Opinber starfsmaður kemur upp um einbeittan brotavilja

Séra Geir Waage er hugsanlega glæpamaður. Það er a.m.k. vel mögulegt að einhver hafi sagt honum frá einhverju sem séranum er skv. lögum skylt að tilkynna, en það hafi Geir ekki gert. Það er auðvitað mun líklegra að Geir hafi aldrei þurft að takast á við slíka játningu.

 

Ég vona að þessi kærleiksríki og auðmjúki þjónn Guðs þurfi aldrei að horfast í augu við barn sem orðið hefur fyrir misnotkun eða öðru ofbeldi og útskýra fyrir því að þó hann hafi vitað af ofbeldinu hafi hann ekki viljað gera neitt. Hvernig ætli Geir færi að því að réttlæta þessa afstöðu fyrir fórnarlömbunum? 

 

Ég hlakka til að sjá hvernig - eða öllu heldur hvort - biskupsómyndin tekur á málinu. Sjálfur tók hann fullan þátt í að reyna að þagga niður glæpi Ólafs Skúlasonar á sínum tíma, svo það verður varla að teljast líklegt að hann skammi Geir fyrir að hylma yfir aðra glæpi. Það sama hlýtur að gilda um glæpamennina sem Geir vill hlífa og háheilagan nauðgarann hvers stól Karl vermir - Guð einn mun dæma

Geri Karl ekkert er það sameiginleg skylda yfirvalda og sóknarbarna í Reykholti að sjá til þess að skeggapinn í svarta kjólnum fái ekki tækifæri til að hylma yfir glæpi barnaníðinga. Prestar eru opinberir starfsmenn, laun þeirra eru greidd af skattgreiðendum með milligöngu ríkisins, og það er ólíðandi að hafa opinberan starfsmann á launaskrá eftir að hann hefur lýst því yfir að hann hyggist brjóta ekki bara siðareglur eigin stéttarfélags, heldur landslög, að ekki sé minnst á siðferðisbrotið sem felst í þessu. Lögum samkvæmt gæti Geir átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi, láti hann hjá líða að tilkynna glæpi gegn börnum. 

Klerkur tekur sér hér stöðu með kúgurum og ofbeldismönnum, gegn fórnarlömbum þeirra.

 

Það er þá aldeilis kristilegt, eða hvað?


mbl.is Þagnarskyldan er algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hann er hugsanlega glæpamaður, en það er hafið yfir vafa að hann er drullusokkur. Mitt fyrsta verk eftir helgi verður að segja mig úr þjóðkirkjunni.

Rúnar G. (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 14:10

2 Smámynd: halkatla

""GEIR WAAGE - Presturinn sem barnaníðingar* geta treyst""

*og aðrir glæpamenn

halkatla, 21.8.2010 kl. 14:35

3 identicon

Já kæru íslendingar... þið borgið þessum mönnum í kringum 5000 milljónir á ári... og fyrir hvað... fucking bs.

Þar sem íslenskir stjórnmálamenn eru of miklir aumingjar til að taka kirkju af spena.. þá verðið þið að fara og skrá ykkur utan trúfélaga... þá fer líka skatturinn til samfélagsins í stað þess að fara í aðdáendaklúbb galdrakarls.

Merkið svo orð min; Þegar krijan verður tekin af spenanum þá mun hún og kuflar ráðast að íslendingum og segja eiga flestar ef ekki allar stórjarðir á landinu... jarðir sem hún fékk með óheiðarlegum hætti.. eins og með að liggja á rúmgafli deyjandi manna og nota aðstæðu þeirra til að gefa kirkjunni allt sitt... En ég treysti ykkur til að kynna ykkur þessi mál með þjófnað kirkju frá þjóðinni... svo leigir kirkjan okkur þýfið

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 14:37

4 identicon

Auðvitað eru hlutir eins og þeir eru í kristni... mikilvægasta af öllu í kristni er örbyrgð og þjáning.. því meiri örbyrgð og þjáning, því betra.

Ef við tökum sögu Job.. sem er skrifuð til þess eins að fá fólk til að samþykkja að þjáningar séu mál málanna... þar sem Guddi og Satan gera veðmál.. myrða fjölskyldu hans, terrorísa hann á allan hugsanlegan máta... EN aldrei gafst Job upp á Gudda
Niðurstaða = Þjáningar eru bestar, þar er Guddi að prófa þig og þrautsegju þína... .þú færð ríkulega uppskeru eftir að þú ert dauð(ur)

Hvernig tekur galdrabók ríkisins á nauðgunum... Jú ef konu er nauðgað í borg og hún öskrar ekki nægilega hátt á hjálp.. þá á að grýta hana til bana.. .eða láta hana giftast nauðgara...
Biblían er full af svona frásögnum... eins og þegar her guðs átti að myrða þúsundir manna, konur og börn.. en taka hreinar meyjar til að leika sér að sjálfir.
Þetta stendur í hornsteini íslands... við syngjum um þetta skrímsli í þjóðsöng okkar... við syngjum ekkert um okkur sjálf eða ísland... bara um skrímsli galdrastofnunar ríkisins.

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 15:21

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Herra Kristin Stjórnmálasamtök styður séra Geir í þessu máli (sörpræs sörpræs) og segir m.a.

Ennfremur gerði séra Geir rétt í því að benda á, að hin erfiða staða prestsins gæti leitt til þrenginga hans sjálfs af hendi ofbeldismanna, eins og allir eiga að geta séð fyrir sér, ef mafíósar og misindismenn frétta skyndilega, að allir prestar séu orðnir lausmálgir!

Jón Valur Jensson, 21.8.2010 kl. 15:06

Hvað í ósköpunum á maðurinn við? Hafa þeir prestar landsins sem fylgja lögum verið buffaðir reglulega af mafíósum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2010 kl. 15:23

6 identicon

Kirkjan hans JVJ er stærsti og elsti barnaníðingshringur í heimi... Merkilegt að hann skrifi aldrei um þá staðreynd ;)

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 16:02

8 identicon

að mig minnir þá er í lögum um openbera starfs menn að ef þeir brjóti lög þá skuli þeir missa starfið ,allavega var vinur minn rekinn fyrir um 30 árum úr vinnu hjá hinu openbera eftir að hafði komist upp að hann hafði tekið eina eða tvær áfengisflöskur ófrjálsri hendi af bar. Nú spyr ég á ekki að reka Geir Waage úr starfi þar sem hann segist muni brjóta landslög ef það kemur maður til hans til skrifta og hann mun ekki fara eftir Barnaverndunarlögunum.

Loki (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 20:50

9 identicon

Herra Kristin Stjórnmálasamtök styður séra Geir í þessu máli (sörpræs sörpræs) og segir m.a.

Ennfremur gerði séra Geir rétt í því að benda á, að hin erfiða staða prestsins gæti leitt til þrenginga hans sjálfs af hendi ofbeldismanna, eins og allir eiga að geta séð fyrir sér, ef mafíósar og misindismenn frétta skyndilega, að allir prestar séu orðnir lausmálgir!

Jón Valur Jensson, 21.8.2010 kl. 15:06

Svo eru þeir ekki tilbúnir að ganga í spor meistara síns Jesú Krists sem var krossfestur fyrir mannana syndir.

Loki (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 21:01

10 Smámynd: Dingli

Þori þessu varla.

En hvar skal draga mörkin? Engin fer að segja presti sínum frá því sem gæti reynst ólöglegt vitandi að hann hlaupi með það beinnt í lögguna.

Dingli, 21.8.2010 kl. 21:39

11 identicon

Dingli

Mörkin eru þau að Prestar eins og aðrir landsmenn verða að fara að lögum.

Það er svo einfalt.

Ég hef spurningu fyri þig Dingli

Hvað máli skiptir þó að glæpamenn geti ekki sagt prestum frá sínum glæpum, ef prestur hefur þagnarskyldu þá er hann að mínu mati orðinn samsekur með því að hylma yfir glæp og rétt yfirvöld fréttir ekki neitt og ef glæpamaðurinn segir ekki presti frá þá frettist ekki neitt heldur, svo í báðum tilfellum fé réttir aðilar (sem er lögregla) ekki að vita af glæp sem hefur verið framinn.

Svo hér er spurningin afhverju ættu glæpamenn að vera yfirleitt að fá fyrirgefningu hjá prestum er það svo geti byrjað með hreinan skjöld að fremja glæpi aftur.

Loki (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 22:46

12 Smámynd: Dingli

Loki, jú, jú, það vakna margar spurningar. Gleymdi þeim möguleika þegar samviskan fer að naga, má hlaupa í prestinn, fá syndaflausn og byrja að nýju með hreint sakavottorð frá Guði. En veita Lúterskir prestar nokkuð fyrirgefningu? Fyrri spurningin á líka fullan rétt á sér, en svarar því ekki hvar mörkin eiga að vera, frekar en fullyrðingin sem þú segir, einfalda.

Öll held ég við hylmum yfir margvísleg lögbrot. Fíkniefnaneyslu ættingja og vina, jafnvel sölu og smygl, ölvunarakstur þeirra sömu, undanskot frá skatti, og tökum jafnvel sjálf þátt í slíku. Á fíkniefnaneytandi sem leitar til prests, segist komin á ystu nöf, hafi orðið að selja og smygla til að fjármagna sig, það á hættu, að presturinn hjálpi ekki við að koma honum í meðferð, heldur hringi í lögguna? Þetta eru jú alvarleg brot.

Ég veit nokkurn vegin hvar ég dreg mörkin, en hvar eiga prestar að draga þau? Ég held að þar sé ekki hægt að draga bara strik, hver og einn verður að gera það upp við sína samvisku hvar mörkin liggja.

Ef Geir Waage sefur vel, þegjandi yfir níðingsskap gegn börnum þar sem það sé Guðs að dæma, þá dæmir Guð hann sjálfan vonandi réttlátlega. Væri ég haldin slíkri trú tæki ég á hvorugu séns og græfi kvikindið sjálfur, varla færi nokkurn að gruna prestinn um illvirki - eða hvað?

Dingli, 22.8.2010 kl. 00:19

13 identicon

mjög einfalt og SKÝRT !

 Barnaverndarlögin taka af allan vafa sjá 17.gr:
"Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, PRESTUM, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf SKYLT að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og GERA BARNAVERNDARNEFND VIÐVART ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst er í 1. mgr."

Er hægt að orða þetta skýrara á íslensku ?

svo er hér ábendinng á fyndið komment frá "kjúklingi" að grenja hjá öfgamanni er talar um "skriftir bófa" Geir til "málsbóta" :-)

"Ympraði á þessu í ath. hjá, Zerogirl, áðan. Ætlaði þó vart að þora út á slíkt hættusvæði."  Dingli !

GretarEir (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 09:49

14 identicon

sorry hlekkurinn :-)

"Ég stend með síra Geir Waage um trúnaðarskyldu sálusorgara við skriftamál. Annaðhvort er trúnaður eða ekki. Hver skriftar fyrir lögreglunni nema sá sem er að gefa sig fram? Don Camillo hefði skilið þetta.

Myndi einhver leita til prestsins síns í vanda og neyð ef hann gæti alveg eins talað við lögguna? Skilur einhver lengur hugtakið bankaleynd á Íslandi eftir beintengingu skattstofunnar við bankana?" Halldór Jónsson

http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1087310/

GretarEir (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 09:52

15 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Þessi afstaða kirkjunar er óverjandi og ég tel að kirkjan hafi svikið sjálfan sig og sína skjólstæðinga með því að hindra með þessu réttvísina og hylma yfir með svona rugli.

Það verður að fara að slá svona lagað af.

Jóhann Róbert Arnarsson, 22.8.2010 kl. 15:49

16 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Úr fréttinni Guð einn mun dæma:

"„Frelsarinn hvetur okkur til þess að dæma ekki. Við erum ekki umkomin þess að dæma,“ sagði Karl."

Þetta er ekki það sem Jésú meinti heldur seinni tíma afbökun á dæmið ekki svo að þér munið ekki dæmdir verða. Hér er sannleikanum snúið á haus eða við. Ef að þetta væri rauninn þá væri tilgangslaust að hafa dómstóla yfir höfuð með öllu sem að því fylgir.

Sem betur fer er ég fyrir löngu búinn að skrá mig úr þjóðkrkjunni, þetta er öfgar og ekkert annað að segja að annað hvort sé trúnaður eða ekki því að veruleikinn er ekki svarthvítur, Guð eða Djöfull. Rugl.

Það tekur engin slíkt alvarlega auðvitað nema þeir sem hafa kannski eitthvað að fela, það er kannski þessvegna sem níðingarnir hópast í átt að kirkjunni í stórum stíl.

Hún er búin að skjóta sig í fótinn það er eitt sem er víst eða, þegar þú ert búinn að grafa þér holu hættu þá að grafa.

Jóhann Róbert Arnarsson, 22.8.2010 kl. 16:21

17 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Þanning að kirkjan heldur ekki í boðskap meistarans þegar hann sagði látið börnin koma til mín.....og nei hann meinti ekki koma til mín svo að hægt sé að nauðga þeim. Ef að fólki finnst ég vera harðorður hér þá er það út af því að það er þetta sem kirkjan lætur viðgangast í skjóli ríkisins. Ríkið er ekki að hlusta á fólkið hér því að það er ekki í vilja meirihlutans að svona lagið fáist viðgengist óáreitt.

Það eru mannréttindi barna að fá að njóta sem öruggastar æsku sem frekast er unnt.

Beinan níðingsskap gegn minni máttar verður að tilkynna, þeim sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér og svona tvöfalt lagakerfi verður að afnema.

Það verður aldrei borin virðing fyrir þeim skoðunum og verkum sem byggð eru á niðurbrjótandi hatri.

Ég fordæmi hér með kirkjuna og ríkið í þessu tilfelli.

Góðar stundir.

Jóhann Róbert Arnarsson, 22.8.2010 kl. 18:35

18 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Að sögn Geirs er ekki um það að ræða að sú ólíka afstaða sem prestar virðast hafa til þagnarskyldunnar byggi á ólíkum kenningum. „Það hefur aldrei verið nema ein kenning innan kirkjunnar og hún er sú að presturinn er sálusorgari og hann hlýðir skriftum manna og leiðbeinir þeim, hann getur ekki vikið sér undan því. Þess vegna segi ég fullum fetum að þeir menn sem ekki skilja þetta og ekki treysta sér til þess að þegja yfir svona vitneskju, sem oft á tíðum er alveg skelfileg, þeir eiga ekki að vera í prestsskap. Þarna skilur á milli þeirra sem eru prestar og taka skyldu sína alvarlega og einhvers konar félagsliða í hempu."

Það er bara eitt svar við þessu og það er að þarfir barnana ganga hér fyrir. Þarfir brotamanns eru þær að hann þarf að komast undir manna hendur og prestar geta síðan heimsótt hann á geðsjúkrahús og/eða fangelsi en honum og þar af síðan saklausu barninu er nokkur greiði gerður með undanskoti frá sínum gjörðum. Ef að brotamanni er alvara með iðrunn sinni þá ber honum að gangast við sínum verkum og að gefa sig fram. Þannig er um raunverulega iðrun að ræða og allt annað býður hættunni heim. Síðan er látið að því liggja að félagsliðar taki ekki starf sitt alvarlega. Þetta er absúrd og svona hefur þetta gengið í marga áratugi.

Man einhver eftir breiðuvík?

Ég stend við mína fordæmingu því engum er neinn greiði gerður með þessu.

Jóhann Róbert Arnarsson, 22.8.2010 kl. 21:17

19 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Jóhann Róbert Arnarsson, 22.8.2010 kl. 23:21

20 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Sorry, eitthvað mál með linkinn: Hér er hún aftur.

http://svanurg.blog.is/blog/svanurg/entry/1087473/

Jóhann Róbert Arnarsson, 22.8.2010 kl. 23:27

21 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Biskup segir að kirkjan njóti trausts þjóðarinnar í þessu máli....absúrd.

Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2010 kl. 20:22

22 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Sem fulltrúi kirkjunar á biskup að segja af sér því að hann er klárlega vanhæfur og hann getur ekki fullyrt eitthvað út í loftið hvort að hann njóti trausts eða ekki þegar hann veit ekkert um það. Ég tel það mjög óliktlegt og ríkið hefur afsalað sér lagavaldi og ríkið hlustar frekar á kirkjuna heldur en fólkið eða I scratch your back and you scratch mine, klíkuveldið og sérhasmunastefnan. Það hefur ekkert breyst hér eftir hrun og janfvel versnað með þessa ríkisstjórn.

Það er munur á sátt og þöggun en er það eitthvað sem kirkjunarmenn skilja?

Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2010 kl. 22:12

23 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

 Rakskt á góða grein um frétta mennsku en kastljós þátturinn var afspyrnu lélegur.

Hér er grein eftir JVJ, Til hvers er barizt?. En heldur hann að einhver hafi virkilega að fara að rétta um hönd við svona spurningu sem um er rætt? Trúnaður gildir á milli presta og þeir standa saman og eru janfnvel "sálusorgarar" hvers annars og aldrei vilja þeir dæma eitt eða neitt um syndina heldur vísa alltaf til einhvers æðsta (lesist órbgiðul) dómstóls og "bypassa" eða fara framhjá landslögum með þessum hætti. Ætlast þeir til að heimurinn sé fullkomin og það gefi þeim leyfi til þess að stinga hausnum ofan í sandinn? Ef svo er þá eru þeir vanhæfir með að leysa sín eigin mál án undanaðkomani hjálpar, eða "God's intervention" en það verður ekki sá falsguð sem þeir dýrka.

Þetta er ekki málið um að fórna biskupi ef það verður ekki til þess að leysa eitt eða neitt í raun og veru.

Þeir hafa vikið af hinum þrönga vegi dygðarinnar og sigla undir hentifána, kirkjan er orðin heiðinn dansandi í kringum gullkálfin sem oft á tíðum er ríkið eða embættismanna kerfið.

Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2010 kl. 14:21

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jájá. Hættu nú þessu spammi.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.8.2010 kl. 17:23

26 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2010 kl. 18:00

27 Smámynd: Dingli

Jóhann, smá trúnó með himnalóðs, létti kannski af þér spennunni.

Dingli, 24.8.2010 kl. 19:21

28 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Dingli, 

Er að skerpa línurnar og málefnin hér, margir tímar á milli pósta en svona dæmi eins og kirkjan. Það er eins gott að fólkið fari að taka ráðinn af spillingunni og það er margt sem fólkið getur gert. Búinn að pósta sumar hugmyndir sjálfur með einum eða öðrum hætti, landinu er hætta búinn af þessu. Það er magma energy og lélegir samningar og okkar auðlindir sem skipta máli núna. Divide and conquer og öll raunveruleg forgangsröðun kæfð í umræðunni.

Jæja...

Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2010 kl. 19:51

29 Smámynd: Dingli

Jóhann, spillingin, staða kirkjunnar og trúnó Geirs Wogaða, eign sala og yfirráð auðlinda, veistu um nokkuð fleira sem við getum rætt eftir að þetta lítilræði verður afgreitt og komið í nefnd?

Dingli, 24.8.2010 kl. 20:53

30 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Þetta er dálítið mikið já en þá verður líka að forgangsraða en þessi upptalning plús fjármálakerfið og flokkapólítíkinn sýnir bara það að innviðir samfélagsins eru í mikilli hættu staddir þegar til lengri tíma er litið. Við sváfum nú á verðinum fyrir hrun og enginn trúði þeim sem vöruðu við og síðan kom falska byltinginn og nú erum við ver stödd heldur en áður. Miðað við þetta, ef að þessari þróun er ekki snúið við og bruðl með peninga skattborgaranna sé ekki stoppað og þessu snúið við hægt og býtandi þá er tómt mál að tala um eitt eða neitt hér á þessu landi yfirhöfuð. Feillinn við byltinguna var að hún var ekki skipulögð. Fólk vildi bara breytingar en hafði enginn raunveruleg tæki í höndunum. Vonandi hef ég gefið einhver tæki og tól til þess að sýna fram á það, bæði á guðfræðilegum grunni og það hafa aðrir gert líka að kirkjunni er ekki stætt á því að vera þessi afæta sem að hún er. Hún hefur fjárfest í fullt af húsum/kirkjum sem erfit verður að reka en svona er það að taka formið yfir guð og það er þá hennar vandamál. Kirkjan þarf ekkert að hafa neitt fyrir neinu, hún situr bara þarna og fitnar, jú jarðarfarir, eittthvað hjálparstarf og þess háttar en þið eruð ekkert að fá neitt fyrir peninganna í raun og veru. Ekki einu sinni raunverulega guðfræðslu.

So when we view all seven of these obstacles to the will of the people we may feel overwhelmed and feel within ourselves that we should just give up trying to change anything and just hope for the best.

The truth is that we do not have to give up on the possibility that the will of the people can become truly manifest. Such a thing is not only possible, but it is the destiny of the age to come.

There is a solution to these seven obstacles and they can be eliminated in one master stroke which is in complete harmony with the Constitution of the United States and most other free countries. Instead of just complaining about political situations, in our next article we will present a practical solution that will revolutionize the political world and eventually become a subject of great debate.

Ef að þið viljið raunverulegar umræður í þjóðfélginu þá er það þetta fyrir ofan.

Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2010 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband