Of mikil mannréttindi?

Við þessa færslu hafa spunnist nokkrar umræður um múslima og stöðu þeirra á Vesturlöndum. Kannske er of langt gengið að kalla þetta "umræður", þar sem samskiptin snúast mest um hvað múslimar séu nú ömurlegir. Einhver "Brynjar" hefur þetta að segja:

"Það merkilega er að margir kanar eru vel meðvitaðir um þetta, t.d. hægri menn, en ríkisstjórn Obama er vilholl múslimum og stjórnmálarmi þeirra, t.d. er hann með sérstakan ráðgjafa á málum í Hvíta húsinu í málefnum íslam, sem að sjálfsögðu er múslimi. Sumir vilja meina að Obama sé sjálfur múslimi í laumi og vinni að uppgangi íslams, hann t.d. neitaði að sverja persónulegan embættiseið sinn, eftir opinberu athöfnina, við Bíblíuna eins og venja hefur verið þar í landi, hvað svo sem mönnum kann að finnast um það." (Feitletrun mín)

 

Þetta er auðvitað kjaftæði. Finnst mönnum það virkilega óeðlilegt að Obama skipi ráðgjafa um málefni múslima? Miðað við ástand samskipta Bandaríkjanna við múslimaríkin Írak og Afghanistan er varla vanþörf á. 

Obama neitaði síðan ekki að sverja embættiseið við Biblíuna, en rétt er að í seinna skiptið sem hann fór með eiðinn var engin Biblía við höndina og því var henni sleppt. Daginn áður sór hann hins vegar við Biblíu, en menn muna kannske eftir því að orðin rugluðust eitthvað við innsetninguna sjálfa og því sór Obama eiðinn aftur daginn eftir. Það var hins vegar formsatriði - hann var búinn að sverja við Biblið.

 

Einhver sem kallar sig "Mohammed" vísar á áróðursmyndbandið Muslim demographics, sem ég hef áður minnst á.

 

Alexander nokkur Kristófer - innvígður meðlimur Skúla-æskunnar- skellir svo fram þessum gullmola:

"Múslimar hafa of mikill mannréttindi í Evrópu"

 

 

Ég spurði hvað hann teldi "of mikil mannréttindi" og fékk á móti langdregið "svar" frá einhverri Jóhönnu Þórkötlu þar sem hún einblínir á mannréttindabrot múslima, að því er virðist til að gefa í skyn að ég sé eindreginn stuðningsmaður barnaníðs og misþyrminga. Jóhanna þessi virðist ekki skilja hugtakið mannréttindi. Þau enda nefnilega þar sem þau fara að ganga á rétt annarra. "Réttur" til að nauðga og misþyrma öðrum er ekki mannréttindi. 

Ég gerði ekki ráð fyrir því að Jóhanna vildi svör, en hún leiðrétti þann misskilning í næsta innleggi sínu:

"Ég hélt að mínar spurningar væru laufléttar þegar ég bað þig svara.  En þær virðast vefjast eitthvað um fyrir þér því engin fékk ég svörin.  En það sýnir hvað í rauninni þú átt erfitt.  En ég get svarað þínum spurningum strax.  Fólk sem aðhyllist þessi trúarbrögð eiga að halda sig heima þar sem það getur gólað 5sinnum á dag og látið okkar menningu í friði, hvort sem hún er betri eða verri.  Ég er afdráttalaust á móti múslimum og öllum þeirra kenningum og vona svo sannarlega að þjóðaratkvæðakosning verði um hvort þessir pedofilar eigi að koma til Íslands.(Mohammed giftist  9ára telpu. Er það ekki pedofili?) "

 

Þarna erum við komin að kjarna málsins: Jóhanna er á móti múslimum. Það er svosem fínt að fólk sé ekki að fela sorglega fordóma sína. Ég er hins vegar ansi hrædd um að ég fengi ekki góðar móttökur á blogginu ef ég segðist vera á móti kristnu fólki. Ég kann hins vegar að greina á milli persónu fólks annars vegar og heimskulegra skoðana þess hins vegar; Íslam er heimskulegt, fólkið sem aðhyllist það er flest ágætt, rétt eins og flestir sem aðhyllast heimskulegu skoðunina kristni eru fínasta fólk. 

 

 

Því miður þarf ég að púlla Jón Val á þetta - ég er nefnilega upptekin í kvöld og hef því ekki tíma til að fylgjast með þessu. Mig langar hins vegar að spyrja lesendur (ef einhverjir eru) hvort þeir geti nefnt dæmi um "of mikil mannréttindi"? Hvað felst í því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég HORFÐI á Obama "sverja eið" þegar hann var settur sem forseti! Og það í BEINNI! Ég á Kóraninn - og hann er þykkari en Biblían! Skjóti sig sumir í rassgatið!

Þessi "Jóhanna" er eflaust samþykkt "fyrirbyggjandi" aðgerðum lögreglu - eins og Björn Bjarnason 2004, þegar hann vildi hlera hvaða síma sem er, án dómsúrskurðar - en sem betur fer tókst okkur "íslamistunum" að koma í veg fyrir það!

Fari fólk og troði sér ofan í jörðina - því þeir sem vilja skerða MITT frelsi, hafa EKKERT með sitt eigið frelsi að gera! FARIÐ ÞEIR OG VERI!

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 20:25

2 identicon

Mikinn og ötulan stuðningmann á múhameð barnaníðingur í þér Tinna mín.

Þú ætlar greinilega ekki að fara að hlusta á Wig Wam eins og ég ráðlagði þér.

Heldur viltu leggja traust þitt á íslam.

marco (að handan) (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 20:27

3 identicon

Sæll Skorrdal minn!

Gott er til þess að vita að þú eigir kóraninn.  Gott væri nú samt fyrir þig að vita að kóraninn er margfalt styttri bók en biblían þó oft sé hann gefinn út í þykku bandi. 

Kannski á Skálarskáldið hinn eina sanna kóran sem alltaf er þykkari en biblían.

Hér er ljóð eftir marco, son minn sáluga.

Skálina þrífur með skáldskap í huga

hvar skeit ég í gær og lét duga.

faðir marcos (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 20:33

4 identicon

Æj, þegiðu!

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 20:48

5 identicon

Alveg er það merkilegt með þig Skorrdal minn að þú getur aldrei komið neinu frá þér nema skætingi.

Þú svarar aldrei neinu nema með dónaskap, heift og vanstillingu.

Hefur þetta eitthvað að gera með TCH og miðtaugakerfið?

faðir marcos (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 20:51

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ekki láta mig úthýsa þér, Marco. Hagaðu þér eins og siðmenntaður maður.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.3.2010 kl. 20:56

7 identicon

Áttu við mig Tinna mín?

Ekki veit ég hvar ég nálgast jaðarinn hvað siðmenntun varðar, enda kannski ekki nógu vel að mér í fínni blæbrigðum íslamskra siða og venja.

Ef þig langar til að úthýsa mér Tinna mín þá skaltu bara gera það.

faðir marcos (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 21:11

8 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Bæbæ, Marco. Mikið djöfulli var ég orðin pirruð á þér.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.3.2010 kl. 21:17

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mannréttindayfirýsing rokkarans: Give the people what they want:

( restin er að sjálfsögðu óútfylltur tékki)

Gísli Ingvarsson, 12.3.2010 kl. 21:28

10 identicon

Djísús Kraest!  Vá....fullyrdingarnar hér eru svo stórundarlegar og kjánalegar ad thad er thraelfyndid ad lesa thaer.  Veruleikatúlkun sumra er eitthvad bogid vid:

"Sumir vilja meina að Obama sé sjálfur múslimi í laumi og vinni að uppgangi íslams, hann t.d. neitaði að sverja persónulegan embættiseið sinn, eftir opinberu athöfnina, við Bíblíuna eins og venja hefur verið þar í landi, hvað svo sem mönnum kann að finnast um það"

Hahahaha (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 21:48

11 identicon

Why is the left so afraid of little Sarah [Palin]? [Eða hræddir við Múslima]



JJ

They afraid of their own shadows. For instance, most are afraid of nuclear
energy even though there has not been one person killed by it in this
hemisphere, ever. You are more likely to get hit by a meteor.



They are afraid of freedom. They think you and I [eða múslimar] can't handle it.



They were afraid that the Cassini spacecraft would crash into them after it
orbited around the sun, even though the chance was one in trillions that they
could be hurt.



They are afraid of global warming even though warming is much better for us than
cooling.



For some reason though they are not afraid of tyrants who do want to kill us.[Eins og Saddam Hussain og ein af aðal ástæðunum fyrir stríðinu í Írak]
Very strange people these Lefties.


----

Tinna spyr: Mig langar hins vegar að spyrja lesendur (ef einhverjir eru) hvort þeir geti nefnt dæmi um "of mikil mannréttindi"? Hvað felst í því?

Þetta er efni í heila bók í sjálfu sér ef gera á efninu einhver almennileg skil. Ástæðan fyrir þessum Múslima vandræðum í Svíþjóð eru út af því að þeim eru gefin of mikil "mannréttindi" meðan hin raunverulegu mannréttindi eru tekin frá þeim og út á þetta fá stórnmálamenn og konur atkvæði. Þetta er eins með heilbrigðis kerfið, á að borga allan kostnað eða er þetta bara the survival of the fittest þar sem falskar tennur og gull í tönnum er rifið úr fólki ala Þýskaland nasimsmanns? Sig heil!!! Bæði þessi viðhorf eru öfgastefnur og eiga einn sameiginlega punkt og sá punktur er einmitt the survial of the fittest. Ef að við borgum allan kostnað þá erum við að segja að fólk geti ekki (unfit) og þurfi ekki að taka ábyrgð á sjálfu sér of slíkt leiðir til gettóa og öllu sem því fylgir. Þanning að það er ekki lausin. Hins vegar ef ekkert er gert þá geta börn sem veikjast að krabbameini bara drepist.

Þanning að fyrst verður að svara spuriningunni hvað eru mannréttindi og þegar er búið að því verður að svara annari spurningu og hún er hvort að svarið við mannréttindaspurininguni sé alltaf svart og hvítt og þar ber að hafa til hliðsjónar punktinn hvort að sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

changes (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 02:20

12 identicon

Tinna segir: "Ég er hins vegar ansi hrædd um að ég fengi ekki góðar móttökur á blogginu ef ég segðist vera á móti kristnu fólki. Ég kann hins vegar að greina á milli persónu fólks annars vegar og heimskulegra skoðana þess hins vegar; Íslam er heimskulegt, fólkið sem aðhyllist það er flest ágætt, rétt eins og flestir sem aðhyllast heimskulegu skoðunina kristni eru fínasta fólk."

Kristni í sinni réttu mynd er ekki heimskuleg nema að fólk vilji að vera drepast úr skömm og sektarkennd og gefa sitt líf öðrum og hafa enga stjórn á sínu lífi þanning að þessir kristnu söfnuðir sem segja að þú skulir taka á móti Jésu inní hjarta þitt og allt það eru að rugla og að ef að þú brýtur í bága við þá túlkun sem þeir leggja í hans orð þá ertu að brjóta á móti Guði sjálfum og syndari eru gersamlega úti að aka. Setja sjálfa sig á Guðastall sem prestar, by proxy of course, sem fólk á bara að hlýða. Rugl. Þetta stendur hvergi í Biblíunni. God, law, sex and sin og það RANGT túlkað af þessum öllum þessum söfnuðun. Bon appetite.

Það er einn mælikvarði sem er sameinglegur öllum trúarbröðum og hann er sá að eins og þú dæmir verður þú dæmdur enn það dæmi gengur ekki upp nema að maður taki endurholdgun inní myndinna, það gefur auga leið. Skýrir líka mismunandi þroska manna hér. Það voru þúsund þyrnar á þyrnikórónu Palla (Jesú) þegar hann var krossfestur, kannski einn fyrir hverja jarðvist sem það tekur að yfirvinna seinasta óvininn, dauðan. Hann hefði alveg eins getað heitið Palli eða eitthvað annað. Það er með ólíkindum hverning hans nafni er nauðgað ala Omega. Jukk. Ég heyrði því nú fleygt hér um daginn að ef að hann myndi koma aftur á næstunnu þá mynda hann flýja eins og fætur toga frá þessum söfnuð því að þeir eru svo leiðinlegir og jafnvel gera eitt sem honum myndi sennilega þykja mjög ógeðfelt og það er það að fara í stríð á móti söfnuðunum sjálfum eða sínu "eignin" fólki. Fólkinu sem er að búast við því að þegar hann kemur aftur þá myndi hann senda alla aðra til hevítis að eilífu, villimannsleg trú og það er heimskulegt að trúa.

Þanning að hvað er það að vera kristinn? Að vera hjálpsamur. Ekki sama hvernig það er gert þó.

changes (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 04:44

13 identicon

Skordal: "Björn Bjarnason 2004, þegar hann vildi hlera hvaða síma sem er, án dómsúrskurðar - en sem betur fer tókst okkur "íslamistunum" að koma í veg fyrir það!"

Það að hlera síma og að halda fólki án dóms og laga er eitthvað sem á ekki að gera nema að brýnir þjóðarhagsmunir liggi þar að baki og janfvel þá ber að gera það þanning að sem minnstur skaði hljótist þar af. Ég tel að Björn hafi haft rangt fyrir sér í þessu máli því ekki er Ísland Bandaríkinn og ekki er Ísland neinn sérstakur viðkomustaður grunaðra hryðjuverkamanna og það er staðreynd.

Þess ber þó að geta að Abraham Lincoln gerði það sama og Bush á tímum þrælastríðsins, að halda fólki án dóms og laga en þegar stríðið var búið þá lagði hann niður þá stefnu. Það eru undantekinigar á þessu þegar svo ber við en AL hefði getað hrifsað til sín öll völd og gert Bandaríkin að einræðisríki en sem betur fer gerði hann það ekki.

Fólk hefur verið að kvarta yfir símaherunarlögunum úti en það hefur bara engin áhuga á því að hlera síman þinn. Þó voru ein mistök gerð og þau voru að hafa þau framlengjanleg og það janfvel af öðrum forseta og þá á öðrum forsendum. Líknuar eru meiri að þú verðir stopaður af lögguni fyirir eitthvað sem er ekki þín sök heldur en að vera hleraður nokkurn tíma.

Ekki þar með sagt að maður sé hrifin að þessu en stundum...

Nearly all men can stand adversity, but if you want to test a man's character, give him power. Abraham Lincoln 16th president of US (1809 - 1865)

changes (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 14:18

14 identicon

Hvering væri bara að hafa stjórnarskránna sjálfa í heiðri og minna þetta lið eins og Jóhönnu á að það er að hvetja til stjórnarskrárbrota. Þessu náði ég af Skorrdalssetri:

Stjórnarskrá Íslands:

Lög nr. 33/1944 – 65.gr:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

 

changes (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 16:53

15 identicon

“If you reject the food, ignore the customs, fear the religion and avoid the people, you might better stay home” -- James A. Michener

changes (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 03:56

16 identicon

hahaha ertu að djóka í mér, tekur þú bara comment af sem tala á móti því sem þú ert að segja?

Gunnar Ingi Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 18:09

17 identicon

Mikið skelfing ertu óheppinn með commentara Tinna mín.

Einar Þór (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 12:04

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég slökkti tímabundið á marco, Gunnar, þar sem hann hafði ekkert til málanna að leggja. Sem stendur er þó opið fyrir öll komment. Sértu sammála mér í því að það sé óheiðarlegt að ritskoða komment, skaltu líta við hjá Jóni Val eða Snorra í Betel og skamma þá.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.4.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband