Til hvers?

Það er auðvitað fagnaðarefni að safnað sé fyrir orgelinu í stað þess að láta almenna skattgreiðendur borga brúsann (eins og við borgum fyrir allt annað sem ríkiskirkjunni dettur í hug), en til hvers í andskotanum þurfa þau orgel?

Orgel eru fokdýr. Í fréttinni kemur fram að þetta tiltekna orgel kostar nærri 40 milljónir. Hefði ekki verið nær að gefa það til hjálparstarfs og láta íburðarminna hljóðfæri og gott hljóðkerfi duga? Ég spurði séra Þórhall "aumingja fátæka fólkið sem á ekki mat" Heimisson að þessu þegar nýtt orgel var tekið í notkun þar á bæ í fyrra. Svarið sem ég fékk þótti mér ekki fullnægjandi, en læt það fylgja með: 

 

 

Þetta er mjög góð spurning Tinna og einmitt sú fyrsta sem var skoðuð undir stjórn Natalíu Chow sem þá var organisti hér, fyrir einum sjö átta árum þegar undirbúningsferlið hófst.

Ástæðan fyrir því að ekki var valið hljómborð og hljóðkerfi var margþætt. Í fyrsta lagi er Hafnarfjarðarsókn önnur stærsta sókn landsins. Hér er mjög mikið um athafnir fyrir utan venjulegar messur, skírnir, brúðkaup og útfarir. Um 50.000 manns fara hér í gegn árlega og nýta þjónustu kirkjunnar. Kirkjan er líka stór, tekur um 400 manns. Til að sinna þjónustu við alla þá sem hingað leita t.d. með útfarir, þarf þess vegna gott hljóðfæri.

Niðurstaðan var sú að rafmagnshljóðfæri gæti aldrei skilað því sem allt þetta mikla starf krefst - gæti ekki þjónað Hafnfirðingum og öðrum kirkjugestum.

En önnur ástæða kemur líka til. Orgel er byggt til að standa í 150 - 200 ár þó gamla orgel kirkjunnar hafi "aðeins" enst í tæplega 60 ár vegna þess hvernig ástandið var þegar það var byggt.

Rafmagnshljóðfæri, þó ódýrara sé um sinn, endist stutt, kallar á mikið viðhald og mikinn kostnað ár hvert.

Gleymum síðan ekki að það voru gjafir Hafnfirðinga sjálfra í áratugi sem voru grunnurinn að sjóðnum sem orgelið var byggt fyrir. Gjafir og safnanir kirkjukórsins, kvenfélagsins, vinafélagsins og fleiri. Enginn fyrirtæki, banki eða slíkir lögðu til krónu. Það fólk sem gaf með vinnuframlagi og peningum, gaf vegna þess að það vildi hljóðfæri sem þjónaði Hafnarfjarðarkirkju með sóma.

Slíkt hljóðfæri er nú komið, í formi tveggja orgela.

 

 

 Ég skil enn ekki hvers vegna allar smákirkjur landsins þurfa margmilljóna og jafnvel tugmilljóna orgel á sama tíma og fólkið í landinu á ekki fyrir mat. Ef einhverntímann verður af aðskilnaði og kirkjan þarf að standa undir sér sjálf er svosem fínt að hafa eitthvað til að selja - þó ekki sé nema í brotajárn. Ég held að prestar landsins - þessir sem fá mörghundruðþúsundkall á mánuði fyrir að bulla um ósýnilega hluti og níðast á börnum og önnur þjóðþrifaverk - ættu aðeins að spá í þessu.

Er einhver ástæða, önnur en hefðin, fyrir þessum fokdýru rörahrúgum?


mbl.is Gorgelhátíð fyrir nýju orgeli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er hægt að láta sér detta það í hug að fara út í svona á meðan fólk í landinu sveltur, óskiljanlegt með öllu; Algerlega siðlaust.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ef orgelið endist í 200 ár án þess að nokkuð þurfi að gera við það - sem ég stórlega efast um - kostar það 200.000 kall á ári. Hvað ætli uppsetning á nógu góðu hljóðkerfi og hljómborði kosti? Það fer varla yfir tíu millur, er það? Tækninni fleygir þar að auki stöðugt fram, og eiginlega hálf sorglegt til þess að hugsa að kirkjan skuli halda í orgelskriflin - og sé jafnvel svo "staðföst" að gera ráð fyrir að ekkert muni breytast í þeim málum næstu 200 árin.

Ætli Hafnarfjarðarkirkja verði enn standandi eftir 200 ár?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.10.2010 kl. 23:42

3 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Rökleysur fram og til baka..

Hans Miniar Jónsson., 3.10.2010 kl. 23:48

4 identicon

Ágætis pæling.

Kostnaður við hljómborð gæti verið kannski milljón.
Kostnaður við hljóðkerfi sem borið gæti hljóminn í þessari kirkju væri kannski um 500.000 að frátöldum tengingum og hugsanlegum hljóðnemum.

Það er hlálegt að vita til þess að meðan orgelið var byggt og kirkjan gjörsamlega endurbyggð á meðan þá var gerður einn risastór hönnunarfeill. Það vantar hátalara fyrir öftustu bekkina í kirkjunni þannig að fólk heyrir nánast ekkert af því sem fram fer við altarið.

Þessa hluti veit ég því ég hef bæði sungið í þessari kirkju með kórnum sem ég er í og svo hef ég farið á tónleika þar.

En verði ríki og kirkja skilin að þá fara 2.500.000.000 krónur í ríkissjóð og vonandi verður kirkjan látin borga leigu á þessum musterum sínum. Það gæti þó lækkað niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu eitthvað!

Hallur Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 23:51

5 identicon

Hafnarfjarðarkirkja getur staðið eftir 200 ár, en ekki sem kirkja, frekar sem skemmtistaður eða eitthvað í þá áttina.
Í USA er brunaútsala á kirkjum.
Hafnarfjarðarprestur mun að öllum líkindum þurfa að finna sér alvöru vinnu fljótlega, í stað þess að ganga um í atvinnubótavinnu með ~milljón á mánuði við að ljúga að fólki.

doctore (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 12:02

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Er hátalaraleysið ekki bara kostur þegar Þórhallur er að predika?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.10.2010 kl. 20:14

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekkert í svari Hafnarfjarðarbrandarans geðþekka, sem svarar spurningum þínum.  Hann segir svo 50.000 manns fara þarn í gegn á ári. Um 140 manns á dag alla daga ársins! Hann lýgur því að sjálfsögðu að hann sé með hálf fulla kirkju alla daga.  Þetta er algert örvæntingarklór hjá honum. 

Ég sé svo ekkert gott við það að kirkjan standi að söfnun fyrir þessum óhljóðabelg. Þeir fá 6 milljarða á ári fyrir utan áheit og gjafir eða beinna tekna, sem þeir svo ekki greiða skatt af. ÞAð þýðir að hægt er að kaupa fyrir þessa 110 presta 40 milljó króna villu, sex milljón króna bíl og borga þeim 8 og hálfa milljón á ári að auki.  Á hverju ári semsagt!  Þrisvar sinnum meira en kostar að reka landhelgisgæsluna með sinn skipa, flugvéla og þyrluflota. Pældu í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2010 kl. 02:44

8 identicon

Þetta er svo ómerkileg færsla að engu tali tekur. Hafnfirðingar söfnuðu fyrir hljóðfæri og fengu, so what. Mín fjölskylda er ekki svo ýkja trúrækin en við höfum nýtt þjónustu presta undir afar erfiðum kringumstæðum og skiljum vandasamt starf þeirra og virðum. Burtséð frá réttrúnaði þá er þessi þjónusta í landinu, hún stendur þér og mér til boða og þessi prestur sem ykkur er svo illa við er að vinna fyrir fólk sem á virkilega bágt. Hann er miklu meiri persóna en þú sem lætur leyfir hugsora þínum að velta yfir vinnandi fólk vegna haturs á trúarbrögðum sem eru jú valkostur.

Þú talar með rassgatinu kona og ættir að leita þér sálfræðimeðferðar vegna ógeðsins sem grasserar í hausnumá þér

Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 03:53

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jahá.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.10.2010 kl. 11:07

10 identicon

Spurning til Hafnfirðingsins: 

 Ef þessi prestur er virkilega að vinna fyrir fólk sem á svona mikið bágt, afhverju notar hann ekki þessar 40millur til að hjálpa þeim í stað þess að kaupa rándýrt hljóðfæri sem aðeins örfáir fá aðgang að til að nota (eru þessi hljóðfæri einu sinni notuð til kennslu?) ?

Hvernig hjálpar 40milljóna króna orgel þessu fólki eitthvað frekar en hljómborð og gott hljómkerfi?

Hvernig getur hann réttlætt þessi kaup þegar hann þykist vera hjálpa fólki sem á mikið bágt? 

Ég veit að Hafnfirðingar söfnuðu fyrir þessu sjálfir en persónulega finnst mér að þessir peningar hefðu geta verið nýttir í eitthvað talsvert betra en hljóðfæri, það er til nóg af hjálparstofnunum, sambýlum og mörgum öðrum t.d. í heilbrigðisgeiranum sem gætu hafa notað þessa peninga til þess að hjálpa fólki beint.

p.s.

Bara vegna þess að þú og þínir hafa nýtt ykkur það að geta spjallað aðeins við prestinn þegar þið eigið erfitt gerir það þá ekkert sérstaka. Ég persónulega leita til bestu vina minna eða móður minnar þegar hlutir eru sem erfiðastir og ekki set ég þau á háan stall og eyði 40millum í bull á þeirra forsendum.

Sunna Halldórudóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband