1.11.2010 | 13:03
Æ, af hverju er alltaf verið að skemma allt með vísindum?
Fyrir nokkrum dögum birtist þessi frétt á mbl.is:
Viðhorf ungmenna til marijúana er breytt og þau hafa í auknum mæli þá afstöðu að marijúana sé ekki fíkniefni. Þetta er mat Bryndísar Jensdóttur, ráðgjafa hjá Foreldrahúsinu.
Hún segist fá stöðugt fleiri símtöl frá foreldrum barna sem gangi vel í skóla en séu að fikta við þetta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Á netinu sé að finna mikið af upplýsingum sem dragi upp jákvæða mynd af kannabis þar sem því sé haldið fram að efnið sé skaðlaust eða skaðlítið.
Já, er það ekki hræðilegt að blessuð börnin skuli kunna að nálgast áreiðanlegar upplýsingar á netinu í stað þess að hlusta á áróður misviturra manna (hverra lifibrauð, sumra, veltur á því að fólk trúi fyrrnefndum áróðri). Nú taka breskir vísindamenn undir þetta. Alltaf þurfa þessir helvítis vísindamenn að skemma allt.
Það er auðvitað fyrir öllu að fólk - og þá sérstaklega ungt fólk - geri sér grein fyrir þeim áhættum sem fylgja hinum ýmsu tegundum vímuefna. Með það í huga læt ég þennan link fljóta með, en þar er hægt að nálgast vísindalegar upplýsingar um áhrif og áhættu neyslu: http://www.drugscience.org.uk/
Hræðsluáróður er hættulegur. Vísindalegar staðreyndir eru mun betri grunnur fyrir fræðslu.
Áfengi hættulegra en ólögleg fíkniefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til þess þarf fólk - yngra sem eldra að gera sér grein fyrir hættunni og vita um hana - það á að fræða fólk -
stundum er sagt um hassneytanda í neyslu að hann kunni 6 orð - 5 þeirra eru vá.
og á hátíðarstundum kemur vá mar.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.11.2010 kl. 15:10
Ólafur, ég held að það sé enginn að tala um að hætta að fræða fólk, hvort sem það er ungt eða gamalt, um hættur þessara efna. Ég held einmitt að flestir séu sammála því að fræðsla sé af hinu góða, aftur á móti hefur fólk eins og þú engan áhuga á fræðslu. Þú vilt bara hræða börnin þín, og börn annarra til að haga sér eins og þú vilt að þau hagi sér.
Þetta að sjálfsögðu kristallast í því að þú tekur þessa mjög leiðinlegu steríótýpu og málar alla kannabisneytendur með þessum sama bursta, að við sitjum öll í móki einhvers staðar, með rauð augu, hlæjandi að bröndunum sem voru sagðir fyrir mínútu síðan. Staðreyndin er sú að MIKILL minnihluti "hasshausa" gæti flokkast undir þessa steríótýpu, ekkert frekar en að allir sem að neyta áfengis eru ofbeldisfullir alkóhólistar sem berja konu sína og börn á meðan þeir leggja heimili sitt í rúst. Eða drekkur þú áfengi Ólafur?
Ég vona að það láti þér líða vel að innan að skíta yfir heilan hóp fólks sem er ekki að skaða neinn annan en sjálfan sig á slíkan hátt.
Ég er n.b. með 2 orð sem mig klæjar að segja við þig, og hvorugt þeirra er vá eða mar, þau aftur á móti tengjast því að leggja mannlegan úrgang sér til munns.
Maynard (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 15:53
'Like' á þetta blogg.
Þórður Tryggvason, 1.11.2010 kl. 18:24
Mjög skemmtilegar niðurstöður frá David Nutt og hans samstarfsfólki. Er búin að fylgjast með gangi mála hjá þeim upp á síðkastið og er ég mjög ánægður með David Nutt þessa daganna.
Mig þykir mjög merkilegt að sjá Ecstasy skora svona neðarlega, samt erum við með gríðarlega hörð viðurlög við MDMA hérlendis. Hefur lögregla meðal annars sagt að efnið sé eitt það allra skaðlegasta og þess vegna séu dómarnir í samræmi við það. Núna geta ríkisstjórnir ekki sagt að þetta sé byggt á heilögum sannleik. Því það er greinilega ekki það sem er í gangi hérna.
Það sem þetta sýnir samt fyrst og fremst er það að löggjöfin er ekki byggð upp á neinum rökum eða staðreyndum. Vísindunum eru algjörlega kastað til hliðar í þessum málaflokki. Því miður þá snýst þetta mun meira um hvað er siðferðislega rétt eða rangt. Ég skil ekki hvernig við getum haldið áfram að vera með svona gríðarlega fordóma gegn einhverju sem er löngu orðið rótgróið í okkar samfélag. Var hérna löngu áður en við bönnuðum þetta. Samt sem áður þá getum við búið til reglur sem henta hverju sinni, meira að segja þegar þær skaða almenning margfalt meira en efnin myndu nokkurn tíman gera.
Guðni Baldur Gíslason, 1.11.2010 kl. 20:46
Ólafur Ingi Hrólfsson: Já þetta er stundum sagt. Alveg eins og það er stundum sagt að allar ljóskur séu heimskar. (Þetta er semsagt brandari.)
En hefurðu heyrt um nemandann sem neytti kannabisefna daglega á sama tíma og hann var í fullu háskólanámi, og var dúx skólans eftir fyrsta árið ?
(Það er ekki brandari heldur sönn saga.)
Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2010 kl. 22:48
Fólk sem fordæmir kannabis áttar sig engan vegin á því hvað það eru margir í þeirra umhverfi sem eru í "harðri" neyslu á kannabis - en standa sig samt með prýði í námi, vinnu, vináttu osfrv :)
halkatla, 2.11.2010 kl. 11:09
Og ríkið selur tvö af 6 hættulegustu efnunum í frjálsri sölu og þar með það hættulegasta. Hmmm? Einhver tvískinnungur í gangi?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2010 kl. 18:37
Þetta kemur ekki málinu beint við en hvað gerir fólk þegar vísindinn sanna hið óséða fyrir fullt og fast?
"Afhverju þurfa vísindin að skemma allt?"
Þegar guðirnir deyja þá taka aðrir við.
Skemtilegur titill á grein.
Jóhann Róbert Arnarsson, 17.11.2010 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.