25.3.2007 | 18:38
Lögin
Í framhaldi af pistlinum hér að neðan, fór ég að fletta í gegnum lagabókstafinn, og rakst á nokkra gullmola:
"Eftirleiðis skal það vera á valdi biskupanna, að veita leyfi til þess, að börn séu tekin til fermingar, þó að nokkuð vanti á, að þau hafi náð hinum lögboðna 14 ára aldri. Slíka undanþágu má þó eigi veita, nema svo sérstaklega sé ástatt um hagi foreldranna eða ákvörðun barnsins, að hún verði að álítast áríðandi fyrir velferð þess, og auk þess skal þess nákvæmlega gætt, að barnið hafi að fullu öðlast þá þekkingu, sem gert er ráð fyrir í skólatilskipununum, og að siðferði þess sé svo, að ekkert geti að því leyti verið til fyrirstöðu slíkri ívilnun. Það má heldur ekki vanta nema lítið á aldur barnsins, ef undanþágan á að fást, og jafnvel þótt allt annað mæli með undanþágunni, eigi meira en 6 mánuðir. Að öðru leyti skal biskup leita álits hlutaðeigandi prests og prófasts, áður hann veitir undanþáguna."
Er þessum lögum fylgt? Samkvæmt þeim má barn ekki fermast, segjum fimmta apríl 2007, ef það er fætt eftir fimmta október 1993. Ég sé fyrir mér kirkjulöggur ryðjast inn í Bústaðakirkju og heimta skilríki af fermingarbörnum, og handtaka prestinn, sem er dreginn út, öskrandi "Nei! Ég var svo nálægt! Ódauðleg sál þeirra skal verða mín! Mwahahahaha!"
Úr sömu lögum:
"Nú er barn, sem ferma á, krypplingur, svo að það á bágt með að koma í kirkju til fermingar, eða það getur það eigi að hættulausu vegna stöðugra veikinda eða það hefir svo stórkostleg líkamslýti, að koma þess og yfirheyrsla í kirkjunni gæti vakið hneyksli; og skal þá biskupi heimilt að leyfa, að það sé fermt heima í votta viðurvist."
"Já, það er kannske betra að Jónas fermist bara heima. Koma hans í kirkju gæti valdið hneyksli. Það sjá nú allir að þessi fæðingarblettur er ógeðslegur. Konur og börn gætu fallið í yfirlið við að sjá hann!"
" Það skal vera aðalregla, að prestar megi eigi taka börn til fermingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau eru orðin fullra 14 eða 15 ára, með því að börn, sem yngri eru, kunna sjaldan að meta rétt, eða hafa hugsun á að færa sér í nyt það er kennarar þeirra leiða þeim fyrir sjónir og brýna fyrir þeim, og skynja eigi, hve þýðingarmikill sáttmáli sá er, er þau í fermingunni endurnýja og staðfesta."
Jahá.
"Kirkjunum skal halda hreinum og rúmgóðum á sunnudeginum, og má þar eins lítið á öðrum sem á þeim degi finnast fatnaður eður sængurklæði, gós eður vara, hneykslilegar myndir, eða þær, sem stríða móti þeirri evangelisku religion, með því að slíkt er óviðurkvæmilegt og ekki samhljóðandi við þau heilögu verk, sem þar eiga fram að fara. Þó mega kistur standa þar með því, sem kann að vera geymt í þeim, hvar ekki eru stólar eður bekkir að sitja á. Einnig, hvar loft eru í kirkjum með læsing fyrir, þar má geyma hreinlega hluti, sem ekki gefa illan daun af sér, ellegar eru á annan hátt ósæmandi í þeim stað. En engin annarleg höndlan má hafast um hönd í kirkjunni. Annars skal hver sá, sem gerir á móti þessu, sekjast einu lóði silfurs fyrir hvert sinn."
Andskotans. Ég bara er ekki með eitt lóð silfurs handbært í augnablikinu.
"Prestarnir á Íslandi skulu, hver einn fyrir sig, vera skyldir til, í minnsta máta tvisvar á ári, að vitja þeirra safnaðar í þeirra hús og híbýli, og það hvers húss og bústaðar í þeim sama; en hvar sóknin er lítil, ellegar engin annexía finnst, skal hann oftar taka sér fyrir þessa nauðsynlegu höndlun, hvar með prófasturinn í hverju héraði skal hafa kostgæfilega tilsjón, og sömuleiðis biskupinn með sérhverju tækifæri alvarlega tilhalda honum viðkomandi próföstum og prestum, að þeir forsómi hér ekkert í. Finnist nokkur prestur vanrækinn þar í, þá áminnist hann í fyrsta sinni af prófasti, en verði það annað sinn, þá mulcterist hann eftir síns kalls inntekt, og sinni formegan, hverri peningamulct að víxlast skal til fátækra barna uppfræðingar."
Þessum lögum er greinilega ekki framfylgt.
"Hinn 7. þ.m. hefir Hans hátign allramildilegast þóknast að úrskurða, að þegar kirkjur eru byggðar að nýju, þá skuli öllum hurðum þannig hagað, að þeim verði lokið upp að innan og gangi út."
Ætli hans háæruverðuga tign, skínandi mildi og hrífandi herlegheit hafi verið lengi að pæla í þessu?
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Litli lagabrjóturinn þinn skamm, skamm takk annars fyrir frábæra lesningu, hvernig opnuðu þeir kirkjurnar áður? bara út og suður ?
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.