Ég er ekki með böll...

...má ég þá vera á móti banninu?

 

Mig langar að vita hvar næstum helmingur þingmanna var.

Mig langar að vita hvernig hægt er að setja lög sem innan við helmingur þingmanna samþykkir.

Mig langar að vita hvort þessi 31 þingmaður - og þeir sem klappa og fagna hvað hæst - haldi að þessi lög komi í veg fyrir mansal.

Mig langar að vita hvort þessu fjandans landi sé viðbjargandi. 

 

Endilega fræðið mig.


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfaldur meirihluti er nóg. Hinir voru í salnum og sátu á höndum sér.Sjálfstæðisframsóknin vill ekki styggja Geira á Goldfinger. Hann gæti átt myndir af fleirum en Gunnari Birgissyni að skemmta sér á staðnum. Þeir þora heldur ekki að styðja hann og hans líka með því að greiða atkvæði gegn frumvarpinu því þá stimpla þeir sig sem fylgendur kláms og mansals. Svo það er best að gera eins og venjulega-Ekki neitt. Enn einu sinni.

XX (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 20:06

2 Smámynd: Hamarinn

Svar við síðustu spurningunni. NEI

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 20:07

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það er nú nokkuð undarleg skoðun XX sem ekki vill koma fram undir nafni, að segja að þeir sem vilja virða frjálsar athafnir frjálsra manna, og meta persónu- og athafnafrelsi, þar sem enginn annar skaðist, séu um leið fylgjendur kláms og mannsals. Er þessi XX, mér er næst að kalla hann/hana bara „þetta“ sem eitt besta dæmi um forsjáhyggju og vona ég svo innilega að þetta komist ekki í þá aðstöðu að hafa vit fyrir mér. Ef einstaklingur, þó sennilega ekki „þetta“, hefur áhuga á klámi, hvers vegna er „þetta“ að skipta sér af því.

Kristinn Sigurjónsson, 23.3.2010 kl. 20:31

4 identicon

Kristinn! Það greiddi enginn atkvæði gegn frumvarpinu. Engin breytingatillaga kom fram. Af hverju ekki? Viðkomandi hefði líklega verið verið stimplaður..........líklega sama hvaða hvaða pólitísk athafnafrelsisrök hefðu verið færð fram. Það er enginn reyna að hafa vit fyrir þér, en þú lest meira út úr tekstanum en skrifað er. "Þetta" biður að heilsa þér. Klappa þér á hægri öxlina næst þegar ég sé þig. Þetta með hann /hana kemur á óvart.

XX (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 20:43

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mér sýnist XX nú eiga við að viðkomandi þori ekki að greiða atkvæði gegn frumvarpinu af ótta við að verða stimplaðir "fylgjendur kláms og mansals" og af tóninum finnst mér XX vera óánægður með það.

Þetta gæti þó verið bjartsýni í mér.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2010 kl. 20:43

6 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þetta er sennilega rétt hjá þér Tinna, og mistök hjá mér að gera XX upp rangar skoðanir, sem ég biðst afsökunar á.

Kristinn Sigurjónsson, 23.3.2010 kl. 21:03

7 Smámynd: Lárus Baldursson

Nú samkvæmt nýjum reglum mun svokölluðum fórnarlömbum mannsals verða úthlutað dvalarleyfi og nýtt nafn svo og ríkisborgarréttur í framhaldinu, er það nokkur spurning um það hvort ekki munu einhverjar nota það, þetta er svona í anda vinnubragða vinstri flokkana, eins flækjustigið á Icesave.

Lárus Baldursson, 23.3.2010 kl. 21:42

8 Smámynd: kiza

Bara klassísk aðgerð hjá liðinu til að sópa málinu undir mottuna og klappa sjálfum sér á bakinu á sama tíma.

Þessi aðgerð þeirra gerir (að mínu mati) ekkert annað en að pakka allri þessari starfsemi (löglegri eður eit) í glanspappír með slaufu og cheesy korti og senda endurgjaldslaust til hvaða mafíu sem er yfirráðandi á Íslandi til að njóta.  Og þetta á að kallast sigur gegn mansali.

Ég er komin með króníska kúlu á ennið frá því að hafa þurft að lemja því við skrifborðið í allan dag.

kiza, 23.3.2010 kl. 23:32

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það eina sem þetta bann hefur í för með sér er að starfssemin verður flutt neðanjarðar  - dettur einhverjum í hug að ekkert hafi verið drukkið hér á bannárunum ??? Að enginn bjór hafi komist inn í landi áður en bjórinn var leyfður ?

Að Amerískt tyggjó hafi ekki fengist hér fyrr en innflutningurinn var leyfður - að MM hafi ekki fengist á meðan bann var við innflutningi ??? Þarf að nefna fleira ???

Dettur einhverjum í hug að vændi hafi hafist með súlustöðunum???

Allt sem er bannað er spennandi og fólk leggur sig í framkróka við að ná í bannaða vöru/þjónustu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.3.2010 kl. 02:10

10 Smámynd: Hamarinn

Ólafur heldur alla eins og sig.

Hamarinn, 24.3.2010 kl. 02:25

11 identicon

Við skulum nú ekki gleyma að karlar hafa líka dansað stripp hér á landi fyrir fullum húsum, en sjaldan heyrir maður vælt yfir vændi í því samhengi, þó svo ég hafi heyrt um fleiri dæmi um slikt en að kvennkyns stripparar selji sig. Þar að auki er nekt sjálfsagður hlutur og því víðtækari sem hún verður því minna kippir fólk sér upp við hana. ég kem allavega til með að spígspora nakinn niður laugarveginn þann sorgardag sem lög þessi taka gildi og hvet sem flesta/r til að gera eitthvað álíka.

Auðunn (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 02:41

12 Smámynd: Hamarinn

Auðunn.

Þessi lög taka gildi innan hálfs mánaðar.

Það verður ansi kalt að rölta nakinn niður laugarveginn um páskana.

Hamarinn, 24.3.2010 kl. 02:44

13 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Enn einn fíflaskapurinn hjá þessu gagnslausa liði á alþingi. Við erum að komast á par við Afganistan og Norður Kóreu slík er fyrirhyggjan að verða í þessu landi. Og svo er þetta pakk stolt af svona gjörningum. Þetta fólk ætti frekar að hætta að stela af okkur og aðstoða vini og vandamenn til þess líka og fara að setja fólkið sem kýs þetta pakk í forgang og taka á raunverulegum vanda þjóðarinnar.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 24.3.2010 kl. 08:05

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það þarf ekki nema einn þingmann til að samþykkja lög svo lengi sem 32 þingmenn taki þátt í atkvæðagreiðslunni og setji sig ekki á móti lögunum.


53. gr. Eigi getur Alþingi gert samþykkt um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.3.2010 kl. 08:39

15 Smámynd: Arnar

XX:
Hinir voru í salnum og sátu á höndum sér.

Ef ég man rétt þá greiddu 31 þingmaður atkvæði með, tveir sátu hjá og rest var fjarverandi.

Annars skil ég ekki þessa samtengingu við nektardans og mannsal.  Man ekki eftir neinu einasta mannsals/vændismáli sem tengist rekstri súlustaða og þó hafa þeir verið undir eftirliti.

Í mannsalsmálinu sem kom upp í vetur stóð til að gera konuna út í vændi en ekki láta hana dilla sér á einhverjum súlustað.

Á ekki eftir að sakna þessara staða en finnst fáránlegt að ríkið sé að skipta sér af því hvað fólk gerir í sínum frítíma, nema kannski ef það er að stunda mannsal.

Arnar, 24.3.2010 kl. 10:50

16 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=TD9Rg-Ro7Mk

Hérna er frétt um mansal. Flestir mannana eru í Alabansku mafíunni eða Austur Evrópu sem stunda mansal. Með því að banna súlustað er ekkert eftirlit.

Arnar M (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 15:42

17 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hamarinn:

"Þessi lög taka gildi innan hálfs mánaðar."

Reyndar taka þau gildi 1. júlí næstkomandi, svo þá er tilvalið að rölta nakinn út um allar trissur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.3.2010 kl. 16:48

18 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Með að setja svona lög þá er hægt að koma á breytingu mjög hratt en málið að sú breyting er með valdi og sú breyting er tímabundinn því að um leið og lögin eru númin úr gildi þá verður all eins og það var áður, svona eins og með áfengisbannið. Einning er sannað að breytinginn sem um er rætt hér gerir málinn verri þegar allt kemur til alls með aukningu glæpa á svo margan hátt. En þetta er í óþökk fólksins og okkar þingmenn eru okkar fulltrúar eða það er skuldbinding þeirra þegar þjóðin réð þá til starfa og það er það sem þeir vilja gefa sig út fyrir. En í raun og veru er það gleymt og grafið og það fyrir mörgum árum síðan. Mér finnst sláandi t.d. að restin, þá megnið af stjórnarandstöðunni var fjarverandi, hægri flokkarnir. Svo það er nokkuð ljóst að þessu landi er ekki viðbjargandi nema með því að koma á kerfi sem neyðir þingmenn að virða sína skuldbindingu við fólkið í landinu.

Hvað er mannsal? Er það ekki að eiga fólk gegn sínum vilja svo annað fólk geti grætt á því? Eru þingmenn hér ekki að eiga okkur hér gegn okkar vilja svo að þeir geti grætt á því með mismunandi hætti?

Þeim er sama um fólkið í landinu, það hefur marg sýnt sig; hvers er þess langt að bíða að fólkið í landinu verði algerlega hunsað og einræði ríkisstjórnar verði algert sama hvað við kjósum? Það var ríkisstjórnin sem sem áhvað það fyrir samtök atvinnulífsins minnir mig, að hafa þau ekkert með í neinum umræðum. Now THAT is scary. Bráðum á ríkið okkur og getur gert hvað sem það vill við okkur sem er ekki í okkar þágu, eins og núna og svo oft áður. Þá eru þau að stunda mannsal (fara með fólk sem sína eign í trássi við vilja fólkssins) því að það þhónar þeirra hagsmunum og það ekki í sínum frítíma því að við borgum þeim, afsakið orðalagið, fyrir það að láta fara með okkur eins og þeirra hórur.

Er ekki komið nóg?

Jóhann Róbert Arnarsson, 24.3.2010 kl. 17:17

19 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Consider those who did not love their freedom enough to stand up for it. The
prime example are the Germans in the thirties and forties. And the result? They
were enslaved by as tyrant. Those who do not love their freedom and defend it
will loose it in due time.

Jóhann Róbert Arnarsson, 25.3.2010 kl. 13:48

20 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Hey, hér er grín lag sem mér finnst eiga bara nokkuð vel við.

Steel Dragon - Stand Up And Shout! [For freedom], innskot mitt.

http://www.youtube.com/watch?v=Jaz-KmTid3U

Jóhann Róbert Arnarsson, 25.3.2010 kl. 14:44

21 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

So when we view all seven of these obstacles to the will of the people we may feel overwhelmed and feel within ourselves that we should just give up trying to change anything and just hope for the best.

The truth is that we do not have to give up on the possibility that the will of the people can become truly manifest. Such a thing is not only possible, but it is the destiny of the age to come.

There is a solution to these seven obstacles and they can be eliminated in one master stroke which is in complete harmony with the Constitution of the United States and most other free countries. Instead of just complaining about political situations, in our next article we will present a practical solution that will revolutionize the political world and eventually become a subject of great debate.

http://www.freeread.com/archives/219.php

Eða þetta gæti líka verið upp á teningnum:

Steel Dragon - Wasted Generation - Full Song

http://www.youtube.com/watch?v=xDItMTRRmek

Signing off.

Jóhann Róbert Arnarsson, 25.3.2010 kl. 16:45

22 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

14:07-14:10 (42267) Frv. Samþykkt: 31 já, 2 greiddu ekki atkv., 30 fjarstaddir.
 

Guðmundur D. Haraldsson, 26.3.2010 kl. 13:45

23 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sumsé: minnihluti þingmanna samþykkti lögin, 31 af 63. Þetta er skrípaleikur.

Hvað voru þessir 30 að gera? Var þeim alveg sama? Er ekki mætingaskylda á Alþingi? Hverskonar hegðun er þetta? 

Var ekki gert mál úr lélegum mætingum fyrir tuttugu árum? Sbr. þetta: http://www.youtube.com/watch?v=sIVQvBR7Dhg&feature=PlayList&p=A70827BC2A76A754&index=5

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.3.2010 kl. 14:10

24 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"finnst sláandi t.d. að restin, þá megnið af stjórnarandstöðunni var fjarverandi, hægri flokkarnir  gæti ég ímyndað mér" átti það að vera.

Annars er alþingi í ímyndunarleik og þá skiptir ekki máli hvort það er til hægri eða vinstri. Það er stutt bilið á milli þess að vita vilja fólksins og að ímynda sér hann og þá ertu kominn út í populisma með því sama og það í sambland við "pólitíska áhættu" plús að oft eru þingmenn sjálfir illa óupplýstir og/eða haldnir sínum eigin kreddum. Kosnigaframlög og framlög til flokka geta skekkt myndinna einning sérréttindaþrýstihóparnir eins og hefur gerst með Múslimana útí Svíþjóð. Þanning fer umræðan í hringi ár eftir ár. Ég sé ekkert að framlögum til flokka því að það er skref til þess að þeir verði sjálfbærir en ekki enn einn liðurinn í útgjöldum rískissjóðs. Jafnræði er líka stórt orð, orð sem margir hafa flaskað á svona eins og vinstriríkisstrjórnum er mjög hætt við. Og aftur fer umræðan hring eftir hring. Valdaójafnvægi. Það er lykillorðið í þessu öllu. Því meira valdajafnvægi sem er á milli pólitíkusa og þjóðarinnar því betra, eða beinteinging á milli upplýstan vilja þjóðarinnar og hennar upplýstu þjóna. Fyrir 20 árum síðan þá voru ráðherrar teknir fyrir, hefur eitthvað breyst á þessum 20 árum. Nú hagar allur óupplýstur þingheimur sér svona þanning að ástandið hefur versnað. Allir í ímyndunarleik í baðkarinu þanning að það voru bara tvö já atkvæði hér. Meðan hinir töldu sig hafa efni á að vera sama í þessu máli eða að samþykkja bann. Þetta veit ég að er ekki vilji þjóðarinnar eða þessi niðurstaða er ekki dæmigerð fyrir vilja þjóðarinnar, tvö já atkvæði. Þetta er sláandi niðurstaða að svo mörgu leyti en aðallega að því leitinnu til hver algerlega úr öllum veruleikatengslum við þjóðina þessi niðurstaða er. Allir á ímyndunarfylleríi niður í baðkeri og það versnandi fer.

Er ekki komið nóg?

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.3.2010 kl. 12:47

25 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Nei nei, ég er að miskilja hér. Þetta er verra heldur en að ég hélt!

 Já 31, nei 0, greiddu ekki atkv. 2
 fjarvist 10, fjarverandi 20
 Já 31, nei 0, greiddu ekki atkv. 2
 fjarvist 10, fjarverandi 20
Atkvæði féllu þannig: Já 31, nei 0, greiddu ekki atkv. 2
 fjarvist 10, fjarverandi 20
Atkvæði féllu þannig: Já 31, nei 0, greiddu ekki atkv. 2
 fjarvist 10, fjarverandi 20
Atkvæði féllu þannig: Já 31, nei 0, greiddu ekki atkv. 2
 fjarvist 10, fjarverandi 20
Atkvæði féllu þannig: Já 31, nei 0, greiddu ekki atkv. 2
 fjarvist 10, fjarverandi 20
Já 31, Nei 0, greiddu ekki atkv. 0, fjarvist 10, fjarverandi 20.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.3.2010 kl. 12:55

26 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Veruleikafirt dæmi.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.3.2010 kl. 12:57

28 Smámynd: Reputo

Ef það er eftirspurn eftir einhverju tilteknu er ekki hægt með nokkru móti að koma í veg fyrir framboð. Núna er búið að reka þetta niður í eftirlitslausa undirheimana þar sem þetta mun grassera sem aldrei fyrr. Hefði ekki verið nær að taka hverja einustu stúlku sem kemur til landsins til að stripplast í lokað viðtal þar sem henni er boðin hjálp og tafarlaus úrræði telji hún sig vera beitt þvingunum til starfa. Með því móti væri allavega hægt að gera eitthvað í málunum og jafnvel uppræta mansalsglæpahringi. Jafnvel væri hægt að setja einhversskonar súluskatt til að standa undir kostnaði. En nei... hugsunin er að ef við sjáum þetta ekki er þetta ekki til staðar. Ég er viss um að þingmennirnir sem fluttu þessa tillögu eyddu samanlagt í mestalagi 3 mínútum í að velta þessum hlutum fyrir sér. Mig grunar að þeir hafi frekar haft augastað á athyglinni og hrósinu frá samverkamönnum.

Reputo, 31.3.2010 kl. 07:01

29 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Ef það er eftirspurn eftir einhverju tilteknu er ekki hægt með nokkru móti að koma í veg fyrir framboð."

Einhver "kvennréttinda" manneskja sagði nú að það sé verið að búa til markaði og neysluvenjur ungra karlmanna hafi verið forritaðar á undanförnum árum í þessa átt með þróunnini í samfélaginnu á undanförnum árum þanning að eftirspurn hafi verið búið til og með sama hætti þá mætti stoppa eftirspurinina með því að banna þetta og þar af leiðandi afforrita liðið. Eða í stuttumáli, að þetta sé gerfiþörf sem búinn hafi verið til. Það er einkum eitt sem er að þessu og ég segi viðkomandi manneskju að taka málið upp við nátturuna sjálfa eða skaparann eða eitthvað þess háttar. Þetta er innbyggt í okkur og hve langt er þess að bíða, þar sem þetta er dæmt til þess að mistakast, að þeir fari 1984 leiðinna: In Part III, O'Brien tells Winston that neurologists are working to extinguish the orgasm; the mental energy required for prolonged worship requires authoritarian suppression of the libido, a vital instinct.
http://en.wikipedia.org/wiki/Nineteen_Eighty-Four

Í öðru lagi þá hefur þetta alltaf verið svona í gegnum mannkynssöguna og það sama er hægt að segja með svo margt, við lifðum í mijónir ára án þess að hafa tölvur er það þá ekki bara gerfiþörf sem búinn hefur verið til? Pointið er, once the cat is out of the bag it is out of the bag nema að fólk vilji lifa eins og Amish fólkið á endnum undir 1984 like stjórn.

"Núna er búið að reka þetta niður í eftirlitslausa undirheimana þar sem þetta mun grassera sem aldrei fyrr."

Þeir vilja nú meina að undirheimarnir séu ekki eftirlitslausir því að það sé vinnan þeirra að hafa eftirlit með þeim en punktinn fyrir ofan virðast þeir aldrei skilja. Yes, freedom seems a little hazardous until you look at the alternative. Then you have a cataclysmic collapse of the soul to worry about. [1984] Gefa þetta frjálst og í atkvæða greiðslunni þá var enginn sem varði frelsið. Not even one person!

"Hefði ekki verið nær að taka hverja einustu stúlku sem kemur til landsins til að stripplast í lokað viðtal þar sem henni er boðin hjálp og tafarlaus úrræði telji hún sig vera beitt þvingunum til starfa. Með því móti væri allavega hægt að gera eitthvað í málunum og jafnvel uppræta mansalsglæpahringi."

Það sem er að þessu er að þá þurfa þeir að fara gera eitthvað í staðinn fyrir boð og bönn og þá aðalega bönn alltaf hreint. Einning er ég fylgjandi mun öflugri kynfræðslu heldur en nú er en þar er bara sami hængurinn á og áður; þá þarf að fara að gera eitthvað! Það sem þeir (þingmenn) þola ekki er eitthvað sem þeir þola ekki í sjálfum sér eða vilja ekki kannast við og það er það hverning þeir eru að þjösnast á okkur í krafti laganna og segjast síðan að vera á móti því hinu sama með því að sjá mannsal í hverju einasta horni með mjög veikum tenginum oft á tíðum og frelsi? Óhugsandi! Því okkur er ekki treystandi fyrir því samkvæmt stjórnmálafólkinu þanning að það lítur á okkur sem börn sem verður að hafa vit fyrir og það verður okkar "jailers". Cage of freedom. We are our jailers and captive combined, unless we do something.

"væri hægt að setja einhversskonar súluskatt til að standa undir kostnaði."

Nei, ríkið (fólkið) verður að aðlaga sig að breyttri þjóðfélagsgerð án þess að sérstakir skattar komi þar til, höfum við tölvuskatt? Þetta flokkast einfaldlega undir lögæslu. Það mun verða meiri sparnaður ef að þetta verði leyft svo að þetta borgar sig upp án þess að sé farið að leggja á einhverja sérskatta með tilheyrandi skirffinsku kostnaði og auka skattpíningu. Ríkið sem stofnum verður að aðlaga sig að breyttu umhverfi en það er hámark hrokans að hálfu ríkisins að ætla að fólkið aðlagi sig að ríkinnu, sem betur fer fegngum (gjöf frá "guðunum") við bjórinn leyfðan hér fyrir nokkrum árum síðan en bara kerfið er meingallað. Þetta er að verða sama gamla kóngadæmið sem við Íslendingar sem þjóð höfum alltaf verið að flýja undan, fyrst undan noregskonungi síðan þurftum við að díla við danan og efir það þá var hér fulltrúalýðræði en nú er það allt saman gleymt og grafið og versnandi fer. Daninn píndi nú okkur og við fengum bara maðka étið mjöl og síðan talar Sif um ferskan andblæ! Segðu mér annan betri! Eldgömul kónga og drottningaleið.

"En nei... hugsunin er að ef við sjáum þetta ekki er þetta ekki til staðar. Ég er viss um að þingmennirnir sem fluttu þessa tillögu eyddu samanlagt í mestalagi 3 mínútum í að velta þessum hlutum fyrir sér. Mig grunar að þeir hafi frekar haft augastað á athyglinni og hrósinu frá samverkamönnum."

Sammála.

Either they must commit to the inner voice or yield to the praise and pleasures of the outer world as there's motivating power. Will they tread the same path as Hitler, or as did Jesus?

Það verður að koma böndum yfir þetta þing.

Jóhann Róbert Arnarsson, 1.4.2010 kl. 00:25

30 Smámynd: Einar Jón

Er það rétt skilið hjá mér að ef þessir 2 sem sátu hjá hefðu skroppið á klósettið rétt á meðan, þá hefðu lögin verið felld á slæmri mætingu?

Einar Jón, 10.4.2010 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband