanna:

Time to go:



"I don't know," Limbaugh responded. "I'll just tell you this, if this
passes and it's five years from now and all that stuff gets implemented, I am
leaving the country. I'll go to Costa Rica."

Johann
I am leaving here as well. We have a habit here of leaving the country
when things become unsustainable, like during great volcanic eruptions
in earlier centuries. Also for getting an education and then returning
home because then you have a fancy degree, a prodigal son (The Gemini
theme and Iceland is in Gemini) returning home. Well, I have been
"living abroad" here on the keys for years. We Icelanders seem to
think that we have nothing to offer but our clean nature and even
that we sell cheap to ensure big contracts with the aluminum companies
and thus state subsidized work for the people by giving heavy
discounts on the electricity. We take all the market prize
influctiations and all the risk involved for the big companies driving
the state owned electrical manufactures to the brink of bankruptcy
through this policy combined with more and more building of power
plants they can not afford because of low returns. So the only
benefit has been a temporary boom or expansion of the economy while
the plants are being constructed. And this is the mentality, that
we have nothing to offer but our nature and even that we manage
to reduce to nothing leading through out the years to the
over exploitation and overexertion of nature. I think they are
talking about damming up Gullfoss now, one of our most prized
natural treasures. Very shortsighted and the easier route. We
have built so many plants here and already some of our national
treasures have gone under water.

But see, this is not even the real problem, well part of it at least.

The real problem is "nýsköpun" or newcreation and using what
lies within the people and what they can create with their own
intellect and efforts and try to get some Icelandic manufacture
going for starters. But no we have nothing to offer noting to
offer nothing to offer unless it comes from some big kahuna from
abroad that are not even the sons and daughters of this country.
Then we give our selves away so cheap so we can reach so "high".
And that "high" is only a temporary high.

If we are to get out of this mess then we have to get our heads
around something else than heavy industry, foreign aluminum
plants that we sell cheap electricity to time and time again with
everything that entails and to start building our own
infrastructure and country without manufacturing infrastructure other than the
fish is doomed.

I need a chance of scenery anyhow.

Johann
 

 

changes (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:28

19 identicon

changes (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband