21.3.2007 | 13:51
Gat verið!
Þetta er nú meiri andskotans græðgin! Er ekki nóg að við aumir imbakassafíklar þurfum að þola auglýsingafarganið sem ælt er yfir okkur á tíu mínútna fresti, heldur þurfum við líka að fara að borga fyrir gubbuna!? Það er eitt að fríar stöðvar noti heilaþvottinn til tekjuöflunar, en mér dettur ekki í hug að fara að borga morð fjár fyrir tuttugu mínútna þátt sem búið er að teygja í hálftíma með auglýsingum um klósetthreinsikökur og kókómjólk.
Annars eru þessar klósettauglýsingar alveg kapítuli út af fyrir sig. Tökum sem dæmi vesalings konuna sem nennir ekki að þrífa klósettskálina, en finnst þægilegra að mjaka "litla klósetthreinsinum" sínum fimm sentimetra til og frá, til að grábrún skánin renni af á réttum stöðum. Síðan held ég að maðurinn sem á Harpic-klósettið þurfi að fara að kíkja til læknis, þar sem hann er greinilega með svokallaða sprengiskitu. Þetta er auðvitað ekki eðlilegt.
"Má ég sjá gráu skyrtuna þína?"
"Hún er hvít!"
"Hún er ekki það sem við köllum hvítt"
"Hverskonar andskotans dónaskapur er þetta!? Ertu skyrturasisti? Láttu mig í friði!"
Það sem mér finnst best við vöruna sem auglýst er, er það að skyrtan kemur upp úr leginum hvít, hrein, þurr og straujuð. Fyrir svona vöru myndi ég glöð greiða háar fjárhæðir.
Svo ég noti tækifærið til að nöldra enn meira; hver er þulurinn í bíómyndaauglýsingunum? Hver réð þennan ómálga vanvita? The Descent verður The Decent, Ralph Fiennes verður Ralph Fíenness...er ekki lágmark að kunna að bera fram nöfn og titla? Ég er viss um að hann er launsonur Valgerðar og mannsins í Vörutorginu.
Og hver ber ábyrgð á því að skipa utanríkisráðherra sem getur ekki tjáð sig skammarlaust á enskri tungu? Hvað er næst? Fjármálaráðherra sem kann ekki að telja? Ólæs menntamálaráðherra?
Fjandinn hafi það, ég flyt úr landi.
Sirkus tengdur Stöð 2 og í lokaðri dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áskriftarsjónvarp með háu verði og auglýsingum er algjörlega fáránlegt módel - ekki skrýtið að þetta fyrirtæki glutri niður peningum hraðar en Parkinsonssjúklingur. Ég horfi til að mynda alls ekki það mikið á sjónvarp að ég væri tilbúinn að borga þúsundir króna á mánuði fyrir aðgang að því. Mér finnst fínt að grípa til ókeypis stöðvanna við og við. Andskotans apar eru þeir að hætta með slíkt kerfi. Gangi þeim vel að smala fólki, segi ég nú bara. Jæja, missirinn er þeirra. Ég spái fyrirtækinu afar stuttra lífdaga.
Þarfagreinir, 21.3.2007 kl. 15:58
Vá, hvað var gaman að lesa þetta, ég er reyndar ein af þeim sem ætla að flytja úr landi ef verður vinstri stjórn, en þetta er orðin viðbótarástæða, best að fara að athuga með flutningsmál
Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 20:17
Ég mæli með Thailandi. Þar er gott að vera...
Sigurjón, 25.3.2007 kl. 02:01
Takið eftir því að í gellan í klósetthreinsi-auglýsingunum er með lúkurnar oní klósettinu og færir "litla klósetthreinsinn" til og frá berhent. Svo setur hún hendurnar framan í andlitið án þess að þvo sér!
P.s. þvott eftir þvott verður hvítur þvottur SLITINN ekki grár.
Ari Bjarnason (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 19:39
Glæsilegur pistill hjá þér, komdu bara með mér og mínum til USA, þar ku vera gott að lifa...<glottir>
Heimir Tómasson, 12.4.2007 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.