Rangt.

Í fréttinni segir eftirfarandi:

 

 "Björgvin lét í ljós  þá skoðun í viðtalinu að fórnarlömb nauðgana hefðu stundum getað minnkað líkur á broti með því að taka meiri ábyrgð á sjálfum sér og hegðun sinni. Fólk setti sjálft sig í aukna hættu með drykkju og dópneyslu."

 

Þetta er akki alveg rétt. Orðrétt sagði Björgvin (skv. DV amk.)

"Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.“"

 

Fjaðrafokið er yfir nákvæmlega þessum orðum, að oftast séu nauðgunarmál ekki á ábyrgð neins nema fórnarlambsins, enda erfitt að túlka þau öðruvísi. Björgvin sagði ekki "Þið eruð í meiri hættu á að verða fyrir nauðgun ef þið eruð sauðfullar á Apótekinu með lappirnar upp í loft. Passið ykkur svolítið," heldur sagði hann "Oftar en ekki eru nauðganir engum nema fórnarlambinu að kenna." 

 

Honum er auðvitað frjálst að hafa þá skoðun. Hins vegar er ekki sniðugt að þetta viðhorf sé að finna hjá manni sem vinnur við það að rannsaka nauðganir. 

Ég gef heldur ekki mikið fyrir lesskilninginn hjá formanni Lögmannafélagsins.


mbl.is Segir ofstæki ráða ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hvað menn eru að tala um rétttrúnað í þessu máli... maðurinn sagði algerlega gaga hluti... orð hans geta hæglega orðið til þess að fólk kærir ekki nauðganir

doctore (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:29

2 identicon

Sæl.

Er þá slæmt að segja t.d. við íbúðareigendur að þeir eigi að passa upp á húsnæði sitt ef þeir eru fjarverandi? Er slæmt að hvetja þá til að læsa á eftir sér? Er slæmt að segja þeim að vera ekki að auglýsa fjarveru sínar á t.d. Facebook? Er slæmt af manninum að vara fólk við ákveðnum aðstæðum? Er slæmt að segja fólki t.d. að vera ekki drukkið að meðhöndla flugelda því þá geti það bara sjálfu sér um kennt ef slys verða?

Nú þekki ég ekki þennan mann en hann hefur án efa mun meiri þekkingu á þessum málaflokki en allir þeir bloggarar sem tjá sig um þessi mál til samans.

Jon (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:55

3 identicon

Þú ert að rugla Jón...

Ef þú ferð út.. tja færð þér bjór... svo þegar þú kemur heim.. BANG búið að ræna þig... Löggan segir: Já Jon minn, þetta er allt saman þér að kenna, ef þú hefðir ekki farið út og fengið þér bjór, þá hefði ekki verið brotist inn hjá þér.

Þú talar um að maðurinn hafi mikla þekkingu á þessum málaflokk... það er ekki að sjá að hann hafi mikla þekkingu þegar hann talar eins og hann gerði....... þetta var alveg on par við: Jú þessi stúlka var í stuttu pylsi, þess vegna var henni nauðgað... allt henni að kenna.

Ég er samt alveg tilbúinn að fyrirgefa Birni.. að þetta hafi komið eitthvað vitlaust út úr honum

doctore (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:23

4 identicon

Nú er það þannig að bæði Björgvin og Brynjar hafa mikla reynslu af kynferðisbrotamálum í réttarkerfinu. Sú skoðun þeirra á fyllilega rétt á sér, að mörg þessara mála hefðu aldrei komið upp nema af því að konur voru með ábyrgðarlausum hætti búnar að koma sér í þannig vímuástand að hver sem er gat gert hvað sem er við þær. Þetta er bara staðreynd.

Báðir þessir menn hafa sjálfsagt hitt tugi kvenna sem hefðu geta sloppið við árásir ef þær hefðu tekið ábyrgð á sjálfri sér og ekki orðið meira en auðveld bráð fyrir ofbeldismenn. Það er því mjög eðlilegt að þeir vilji vara konur við því að þarna úti séu ómenni sem leiti uppi rænulausar konur sem enga mótspyrnu geta veitt.  

Fórnarlömb nauðgana bera aldrei ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins eða mannanna. Þetta er algerlega á hreinu hjá Björgvini og Brynjari.

En eftir áralanga reynslu í málaflokknum finnst þeim tilefni til þess að biðja konur um að fara varlega og taka ábyrgð á sjálfum sér.

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:31

5 identicon

Áhugavert Jón. Með því að tala um flugelda og drukkna einstaklinga og bera það saman við manneskju sem að ræðst á aðra þá ertu að taka þetta út úr samhengi.

Nauðgun er ekki "slys" heldur ofbeldi. Rakettan "ræðst" ekki á drukkna einstaklinginn. Það er munur þarna á og sá eða sú drukkna eða drukkni getur sjálfum sér um kennt. En í nauðgunarmálum þá eru tveir einstaklingar; einn sem beitir ofbeldinu og annar sem verður fyrir því. Sá sem beitir því tekur ákvörðun um að gera það - ekki sú sem fyrir því verður.

Ég ætla að vera ósmekkleg og leggja fram þá spurningu hvort að morðmálið í Hafnarfirði hafi verið látna einstaklingnum að kenna? Hvað finnst ykkur um það?

Linda (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:37

6 identicon

Runólfur, lestu það sem Björgvin sagði:

 

"Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér."

 

"... og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi..."

Mér sýnist það bara ekkert vera á hreinu hjá honum að fórnarlömb nauðgara beri aldrei ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Hann hreinlega segir það að ef stelpa er full þá er nauðguninn á hennar ábyrgð en ekki nauðgarans. HANN SEGIR ÞAÐ BERUM ORÐUM!!!

Sigurjón (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:46

7 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hinn reyndi lögreglumaður kemur með þarfa ábendingu og rétta. Mér finnst hún eðlileg og sú sama sem ég hef sem læknir til margra ára. Björgvin er heldur ekki að tala um allar nauðgangir heldur segir hann "oftar en ekki" sem mun þýða meira en 50%. 

Þetta gildir reynar um alla ofbeldisglæpi að líkurnar aukast við neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Guðmundur Pálsson, 19.8.2010 kl. 14:55

8 Smámynd: Þarfagreinir

Jamm. Það er eins og sumir séu hreinlega ekki læsir. Mér finnst ómaklegt að vera að búa sér til þann strámann úr þessu með því að horfa algjörlega framhjá því hvað Björgvin sagði í raun og veru. Auðvitað má vel vera (og mér finnst það raunar líklegast) að þetta hafi komið eitthvað öfugt út úr honum, og meining hans hafi verið sú sem Brynjar og fleiri lesa úr þeim, en það breytir því ekki hvernig orðin sjálf voru.

Sjálfum hefði mér þótt besta mögulega lausnin á þessu fjaðrafoki að Björgvin hefði hreinlega áréttað sjálfur nákvæmlega hvað hann átti við, en lögreglan hefur kosið að fara þá leið að færa hann til í starfi, sem voru alveg vel hugsanlega of hörð viðbrögð. Það atriði má setja út á, en að láta sem að þessi ummæli Björgvins eins og þau birtust á prenti hafi verið fyllilega eðlileg er til þess eins að gera lítið úr þeim sem settu út á þau.

Þarfagreinir, 19.8.2010 kl. 14:55

9 identicon

Þetta er svo steikt
Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.


Þannig að ef einhver kona eða maður eru full ... á þau er ráðist... þá er það þeim að kenna...

Sorry gæs, en þessi orð eru fáránleg...

doctore (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 15:08

10 identicon

Runólfur... ég leyfi mér að fullyrða að allar þessar konur hefðu sloppið ef karlmennirnir sem nauðguðu þeim hefðu tekið ábyrgð á sjálfum sér og sleppt því að nauðga! Það er bara fáránlegt að leggja svona mikla áherslu á "ábyrgð" konunnar í þessu samhengi...

Magga (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 15:15

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Aldrei þessu vant er ég barasta sammála Guðmundi Pálssyni. Brynjar er engin vitleysingur heldur einmitt rökfastari en langflestir gagnrýnendur hans, að mínu hógværa áliti.

Lagalega séð og siðferðilega séð er það að sjálfsögðu alltaf sá sem fremur ofbeldið sem er brotlegur og ber ábyrgðina. En menn þurfa að vera fæddir í gær til að vita ekki að stig ölvunar hefur gríðarlega mikið að segja með hvar fólk endar að gera hvað og með hvaða hugarfari. Oft vill fólk síðan ekkert kannast við annarlega hegðun sína, en áfellist aðra fyrir þeirra og krefst þess að þeir beri ábyrgð.

Kristinn Theódórsson, 19.8.2010 kl. 16:12

12 identicon

Ef karlmaður ræðst á annan karlmann niðri í bæ, hvor ber ábyrgðina, gerandinn eða þolandinn?

Ef þolandinn var drukkinn, er þá hægt að segja að það sé "ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi (þolandans) sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá"?

Er það viðhorf einhvers í lögreglunni í garð karla sem verða fyrir ofbeldi? Skiptir það þá einhverju máli hvort þolandinn var drukkinn eða ekki, upp á sekt og ábyrgð?

Hildur (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 17:42

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aldrei þessu vant er ég sammála Tinnu. Það á ekki að vera hægt að rangtúlka orð Björgvins, svo skýr sem þau eru. Ef hann meinti annað orðaði hann þetta klaufalega og á að taka orð sín til baka.

Oftar en ekki er það engin afsökun á orðum Björgvins að hann hafi sagt oftar en ekki!

Ég hvet Guðmund til að nefna eitt tilvik sem hann veit um að nauðgunin var alfarið þeirri nauðguðu (geri ráð fyrir að það séu alltaf kvenmenn) að kenna.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 18:02

14 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Theódór

Hvar fannstu orðið  "alfarið " í þessum orðum Brynjars eða Guðmunds?

Kristinn Theódórsson, 19.8.2010 kl. 18:07

15 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Guðmundar átti þetta að vera.

Kristinn Theódórsson, 19.8.2010 kl. 18:07

16 identicon

Getur einhver nefnt dæmi um nauðgun sem var ekki 100% á ábyrgð gerandans?

Hildur (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 18:31

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kristinn, ég veit vel að Guðmundur notar ekki orðið alfarið. Hann segir samt að ábending Björgvins sé sú sama og hann hafi haldið fram sem læknir.

Björgvin segir orðrétt, svo enn einu sinni sé vitnað í ummælin:

Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum.

Oftar en ekki hlýtur að tákna að það gerist allavega í einhver skipti að nauðgunin sé ekki á ábyrgð neins nema þess sem er nauðgað, - sem sagt alfarið fórnarlambinu að kenna. Þannig skil ég þessi ummæli, hvernig skilur þú þau?

Þess vegna bað ég um eitt slíkt tilvik, ætti ekki að vera erfitt að koma með það ef þetta er oftar en ekki raunin.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 18:42

18 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það er enginn að segja að ábyrgðin sé ekki lagalega og siðferðilega séð gerandans.

En það að vera gjörsamlega á eyrunum að hringlast um með fólki sem líka er á eyrunum og að moka í sig vímuefnum er hættulegra en að fara aðeins rólegra í sálamana. Að því leytinu til er ábyrgðin hvers og eins.

Kristinn Theódórsson, 19.8.2010 kl. 18:44

19 identicon

Það kemur bara sekt í tengslum við nauðganir ekkert við...!

Hildur (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 18:50

20 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það kemur bara sekt í tengslum við nauðganir ekkert við...!

Ég lenti oft í gamla daga í ryskingum og veseni, var laminn og fleira í þeim dúr af því að ég var pissfullur að atast í röngu fólki á röngu tíma og að segja hluti sem ég kannaðist varla við að væru mínar skoðanir.

Kona sem er búin að vera að gefa einhverjum gæjum undir fótinn á stórkostlegu fylleríi og veit síðan ekki af sér í ölæði heima hjá fólki sem hún þekkir lítið, er búin að velja að koma sér í afskaplega mikið líklegri aðstæður fyrir nauðgun en ella. Í því fellst hennar eigin sekt.

En eins og áður segir, þá er gerandinn vitaskuld engu að síður sá brotlegi og er sá sem þarf að taka út refsinguna.

Kristinn Theódórsson, 19.8.2010 kl. 18:59

21 identicon

Það að þú blandir tali um daður inn í umræðuna sýnir best að þú ert bersýnilega tilbúinn til þess að gefa einhvern afslátt af ábyrgð nauðgara.

Höfum þetta einfalt. Er ábyrgð gerandans 100 prósent í öllum tilfellum eða er hún stundum minni? Ef hún er 100% hvað er þá verið að blanda umræðum um áfengisdrykkju og daður inn í málið? Ef hún er bara 99% eða jafnvel enn minni, hver ber þá ábyrgð á restinni?

Svona ef við gefum okkur að þetta sé núllsumma.

Þar fyrir utan getur fólk verið varnarlaust af ýmsum ástæðum, sjálfskipuðum eða af óviðráðanlegum orsökum. Það á ekki að skipta neinu máli varðandi ábyrgð og sekt í nauðgunarmálum.

Hildur (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 19:16

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kristinn, ég held að enginn sé að neita því að það sé slæmt að kvenfólk (og karlmenn) drekki frá sér ráð og rænu innan um ókunnugt og misvandað fólk. Það er reyndar ágætt að þú nefnir hefðbundna ofbeldisglæpi. Hefðbundna segi ég því nauðgun er líka ofbeldisglæpur.

Bæði drukkinn karlmaður og kvenmaður er að auka hættuna á því að verða fyrir ofbeldisglæp og af kynferðislegum toga hvað kvenmanninn varðar. En ábyrgðin á glæpnum sjálfum er alltaf gerandans. Ég kannast líka við hvað fylgir því að vafra um drukkinn og lausmálugur, hef lent í slagsmálum og rekist á hvaða mark er tekið á vitnisburðum fólks inni á og fyrir utan skemmtistaði af ákæruvaldinu.

Það sem fyrst og fremst er ámælisvert er að yfirmaður rannsókna á nauðgunum skuli láta hafa eftir sér orð sem orka þetta ekki lítið tvímælis. Ef að ég myndi halda þessu fram opinberlega væri ekkert hægt að segja því ég er ekkert yfirvald innan rannsóknarlögreglunnar.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 19:53

23 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Theódór er að efast um hvort löggan eigi segja eitthvað af þessu tagi og ég get alveg tekið undir vangaveltur hans að vissu leyti. En Hildur virðist mér vera að taka annan pól í hæðina, þar sem fólk er á einhvern undraverðan hátt ekkert ábyrgt fyrir þeim aðstæðum sem það kemur sér í - það get ég ekki tekið undir - enda augljóst að á því er allur gangur hvort fólk hefur hegðað sér heimskulega fram að glæpnum eða ekki.

Kristinn Theódórsson, 19.8.2010 kl. 20:05

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ótrúlegt að þetta viðhorf komi fram hjá yfirmanni slíkra mála. Sko núna 2010.  Maður þekkir alveg að vísu umræðuna og viðhorf sumra eins og koma hér fram greinilega hér að ofan varðandi efnið og þarf ekki að tíunda.  En að slíkt frá frá umræddum aðila er alveg ótrúlegt.  Maður hélt í fyrstu að dv hefði verið að skálda eitthvað.  En svo virðist ekki vera.  Því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.8.2010 kl. 21:34

25 identicon

Þetta er ekkert flókið.

Fólk ber ekki ábyrgð á nauðgun sem það verður sjálft fyrir, alveg sama þótt það hafi sjálft komið sér í líkamsástand sem gerir öðrum auðvelt að nauðga þeim! Að vera fullur eru aðstæður sem maður kemur sjálfum sér í, en að vera nauðgað er glæpur sem maður verður fyrir. Drykkja og önnur víma koma málinu þar ekkert við.

Hildur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 05:55

26 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég fæ ekki séð að það sé verjandi viðhorf, Hildur.

Nauðgun er ofbeldisglæpur sem getur hæglega átt sér aðdraganda eins og aðrir slíkir.

Mikil drykkja og vímuefnaneysla kippa siðgæðinu dálítið úr myndinni og oft ætti fólk að hafa vit á því að missa ekki stjórn á hlutunum með fólki sem það þekkir illa og er líka að missa stjórn á hlutunum.

Ef fólk er ekki tilbúið að bera ábyrgð á slíku, þá ætti það ekki að koma sér í slíkt, frekar en það ætti að klífa há fjöll ef það kannast ekki við ábyrgðina sem það ber sjálft á að hafa komið sér í þær hættur.

En eins og áður segir er ég ekkert að draga úr siðferðilegri og lagalegri ábyrgð gerandans - nauðgarans eða ofbeldismannsins.

Kristinn Theódórsson, 20.8.2010 kl. 09:13

27 Smámynd: Billi bilaði

Kristinn, lestu nú pistil Illuga á Trésmiðjunni áður en þú heldur áfram að feta þetta einstigi þitt:

http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2010/8/17/til-soma/

Þú segðir t.d. ekki við dóttur þína eftir svona atburð að hún sé að hluta til sek. Og það er það sem skiptir öllu máli í þessu. Ekki hvað sé fræðilega rétt.

Billi bilaði, 20.8.2010 kl. 09:43

28 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jú, takk fyrir ábendinguna, Billi.

Ég var nú búinn að segja hérna fyrir ofan við Theódór, að ég geti vel tekið undir það sjónarmið að þetta sé kannski eitthvað sem lögreglumaðurinn átti ekki að segja, því það sé einfaldlega of vandmeðfarið, og kannski sé brottreksturinn því réttmætur. Ég get því alveg sett mig inn í sjónarmið Illuga.

Hinsvegar fór ég nú bara að þrasa við hana Hildi hér, því hún virðist hreinlega ekki sjá að fólk beri að hluta ábyrgð á þeim aðstæðum sem það kemur sér í og þar með að hluta á afleiðingunum, eða virðist a.m.k. undanskilja nauðganir frá þeirri reglu. En þó ekki í siðfræðilegum eða lagalegum skilningi, eins og ég er margbúinn að taka fram.

Auðvitað er orðalagið "ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum" allt of öfgakennt, því augljóslega er það á ábyrgð fleiri aðila, þar sem a.m.k. tvo þarf til. En málið snýr að 67 nauðgunum sem kærðar voru til lögreglu, "oftar en ekki" mættu fórnarlömbin líta í eigin barm með hvar þau voru niðurkomin og í hvaða ástandi. Það held ég að sé fullkomlega réttmæt athugasemd.

En vilji fólk ekki fjasa um þann lið í málinu, þá er það í góðu lagi

Kristinn Theódórsson, 20.8.2010 kl. 10:24

29 identicon

Er fólk ekki að ná því að Björgvin var að tala um notkun áfengis og vímuefna og að fólk ætti að bera ábyrgð á sjálfu sér. Jú vissulega kom þetta asnalega út hjá honum en höfum tvennt í huga.

1. Maður þarf að leggja sig fram til að ná ekki því samhengi út úr þessu viðtali að hann er að tala um að fólk eigi að bera ábyrgð á sjálfu sér þegar það kemur að neyslu áfengis- og vímuefna og að fólk sé að setja sig í aukna hættu á því að lenda í misjöfnu fólki þegar það er rænulaust af neyslu. Rænan er á ábyrgð fólksins, ekki afbrotið, þetta er á kristaltæru hjá Björgvin.

2. ÞETTA VIÐTAL VAR Í DV! Ég myndi aldrei treysta þessu blaði til að vitna í mig án þess að slíta orð mín úr samhengi og leggja sig fram við að búa til eitthvað úr engu. Ég trúi ekki einu sinni sjónvarpsdagskránni í þessum snepli.

Það að færa manninn til strax í starfi var aðgerð til að þóknast háværum rétttrúnaðarhóp áður en allt varð vitlaust í fjölmiðlum.

p.s. ég treysti Björgvin mun betur en flestum til að tjá sig um þessi mál enda hefur hann áralanga reynslu af þessum erfiða málaflokki og þekkir hann betur en við öll sem hér tjáum okkur til samans.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:13

30 identicon

Og hvað með það þótt að glæpir eigi sér oft "aðdraganda"? Gerir það það að minni glæpum?

Ber myrt manneskja að hluta til ábyrgð á morðinu ef hún var rænulaus sökum drykkju og ein á ferð meðal fólks þegar verknaðurinn var framinn?

Ég er alveg tilbúin til að bera ábyrgð á ástandi mínu ef ég drekk of mikið og fer í blackout. En ég er ekki tilbúin til þess að taka á mig svo mikið sem eitt prómill af sökinni ef ég lendi í nauðgun í því ástandi, né heldur öðrum líkamsárásum. Ef þú reynir að telja mér trú um að annað sé réttara ertu einfaldlega að kóa með glæpahyski eins og nauðgurum. ÞAÐ er ekki verjandi viðhorf.

Hildur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:21

31 Smámynd: Kommentarinn

aaaa!! virkar ekki að kommenta!!

Kommentarinn, 20.8.2010 kl. 16:38

32 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Nú, þá erum við bara ósammála um það, Hildur.

Ef ég tæki ævisparnað minn út úr banka og færi með hann á fyllerí niður í bæ og gleymdi honum á borði á meðan ég færi á klósettið að pissa öllu bjórnum sem ég drakk, og peningarnir hyrfu í vasann á einhverjum á meðan, þá myndu menn vorkenna mér, en segja mér um leið að ég geti nú dálítið sjalfum mér um kennt að vera að þvælast með peningana á mér í reiðufé, setjandi þá á borð á meðan ég fer á fyllerí.

Glæpurinn er engu að síður gerandans, og hann er ekkert minna sekur þótt ég hafi hegðað mér eins og fífl. Ábyrgðin er ekki einhver kaka sem menn skipta á milli sín og verður eftir hjá hverjum aðila í réttum hlutföllum. Ábyrgð er bara ábyrgð og hún er mikil eða lítil.

Ef ég drekk og dópa þangað til ég veit ekki af mér og vakna í einhverjum skúr úti í bæ og veit ekkert hvernig ég hef látið eða með hverjum, þá verð ég minna hissa á því að eitthvað hafi komið fyrir mig, en ef ég hefði drukkið hóflega og síðan tekið leigubíl heim að sofa um nóttina. Ég myndi þá áfellast sjálfan mig fyrir sukkið og stjórnleysið, en að sjálfsögðu þó líka og líklega mest þann sem braut á mér með einhverjum hætti.

Ég er ekki með því að "kóa" með neinum, heldur að líta í eigin barm og viðurkenna að ég hafi getað sagt mér það sjálfur að svona mikil drykkja og vitleysa gæti farið illa og ég hefði getað valið betur. Það sama á að mínu vit við um konu sem tekur margar vondar ákvarðanir í röð og sleppir sér í slíka neyslu með fólki sem ekki er treystandi að henni verður nauðgað.

Gerandinn er að sjálfsögðu sá sem á að refsa og dæma og skammast í. En að engin megi segja við konuna, hey, hvernig væri að vera ekki örend í sófanum heima hjá klikkuðu hyski, hvernig væri að reyna að bera örlitla ábyrgð á eigin lífi, það þykir mér afskaplega undarleg afstaða.

Kristinn Theódórsson, 20.8.2010 kl. 16:46

33 Smámynd: Kommentarinn

Gerandinn ber auðvitað alltaf 100% ábyrgð, hvort sem hún er kaka eða ekki. Það er hægt að miðla forvörnum á betri hátt en að tala eins og einhver lénsherra frá miðöldum (þá er ég eð vísa í Björgvin). Það er einfaldlega ósanngjarnt og nánast siðlaust að tala um ábyrgð þolanda í tilfellum svona alverlegra glæpa eins og morða eða nauðgana.

Kommentarinn, 20.8.2010 kl. 16:52

34 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Illugi orðar þetta ágætlega í blogginu sem Billi vísaði á hér að ofan:

Því þó það sé hægt að alhæfa um að stúlkur eigi ekki að drekka frá sér ráð og rænu (ekki frekar en karlmenn náttúrlega), þá getur sú alhæfing hljómað eins og nánast grimmileg ásökun þegar maður stendur frammi fyrir raunverulegu fórnarlambi raunverulegrar nauðgunar.
Eins og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar hlýtur að gera hvað eftir annað.
Þess vegna mátti Björgvin Björgvinsson ekki segja það sem hann sagði í viðtalinu við DV.

Það er áhugavert að skipta út ölvun fyrir mínípils. Hversu margir eru sammála þessu: 

Konur ættu að athuga hverju þær klæðast þegar þær fara út. Flegnir bolir og mínípils geta sett konur í aukna nauðgunarhættu. Oftar en ekki eru þessi mál tengd druslulegum klæðnaði og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi.

---

Kommentarinn: Hvað meinarðu?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2010 kl. 16:59

35 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Konur ættu að athuga hverju þær klæðast þegar þær fara út. Flegnir bolir og mínípils geta sett konur í aukna nauðgunarhættu. Oftar en ekki eru þessi mál tengd druslulegum klæðnaði og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi.

Klæðnaður sviptir þig ekki getunni til að vita hvar þú ert og hvernig þú hegðar þér.

Kristinn Theódórsson, 20.8.2010 kl. 17:10

36 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Kommentarinn

Innlegg þitt er upphrópun, órökstutt og gerir sérstakar kröfur sem byggjast á huglægu mati á tegund glæps.

Kristinn Theódórsson, 20.8.2010 kl. 17:12

37 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Satt, en er ekki erfiðara að nauðga konu sem er ekki í mínípilsi og g-streng, rétt eins og það er auðveldara að nauðga konu sem getur ekki staðið í lappirnar vegna ölvunar?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2010 kl. 17:27

38 Smámynd: Kommentarinn

Þetta quote sem Tinna kemur með er eiginlega það sem ég á við. Þegar þú stendur frammi fyrir ALVERLEGUM glæp ss. nauðgun eða morði þá er fáranlegt að tala um abyrgð fórnarlambs. Þó að hægt sé að færa rök fyrir því að hugsanlega hefði fórnarlambið geta breytt lífi sínu á þann hátt að líkurnar á að lenda í tilteknu atviki væru minni (ss. að drekka minna, klæða sig í síðara pils o.s.frv.) þá er það ósanngjarnt og tillitslaust að benda á það. Maður í þessari stöðu á að vita betur og ef við ætlum að fara að huga að forvörnum gegn nauðgunum á þennan hátt væri þá ekki næsta skref að mælast til þess að konur klæddu sig á ákveðinn hátt til að minnka líkur á nauðgunum?

Kommentarinn, 20.8.2010 kl. 18:17

39 Smámynd: Kommentarinn

Og já huglægt mat um tegund glæps skiptir akkúrat máli þegar menn koma með opinberar yfirlýsingar. Það er til eitthvað sem heitir almenn tillitsemi sem þarf að huga að og þá eru fornarlömb nauðgana viðkvæmari hópur en fullir gaurar sem tapa pening á bar.

Kommentarinn, 20.8.2010 kl. 18:17

40 Smámynd: Kommentarinn

"Klæðnaður sviptir þig ekki getunni til að vita hvar þú ert og hvernig þú hegðar þér"

Hvar maður er og hvernig maður hegðar sér á heldur ekki að vera faktor sem skiptir máli þegar rætt er um nauðganir. Umræðan má ekki vera þannig að fólk geti sagt: ahhh hún hegðaði sér eins og glyðra þarna á vafasömum stað.. hlaut að vera!

Kommentarinn, 20.8.2010 kl. 18:21

41 Smámynd: Kommentarinn

Aðal pointið hjá mér er líklega að það á ekki að gefa neinn afslátt af sekt gerandans vegna "aðstæðna" og það verður að sýna fórnarlömbunum þá tillitsemi að segja ekki: Þetta var pínu þér að kenna. Þó að maður fari jafnvel rökrétt og fínt í það..

Kommentarinn, 20.8.2010 kl. 18:27

42 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Mikið er þetta furðuleg umræða. Auðvitað ber fórnarlambið enga sök og þá meina ég enga sök á þeim glæp sem framin var gegn því. Hinsvegar þá er oft talað um að bjóða hættunni heim en það er ekki það sama og sök sem slík og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Jóhann Róbert Arnarsson, 20.8.2010 kl. 18:49

43 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Svona nú, haldið áfram að rífast.

Jóhann Róbert Arnarsson, 20.8.2010 kl. 19:54

44 identicon

Kommentarinn segir "Þó að hægt sé að færa rök fyrir því að hugsanlega hefði fórnarlambið geta breytt lífi sínu á þann hátt að líkurnar á að lenda í tilteknu atviki væru minni (ss. að drekka minna, klæða sig í síðara pils o.s.frv.) þá er það ósanngjarnt og tillitslaust að benda á það."

Þannig að forvarnir eru tilgangslausar?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 20:50

45 Smámynd: Kommentarinn

Þori kannski ekki alveg að fullyrða að einhverskonar nauðgana forvarnir gætu gert gagn ef þær væru framkvæmdar vel. Ég held samt að það sé hægara sagt en gert...

Kommentarinn, 20.8.2010 kl. 22:03

46 identicon

Heil og sæl öllsömul.

Ég hef aldrei tjáð mig á blogginu fyrr en finnst ég verða að gera það núna þar sem ég þekki þetta af eigin reynslu.

Kristinn skrifaði:

,,Gerandinn er að sjálfsögðu sá sem á að refsa og dæma og skammast í. En að engin megi segja við konuna, hey, hvernig væri að vera ekki örend í sófanum heima hjá klikkuðu hyski, hvernig væri að reyna að bera örlitla ábyrgð á eigin lífi, það þykir mér afskaplega undarleg afstaða".

Ég er þess fullviss um að fórnarlömb slíkra nauðgana hafi ekki ætlað sér að drekka svona illa og það þarf ekkert að vera að fíkniefni séu alltaf með í spilinu, áfengið er nóg eitt og sér.  Í mínu tilfelli var það þannig að ég hafði verið að flýta mér að hella í mig áður en ég fór inn á ball en þegar inn var komið sveif rosalega á mig. Tilgangurinn var ekki að enda örend á sófa hjá ókunnugu hyski en aftur á móti fór drykkjan úr böndunum. Ég þekki fleiri konur en ég kæri mig um sem hafa lent í svipuðu.  Þær eru engar sérstakar fyllibyttur en urðu fullari en þær ætluðu sér og varð því miður nauðgað. 

Það sem ég og þessar konur eigum svo sameiginlegt er að þetta gerðist þegar við vorum ungar og óharðnaðar og kunnum ekki eins vel að fara með áfengi. Ég veit það í dag að ég gæti alveg tekið ábyrgð á því að drekka mig ekki svona fulla en á þessum tímapunkti var þetta óútreiknanlegra. Ég hef ekki kynnt mér tölfræðina í þessu en það kæmi mér samt ekki á óvart að ungar konur verði frekar fyrir svona nauðgunum og ein ástæðan gæti verið sú að þær skemmti sér sennilega oftar en eldri konur og kunni verr að fara með áfengi. Ég er alltaf hrædd við að alhæfa en ætla samt að halda því fram að fæstir ætli sér að verða svona út úr heiminum þegar þeir halda út á djammið.

Ég vil líka benda á að konur þurfa ekki að vera innan um ókunnugt fólk til þess að verða nauðgað. Ég myndi sennilega ekki þiggja partýboð hjá ókunnugu hyski en hins vegar gæti vinur minn eða kunningi hafa boðið til sín manneskju í partý sem væi trúandi til þess að gera svona. Maður sér það ekki endilega utan á manneskju að hún sé nauðgari.

Jæja þetta var mitt innlegg þessa umræðu en mér fannst vera dreginn upp allt of svarthvít mynd af þeim konum sem verða fyrir þessu. Vil þó taka það fram að mér allt í lagi að ræða þessi mál því eins og einhver sagði hér að ofan þá eykur drykkja líkurnar á hverskonar glæpum ekki bara nauðgunum.        

Lady Gaga (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:58

47 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Kristinn skrifaði:

,,Gerandinn er að sjálfsögðu sá sem á að refsa og dæma og skammast í."

Skammast í? Það finnst mér vera afsláttur. Dæma fólk í réttarkerfinu fyrir það sem það gerir og búið mál, það gerir þetta einfalt. Þar sem fangelsinn eru ætluð að vera beturnarhús þá má stunda forvarnir þar og mennta fanga um afleðingar nauðgunar. Það mætti jafnvel byrja á því í grunnskólum, bæði hvað varðar kvennmenn og karlmenn til þess að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann. Þetta viðhorf hjá Guðmundi er óverjanlegt og lýsir valdhroka, fórnarlömbinn hafa rétt á að stjórna sínu lífi sjálf í staðinn fyrir, umorðað auðvitað: "Þetta lið er svo heimskt að það fer út fullt (meirihlutinn) og þá þess vegna (hálfpartinn?) skilið að vera nauðgað, skríll hvortsem er."

Fólk hefur rétt á því að læra, hvort sem það er inná vín eða annað.

Lady Gaga, gott innlegg.

Ég er með menntun, þannig að við getum stoppað eitthvað hillibillie dæmi eins og þetta. Þar sem fórnarlömbunum er ekki einu sinni trúað og gert lítð úr því eins og var sýnt í myndbandinu. Það eitt og sér er nóg til þess að gera fólk gaga og býður upp á spillingu og þöggun.

Á bak við veggi martraðar, myndinn af þér lifir. (Bubbi Mortens).

Ágætis hugvekja.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 12:57

48 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Björgvin var það, ekki Guðmundur.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 13:16

49 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Fólk er mikið að tala um nornaveiðar í bloggum við nýjustu fréttina af málinu, og skilja ekki að nokkur hafi kippt sér upp við þetta.

Ef þú lentir í nauðgun á fylleríi, myndirðu vilja tala við mann sem lét hafa það eftir sér -að því er virðist- að fullar stelpur gætu bara sjálfum sér um kennt að vera nauðgað?

Björgvin segist ekki vera þeirrar skoðunar, og ég ætla rétt að vona að það sé satt, en hefði enginn hneykslast og engin umræða orðið, hefðu þessi orð hans staðið óhögguð og hugsanlega komið í veg fyrir að einhver tilkynnti nauðgun. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2010 kl. 14:26

50 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Þessi frétt er hvítþvottur.

Frá Starbuck:

"

Þessi frétt er mjög villandi.  Lögreglumaðurinn fer með rangt mál þegar hann segir að fólk hafi helst verið að gagnrýna þessi ummæli:

"Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér" 

Rétt er að það voru þessi ummæli sem fólk var að gagnrýna:

"Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir þessum vandræðum.  Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðinni yfir á þá.  Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfum sér"

Það er eingöngu treggáfað fólk (blaðamaður Morgunblaðsins?) sem sér ekki að það er ekki hægt að túlka þessi orð á annan hátt en þann að oftar en ekki séu þessi brot algerlega á ábyrgð brotaþolans og þar með að brotamaðurinn beri enga ábyrgð!

Er maður sem kemur með svona fullyrðingar hæfur til að sinna löggæslu?"

Maður sem getur einu sinni ekki tekið ábyrgð á sínum eigin mistökum/ummælum er ábyrgðarlaus sjálfur og heldur að hann sé órbigðull að öllum líkindum. Hann á ekki heima í svona starfi.

Vísar síðan í kunningjasamfélagið sem segir ekki neitt þegar hér er komið við sögu, það sem skiptir máli er hverning hann bregst við sínum eigin mistökum. Ef hann getur ekki séð sín mistök hér hverning á hann að geta sinnt sínu starfi? Allt sem kemur fyrir er einhverjum öðrum að kenna því hann er óbrigðul og sú hugsun nær greinilega til skjólstæðinga lögreglunar.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 15:07

51 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Þetta er það sem hann sagði:

 ""Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir þessum vandræðum. "

Hann sagði ekki:

 "Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi að setja sig út fyrir vandræðum sem þessum og þar af leiðandi að bjóða hættuni heim.

Kann fólk að lesa?

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 15:47

52 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Hey, ég verð að búa til alveg nýja setningu, seinni setninginn kom ekkert betur út.

Hann sagði ekki:

 "Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi að taka það með í reikninginn að eitthvað geti komið fyrir en samt sem áður er verknaðurinn á ábyrgð brotamanns" Þarna er auðvitað gert ráð fyrir að fólk geti ekki tekið ábyrgð á sér sjálft og fólkið er þar af leiðandi skríll. Ekki er þetta skárra, það er enginn leið til þess að hvítþvo þetta og um engan miskilning að ræða.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 16:47

53 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það er eingöngu treggáfað fólk (blaðamaður Morgunblaðsins?) sem sér ekki að það er ekki hægt að túlka þessi orð á annan hátt en þann að oftar en ekki séu þessi brot algerlega á ábyrgð brotaþolans og þar með að brotamaðurinn beri enga ábyrgð!

Jesús, það er enginn að segja að brotamaðurinn beri enga ábyrgð. "Ekki hægt að túlka", ég held að sumir ættu að fara varlega í að nota orðið treggáfaður um aðra.

Jóhann Róbert er búinn að spamma þessa umræðu út af kortinu - eitt innlegg í einu, Jóhann.

En að lokum vil ég segja ivð Lady Gaga, að skil ég alveg þitt sjónarmið. Hinsvegar má líka hæglega draga upp raunsæja mynd af ungum konum og eldri sem eru í mun meira rugli.

En þetta voru ágæt skoðanaskipti, ég kveð að sinni.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 21.8.2010 kl. 17:21

54 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Gunni:

"Áfengis og vímuefnaneysla er einfaldlega -ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi-. Skil ekki hvað er svona torskilið við þessa setningu hans. Með því að verða ofurölvi margfaldast líkurnar á að einhver misnoti þá aðstöðu.

Þú ert sýnist mér að reyna að setja þetta í samhengið að málin séu -ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi- meðan Björgvin er augljóslega að tala um áfengisneysluna"

þetta er það sem hann [Björgvin] sagði: osfv osfv

Kristinn, ég hef átt færri innlegg hér heldur en þú og ef að þú villt fá samhengið þá er það hér og þetta er tekið af Starbucks blogginnu þar sem fólk er byrjað að láta að því liggja að hann hafi verið að tala um áfengisneyslu að fólk beri ábyrð á því en ekki því að það beri ábygð á því að verða fyrir glæp og hinn seinni tíma túlkunn gengur einfaldlega ekki upp.

Björgvin á auðvitað að játa skýlaust að honum hafi orðið á mistök.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 17:37

55 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"En að lokum vil ég segja ivð Lady Gaga, að skil ég alveg þitt sjónarmið. Hinsvegar má líka hæglega draga upp raunsæja mynd af ungum konum og eldri sem eru í mun meira rugli"

Hvað þýðir þetta, í mun meira rugli? Þannig að alkahólista er bara enginn vorkun? Að allt vín er rugl eða að allt vín er rugl ef að þú ferð út að skemmta þér og slysast til þess að drekka of mikið?

Það er ekki hægt að hjálpa fólki með því að berja á því og glæpamönnum sem neyta aflsmunar er enginn vorkunn.

Forvarnir og menntunn og uppeldi og sjálfboðaliðastarf, eru helsta bóluefnið hér.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 18:32

56 Smámynd: Halla Rut

Það var einu sinni ráðist á mig inn í verslun og káfað á mér og klipið, já, inni í búð. Ég var nokkuð ung eða 23 ára og komin 4 mánuði á leið af elsta syni mínum. Ég kallaði á lögreglu. Lögreglan spurði mig hvort hann (gerandinn) hefði nú ekki bara rekist í mig því þeir hefðu farið og talað við vinnufélaga mannsins og þeir sögðu hann allir voða góðan mann.

Svo, fyrirgefðu, þetta tal þessa lögreglumanns kemur mér ekki á óvart. 

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 18:49

57 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Það er möguleiki á því að honum hafi orðið hér á heiðarleg mistök ef að marka má þessi orð Sollu Bollu:

"Mér finnst þessi gagnrýni á Björgvin vægast sagt alltof hörð. Fjölmiðlar eru nú þekktir fyrir það að taka orð úr samhengi, og ég held að ofan á þetta hafi þetta hreinlega bara verið illa orðað hjá kallgreyinu...

Það hafa komið margir dómar undanfarið í kynferðisbrotamálum og vil ég hér m.a nefna einn sérstaklega sem var um konuna sem var í sambúð með manni sem að misnotaði hana og fékk hana til þess að hafa kynmök við aðra karlmenn osfrv... man ekki hvort aðrir muni eftir þessu máli en málið átti m.a rætur að rekja til Danmerkur þar sem að þau voru búsett. Mig minnir að sá hafi fengið 7-8 ára dóm sem var algjör tímamótadómur í svona málum, sér í lagi þar sem málið var sérstakt þar sem hún bjó með manninum "sjálfviljug" og tók þátt í ýmsum kynferðislegu athöfnum, þar sem hún var beitt andlegu ofbeldi...

Þessi rannsókn var undir stjórn Björgvins  og ber þess merki að málin hafa verið með eindæmum vel unnin undir stjórn Björgvins

Ef að það væri einlæg skoðun Björgvins að brotaþoli beri ábyrgð á verknaði , hefði þessi dómur ALDREI verið kveðin....

Ég held að fólk ætti að kynna sér það starf og rannsóknir sem að hafa átt sér stað undir stjórn Björgvins og taka svo afstöðu til þess hvað þeim finnst um þessi orð Björgvins..... "

Starfsfólk  lögreglunar er eins misjafnt og það er margt og getur verið um streitu í starfi að ræða hér.

Af ávöxtunum (aukið frelsi) skuluð þér þekkja þá.

Hinsvegar finnst mér þetta lýsa áherslum innan lögreglunar og hneyskli eins og í tilviki Höllu ef að þeir hafi ekki einu sinni rannsakað málið betur heldur en þetta.

En það er enginn leið til þess að verja þetta og yfirklór bætir bara gráu ofan á svart, kemur út eins og margsaga krimmi.

Björgvin á auðvitað að játa skýlaust að honum hafi orðið á mistök, í það minnsta.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 21:11

58 Smámynd: Halla Rut

Hann, Björgvin, var nú örugglega ekki við stjórn þá enda ég orðin hundgömul svo ekki ég að skrifa þetta á hann.

En ég tel Íslensku lögregluna illa mentaða og illa skipulagða enda lítið lagt til hennar sem er mjög slæmt þar sem við horfum nú á breytt samfélag þar sem hitt saklausa Ísland er á undanhaldi. 

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 21:45

59 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Hann, Björgvin, var nú örugglega ekki við stjórn þá enda ég orðin hundgömul svo ekki ég að skrifa þetta á hann."

Enn einn uppdicktuð hetjusagan frá góðvinafélginu þá. Þeir sem hafa hvað hæst að verja einhvern þegar kemur að réttmætri gagnrýni eru þeir sem skrifa undir það sem ég kalla valdstórnina. Valdahagsmunir og hugsunalaus hetjudýrkun ef að það má kalla það svo.

"En ég tel Íslensku lögregluna illa mentaða og illa skipulagða enda lítið lagt til hennar sem er mjög slæmt þar sem við horfum nú á breytt samfélag þar sem hitt saklausa Ísland er á undanhaldi"

Sakleysi er mjög fallegt en það er fyrir börn átta ára og yngri, eftir það þá fara þau að æfa sig í akvörðunartöku og eru vonandi komin heil út í lífið um 21 árs aldurinn.

Í góðærinu þá höfðu þeir (stjórnvöld) ekki einu sinni rænu á því að byggja fangelsi fyrir fanganna og nú standa þau frammi fyrir því að brjóta mannréttindi á þegnunum með þeim biðlistum sem nú eru til staðar til þess að hefja afplánun.

Þjóðfélagið er bara svo mikið breytt frá því að það var hér um 1940 - 1950 að gömlu aðferðinnar ganga ekki lengur einar og sér þar sem allt var leyst með valdboði.

Ég er að tala um forvarnir en ég veit vel að ef að þeir tíma einu sinni ekki að byggja fangelsi þá er ástandið orðið mjög ískyggilegt, svona eins og strúturinn sem stingur höfðinnu niður í sandinn því við erum eyja sem er svo langt út í hafi og allt það sem við könnumst ekki beint við er bara skríll. Smáborgaraháttur sem lýsir sér í einangrunarstefnu og ef að það séu einhver vandamál, eiginlega alveg sama hvað það er þá er sama fólk bara pakk og Íslendingar eru bara bestir og hamingjusamasta þjóð í heimi. Sjálfkrafa bestir í bankamálum og öllu og það vita allir hvernig það fór. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að haga okkur svona lengur.

En hey, það er næstum því eins og þeir vilji að brotamenn vilji ganga hér lausir fyrst að þeir tíma ekki einu sinni að byggja fangelsi í miðju "góðæri".

Allveganna er þetta ekki forgangsröðun eða skipulagning, þetta er bara vanhæfni og ekkert annað meðan það er verið að reyna að telja okkur trú um það að þeir séu svo svakalega hæfir, jafnvel með uppdikktuðum hetju/"víkingasögum".

Breyttir tímar.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 22:41

60 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Hann, Björgvin, var nú örugglega ekki við stjórn þá enda ég orðin hundgömul svo ekki ég að skrifa þetta á hann."

Áttirðu við þegar þú varst áreitt? Þá horfir málið öðruvísi við. Þá dreg ég summt af því sem ég sagði  hér að ofan til baka en meginreglann stendur eftir sem áður.

Tinna, takk fyrir mig.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 23:27

61 Smámynd: Halla Rut

Já, ég átti við það, enda skildi ég ekki hvert þú varst að fara.

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 23:30

62 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Úpps...þá bið ég Sollu Bollu afsökunnar og játa það hér með, heiðarleg mistök sem geta komið fyrir besta fólk.

Ég er orðinn mjög skeptískur á þessar víkinga sögur, það er eitt sem er víst.

Takk fyrir að taka af allan vafa hér.

Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2010 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband