25.4.2010 | 15:25
Velkomin til Pápistan
Í Pápistan er forsetinn æviráðinn af hópi gamalla karla. Lögin koma í veg fyrir að konur eigi möguleika á starfinu, enda mega þær ekki gegna neins konar opinberum stjórnarstöðum. Í Pápistan eru getnaðarvarnir bannaðar, sem og fóstureyðingar, tæknifrjóvgun, sjálfsfróun, og kynlíf utan hjónabands. Eingöngu gagnkynhneigð hjón mega ættleiða börn. Skilnaður er bannaður með lögum.
Umræða um Pápistan hefur verið áberandi undanfarið, en nýlega kom í ljós að opinberir starfsmenn (sem samkvæmt lögum er stranglega bannað að stunda kynlíf) hafa nauðgað börnum í stórum stíl, og að sjálfur forsetinn hafi hugsanlega tekið þátt í að fela voðaverkin fyrir umheiminum. Yfirlýst stefna ríkisins er heimsyfirráð og hefur nokkuð gengið að sannfæra fólk um að því sé betur borgið innan ríkisins, enda halda yfirmenn þess því fram að allir utan þess muni þjást óendanlega mikið í mjög, mjög, mjög langan tíma. Ríkið er afar auðugt, þó opinberlega segi forsetinn (rétt eins og forverar hans, allt aftur til meints stofnanda ríkisins) að auður sé rót alls ills og auðsöfnun ósamræmanleg þeim gildum sem ríkið var reist á.
Saga ríkisins er ljót - þar hafa viðgengist mannréttindabrot frá upphafi, en sérstaklega hefur Pápistönum verið illa við Gyðinga. Sú hefð byggist á því að stofnandi ríkisins (sem sjálfur var Gyðingur í a.m.k. aðra ætt) hafi verið drepinn af Gyðingum, jafnvel þó opinberlega viðurkenndar sögur af stofnun ríkisins segi berum orðum að aðrir hafi staðið að aftökunni.
Ríkið átti blómaskeið fyrr á öldum, en þáverandi forsetar stunduðu það að ráðast inn í önnur ríki með blóðsúthellingum, auk þess sem þegnar sem brutu hin ströngu og ósanngjörnu lög ríkisins voru brenndir á báli. Auðvitað væri óréttlátt að kenna núverandi forseta um aðgerðir löngu látinna forvera hans, en í raun er ekkert sem kemur í veg fyrir að þetta gerist aftur; forsetinn getur -kjósi hann svo- gefið hvaða þá skipun sem honum þóknast svo lengi sem hann tekur það sérstaklega fram að hún sé 'innblásin' og að hann bara geti alls ekki haft rangt fyrir sér. Vogi sér einhver að mótmæla slíkri skipun er viðkomandi vísað úr landi.
Til að gæta sanngirni skal tekið fram að þó ríkið teljist fjölmennt fara ekki allir þegnar eftir lögum þess, en fæstir lögbrjótanna eru reknir úr landi. Sumum er þó vísað burt án eftirsjár; fyrir nokkru var læknum vísað úr landi fyrir að framkvæma fóstureyðingu á níu ára gömlu fórnarlambi nauðgunar.
Þrátt fyrir þessa ólýræðislegu og mannfjandsamlegu -og jafnvel glæpsamlegu- hegðun er forsetanum víðast hvar vel tekið. Þjóðhöfðingjar annarra landa dirfast ekki að gagnrýna hann, því þó ríkið ráði ekki yfir her eða vopnum er það afar fjölmennt. Sum ríki fá jafnvel Pápistana til að gefa ráð við lagasetningar, og víða er ólöglegt að gera grín að ríkinu, lögum þess eða starfsmönnum.
Ef þessi forseti Pápistans væri til, værir þú sátt/ur við að hann kæmi í opinbera heimsókn? Þætti þér eðlilegt að hann nyti virðingar?
Myndir þú vilja búa í Pápistan?
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei takk. Forðaði mér þaðan fyrir 12 árum.
Hamarinn, 25.4.2010 kl. 16:33
Þvílíkur viðbjóður sem þrífst þarna innan þessarar kirkju. Var að lesa um 9 ára stúlkuna og fóstureyðinguna.
Hamarinn, 25.4.2010 kl. 16:36
Hvers vegna er lokað á þá sem blogga á móti múslimum, veist þú það?
Áðan bloggaði Axel Jóhann Axelsson um að það ætti að banna búrkur og blæjur og sitthvað fleir,. Stuttu seinna svaraði einn og sagði, ég vona að þessu bloggi þínu verði ekki lokað eins og hinum sem blogga á móti múslimum. Stuttu seinna var búið að loka bloggi hans og fjarlægja hann af vinsældarlistanum.
Hvað er hér í gangi. Ritskoðum múslima?
Hamarinn, 25.4.2010 kl. 21:36
Hvort er réttara fyrir kaþólskann prest, að nauðga barni með eða án smokks? Eitt af stóru baráttumálum Vatíkansins er að berjast gegn hinni herfilegu synd að nota smokka. Sérstaklega í Afríku. Ég leyfi mér því að efast um að nokkrir kaþólskir prestar hafi leyft sér svo synduga hugsun sem að setja á sig smokk fyrir barnanauðgun.
Hví útheimtir trú svo mikla virðingu?? Það er tautað í okkur frá barnsbeini að bara ef eitthvað heitir trú þá verðum við að lúta höfði í lotningu.
Varðandi múslímana þá er ritskoðunin á gagnrýni gegn þeim byggð á hræðslu við viðbrögðum þeirra. Nokkuð sem þeir sannarlega kunna að nýta sér - og þeir ganga á lagið. Spurningin er hvenær við segjum stopp? Verður það þegar þeir hafa lokað börunum? Eða verður það þegar þeir taka af lífi dóttur þína (aftökuaðferð - grýting) fyrir þann glæp að hafa verið nauðgað?
Kalli Rögnvalds (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 04:24
Það er ekki að ósekju að Þórbergur Þórðarson segir á einum stað í Bréfi til Láru: "Guð forði oss frá kaþólskri kirkju" . . .
Swami Karunananda, 28.4.2010 kl. 00:40
"God wants spiritual fruits, not religious nuts" - sign outside a Church.
Jóhann Róbert Arnarsson, 29.4.2010 kl. 11:35
Þeir mega þó eiga það að þeir lofa þér umbun fyrir þrælslund og ótta, eftir dauðann. Það er jú fjandi rausnarlegt. Galdrabrennur voru svo miskunarverk, ekki má gleyma því.
Annars var hin Lúterska kirkja að hnykkja á sinni forpokun í dag. Svartstakkarir eru ekki í mörgu frábrugðnir leiðtogum Pábistan. Þeir semja ekki svo ályktun orðið að þeir bæti ekki nagla í kistu irkjunnar, sem er mjög gott.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2010 kl. 23:08
Umbun eftir dauðan er úreltur hugsunarháttur. Þessi öld (age/tímabil/2200 ár) er miklu meiri mental en sú sem var að líða. Mental þýðir að maður þarf ekki að bíða í fleiri ár eftir umbunn. Eins og að stofna fyrirtæki, gengur bara vel ef að þú hugsar plús tölvuöldin og allt það sem það þýðir fyrir samskipti í staðinn að þurfa bíða í ár eftir bréfi frá hinum meginn á hnettinum um árið 1000 ef að það var þá hægt.
Jóhann Róbert Arnarsson, 30.4.2010 kl. 13:22
...að senda eitthvað bréf. Sorry, veikur núna.
Jóhann Róbert Arnarsson, 30.4.2010 kl. 18:59
Ég held að þeir ættu að fara að lýta í sinn eiginn barm í staðinn fyrir það að reyna að "afhomma" aðra. Kaþólska kirkjan hefur algerlega misst það sem fyrirmynd. The policies of suppression leads to evil. Enda er þessi andskoti (að leggjast á börn) landlægur innan kirkjunnar. Meyjarfæðining er lygi og þar fram eftir götunum. Skilnaður "til death do us part" er mjög gott stjórntæki og tæki til þess að halda order á yfirborðinu meðan allir eru að drepast innan veggja heimlisins vegan sundurlyndis. Það sem Guð hefur gefið saman skal enginn maður sundra, rétt, en hver er Guð? Ekki er það kirkjan það er eitt sem er víst. En rétt skýring leiðir til þess að kirkjan verði atvinnulaus sem handhafi Guðsvalds/orðs og er það mjög gott því aldrei átti hún að taka sér það vald í hendur til þess að byrja með.
Jóhann Róbert Arnarsson, 1.5.2010 kl. 13:04
Six Feet Under
LOL!
Jóhann Róbert Arnarsson, 1.5.2010 kl. 16:23
Það væri kannski vit að gamall jálkur eins og ég, fari að athuga betur með þessa kaþólsku.
Dingli, 5.5.2010 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.