Forboðið eða frjálst?

"Ný rannsókn bendir til þess að langvarandi notkun á maríjúana leiði til heilaskemmda, þ.e. neytendurnir eigi erfiðara með að læra eitthvað nýtt og muna nýjar upplýsingar. Þetta kemur fram á vefnum forskning.no.
Ný rannsókn bendir til þess að langvarandi notkun á maríjúana leiði til heilaskemmda, þ.e. neytendurnir eigi erfiðara með að læra eitthvað nýtt og muna nýjar upplýsingar. Þetta kemur fram á vefnum forskning.no.

Rannsóknin var gerð við háskólasjúkrahúsið í Patras í Grikklandi og voru bornir saman hópar stórreykingamanna maríjúana og fólks sem ekki hafði reykt maríjúana reglulega heldur af og til. Í ljós kom að því lengur sem fólk hafði notað efnið, því meiri voru neikvæð áhrif á hugsanagetu. Þátttakendur í rannsókninni voru á aldrinum 17-49 ára. Í fyrsta hópnum voru tuttugu manns sem höfðu reykt a.m.k. fjórar jónur á viku í tíu ár eða meira. Í öðrum hópnum voru tuttugu manns sem höfðu reykt jafnmikið á viku en ekki lengur en tíu ár. Í þriðja hópnum voru 24 sem höfðu prófað maríjúana en ekki reykt meira en 20 jónur alls. Enginn þátttakenda hafði notað önnur fíkniefni síðastliðin tvö ár eða í meira en þrjá mánuði nokkurn tíma á lífsleiðinni. Enginn hafði heldur reykt maríjúana 24 klukkustundir áður en rannsóknin fór fram.

Þátttakendurnir gengust undir ýmis próf til að athuga minni og hugsun. Í ljós kom að geta fyrrnefndu hópanna tveggja var minni en þeirra sem reyktu ekki maríjúana reglulega. Verst stóðu langtímanotendurnir sig. Í einu prófi áttu þeir að leggja lista með 15 orðum á minnið og gátu að meðaltali munað sjö orð. Þeir sem ekki reyktu mundu hins vegar að meðaltali tólf orð." -mbl.is 3.3.06

 

"Sumir helstu lyfjasérfræðingar Bretlands hafa lagt mat á skaðsemi fíkniefna út frá þeim félagslega skaða sem þau valda og dæma áfengi og tóbak sem hættulegri fíkniefni en kannabis, LSD eða E-töflur. Skýrsla þessa efnis var birt í læknatímaritinu Lancet.

Aðalhöfundur skýrslunnar segir að fíkniefni hafi aldrei verið ódýrari, aðgengilegri eða meira notuð. Hann segir að stefna stjórnvalda síðustu áratugi ekki hafa virkað til þess að draga úr fíkniefnanotkun. Í rannsókninni voru 29 sálfræðingar sem sérhæfa sig í meðferð við fíkniefnamisnotkun beðnir um að flokka fíkniefni eftir skaðsemi þeirra.

Niðurstöðurnar voru að heróín og kókaín væru skaðlegustu efnin, áfengi lenti í fimmta sæti og tóbak í því níunda, sæti á eftir amfetamíni. Kannabis var svo í ellefta sæti, LSD í fjórtánda og E-töflur í átjánda. Þá kom einnig fram í skýrslunni að áfengi og tóbak eru þau fíkniefni sem valda langflestum dauðsföllum árlega í Bretlandi. Þar deyr einn á dag úr áfengiseitrun og mörg þúsund á ári hverju til viðbótar vegna ofneyslu.

Sérfræðingarnir krefjast þess að ríkisstjórnin hætti að afvegaleiða almenning með villandi skilaboðum um skaðsemi hinna ýmsu fíkniefna."
-vísir.is 23.3.07

 

Svo er þetta bara spurning um hvort réttlætanlegt sé að banna fólki að neyta kannabisefna vegna -mögulegs- minnistaps, eða hvort banna eigi áfengi og tóbak vegna þeirrar byrðar sem neysla þess -mögulega- er á hinu opinbera.

Mín persónulega skoðun -eins og glöggir lesendur hafa kannske áttað sig á- er að þetta eigi allt að vera löglegt. Já, heróínið líka, svo viðbjóðslega sem það kann að hljóma. Svo lengi sem fíkillinn (eða "casual" neytandinn) er ekki beinlínis að neyða aðra til neyslu, á honum að vera frjálst að neyta efnanna sinna án afskipta ríkisins. Hitt er svo annað mál að vinir eða fjölskylda gætu gripið inn í, þætti þeim neyslan of mikil. Það er sjálfsagt, en sé fíkillinn ósáttur við það getur hann alltaf höfðað mál gegn liðinu.

Forboðnir ávextir bragðast alltaf betur.

Oft finnst mér eins og fólk rugli saman orsök og afleiðingu. Tökum tölvuleiki sem dæmi. Endrum og sinnum berast okkur fréttir af ólánsömum einstaklingum sem fara út og slátra einhverjum egfarendum, og með tilþrifum er okkur tilkynnt að viðkomandi hafi spilað mikið af tölvuleikjum. Við skulum hafa það á hreinu að tölvuleikir "láta" þig ekki gera neitt, frekar en kvikmyndir, tónlist eða fíkniefni "láta" þig gera eitthvað. Hinsvegar getur verið að viðkomandi hafi verið veikur fyrir, og þessvegna frekar leitað í ofbeldisfulla tölvuleiki, og jafnvel að tölvuleikirnir hafi "triggerað" veiluna. Að nota þessi rök fyrir banni er auðvitað algjörlega út í hött, rétt eins og að halda því fram að sykur eigi að vera ólöglegur þar sem hann geti skaðað sykursjúka eða valdið offitu.

Þetta sama er hægt að færa upp á nánast allt sem er bannað í okkar samfélagi, þ.e.a.s. það sem ekki skaðar aðra.

"Viltu þá ekki bara leyfa allt?!" Þessa setningu, með varíöntum, hef ég heyrt nokkuð oft. Nei, ég vil ekki leyfa "allt", bara það sem ekki skaðar aðra beint. Að halda því fram að við frjálshyggjumenn (og hér nota ég hugtakið án þeirra ljótu tenginga sem það hefur við Sjálfstæðisflokkinn) viljum "leyfa allt", þar með talið þjófnað, barnaklám og morð er fáránlegt. Að halda því fram að hassneysla og morð séu sambærileg er álíka asnalegt.

Einhver sagði einhverntíma eitthvað á þessa leið; "Nefndu mér tabú, og ég skal segja þér hvar og hvenær það er/var ekki tabú"

 Að drepa annan mann! Nei, það er fyllilega ásættanlegt í stríði. Menn fá fallegar stjörnur á bringuna fyrir að drepa aðra, og haldnar eru skrúðgöngur til að hylla þá.

Mannát? Kynlíf með börnum? Rán? Allt þetta hefur einhversstaðar, einhverntíma verið leyfilegt, jafnvel normið í viðkomandi samfélagi.

Annars er ég komin langt út fyrir efnið, og ekki ætlunin að fara að réttlæta morð eða misnotkun á börnum.

Ég lýk þessum sundurlausa pistli með alls ótengdum útúrsnúningamálshætti frá vinum mínum Niðurlendingum:

 "Alle beetjes helpen", zei de mug en hij pieste in zee.

( "Hvert smáræði hjálpar", sagði mýflugan og meig í sjóinn)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæunn Valdís

"freedom is another word for nothing left to loose" -Kris Kristofferson

Sæunn Valdís, 23.3.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Freedom's just another word for nothing left to lose, nothing ain't worth nothing, but it's free.  Kris er kúl.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2007 kl. 14:36

3 Smámynd: Þarfagreinir

Er ekki bara best að kalla sig frjálslyndan til að forðast óæskilegar tengingar við stuttbuxnadrengi Flokksins?

Þarfagreinir, 23.3.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þegar þú segir "frjálslyndur"og "stuttbuxnadrengir Flokksins" í sömu setningu kallar það fram óþægileg hugrenningatengsl hjá mér.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Dísa Djöfull

ef e-ð á að vera bannað þá myndi ég frekar setja áfengi í þann flokk heldur en kannabisefni þar sem allir ættu að vita það að áfengi veldur meiri skaða, bæði á líkama og sál og svo veldur það afar einkennilegri og jafnvel ofbeldisfullri hegðun fólks... sem ekki neytir kannabis!!

ef e-ð á að vera bannað... lalla....

takk fyrir kvikmyndauppástungurnar:) ég er hinsvegar ekki á þeim buxunum að fara út úr húsi þar sem ég á mjög erfitt með að halda buxunum uppi þessa dagana:S en logi fór og leigði helling af spólum fyrir grey vesalings mig:)

Dísa Djöfull, 24.3.2007 kl. 22:08

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Athyglisverð lesning með marga góða punkta.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 22:14

7 Smámynd: Sigurjón

Jamm og ég verð að vera sammála hverju orði.

Sigurjón, 25.3.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband