22.3.2010 | 13:40
Hræsni?
Bæði þykjast þau Gunnar og Jónína fylgja Jesú. Gunnar fór mikinn í umræðum um nýja Biblíuþýðingu og sagði m.a. þetta:
"Hafa þessir menn vogarskálar sem vega hvað er synd og hvað er ekki synd í ljósi breytts tíðaranda? Er Biblían ekki heilög Ritning?" -Gunnar Þorsteinsson
Og í trúarjátningu Krossmanna má finna þetta:
"Við trúum því að Biblían sé innblásið orð Guðs og því óskeikult. (II. Tím 3:16).
Biblían er hið æðsta vald sem Guð hefur gefið manninum. Öll kenning, trú, von og leiðbeining verður að byggjast á og vera í samræmi við hana. Biblían á að lesast og rannsakast af öllum mönnum alls staðar og getur aðeins verið skilin til fulls af þeim sem smurðir eru Heilögum Anda. I Jóh. 2:27, II Pét. 1:20-21." -Gunnar Þorsteinsson
Það er gaman að sjá að Gunnari hefur snúist hugur. Hann getur varla enn verið á þeirri skoðun að Biblían sé heilög ritning og skilgreiningar hennar á syndum óbreytanlegar, því nú drýgir hann hór eins og ekkert sé.
"Þá var og sagt: ,Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.' En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór." - Jesús Jósepsson (Matt. 5:31-32)
Það skyldi þó aldrei vera að Gunnar og Jónína séu búin að ákveða að þetta sé ekki synd...í ljósi breytts tíðaranda?
Ég óska þeim allrar hamingju í nýja hjónabandinu og vona að þau verði svo svakalega upptekin við að njóta þess að þau gleymi barasta öllu um detox og afhommanir og kraftaverk og kjaftæði um trúleysingja!
Jónína og Gunnar í hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Spaugilegt, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 3310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Saurdrottning og sorakóngur íslands saman í sorann.
Ætli Saurkóngurinn fari ekki að selja "Holy shit" á næstunni, kæmi ekki á óvart. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 13:56
Amen!
Stefán (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:38
Ég gef thessu hjónabandi MAX 3 ár. Thid sáud thad hér fyrst!! MAX 3 ár!
Jóhannes í Félagsbakaríinu (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:55
Ég held að þetta sé business. Nú getur Jónína fengið ódýrt vigt vatn í garðslöngumeðferðina sína.
Odie, 22.3.2010 kl. 15:58
Og þú dirfist að úthýsa föður mínum sem ekki er þekktur af öðru en háttvísi.
Þvílíkur drullupeli!!
Úthella ræpuþefjandi innræti sínu yfir brúðhjón á hveitibrauðsdögum.
marco (að handan) (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 15:59
Svona, svona sonur minn!
Hún Tinna snöggreiddist mér. Það er ekkert við því að segja.
Það sem hún segir er nú meira barnalegt en ógeðslegt. Gættu þess sonur að rugla ekki saman málshefjanda og ljótum upphrópunum óvandaðs fólks þegar hann hefur lokið sínu máli.
Yndislegt að sjá til þín sonur minn! Líður þér ekki vel á þínu plani?
faðir marcos (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 16:12
Þau eiga amk. sameiginlegt áhugamál; hverju annað fólk er að stinga upp í óæðri endan á sér.
Arnar, 22.3.2010 kl. 16:21
Afhverju er hann hræsnari? Á hann að vera eitthvað heilagri en þú og ég? Sá yðar sem syndlaus er kastið fyrsta steininum.
Kristinn Þorri Þrastarson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 17:18
Félagi ef þú ætlar að nota biblíuna til þess að styðja mál þitt verðuru að lesa það sem þú skrifar í samhengi við alla biblíuna.
T.d. Afhverju velur maður að vera Kristinn? flestir gera það því þeir vita að þeir eru ekki fullkomnir, og þurfa hjálp, eitthvað sem er meira og kröftugara en þeir sjálfir, og afhverju heldur þú að Gunnar sé eitthvað öðruvísi? á hann að vera fullkominn útaf því að hann boðar það sem hann trúir á sem er meðal annars þetta:
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð - Rómverjabréfið 3:23
Hann er að boða þessa trú og lifir í þessari trú útaf því að hann fattar að hann er ekki fullkominn og það er Guð sem gerir hann að betri manni, og við erum kristin útaf því að við vitum að við þurfum á fyrirgefningu að halda, nú skaltu aðeins fara að pæla í umræðuefninu sem þú ætlar að skrifa um.
Gunnar Ingi Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 17:36
Vá Gunnar... hefur þú aldrei heyrt í bókstafstrúarmanninum Gunnari Á krossinum :)
En hey, þér er fyrirgefið; Nú getur þú hætt að tilbiðja þykjustupabba í the twilight zone.... Þurfum á fyrirgefningu að halda; hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 17:53
DoctorE bókstafstrúarmaður, hefur þú lesið biblíuna? þú getur ekki verið kristinn nema að vera bókstafstrúarmaður.
Og kanski að þú hlustir annaðslagið á hvað hann predikar um? í staðinn fyrir að hlusta á hvað aðrir halda að hann prediki um á Sunnudögum, eða lesa um trúnna hans í gegnum DV?
Gunnar Ingi Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 18:13
Þetta setur trú þína í svoldið samhengi Gunnar.
http://www.youtube.com/watch?v=vKgDDglSq2s&feature=channel
Reputo, 22.3.2010 kl. 19:05
Sæll
hvað eruði gömul ?
Af hverju getið þið ekki bara samglaðst fólkinu ?
Irma (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 19:16
Hórdómurinn blessaður?
Auðun Gíslason, 22.3.2010 kl. 19:25
Ég hef oft heyrt í honum Gunnari... miður geðslegt á að hlusta.
"Sniðugt" hvernig hann smýgur eins og snákur með þetta að skilja við kerlingu og taka sér aðra.. :)
Af hverju ætti ég að gleðjast með Gunnari og Jónínu... ég ætla bara rétt að vona að þroski þeirra nái þeim hæðum að þau hætti að selja fólki þetta húmbúk.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 19:27
Kristinn Þorri: Finnst þér engin hræsni fólgin í því að þykjast vita hvað Guð vill, kalla Biblíuna orð hans, en snúa sér svo við og ganga þvert gegn boðum hennar? Mig langar mikið að vita hvernig hann réttlætir þetta fyrir sjálfum sér.
Gunnar: Til hvers beinirðu orðum þínum? Mín? DoctorE? Ef Gunnar (pabbi þinn?) truir því að það sem stendur í Matt. 5:31-32 sé orð Guðs, hvers vegna fer hann þá ekki eftir því? Eða er ykkar guðfræði á þann veg að menn megi syndga eins og þeir vilja - þrátt fyrir að "vita betur"? Eru allar syndir í lagi af því að "Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð" eða bara þær syndir sem Gunnar hefur ákveðið að séu aukaatriði? Eru þær velkomnar í kaffi?
Irma: Hvað ert þú gömul/gamall/gamalt? Hvers vegna getur Gunnar ekki bara samglaðst þeim sem ákveða að ganga í hjónaband með einstaklingi af sama kyni?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.3.2010 kl. 19:58
Tinna mín.
Hvar hefur Gunnar lagt bann við hjónaskilnuðum?
Þó að þú lesir biblíuna eins og fjandinn sjálfur þá geturðu ekki gefið þér að allir lesi hana með þeim hætti.
Hvaðan hefur þú vald til að markar Gunnari Þorsteinssyni svið í biblíuskilningi?
Og faðir minn. Þetta plan er mun betra en það sem þið hinir bloggsauðirnir verðið að hírast á.
Vonandi auðnast ykkur öllum að höndla sannleikann eins og ég hef gert.
marco (að handan) (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:33
Hehehehe.......Gunnar og Jónína....svo þessvegna skildi Gunnar...hórkarlinn...
Haraldur Davíðsson, 22.3.2010 kl. 21:37
Haraldur. Þessi innsýn sem þú gefur inn í sál þína minnir á kamarholurnar á undirskíthúsuðum útihátíðum fortíðarinnar.
Enn tekst marco, syni mínum sáluga að benda á veilurnuar í málflutningi fólks. Hann lætur ekki að sér hæða pilturinn sá, á hvaða plani sem hann er.
Hafðu það sem best marco, sonur minn sálugi.
faðir marcos (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 22:35
Jákvæður punktur er að holræsahanna er kominn úr barneign.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2010 kl. 22:56
Hvað er að ??? Má fólk fá að gifta sig án þess að vera með skítkast út í það. Mikið rosalega er fólk illkvittið. Mér finnst þetta bara vera þeirra mál.
Og hver hefur efni á því að dæma aðra,ég bara spyr???
Eygló Sara , 22.3.2010 kl. 23:11
Eygló: Ef Gunnar hefði latið það vera að dæma aðra, þætti fáum þetta merkilegur viðburður. Þar sem Gunnar hefur verið mikið í sviðsljósinu fyrir að fordæma aðra (sama hversu mikið hann kann að röfla um að "elska syndarann en hata syndina"), er hann fair game þegar hann sýnir slíka hræsni.
Hversu oft skammaðirðu Gunnar fyrir að vera með "skítkast" út í samkynhneigða? Hversu oft bentirðu honum á að hann hefði ekki efni á að dæma aðra?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.3.2010 kl. 23:16
Mér er alveg sama ,þetta eru rosa stór orð sem sögð eru hér,og hver er þá að dæma ,eruð þið eitthvað betri? Svo annað um síðustu helgi voru samkynhneigðir í messu hjá honum....
Mér finnst bara að þau eigi að fá að vera í friði. Það er aldrei gott að tala svona illa um fólk. Það kallar bara þetta neikvæða fram, en að gleðjast með flóki ,kallar fram jákvæðna tíðni.
Þess vegna skora ég á fólk að hugsa sinn gang, og hætta þessu skítkasti......
Eygló Sara , 22.3.2010 kl. 23:42
,Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.' En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."
Jæja, það er nú það. Fyrst, hvað er það að drýgja hór? Fólk getur verið gift og drýgt hór og nei ég er ekki að tala um þetta sívinsæla þegar gifst er til fjár. Maður/kona getur drýgt hór þegar þau eiga ekki saman eða hafa ekki gefið hjarta sitt hvort öðru og slíkt leiðir til sundurlyndis og þá er eins gott að gefa hvort öðru skilnaðarbréfið. Ef maður gengur að eiga fráskilda konu en hennar hjarta er ennþá hjá fyrri manni sínum þá ertu komin út í hórdóm.
En Gunnar er hræsnari samkvæmt hans eigin stöðlum það liggur alveg ljóst fyrir.
Ætla að skila flugmiðanum.
En þetta með samkynheigð, who cares reallly. Ef samkynhneight fólk vill gifta sig fínt mál. Fólk eins og Gunnar & Co hengir sig allt of mikið á lagabókstafinn. Sá sem hangir á tré er bölvaður og hver hékk á tré? Jesús og hann dó á krossinum og laun syndarinnar er dauði og þetta leiðir að þeirri óhjákvæmulegu niðurstöðu og Jésu sjálfur var syndari. Aftur er allt sem kemur frá þessum söfnuðum alger hundalógík.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 00:36
"Það kallar bara þetta neikvæða fram, en að gleðjast með flóki ,kallar fram jákvæðna tíðni."
Ekki getur Gunnar samglaðst með því samkynheigða fólki sem finnur ástina en kýs að fordæma það til helvítis en þegar hann finnur ástina sína þá er það allt í lagi og hann barasta hafin yfir alla gagnrýni. Þetta hefur gert samkynheigðum mjög erfitt fyrir sem er kannski ætlunin hjá honum. Hann sér bara það neikvæða. Ég er ekki samkynheigður og hef ekkert á móti samkynheigðum. En svona hræsni, grrrr!!!! Ég held að hann ætti að fara aðeins að hugsa um sitt eigið skítkast, hann er ekki "Guð" og ekki eigum við að aðlagast hans veruleika og lögleysu sem hræsni er þegar grant er skoðað. En það stendur að vísu í GAMLA testamentinu að samkynhneigð sé viðurstyggð. En ég hef 2000 ára gamlar fréttir, það er búið að afnema lögmálið. En afhverju var það sett í upphafi? Það veit ég en sumir virðast nota það til þess að fá útrás fyrir sína eigin fordóma og lögleysu.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 02:56
"Við trúum því að Biblían sé innblásið orð Guðs og því óskeikult. (II. Tím 3:16)."
2 + 2 = 4 og sú niðurstaða er óskeikul. Nothing more, nothing less. Það þýðir ekkert endilega það að Guð sé óskeikull nema að því leyti að hann kemst alltaf á leiðarenda.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 03:04
Hann ætlar kannski að "hjálpa" því að "afhomma" liðið en það er bara þanning í dag að fólk verður að finna sinn eiginn veg án þess að það sé verið að TROÐA, og þar með nauðga hinum frjálsa vilja í persónulegum efnum, einhverjum afhommingum upp á fólk með þeim formerkjum að taka sér "Guðavald" í hönd og segja að þetta sé viðurstyggð í augum "Guðs" þegar þetta lið veit ekkert hvað það er að tala um. Svona lágmarks kröfur.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 03:37
Annars finnst mér það helvíti fyndið að maður sem er á móti samkynheigðum sé nú komin í samband við "ristilskoðara". LOL! Jæja, það verður að hafa það.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 04:13
Guð er ekki dýrið, 666 og við erum sköpuð í mynd Guðs en ekki dýrsins og ég held að hann Gunnar ætti nú að hafa það hugfast að þú skalt ekki leggja nafn drottins Guð þíns við hégóma dansandi í kringum Gullkálfin eins og tíðkaðist á tímum Móses. Þá gaf Guð, í gegnum Móse fólkinu lögmál sem hentaði því en Móse sjálfum fannst lömálið viðbjóðslegt (lunar law oppsed to a sun law) en meira var fólk ekki tilbúið til þess að samþykkja á þeim tíma. Plús nokkrir aðrir þættir en samkvæmt þessu þá eru fólk eins og Gunnar heiðingjar dansandi í kringum hinn ímyndaða gullkálfin "syndlausa" Jésu. Hann var stórkostlegur kennari sem yfirvann dauðan og hans synd var fyrir tugþúsundum ára síðan, syndin sem hann var krossfestur fyrir. Karma. Af ávöxtum skulið þér þekkja þá, Gunnar hefur ekki gert neitt gott fyrir samkynheigða og þegar hann endurfæðist aftur sem kvennmaður og þá sem lesbía því að það tekur tíma að venjast (ein ástæða af tveim eða þrem fyrir samkynheigð) nýju hlutverki, þá verður hann að takast á við það sem hann hefur sáð hér. Þið getið abyggilega ýmindað ykkur hverning það verður, eða ekki. Hræsinn er að svo fólk segist elska Guð en það hatar gjöfina hans, frjálsan vilja og þeir halda að þeir séu guð sem geta ákveðið allt fyrir alla svo heimurinn verði einsleitur og í þeirra mynd. En það stendur nú einhversstaðar að við séum like a beast to that which we love the most. En svona eins og þetta hjá Gunnari og þessum söfnuðum á heima á miðöldum eða lengra aftur í tímanum...úff.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 08:36
Jájá, nú eru þau gift og vonandi hamingjusöm, fínt hjá þeim að fylgja hjartanu!
En það dregur ekki úr þeirri staðreynd að bæði hafa komið fram opinberlega og dæmt fólk harðlega fyrir að gera nákvæmlega hið sama. Bæði hafa dylgjað um siðferði annars fólks, og Gunnar hefur verið duglegur að vitna í Biblíuna sér til stuðnings. Síðan snýr hann sér í hálfhring og brýtur þvert gegn ritningunni, og vill að við óskum honum til hamingju? Ef þetta þýðir að hann sé á leið með að sleppa hendinni af Biblíunni, þá skal ég alveg hrósa honum fyrir það. En ef ég heyri svo mikið sem tíst í viðbót frá honum um að samkynhneigð sé synd "af því það stendur í Biblíunni, heilagri ritningu", þá er ég hrædd um að hræsnimælirinn minn myndi ekki þola það.
Rebekka, 23.3.2010 kl. 08:41
Hvað voru samkynhneigðir að gera í messu hjá Gunnari... Það er eins og gyðingur í nasistaflokknum... svertingi í klu klux klan.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 08:50
Eða þú skalt ekki hafa aðra Guði heldur en mig, mér finnst þetta vera náskylt samt því hvað annað en hégómi er það að líta á sig sem Guðs útvaldur í himnaríki þar og bla bla bla bla.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 10:01
DoctorE, kannski útskýrir þetta eitthvað fyrir þér:
Prospective slaveholders will sometimes use intimidating innuendo, as opposed to overt threats of violence, which the prospective slave unwillingly accepts, thereby disguising even from the enslaver, the coercive nature of the sexual activity. Slaves are often identified by holding the pocket of another prisoner. Slaves might not even see themselves as being coerced, if the enslavement is negotiated as repayment for a debt. Also, some consider themselves transformed into a homosexual.[2] The report tells the story of an inmate coerced in this way.[3] It is argued that in prison, consent is inherently illusory.
http://en.wikipedia.org/wiki/Prison_sexuality
Búið að hræða út úr þeim líftórunna eða búið að selja þeim að þetta sé áþján eða að þeir skuldi fjölskyldum sínum þetta eða eitthvað í þá veruna.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 10:20
Ég var nú eiginlega svolítið sammála þér Tinna, þangað til ég skoðaði málið.
Ef þú skoðar versið sem þú bentir á:
Orðið sem er þarna þýtt sem "hún" er gríska orðið "autos" sem er hægt að þýða sem "himself" eða "hann sjálfan" samkvæmt orðabók.
Ef þú skoðar fjallræðuna (sem 5. kafli í Matteusi fjallar um) í öðrum Guðspjöllum þá sérðu að þar er greinilega verið að segja að ef karl skilur við konu sína þá drýgir hann hór og öfugt. Það stemmir líka við 1. korintubréf 7. kafla.
Enda er það nokkuð eðlilegt að þegar kona skilur við eiginmann sinn í hans óþökk þá á hann ekki að gjalda fyrir það með einlífi það sem eftir er.
Ég veit svosem ekki af hverju þetta er þýtt svona í Matteusi. Hugsanlega þar sem það voru karlar sem þýddu þettu og fannst þægilegra að konan drýgði hór ef þeir skildu við hana.
En það er greinilegt í Biblíunni að það skiptir máli hver vill fá skilnað.
hmm (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 10:22
Þannig það er allt í lagi að skilja í augum Guðs en tveir karlar eða tvær konum mega ekki giftast og eiga möguleikan eins og við að geta skilið einn daginn? :D
Jæja Gunnar, sé þig í helvíti. Endilega mættu með kaldan drykk.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 10:40
Marco.....ertu virkilega sonur hórkarlsins? Eða ertu bara dæmigerður tröllaheigull?
Ekki það að það skipti öllu máli, því þú ert greinilega ekki heill á sinni, en þú ættir nú að skríða aftur undir steininn fyrst þú skammast þín svo mikið fyrir nafn þitt að þú þorir ekki að nota það...hehehe...eymingja ræfils-tuskan...
Haraldur Davíðsson, 23.3.2010 kl. 11:38
..og gaman að sjá hvar þú ólst manninn (mannann)? á útihátíðum fortíðarinnar....hahahahaha...þvílíkur trúður...
Haraldur Davíðsson, 23.3.2010 kl. 11:40
Það er náttlega bara fyndir að Gunnar fellur fyrir fyrstu(Líklega) dömunni sem plöggar á honum afturendann... nú getur hann fengið rassplögg á fjölskylduafslátt og alles... og sleppur við að játa að hann sé faktískt hommi; Já ég segi það og get bent á ótal dæmi um menn sem gera alveg eins og Gunnar, hatast út í samkynhneigða á fullu með biblíu á lofti.. en þeir vita ekkert betra en að fá eitthvað í rassinn.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 12:07
Halli:
Ég held að Marco sé ekki sonur Gunnars. Hinsvegar veit ég að Gunnar á son sem heitir Gunnar Ingi. Það er að vísu fyrðulega algengt nafn svo ég er ekki viss um að sá Gunnar Ingi Gunnarsson sem tjáir sig hér að ofan sé endilega sonur Gunnars Þ.
Rebekka:
Sammála.
Eygló:
"Erum við eitthvað betri"? Höfum "við" sagt fólki að það eigi að fara eftir Biblíunni og síðan snúið okkur við og brotið gegn henni? Höfum við fordæmt samkynhneigða (sem Jesú minnist hvergi á, nb) með þeim rökum að Biblían (og þar með Guð) geri það, en síðan sjálf gengið þvert gegn orðum sama rits (orðum sem ættu jú að hafa meira vægi í huga hins trúaða þar sem þau eiga að hafa komið frá Jesú sjálfum)?
Ég held að þú hljótir að vera að nota orðið 'tíðni' í einhverri nýstárlegri merkingu, en ég skil hvað þú átt við. Ég tel hins vegar að það geti haft jákvæð áhrif að benda Gunnari og fylgismönnum hans á þessa tvöfeldni. Ég þarf kannske að taka það fram að ég sé persónulega ekkert rangt við að giftast fráskildum konum - en Gunnar ætti að gera það, sé hann samkvæmum sjálfum sér. Velji hann hins vegar að túlka Matt. 5:31-32 í burtu til að þjóna eigin hagsmunum er hann búinn að koma upp um sig sem hræsnara. Þetta er ekkert flóknara en það."hmm": Breytir það þessum hluta: "Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."?
Það væri annars gaman að vita hvað öðrum Krossmönnum en Eygló finnst um þetta. Eru sauðir Gunnars alveg sáttir við að hann skuli vísvitandi "drýgja hór"?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2010 kl. 13:58
Tinna það fer enginn eftir biblíuna. Ég var lokaður af Mofa fyrir að segja það við hann. Ekki sér maður kristna menn myrða fólk sem vinur á sunnudegi. Eða foreldra drepa barn sitt fyrir að blóta.
Jóhanna og Gunnar passa saman bæði trúuð og seljandi fáfræðu fólk vitlausu.
Gunnar Ingi er son hans Gunnar á Krossinum enda mjög líkir.
Arnar M (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:00
Þessi pistill Tinnu,heitir HRÆSNI og ber hann nafn með réttu.Gunnari og Jónínu óska ég hin alls besta,og ölluð öðrum er rita hér á HRÆSNIS-pistil hennar Tinnu.Megi lukka og gleði ætíð fylgja ykkur öllum.
Númi (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:31
Nei nei Númi trúarfórnarlamb er að verja þá sem sviku hann...
Mér finnst að Númi eigi að fá að fara og troða stólpípunni upp í guðinn sinn, hann Gunnar á krossinum... svo getur Jónína sogið 20 ára gamlan kúk úr rassinum á Núma.
Hjátrú giftist svikamyllu... gerist varla betra
DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:43
Eygló: Og hver hefur efni á því að dæma aðra,ég bara spyr???
Það er viðmið hér í gangi og það er ákveðin meginregla og hún snýst um það hver átti upptökin að því að reyna skerða frelsi einstaklingsins með fordæmingum og hótunum og fylgir síðan einu sinni ekki því sem hann trúir á sjálfur. Hver byrjaði? Þeir sem taka ekki upp málstað freslsisns þegar á frelsið er ráðist komast brátt að því að ekkert frelsi er eftir nema það sem stóri pabbi er að básúna þegar hann veit ekkert í sinn haus og kemur út eins og marsaga fylliraftur og dóni þegar hann er að boða sitt helvíti. Helvíti er þegar allt frelsi er horfið, fyrir það fyrsta þá eru það leiðindi dauðans því að það drepur það sem lífið byggist á og það er hlutur sem heitir áhvörðun og hún viðheldur víbrasjón og skemtilegheitum. Þetta mál er dauðans alvara út frá svo mörgum hliðum séð. En annars vísa ég þessu heim til "föðurhúsana", Gunnars sjálfs.
Takk fyrir, með ósk um góða víbrasjón.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.3.2010 kl. 15:53
Númi: Hvaða hræsni er ég að sýna með þessum pistli? Geturðu útskýrt það fyrir mér?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2010 kl. 16:07
Haraldur minn.
Engan lifandi mann höfum við sonur minn kallað þvílíkum ónefnum undir dulnefni og þú gerir undir nafni. Öfgafull eintök eins og þú eruð helstu ástæður dulnefna í bloggheimum.
Ef menn bera ekki meiri virðingu fyrir sjálfum sér er ekki von á góðu.
Ert þú kannski þessi maður sem skrifað hefur undir dulnefninu Skorrdal?
faðir marcos (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 17:50
Það er eilítið merkilegt hvað margir eyða mikilli orku og tíma til að gera lítið úr þessu fólki. Þau giftu sig og það er bara hið besta mál. Þetta niðurrif og neikvæðni er frekar leiðinlegt og þreytt.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 18:09
Dæmi gerður Íslendingur sem vill ekki lesa neinna gagnrýni. Farðu þá og horfu á Pollyanna.
Arnar M (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 19:01
Óllíkt þér marco, þá hef ég ekkert að skammast mín fyrir, og sé fólk ekki til í að tjá sig undir nafni, ætti það kannski bara að halda kjafti...ég þarf ekki að fela mig fyrir þér, hvað óttast þú svona mikið?
Eru orð þín ekki völd að feluleiknum þínum? Ertu svo stoltur af skilningi þínum og tjáningu, að þú þorir ekki að gangast við nafni þínu?
Og hvað Skorrdal varðar, þá fer hann ekki dult með hver hann er......ég þarf ekki að fela mig bakvið dulnefni...marco...
Haraldur Davíðsson, 23.3.2010 kl. 21:11
Hvað er synd? Synd er að trúa ekki á þann sem Guð sendi til okkar. Við erum öll syndum vafinn og ekki einn er réttlátur né heilagur. Við þurfum ekki Guð til að refsa okkur heldur sjáum við um það sjálf. Guð kaus að fyrirgefa okkur öll afbrot fyrir uþb 2000 árum og í dag sér hann þau ekki. Að vera syndugur maður er að vera einstaklingur sem dæmir sjálfan sig og sér viðkomandi oftast líka um refsingarnar á sjálfum sér sem eru jafn misjafnar og við erum mörg. Syndugur maður lifir eftir því sem hann heldur að sé rétt. Syndugur maður reynir stöðugt að réttlæta sig frammi fyrir Guði og mönnum t.d. með því að þykjast vita betur en náunginn og hata að hafa rangt fyrir sér og dæma. Við ættum að vera að læra hvort af öðru hérna en það er ekki hægt vegna þess að það eru svo margir hérna óhæfir til frekari þroska hjá sjálfum sér.
Sannleikurinn er sá að við vitum ekki neitt. Við erum ekki nægilega fullkominn til þess að skilja né höndla sannleikann. Ég hitti Gunnar í krossinum í dag og er hann ágætis kunningi minn þrátt fyrir að ég fer sjálfur ekki í kirkju. En Gunnar var að lána mér stóla og borð fyrir veislu sem ég vinn við í kvöld. Ég óskaði honum til hamingju með gugguna og tók í höndina á honum. Hann tjáði mér að þetta væri bara náð Guðs.
Guð blessar hann með fallegri konu þegar hann er nýbúinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Guð blessar okkur þegar við upplifum að við eigum það ekki skilið. Guð elskar og blessar okkur alveg óháð því hversu vel við höldum boðorðin 10. Guð elskar og blessar okkur vegna þess að presturinn okkar er búinn að vera að standa sig mjög vel seinustu 2000 árin. Guð sendi ekki son sinn til að deyja fyrir réttláta heldur fyrir rangláta, þeir sem vita allt nú þegar þurfa ekki á Guði að halda og þar með munu aldrei finna hann.
Kærleikurinn hylur margar syndir stendur einhverstaðar og á öðrum stað stendur það er ekki ást eða kærleikur að við elskum Guð heldur að hann elski okkur. Við sem einstaklingar erum ekki hæf í að finna Guð sjálf né að réttlæta okkur með "guðlegum verkum" þessvegna verðum við að leyfa honum að koma til okkar og kynna sig fyrir okkur. Flest okkar þekkjum Guð eða Anda hans sem starfar allt í kringum okkur en við gerum okkur bara ekki grein fyrir því og köllum það eh annað eða ekkert. Við réttlætumst af trú og það er náð.
Við erum öll að strita undir sama lögmáli og það lögmál leiðir til Dauða. Kristur var undir lögmálinu þegar hann var hér á jörðinni. Hann kom til þess að fullkomna lögmálið og gerði það, þannig í dag er lögmálið ekki okkar eini kostur. Kirkjur í dag eru orðnar mjög vafasamar og prédika hiklaust lögmál og reyna þar með að fjötra frjálsar sálir með boðum og bönnum. Þegar þær ættu að vera að prédika náðar ár Drottins. Ríkisstjórnin okkar prédikar hiklaust lögmál og fremur illt frekar en gott og þau eru ekki hæf til þess að sjá sannleikann sem er allt í kringum þau vegna þess að þau eru svo uppfull af sínum eigin sannleika.. Lögmálið vekur upp óttan og þá kemur hrokinn og stoltið og þá hverfur trúin. Andstæðan við trú er lögmál, eða réttlætis verk.
hvað er málið með að pirra sig útaf nafnleynd?
ibbets, 23.3.2010 kl. 23:21
Ég hef ýmislegt að skammast mín fyrir.
Teljir þú þig hafa ekkert að skammast þín fyrir þá hefurðu lítið brallað í lífinu vinur minn. Kannski er það þitt helsta afrek að þora að blogga undir nafni og það er ekki svo lítið afrek væni minn.
Gættu bara orða þinna eftirleiðis.
Það hef ég alltaf reynt og reyndar sonur minn sálugi einnig.
faðir marcos (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 00:29
"Guð kaus að fyrirgefa okkur öll afbrot fyrir uþb 2000 árum"
Þanning að ef að Pol Pot er bara fyrirgefið sí svona fyrir það sem hann gerði og er nú vafalaust í Himnaríki og það sama gildir um alla kaþólsku perranna? Nice eða hittó. Ábyðarleysi sem felur í sér leyfi beinlínis til þess að brjóta af sér.
"Syndugur maður reynir stöðugt að réttlæta sig frammi fyrir Guði og mönnum"
Já, sjá að ofan.
"t.d. með því að þykjast vita betur en náunginn og hata að hafa rangt fyrir sér og dæma."
Eins og Gunnar.
"Við ættum að vera að læra hvort af öðru hérna en það er ekki hægt vegna þess að það eru svo margir hérna óhæfir til frekari þroska hjá sjálfum sér."
Búinn að dæma alla hér sem óþroskað hálvita sem geta ekkert lært, þvílíkur hroki hér.
"Sannleikurinn er sá að við vitum ekki neitt."
OK, 2 + 2 = 5 því að þú veist ekki hverning þú átt að leggja saman því að þú veist ekki neitt, þín orð.
Ekki er öll vitleysan eins.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.3.2010 kl. 01:01
Sælir jra. Sá sem er fyrirgefið mikið mun elska mikið. Það eru margir sem segjast vera hitt og þetta en eru eh allt annað. Af ávöxtunum þekkjum við tréð. Ef perrarnir í kaþólsku eru að perrast er mjög líklegt að þeir séu ekki búinnir að meðtaka fyrirgefningu Guðs og lifa í sinni eigin lygi og tŕúa henni sjálfir. Þú ert ekki alveg að skilja mig með fyrirgefninguna. Ég mæli með að þú talir við Gudda um fyrirgefninguna. Ef skorrdal er hérna, ætti hann að skirfa fyrir okkur um fyrirgefninguna. Ég veit að hann þekkir hana vel og kenndi mér heilan helling um hana.
Gunnar er alveg jafn skítugur og ég og þú. Sem betur fer dó Kristur fyrir synduga einstaklinga en ekki réttláta.
Ég sagði ekki allir, ég sagði að margir væru óhæfir til frekari þroska. Í dag er hjálpræðisdagurinn. Hjálpin er nær en okkur grunar og Það sem við getum ekki gert er auðvelt fyrir Guð.
Ég er bara mjög sáttur við að vita ekki neit en ég veit það þó.
það er alveg satt hjá þér, ekki er öll vitleysan eins.
peace
ibbets, 24.3.2010 kl. 01:38
"Flest okkar þekkjum Guð eða Anda hans sem starfar allt í kringum okkur"
Ekki þekkir þú hann það er eitt sem er víst því, 2 + 2 = 4.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.3.2010 kl. 01:45
Gæta orða minna eftirleiðis? Ertu þroskaheftur trölli minn...?
Undir nafni segi ég það sem mér sýnist....undir nafnleynd eiga menn að gæta orða sinna...sheeesh...uppúr hvaða biblíukortakassa hoppaðir þú eiginlega?
Ef hið minnsta er að marka þig og stærilæti þitt, þá værirðu ekki að fela þig í pilsfaldinum....tsktsktsk...ég endurtek; heigull!
Haraldur Davíðsson, 24.3.2010 kl. 01:54
Guð þekkir mig og keppist ég að því að vera gjör þekktur af Guði, hvað svo sem það merkir fyrir þig. En þér fer framm í reikningi og ég samgleðst þér með það.. ;)
Það er Guð sem opinberar sig fyrir okkur, það er ekki öfugt. Guð verður að fá að elska okkur fyrst ef við viljum elska hann.
ibbets, 24.3.2010 kl. 02:07
"Sælir jra. Sá sem er fyrirgefið mikið mun elska mikið. Það eru margir sem segjast vera hitt og þetta en eru eh allt annað. Af ávöxtunum þekkjum við tréð. Ef perrarnir í kaþólsku eru að perrast er mjög líklegt að þeir séu ekki búinnir að meðtaka fyrirgefningu Guðs og lifa í sinni eigin lygi og tŕúa henni sjálfir."
Sælir. Sælir eru fátækir því að þeim mun verða gefið mikið en fólk getur verið fátkækt í anda. Hverning getur illt tré borið góðan ávöskt? Þú veist hvað stendur í Biblíunni um hið vonda tré, það að verði skorið niður á endanum og hent í eldsdíkið. Aftur eru allaveganna þrjár túlkanir á því en það stendur ekki að því sé bara fyrirgefið þanning að þú ert að miskilja Biblíunna all svakalega hér. Já, þeim mun verða gefið mikið syndurunum en hvað? Jú, þegar þeir eru orðnir ríkir í anda og það er eitthvað sem fólk þarf að vinna sér inn þá mun þeim verða gefið tækifæri til þess að vinna sína skuld af sér og þá með raunverulegri þjónustu við aðra. Hitler þarf að bjarga nokkrum tug milljónum mannlífa í það minnsta ef að hann vill komast aftur á núllið. En venjulega þjáist maður eins og Hitler mikið áður en hann er tilbúinn í slíkt dæmi því að hann var hjartalaus maður.
"Þú ert ekki alveg að skilja mig með fyrirgefninguna."
Það er nú öfugt, fyrirgefninginn er stórkostlegt fyrirbæri. Fyrirgefning syndanna (sektarkennd, ekki afbrot og sektarkend er ekki það sama og samviska) fyrir þína eigin sáluhjálp og tengist því sem Jesú kom raunverulega til þess að kenna en enginn, jafnvel ekki Guð getur núllerað áhvarðnir sem fólk hefur stofnað til.
"Gunnar er alveg jafn skítugur og ég og þú. Sem betur fer dó Kristur fyrir synduga einstaklinga en ekki réttláta."
Jésú líka, hann var að borga sitt með þjónustu í því lífi, náð Guðs. Hann sagði það á krossinum við glæpamennina, í dag skuluð þér vera með mér í himnaríki. Hverning það er túlkað er annað mál. Kannski voru glæpamennirnir hommar sem höfðu verið brotnir svo mikið niður af þjóðfélagi þess tíma að þeir leiddust út á glæpabrautinna en eftir þessa stuttu dvöl í himnaríki þá tók eitthvað annað við og nei ekki er ég að boða eitthvað helvíti hér og ekki það að þeir séu bara lausir allra mála.
"Ég sagði ekki allir, ég sagði að margir væru óhæfir til frekari þroska. Í dag er hjálpræðisdagurinn. Hjálpin er nær en okkur grunar og Það sem við getum ekki gert er auðvelt fyrir Guð."
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Og öfugt, sumt það sem er auðvelt fyrir okkur er erfitt fyrir Guð.
"Ég er bara mjög sáttur við að vita ekki neit en ég veit það þó."
Lífið er spírall sem gengur upp á við, stairway to heven með Led Zeppilin kemur uppí hugan en þú getur ekki keypt þig þangað upp.
"það er alveg satt hjá þér, ekki er öll vitleysan eins.
peace"
Og það er ekki hægt að kaupa sig undan slæmri samvisku til þess að öðlast "frið".
Það er bara þanning.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.3.2010 kl. 02:20
"Guð þekkir mig og keppist ég að því að vera gjör þekktur af Guði, hvað svo sem það merkir fyrir þig."
Know thyself.
"En þér fer framm í reikningi og ég samgleðst þér með það.. ;)"
Sennilega veistu ekki hvað ég á við en hinn heilagi (heill) andi talar eða gefur staðfestingu í gegnum meginreglur og + er ein slík, regla sem hæt er að beita á marga hluti. Hverning þeim er beitt er allt annað mál og þar kemur brigðuleikinn inní. Það tekur þúsund staðreyndir til þess að lýsa einni meginreglu og ein meginnregla skýrir þúsund staðreyndir.
"Það er Guð sem opinberar sig fyrir okkur, það er ekki öfugt."
Ef að svo er þá var enginn þörf fyrir að skapa heiminn þegar áhvörðuninn var tekinn að það yrði ljós og líf í staðinn fyrir myrkur og ekkert. Og ef að svo er þá mun Guð aldrei komast á leiðarenda því að allt líf færir honum það sem upp á vantar til þess að komst á þann áfangastað sem hann sá í upphafi og í upphafi skal endinn skoða. Því ekki er hann alvitur. Jesú er ekki Guð það er eitt sem er víst. Og það er ú af þessu sem hann er óbrigðull í því að komast á leiðarenda og það er út af þessu sem hans integrity er abousloute sem er ekki alveg það sama og óbrigðuleiki því að það er hann ekki. Hann er algerlega háður því sem er fyrir neðan hann og hann veit það. Hann er samt billjón sinnum greindari heldur en við öll samanlagt en þetta er samt staðreyndinn.
"Guð verður að fá að elska okkur fyrst ef við viljum elska hann."
Elskið dýrð guðs og hver er hún? Nú. Kærleikur + Viska = greind. Allaveganna í núverandi sköpun, á öðrum tímum þá var það allt annað svona eins og fyrir skrilljónum ára síðan en við erum ennþá að takast á við afleiðingarnar af því. Í húsi föður míns eru margar vistarverur.
Ég er að verða það sem ég áhveð að verða og það eru sannindi sem aldrei breytast svona eins og meginreglur. Ef að þú reynir að stoppa hommana/lesbíunar með valdi að vera það sem þau eru þá er það sem gerist þegar þetta ytra vald fer er að þau verða það sem þau alltaf voru í upphafi. Samkynheigð. Þá er niðurbrotið og kaósið sem því fylgir ekki tekið með og til hvers var leikurinn gerður? Til þess að kaupa sig inní syndlaust hinmnaríki þar sem allir eru eins og þeir sem standa fyrir þessu teljandi sér trú um að þeir séu að láta gott af sér leiða þegar völd yfir öðru fólki er það sem gefur þessu fólki ánæju. Og þar af leiðandi er þetta fólk að leiða annað fólk í ánauð þar sem fórnarlömbinn geta ekki tekið sjálfstæðar áhvarðanir um eitt eða neitt á endanum. Og það er mannal og þældómur þannnig að þetta er hræsni á hæðsta stigi! Og hananú!
Takk fyrir mig.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.3.2010 kl. 06:30
Haraldur minn.
Þú virðist á köflum fá kippi sem fá þig til að skrifa óskiljanlega hluti á lyklaborðið, svo sem "sheeesh" og "tsktsktsk".
Þetta með stjórnlausri illmælgi bendir mjög sterkt til Tourette-heilkennis.
Ég vona að þér gangi vel baráttan við sjúkdóminn og skil nú betur hatursfullar upphrópanir þínar væni minn.
faðir marcos (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 09:12
Það hefði verið fyndið ef þetta lag hefði verið spilað í brúðkauinu.
http://www.youtube.com/watch?v=ZZtfSXkjq80
Eyjólfur Guðmundsson, 25.3.2010 kl. 13:31
Fyrirlitning á fariseum, gerfifólki og sjálfskipuðum mannkynslausnurum flokkast ekki undir hatur marco, heldur heilbrigða skynsemi, hvað varðar tourette, þá verð ég að hryggja þig með því að það er ekki sú geðveila sem ég þjáist af.
Og læt ég þá araðar numið, því það er auðvitað geðveiki að tala við einhvern sem er ekki til ......
Haraldur Davíðsson, 25.3.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.