Þjóðsöngurinn

"Nei, nú gengu þeir of langt!" "Kærum þá!" "Er í lagi að brjóta lög, svo lengi sem það er fyndið?"

Æ, látið ekki svona. Heilagar kýr eru til þess eins gerðar að skopast að og gagnrýna. Hvort sem menn höfðu húmor fyrir þessu uppátæki eður ei, er það staðreynd að samkvæmt lögum er þetta bannað. Hinsvegar eru lögin ólög að því leyti að þau skerða tjáningarfrelsið, og þessvegna "í lagi" að brjóta þau.

Mig langar að játa á mig gróft lögbrot, sem ég framdi fyrir nokkrum árum, móður minni til hneykslunar. Ég skemmdi fánann. Já, ég, Tinna Gunnarsdóttir Gígja, afskræmdi þjóðfána Íslands, og mér fannst það bara allt í lagi. Til að bæta gráu ofan á svart var fáninn stolinn.

Tildrög þessa hryllilega glæps voru þau að ég "fann" fána (ég tek það fram að hann lá á gólfi, sem einnig er brot á fánalögum, svo í raun var ég að bjarga honum) og tók hann með mér heim. Um sumarið var ætlunin að fara á Hróarskeldu með stórum hópi fólks, og okkur vantaði einhverskonar merki, sem venja er á hátíðinni. Brugðum við því á það ráð að rita nafn tjaldbúðanna á fánann með skærappelsínugulu spreyi. Búðirnar báru hið virðulega nafn "Camp Kunta" og hugsanlega finnst einhverjum það auka háðung fánans. Við tókum fánann svo með okkur á hátíðina, festum hann við tjald með teipi, og enginn minntist á þennan hryllilega glæp, nema til að vara okkur við ef vera skyldi að myndir af voðaverkinu birtust í íslenskum fjölmiðlum.

Í dag liggur fáninn samanbrotinn eftir kúnstarinnar reglum í skápnum mínum og safnar ryki. Hann er enn þyrnir í augum móður minnar.

Með þessu vítaverða athæfi braut ég (ásamt vitorðsmanni) eftirfarandi lög:

Lög nr. 34 17. júní 1944

4. gr. Engin önnur merki en þau, er greinir í 2. og 3. gr*., má nota í þjóðfánanum.

*Tollgæzlu-T og skjaldarmerki Íslands í fána forsetaembættisins.

 6. gr. Þjóðfánann skal draga að hún á þar til gerðri stöng.

7. gr. Með [reglugerð]1) skal kveða á um fánadaga og hve lengi dags fánanum megi halda við hún.

12. gr. Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki.
Óheimilt er að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana eða auðkennismerki á aðgöngumiðum, samskotamerkjum eða öðru þess háttar.

Lög nr. 5 23. janúar 1991:

3. gr. Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis.
Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis.

14. gr. Brot gegn 4. og 5. gr. og 1. mgr. 12. gr. varða sektum …1) eða fangelsi allt að einu ári.
 Brot gegn öðrum ákvæðum laga þessara og gegn forsetaúrskurðum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum.
 

Mál út af brotum þessum fara að hætti opinberra mála.

Hvað segið þið, haldið þið að ég verði kærð? 

Að lokum legg ég til að Ísland er land þitt verði gerður opinber þjóðsöngur, í stað þessa niðurdrepandi guðslofrullu eftir Matta Joch. Kommon! Hvort er betra;

"Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut."

eða

"Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full."

?

Í seinna laginu er einu sinni minnst á guð, og þá óbeint: "Ísland sé falið þér, eilífi faðir." Í þjóðsöngnum er tíu sinnum minnst á "Guð", enda heitir söngurinn Lofsöngur, og fjallar ekki um Ísland, heldur Guðinn hans Matta. Þið vitið, þessi sem þjóðkirkjumenn trúa á og á að vera aðskilinn frá ríkinu. Sá Guð.

 




 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband