23.10.2010 | 17:57
Trúboð í skólum
Mikið finnst mér það merkilegt að sjá og heyra "rök" þeirra sem eru á móti því að banna truarinnrætingu barna í leik- og grunnskólum. Þau virðast standa á tveimur brauðfótum; annars vegar er því haldið fram að það sé börnunum nauðsynlegt (eða í versta falli "ekki skaðlegt") að sitja undir trúboði, en hins vegar rjúka menn upp og halda því fram að ekkert trúboð fari fram á þessum stöðum.
Margir hafa reynt (viljandi eður ei) að telja fólki trú um að þetta þýði að börnum verði hreinlega bannað að biðja kvöldbænir, að kristin börn verði skipulagt "afkristnuð" til að þóknast einhverri ímyndaðri trúleysisdagskrá (sem yfirleitt er sögð koma frá Siðmennt eða Vantrú), eða að börn fái ekki að læra ljóð sem innihalda orðið "Guð". Þetta er svo út í hött að það er erfitt að trúa því að einföldum misskilningi sé um að kenna, sérstaklega eftir ítraðar leiðréttingar. Þrátt fyrir að margoft hafi verið tekið fram að einungis sé verið að banna trúboð, ekki trúfræðslu, og að foreldrar hafi áfram rétt til að innræta börnum sínum hvaða vitleysu sem er, rétt eins og hingað til, eru viðbrögðin á þá leið að halda mætti að Manréttindaráð Reykjavíkur væri einhverskonar spænskur rannsóknarréttur trúleysingja og að börn sem tala um Jesú í skólanum eigi það á hættu að verða brennd á báli.
Hluti kristinna manna er á móti því að trúboð líðist innan skólaveggja. Þeir treysta því að börnin þeirra velji Jesú "alveg sjálf" án aðkomu presta eða annars kirkjufólks. Þeir treysta sjálfum sér til að veita sínum börnum trúaruppeldi eftir eigin höfði. Þeir sem gala hvað hæst, virðast hvorki treysta sjálfum sér, eigin börnum, né aðdráttarafli trúarinnar. Þeir telja að besta leiðin til að tryggja viðhald kristindómsins sé heilaþvottur á börnum sem vita ekki betur.
Ég er sammála þeim í því. Þess vegna vil ég banna trúboð í skólum.
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tinna, þú segir "að einungis sé verið að banna trúboð, ekki trúfræðslu ..."
Geturðu þá sagt okkur trúuðu vitleysingunum nákvæmlega hvað telst trúboð og verður bannað og hvað telst trúfræðsla og verður leyft?
Þú fullyrðir: "Þeir telja að besta leiðin til að tryggja viðhald kristindómsins sé heilaþvottur á börnum sem vita ekki betur."
Geturðu vinsamlegast nefnt einhver dæmi um að börn hafi verið heilaþvegin hér á landi til að "viðhalda kristindóminum" og að einhver kristinn hafi haldið því fram að heilaþvottur á börnum væri besta leiðin til að viðhalda kristindómnum?
Nafnlaus (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 18:33
Thad er ómögulegt ad vera ósammála höfundi faerslunnar.
Sammála (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 18:55
Trúboð: einungis ein trúarbrögð eru kynnt, þau sögð hornsteinn siðferðis og manngæsku, þau sögð hin einu sönnu, þau sögð vera lausn á öllum vandamálum.
Trúfræðsla: öll trúarbrögð kynnt, forsendur þeirra og inntak kynnt, tenging þeirra við almennt siðgæði kynnt, áhersla lögð á tengingu þeirra við manngæsku sem og fordóma og hatur.
Heilaþvottur: sjá fyrstu tilvísun.
Börn eru viðkvæm og auðtrúa, þeim er uppálagt að í skólanum læri þau sannleikann og að fullorðnir viti betur en þau, þessar staðreyndir í bland við fyrstu tilvísun eru ekkert annað en heilaþvottur. Svo það er ljóst að þeir kristnu sem halda því fram að trúaráróður eigi heima í skólum, finnst eðlilegt að nota þá stöðu að börnin eru auðtrúa, sér í hag...m.ö.o, heilaþvo börnin, mata þau á einhliða upplýsingum, bæði réttum og röngum, í marghliða veröld.
Burt með allan áróður úr skólum, í skólanum eiga börnin að læra námsefnið, ekki bábiljur.
Haraldur Davíðsson, 23.10.2010 kl. 19:09
Meira bullið í þér Haraldur. Þú talar eins og vanviti. Nefndu dæmi um börn sem hafa verið heilaþvegin í skóla hér á landi.
Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 10:28
Þetta er nú meira bullið í þér Bjarni. Haraldur er einfaldlega að benda á sannleikann í málinu og auðvitað Tinna líka. Börn eru auðtrúa og þau halda að sjálfsögðu að allt sem þeim er sagt í skólanum sé sannleikur. " Kennarinn sagði það." Sjálfur á ég nokkur börn, sem flest eru reyndar komin til manns, og það var lengi dálítil barátta hjá mér að fá þau til að skilja að þau ættu að taka með hæfilegum fyrirvara því sem kennararnir í skólanum halda fram. Þau hafa nefnilega tilhneigingu til að halda að kennarinn hljóti að vera óskeikull, enda fulltrúi yfirvaldsins.
Ertu algerlega búinn að gleyma því hvernig það var að vera barn, og hve auðvelt það var að trúa allskonar fáránlegum hlutum eins og tilvist Grýlu, drauga og Jólasveina? Auðvitað leggur kirkjan þessa gríðarlegu áherslu á að ná til barna einmitt vegna þess að þau eru auðtrúa og auðmótanleg.
Theódór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 11:36
Miðað við forsendur þínar Theódór og Haralds ... "Kennarinn sagði það" ... þá eru öll börn heilaþvegin af öllum kennurum alltaf.
Þetta kalla ég bull, ekki sannleika.
Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 11:54
Bjarni minn, viltu ekki slaka aðeins á, ég er ekki að leggja fram huglægt mat heldur staðreyndir. Fari staðreyndir fyrir brjóstið á þér, þá mæli ég með að þú farir í kirkju eða á samkomu hjá Krossinum, gerir þér ferð í mosku eða á fund hjá stjórnmálaflokki.
Viljirðu heyra bull og staðlausa stafi, þá er það kjörið.
Við sendum börnin í skóla til þess að kennarinn "troði" námsefninu í börnin, þann heilaþvott borgum við fyrir með glöðu geði, við sendum þau ekki í skóla til að hausinn á þeim sé fylltur af þvættingi.....hvað segirðu um að börnin þín verði skikkuð í íslamskan trúarskóla?
Haraldur Davíðsson, 24.10.2010 kl. 12:06
Þú ert sem sagt á því að öll kennsla sé heilaþvottur, Haraldur? Er það "staðreyndin" sem þú byggir á þinn boðskap?
Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 12:10
Í rauninni má líta á stóran hluta skólastarfs sem heilaþvott þar sem börn sitja í eitthverskonar hlutlausu ástandi og taka gagnrínislaust við alskonar upplýsingum sem kennarar og aðrir fullorðnir halda að þeim.
Kennsla ætti náttúrlega að snúast út á það að krakkar þrói með sér gagnrína hugsum og hafi löngun til að kynna sér hlutina sjálf í stað þess að vera mötuð af upplýsingum, sem sumar er misgáfulegar.
Bjöggi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 13:32
Já, ef öll kennsla væri það sama og heilaþvottur eins og Tinna, Haraldur og Theódór vilja kannski meina þá væri bullið í þeim skiljanlegra. Ég hef hins vegar aldrei heyrt áður að kennsla væri það sama og heilaþvottur.
Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 18:24
Bjarni,
Hvar minntist ég á heilaþvott? Skólinn er til þess ætlaður að búa börnin undir að verða fullveðja manneskjur í flóknu samfélagi. Það gefur auga leið að sá sem ekki hlýtur menntun verður undir, og að þjóðin verður ekki samkeppnisfær við aðrar þjóðir ef þegnarnir hljóta ekki menntun og þjálfun. Þetta er hlutverk skólans, en ekki að ota að börnunum trú á yfirnáttúrulega hluti.
Ég geri mér fulla grein fyrir mikilvægi kristninnar á okkar menningarheim og tel nauðsynlegt að börn séu frædd um þá menningararfleifð og sögu trúarbragðanna yfirleitt, en það á ekki að stunda trúboð í skólunum. Það eiga t.d. ekki að mæta í skólana prestar sem fara að búa börnin undir að staðfesta trú sína á Jesú Krist og láta þau læra trúarjátninguna. Þeir foreldar sem vilja ota slíku að börnum sínum geta bara séð um það utan skólatíma á eigin vegum. Um þetta snýst málið.
Það má vel vera að það megi með vissum hætti líta á það sem heilaþvott að senda börn í skóla og láta þau fara í gegn um námsefnið, en það er a.m.k. talinn vera gagnlegur og nauðsynlegur heilaþvottur sem ekki er alvarlegur ágreiningur um.
Theódór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 20:15
Bjarni minn, áður en þú ferð alveg á taugum...viltu ekki forða þér aftur til fjalla, þar sem tröll eiga heima?
Þú ert greinileg aðeins að snapa þér átök...eins og trölla er siður...og ert því varla marktækur.
Haraldur Davíðsson, 24.10.2010 kl. 20:21
Snapa átök? Er það nú kallað að "snapa átök" að leiðrétta vitleysuna sem vellur upp úr besserwissum eins og þér? Þú getur bara sjálfur verið tröll fyrir að kasta fram fullyrðingum sem standast enga skoðun og eru bara hugarburður þinn.
Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 21:31
Hvað áttu við með fullyrðingum sem standast enga skoðun? Staðreyndir eru ekki hugarburður minn, þótt ég vildi glaður vera svo klár að sjá þetta án vitneskju um staðreyndirnar.
Að "leiðrétta"staðreyndir er nú kallað sitthvað annað en skynsamlegt Bjarni minn....ég þykist ekkert vita umfram þær staðreyndir sem fyrir liggja.
Trúboð og trúarinnræting eru stunduð í skólum, börn af mismunandi trúarbrögðum sækja skólana, þeim er gert mishátt undir höfði, þeim er mismunað á forsendum trúarbragða.....allt eru þetta staðreyndir Bjarni minn, og það telst varla til besservisku að tíunda þær.
Önnur staðreynd handa þér ljúfurinn...mismunun á forsendum trúar er bönnuð með lögum, og grunnskólalögin taka til þess líka, þrátt fyrir að þjóðkirkjunni leyfist að troða því um tær.
Börn múslima, votta jehóva, hindúa, trúlausra og ásatrúarmanna t.d, fá ekki sömu kennslu og hin börnin, fá ekki fræðslu um ágæti sinnar trúar, þvert á móti er talað um það að þeirra trú sé röng, og þarmeð ýtt undir að þau verði fyrir aðkasti og verði útundan.
En þér er kannski nokk sama um að sumum börnum sé ekki gert jafnhátt undir höfði og öðrum börnum í skylduskólanum?
Ég á líka eftir að fá svar við þeirri spurningu minni til þín um það hvort þér væri sama um að þínum börnum yrði gert skylt að mæta í kennslu í íslömskum fræðum?
Nú, eða trúleysi?
Haraldur Davíðsson, 24.10.2010 kl. 21:43
Haraldur, hvað er að þér maður? Ég hef hvergi sagt að ég væri meðmæltur trúboði í skólum og þarf engan fyrirlestur frá þér um það góði minn.
Þú fullyrtir í fyrsta innleggi þínu hér að ofan að börn hér á landi væru heilaþvegin í skóla. Ég bað þig að koma með dæmi um börn sem hefðu verið heilaþvegin í skóla.
Komdu með þau dæmi eða dragðu fullyrðingu þína til baka.
Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 21:54
Það kemur einmitt fram í téðu fyrsta innleggi kúturinn...sú trúarinnræting sem á sér stað í skólum er ekkert annað en heilaþvottur...þetta myndi varla kallast heilaþvottur ef um væri að ræða fullorðið fólk, en börn á leik- og grunnskólaaldri...það er annað mál.
En ég er orðinn forvitinn...hví þessi heift ef þú ert ekki fylgjandi trúarinnrætingu í skólum
En slakaðu nú á og andaðu með nefinu, það er óhoææt fyrir hjartað að vera svona æstur.
Haraldur Davíðsson, 24.10.2010 kl. 22:01
...óhollt...átti það að vera..
en svona til að láta eftir þér Bjarni minn, og reyna að einfalda þetta fyrir þig, þá er gerð tilraun til að heilaþvo ÖLL þau börn sem gert er að ástunda kristin fræði, og í sumum tilfellum tekst það...
Haraldur Davíðsson, 24.10.2010 kl. 22:20
Heift? Hvar sérðu heift? Hvar sérðu æsing hjá mér? Ég sé ekki betur en að þú sért sá sem ert með æsinginn, hellandi yfir mig, óbeðinn og tilefnislaust, einhverju trúarbulli.
Ég er bara að benda þér á að það er þvæla að börn séu heilaþveginn í skóla á Íslandi eins og þú fullyrðir. Ég er að bjóða þér að nefna dæmi um börn sem hafa verið heilaþvegin í skóla eða draga fullyrðingu þína til baka ella. Viljir þú það ekki, þá er það bara svoleiðis og ég hef ekkert meira við þig að ræða.
ps. Ég hef engan áhuga á þessari trúarumræðu og blanda mér ekki í hana. Hins vegar leyfi ég mér að leiðrétta heimskulegar fullyrðingar besserwissa - eða gera tilraun til þess.
Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 22:27
Hahahaha...hvernig færðu það út að ég sé ekki búinn að svara þér? Ég er búinn að því...með staðreyndum, bláköldum sem liggja fyrir og eru ekki frá mér komnar....svo ásakanir þínar um besservisku eru í besta falli kjánalegar. Af skrifum þínum og orðavali er ljóst að ef þú ert ekki pirraður, þá ertu nú varla húsum hæfur þegar svo er....
...fullyrðingar mínar eru ekki heimskulegri en svo að þær eru ekki mat mitt, heldur einfaldlega staðreyndir...þær mátt þú reyna að "leiðrétta" mín vegna...það segir meira um þig en mig....
Haraldur Davíðsson, 24.10.2010 kl. 22:39
Þú ert greinilega ekki með öllum mjalla greyið mitt.
Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 22:46
sækjast sér um líkir ljúfurinn.
Haraldur Davíðsson, 24.10.2010 kl. 23:03
Það þýðir ekkert að tala um mannréttindi við krissa, allir krissar stenfna á einræði, einræði er best af öllu.
Að auki eru krissar hræddir um að kærleiks guðin þeirra muni tryllast og pynta alla til eilífðar nóns... það stendur jú í biblíu; Þegar guddi reiðist þá bara drepur og pyntar hann alla.
Guddi er svo næs
doctore (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 11:46
Já mikil er umræðan og ekki veit ég hversu gömul þú ert Tinna! En eitt skal ég segja þér og ég veit að Kristinfræði er ekki kennd í skólum í dag nema með undantekningum sem heitir mannkynssaga! Því að þegar að ég var að læra til skóla sem krakki þá var Kristinfræði kennd sem skyldufag og það var allt í lagi með þau fræði. Þess vegna er ég svo á móti því að trúleysingjar og aðrir trúarhópar ryðjist fram á ritvöllinn hvort sem að er á bloggi og eða blöðum með hinar og þessar staðhæfingar um að Kristniboðskapur sé hættulegur börnum okkar vegna þess að það gæti óvart eyðilagt líf barnanna þeirra! Nú hversu mörg prósent af Íslensku þjóðinni eru trúleysingjar? Jú það eru komin önnur trúarbrögð til Íslands líka og Eigum við Íslendingar að aðhyllast þeim? Nú hver hefur sína trúarsannfæringu og ef að sú manneskja eða aðrir geta ekki þolað það sem að uppi hefur verið í mörg hundruð ár á Íslandi þá endilega stofnið nýjan kirkjusöfnuð það má þá kannski splæsa mörgum milljónum í að byggja handa ykkur kannski Nýaldarkirkju eða ég veit ekki hvað! En endilega látið Kristnina vera og ÞAÐ HEFUR EKKI SKAÐAÐ NEITT BARN AÐ SYNGJA SÁLMA OG EKKI HELDUR AÐ BIÐJA BÆNIRNAR SÍNAR GÆTI KANNSKI KOMIÐ MEÐ EINHVERJUM HELV... KJAFTHÆTTI OG HEILAÞVOTTI HJÁ SUMUM TRÚFÉLÖGUM SEM KANNSKI HEIMTA TÍUND AF SÍNUM SAFNAÐARMEÐLIMUM TIL AÐ BORGA KANNSKI GLÆSIVILLUR OFL? Þetta er bara það sem að ég bendi þér á og ef að þú ert eitthvað á móti þessu þá er það í lagi þú finnur mig!!
Örn Ingólfsson, 27.10.2010 kl. 02:48
o_O
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.10.2010 kl. 18:47
Kristinfræði var enn sér fag þegar ég var í skóla, Örn, og eru enn. Þar fyrir utan fer þar fram trúboð sem mér skilst að hafi byrjað um svipað leyti og barnaefnið fór að tæla börnin frá sunnudagaskólunum. Ég var skikkuð í kirkjuferðir sem barn, þó ég hafi farið að skrópa í þeim um leið og ég hafði aldur og vit til.
Þeir foreldrar sem endilega vilja kenna sínum börnum bænir og jesúlög geta alveg gert það heima, nú eða sent þau í sunnudagaskólann. Trúboð er ekki fræðsla, og á því ekki heima á skólatíma.
Ég vona að þú getir lesið þetta þrátt fyrir greinaskil og eðlilega notkun hástafa.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.10.2010 kl. 18:52
Örn, þú vilt væntanlega að það sé borin virðing fyrir þinni trú, ekki satt? Og ég geri fastlega ráð fyrir, skv. athugasemd þinni, að þú teljir að trúarsöngvar þinnar trúar, og bókmenntir skaði engin börn, og þessvegna sé í lagi að láta öll skólabörn syngja sálma og lesa Nýja testamentið.
En þú horfir framhjá einu atriði, sem þú þó notar í röksemdafærslu þinni, sumsé því að það eru fleiri trúarbrögð á Íslandi, og börn eru ýmissar trúar í skólum okkar í dag.
Það er því ekki úr vegi að spyrja þig hvort þér væri sama um að börnin þín væru látin syngja íslamska söngva og lesa Kóraninn í skólanum?
Það þarf einmitt að bera virðingu fyrir því að ekki öll börn eru kristin, en öll skólabörn skulu njóta sama réttar, sömu verndar og sama mælikverða í skólum okkar. Þetta snýst ekki um að ráðast á kristni, eons og þú virðist halda, heldur að gæta jafnræðis, og þvinga ekki trú uppá þau börn sem ekkert vilja með það hafa....
Haraldur Davíðsson, 27.10.2010 kl. 20:37
Bjarni úr færslu #11:"Það eiga t.d. ekki að mæta í skólana prestar sem fara að búa börnin undir að staðfesta trú sína á Jesú Krist og láta þau læra trúarjátninguna. Þeir foreldar sem vilja ota slíku að börnum sínum geta bara séð um það utan skólatíma á eigin vegum. Um þetta snýst málið."
Má ekki það sama segja um stærfræði eða mannkynnsögu? Mannkynnssagan hefur oft á tíðum verið staðreyndastagl og mætti nú bæta þá kennslu. Sama með trú fræðsluna, líflegar umræður með og á móti og síðan gætu börnin valið því ekkert velja þau af viti óupplýst og það er hlutverk skólana að uppfræða börnin. Ég get ekki séð skaðan af því að hafa trúfræðslu í skólum, frekar kost ef eitthvað er.
Hafa menn áhyggjur af því að fólk fari að trúa "vitleysu" og verði öfgafólk? Það hefur nú ekki gerst hingað til, einfalt.
Hvað kemur þetta skólum eða mentun við því að ekki bjargaði hún þeim sem stóðu fyrir 9/11.
"
Nú? Mohammed Atta var sprenglærður verkfræðingur og margir hinna á 9/11 voru með háskólagráður úr millistréttarfjölskyldum og Zwahari, hægri hönd bin ladens er barnalæknir úr yfirstétt í Egyptalandi. Þessi mýta að allir sjálfsmorðssprengjumenn séu heilaþvegnir og ómenntaðir fátæklingar stenst enga skoðun.
Arngrímur Eiríksson"
Eða heilaþvegnir frá skólum.
Jóhann Róbert Arnarsson, 17.11.2010 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.