Skiptir ekki máli

Þeir sem eru á móti fóstureyðingum kippa sér sjálfsagt ekki upp við þetta. Menn sem heimta að konur gangi með afurðir nauðgunar eða sifjaspella, jafnvel þó "móðirin" sé níu ára gömul og meðgangan ógni lífi hennar, menn sem vilja skikka konur til að ganga með heilalaus fóstur sem eiga sér enga lífsvon hvort eð er, fara ekki að láta svona smáfrétt stoppa sig.

Hvað ætli jú-nó-hú segi? Að fóstrin finni bara samt til? Að þau verði fyrir "andlegum sársauka"? Eða að þetta komi málinu ekki við?

 

Mig grunar að hann bíti sig í þetta síðastnefnda, þar sem það er augljóst að andstæðingum fóstureyðinga er drullusama um bæði fóstrin og útungunarvélarnar mæðurnar.


mbl.is Finna ekki til fyrstu 24 vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þeir sem almennt eru á móti fóstureyðingum er alveg nokk sama um hvernig barnið kom undir, hvernig um er komið fyrir móðurinni, andlega / líkamlega / félagslega / fjárhagslega. Þeim er líka alveg skít sama (og þetta á við jú-nó-hú líka), hvað verður um börnin eftir að þau eru fædd, hvort þau almennt lifi (sé eitthvað alvarlega að), eða hvað varðar lífsgæði.

Hvað verður um barnið eftir fæðingu er aukaatriði í augum þessara einstaklinga. Bara að þau fái tækifæri til þess að lifa ömurlegu lífi, það skiptir máli.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.6.2010 kl. 13:00

2 identicon

Ég er almennt á móti fóstureyðingum af því að það eru fleiri leiðir sem leiða til hamingjuríks lífs fyrir bæði, móður og barn. Í okkur samfélagi virðist það vera viðurkenndari að drepa líf en að gefa barnið frá þér og leyfa ættleiðingu þess. Það er ekkert aukaatriði að lifa.

Korinna (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 17:52

3 Smámynd: Vendetta

Ég er almennt á móti fóstureyðingum nema í þessum sérstöku tilfellum, enda ekki hægt að þvinga konu til að ganga með barn nauðgara síns eða fóstur með alvarlega fæðingargalla. Það sem ég er aðallega á móti er að nota fóstureyðingar sem getnaðarvarnir á færibandi eins og er algengt í mörgum löndum. En ég er ekki það fanatískur að ég hendi molotov-cocktails inn í sjúkrastofur. Ég vil að vandamálin verði leyst með viðhorfsbreytingu og meiri stuðningi í félagslega kerfinu og sveigjanleika í ættleiðingum, ef foreldrar telja sig ekki geta gefið barninu gott heimili.

  • Getnaðarvarnir eða daginn-eftir-pillan eru betri en fóstureyðingar
  • Ættleiðingar eru betri en fóstureyðingar

Ég vil líka árétta að fóstureyðingar á seinni stigum er gífurlegt álag á líkama konunnar. Þess vegna ætti aðeins að nota fóstureyðingar í algerri neyð, þegar engar aðrar leiðir eru færar.

Vendetta, 26.6.2010 kl. 18:45

4 identicon

Ég hef sjálfur tvisvar sinnum á lífsleiðinni sótt konur á sjúkrahús eftir fóstureyðingu. Kolsvart myrkrið í augum þeirra sannfærði mig fyllilega um að þessa ákvörðun taka konur ekki sér til gamans.

Hitt skiptir mig minna máli hvort fóstrið er fært um að finna sársauka. „Þá skuld eiga allir að gjalda“, sagði Skarphéðinn Njálsson fyrir nokkurn veginn sléttum þúsund árum, þegar honum var spáð ótímabærum dauðdaga.

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 01:13

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þá tek ég í orð Chuck Sholdner metalhauss.... "abortion when it is needede, exicution for those whom deserve it but making and taking of life will always be... altering the future"

Óskar Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 12:15

6 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Ég vil taka hér undir orð Vendetta en annars; the power of decision in general always alters the future.

Jóhann Róbert Arnarsson, 28.6.2010 kl. 04:38

7 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Annars finnst mér að fóstureyðingar á seinni stigum meðgöngu ættu að vera bannaðar.

Jóhann Róbert Arnarsson, 28.6.2010 kl. 04:41

8 identicon

Ég skil bara ekki af hverju það þarf 24 vikur til að taka þessa ákvörðun!

Ég (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 14:00

9 identicon

Ehh, já, allt sem þið gerið breytir framtíðinni... Ég skil ekki hvað það hefur með nokkuð að gera, annað en að hljóma óþarflega dramatískt.

Danni (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 13:54

10 identicon

Auðvitað getur tekið langann tíma að taka þess ákvörðun. Í fyrsta lagi er þetta líklegast ein stærsta ákvörðun sem konur taka í lífinu sínu, það erfiðasta sem þær geta gengið í gegnum og svo er það líka það að margar konur eru ófrískar í margar vikur og mánuði án þess að vita það. Finna enga morgunógleði eða neitt og taka hreinlega bara ekki eftir þvi. Margar halda áfram á litlum blæðingum fyrstu mánuðina. og að velja á milli þess að verða mamma, ganga með barn í 9 mánuði, finna fyrir þvi og gefa það svo eða fara í fóstureyðingu er ekki ákvörðun sem er tekin á 1 viku.

Brynja (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:37

11 Smámynd: Heimir Tómasson

Sammála Vendetta þarna.

Heimir Tómasson, 13.7.2010 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband