Garg!

Að blogga tvisvar á sama klukkutíma er kannske of mikið?

 

Ég bara get ekki orða bundist. "Þetta er bara geðveikt niðurlægjandi"? Um leið og við hættum að skammast okkar fyrir nekt, og sættum okkur við það að kynlíf er ekki eitthvað til að skammast sín fyrir, hverfur vandamálið. Eru ungmenni dagsins í dag ekki nægilega brengluð þó ekki sé verið að koma því inn hjá þeim að kynlíf sé eitthvað hryllilegt? Af hverju ekki að beina athyglinni að einhverju öðru, eins og ofuráherslu á útlit? Sýnið eðlilega vaxið kvenfólk nakið í auglýsingum. Sýnið nakinn karlmann í sjónvarpinu! Í guðanna bænum, hættið þessu andskotans klámröfli! Nekt er ekki slæm, nekt er góð. Hvernig væri að skipuleggja nektargöngu niður Laugaveginn einhvern góðviðrisdaginn í sumar?

"Maður getur ekki orðið labbað um án þess að sjá klám þannig séð" "Þannig séð" er allt klám.

"For filth - I'm glad to say - is in the mind of the beholder"

Og munið það svo, krakkar mínir: If God wanted us to be nude, we would be born that way.

 

 


mbl.is "Klám er úti um allt á Netinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú ekki að misskilja eitthvað? Ég held að allir geti verið sammála því sem þú skrifar um nektina og fegurð mannslíkamans. Klám aftur á móti er útúrsnúningur á fegurð. Þar er oft (sem betur fer ekki alltaf) verið að gera fallegt kynlíf afkáranlegt og ljótt. Ofbeldi eins og nauðganir, barna- og dýraklám er alltof aðgegnilegt. Það eru til ýmsar aðferðir til að sía þetta út en ég held að besta og árangursríkasta aðferðin liggi í uppeldinu. Að börnum og unglingum sé kenndur munurinn á réttu og röngu. En ég skal glaður ganga við hliðina á þér í nektargöngu.

Steinar (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nektarganga myndi sennilega breyta litlu fyrir mig nema kannski heilsufarinu tímabundið.

Ég er sammála þér að bæling kynhvatar og tabúvæðing þessi leiðir bara illt af sér. Ég held að slíkt vegi þyngra í geðheilsu og hegðunarfrávikum fólks en flest annað. 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband