9.3.2007 | 23:59
Frelsið
Tjáningarfrelsið virðist nokkuð teygjanlegt hugtak. Hér ríkir tjáningarfrelsi, nema þegar kemur að hlutum eins og áfengis- eða tóbaksauglýsingum. Í Þýskalandi ríkir tjáningarfrelsi á meðan þú heldur því ekki fram að Helförin hafi ekki átt sér stað eða verið umfangsminni en raun ber vitni. Í Bandaríkjunum...við skulum ekki einu sinni minnast á þau mannréttindabrot sem þar hafa átt sér stað síðan 2001. Út frá pælingum um tjáningarfrelsi fór ég að lesa mér til um bækur og kvikmyndir sem hafa verið bannaðar. Margar þeirra þykja ekki grófar í dag, og sumar eru taldar til meistaraverka. Hér er örlítið brot af kvikmyndum sem hafa verið bannaðar:
King Kong, Drakúla, og Frankenstein - allar bannaðar í Ástralíu 1942.
Dirty Harry - bönnuð í Finnlandi 1972
Texas Chainsaw Massacre - bönnuð í Þýskalandi enn þann dag í dag
Monty Python's Meaning of Life - bönnuð á Írlandi frá 1983-1990
Clockwork Orange - bönnuð á Írlandi frá 1971-2000
The Great Dictator - bönnuð á Spáni frá 1940-1976
Nosferatu - bönnuð í Svíþjóð 1922-1972
Þarna sést að það eru ekki bara "vondu" þjóðirnar, eins og Malasía og Kína sem hefta tjáningarfrelsið.
Við verðum að muna að öll höft á tjáningarfrelsið eru slæm, jafnvel þó ritskoðunin sé falin á bak við göfugan málstað. Margar bækur og myndir hafa verið bannaðar í þeim göfuga tilgangi að "vernda börnin" eða jafnvel "vernda fólk fyrir spillingu". Slík forræðishyggja er alltaf röng. Það á ekki að vera í höndum ríkisins að velja og hafna fyrir einstaklinginn, það á að vera einstaklingsins sjálfs að velja eigin afþreyingu, hvort sem hún felst í lestri, lyfjaneyslu eða ferðalögum.
Ég vil nota tækifærið og minnast á aðra tegund forræðishyggju, en hún hefur átt miklum vinsældum að fagna hérlendis undanfarið. Hana kýs ég að nefna kapítalíska forræðishyggju. Með kapítalískri forræðishyggju á ég við þau höft sem ríkið leggur á hluti sem það þykist þurfa að "vernda" okkur fyrir, svo sem áfengi og tóbak, og að vissu leyti sykur og fitu. Í stað þess að banna þessa hluti er verði þeirra haldið háu, svo einungis hinir betur efnuðu hafa efni á slíkum vörum. Þetta er líka forræðishyggja, sama hversu vel hún er falin á bak við heilbrigðissjónarmið og annað "göfugt". Nú getur vel verið að hækkandi verð á tóbaki verði til þess að einhverjir hætti að reykja, og það er svo sem fínt svo langt sem það nær. Lítum aðeins á hina hliðina: byrjar fólk að drekka eða reykja vegna þess að "það er bara svo fjári ódýrt"? Nei. Byrjar fólk að neyta eiturlyfja vegna þess að "það er svo auðvelt að ná í þau"? Nei. Ef þetta væri allt bannað (og bannið hefði tilætluð áhrif) væri vandinn úr sögunni, Ísland gæti orðið fínasta fasistaríki og við, syndararnir sem reykja og drekka, gætum flutt af landi brott. Það er hins vegar ekki gert, en þess í stað fá kapítalísku fasistarnir að ráðskast með okkur með skattlagninguna að vopni, og við klöppum húrra fyrir heilsuverndarsjónarmiðum.
Vörumst hræsnina. Bann er fasískt, en það er þó heiðarlegt. Forræðishyggja dulbúin sem vernd gegn illum öflum er það ekki, sama hversu "góður" málstaðurinn er.
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr! Heyr! Gæti ekki orðað það betur. Með stigvaxandi vitundarvakningu okkar vitum við að frelsið færum við okkur sjálf -- vitum að við berum ábyrgð á okkur sjálfum og tökum einnig afleiðingunum. Burt með forræðishyggjuna STRAX!
Vilborg Eggertsdóttir, 10.3.2007 kl. 02:46
Áhugaverður punktur með kapítalísku forræðishyggjuna. Mér hefur löngum þótt þessir neyslustýringarskattar bjánalegir. Má vera að þeir séu réttlætanlegir þegar neyslan skaðar umhverfið, en alls ekki þegar fólk er bara að skaða sjálft sig. Reyndar má færa rök fyrir því að þeir sem neyta áfengis og tóbaks séu að meðaltali meiri baggi á heilbrigðiskerfinu en þeir sem gera slíkt ekki, en þá finnst mér að þeir eigi bara að bera þann kostnað sjálfir. Þeir sem neyta áfengis og tóbaks og verður ekki meint af eiga ekki að niðurgreiða heilbrigðisþjónustuna fyrir þá sem eru ekki eins heppnir.
Þarfagreinir, 10.3.2007 kl. 13:51
Veröldin er til fyrir andstæður. Án þeirra væri ekkert. Það hallar þó oft á verri vænginn. Ég er sammála með þessa forsjárhyggju en það þýðir ekki að hún eigi ekki rétt á sér, til dæmis til verndar heildinni. Það er samt móskuleg línan hver á að hætta að hafa vit fyrir fólki.
Um fasismann...Við lifum í fasísku þjóðskipulagi í dag, eða erum allavega á góðri leið þangað. Bendi á færslu hjá mér, sem heitir: Nokkur athyglisverð fróðleikskorn um fasisma.
Góður pistill og þarfur. Haltu áfram, því hamra ber járnið meðan það er heitt.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.