Klám

Já, þó það sé að bera í bakkafullan lækinn ætla ég að tjá mig um meinta sorahugsun annars bloggara. Ég sá loksins textann umrædda (á öðru bloggi), og datt fyrst í hug að hér væri um að ræða tilraun bloggarans til kaldhæðni, en eftir að hafa rennt stuttlega í gegnum aðrar færslur hennar finnst mér það sífellt ólíklegra. Umrætt blogg er nefnilega algjörlega laust við kímni, kaldhæðni og annað slíkt, en vera má að þessi færsla hafi verið misheppnuð fyrsta tilraun.

Einn skemmtilegasti húmoristi síðustu aldar er stærðfræðingurinn og píanóleikarinn Tom Lehrer, sm margir kannast sjálfsagt við. Eitt laga hans ber titilinn Obscenity, og í textanum má finna eftirfarandi orð: 

 All books can be indecent books, though recent books are bolder, for filth -I'm glad to say- is in the mind of the beholder. When correctly viewed, everything is lewd!

Getur verið að bloggarinn hafi á lúmskan hátt verið að gera grín að klámumræðu síðustu daga, eða var henni alvara með þessu? Dæmi hver fyrir sig:

 

“Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.

Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum?

Á öðrum stað í auglýsingablaðinu eru myndir af þekktri söngkonu sem máluð er eins og Barbie-dúkka. Í texta segir: „Barbie loves MAC er ný litalína sem kemur aðeins í takmarkaðan tíma sérstaklega hönnuð fyrir allar lifandi dúkkur.“ Eru stúlkurnar, sem eru um það bil að fara að fermast, aðeins lifandi dúkkur?

Skilaboðin sem auglýsingablað Smáralindar sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur. “

      Hefði þetta verið ritað sem háðsádeila á þá sem sjá klám og perraskap í hverju horni þætti mér þetta nokkuð beitt. Því miður bendir allt til hins gagnstæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Below comment.....

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband