27.3.2007 | 19:08
Enn um frelsi
Hinn fyrsta júní taka íslendingar stórt skref í átt að fasisma, þegar reykingabannið tekur gildi. Að banna fólki að reykja á opinberum stöðum, þar sem fólk neyðist til að vera (eins og skólum, sjúkrahúsum o.fl.) er sjálfsagt, enda rangt að neyða aðra til innöndunar eitraðs lofts. Um skemmtistaði gilda önnur lögmál, enda hverjum og einum frjálst (hafi hann aldur til) að velja sér skemmtistað eftir smekk, hvort sem valið byggist á reykleysi, tónlistarúrvali, verðlagi eða einhverju öðru. Starfsfólki staðanna er einnig frjálst að sækja um vinnu á reyklausum stöðum, líki því ekki mökkurinn.
Ég drekk kók, en finnst pepsi vont. Þessvegna fer ég frekar á staði sem selja kók. Mér finnst rauðvín vont, svo ég panta bjór í staðinn. Ég hef gaman af rokki, svo ég forðast skemmtistaði þar sem leikin er raftónlist. Þegar ég var reyklaus vandi ég komur mínar á Súfistann. Hversvegna er það ekki hægt lengur? Er reyklaust fólk í dag ekki hæft til að velja sér skemmtistaði sjálft? Að taka völdin úr höndum eigenda staðanna og viðskiptavina í nafni heilsuverndarsjónarmiða er fáránlegt.
Nú stendur til að setja "fælandi" myndir á pakkana. En æðislegt! Nú geta krakkarnir farið að skiptast á myndum af svörtum lungum, æxlum og æðastíflum, rétt eins og foreldrar þeirra eða afar og ömmur skiptust á leikaramyndum í gamla daga. Svona retro-fílíngur í þessu. Svo er þetta auðvitað sniðugt að því leyti að veikgeðja almúginn þarf ekki lengur að hafa fyrir því að lesa þessi tvö til fimm orð sem hingað til hafa þótt nægileg viðvörun. Það segir sig sjálft að meginástæða þess að fólk byrjar að reykja hreinlega hlýtur að vera sú að það haldi að reykingar séu svona líka bráðhollar, rétt eins og áfengisdrykkja og sykurneysla.
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
svona er þetta í dag er lífið bara gert idiot proof útí hið ítrasta svo fólk sem ennþá notar heilann til hugsunar og ákvarðanatöku en ekki einungis til ósjálfráðra vöðvakippa sem leiða til gangs eða nasistakveðju eða eitthvað verður bara að gjöra svo vel að sætta sig við það að láta hugsa fyrir sig svo smám saman morknar heilinn og hugsunin dettur út og við verðum öll vélar...eða eitthvað...
Sæunn Valdís, 27.3.2007 kl. 22:34
Gvöð hvað ég get bara ekki beðið eftir því að geta hvæst á ókunnugt, feitt fólk, ógeðslega ertu feit/ur. Veistu ekki að þú færð slitgigt, hjartasjkd. er hættara við sykursýki o.fl. Sé að það næsta sem Heilbrigðisráðuneytið er að ráðast í er offita barna/landsmanna. Hernig væri að setja svona viðvörunamiða eða jafnvel myndir af svínfeitu fólki. T.d. mynd og svo texti, þessi komst ekki á slysó nema eftir var búið að brjóta niður veggi á húsinu. Fita er hættuleg, ha. Reyki náttúrulega, en kann ekki við leiðinda komment frá fólki,jafnvel tala' til manns eins og maður sé glæpamaður af verstu sort. Annars kann ég ekki við þessa stefnu stjórnvalda að skipta sér af öllu og boða og banna hluti. Bjó einu sinni í Svíþjóð, kunni reyndar vel við mig. En þar var forsjárhyggjan á háu stigi, socialstyrelsen . Fengum eini sinni vini í heimsókn, og eitthvað var gantast með að bóndinn var bara hissa á því að sjá ekki miða inni á klói, þar sem socialstyrelsen rekommenderaði að nota aðeins 3 blöð af w.c. pappír eftir hverja klósett ferð
c olga (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 03:40
Er tóbaksreykur það eina sem triggerar asthmann? Hvað með bókasöfn? Þar er oft þurrt loft, sérstaklega í eldri húsum. Á þá að banna þau? Hvað með svifryksmengunina?
Fólk er viðkvæmt fyrir allskyns hlutum, og sjálfsagt að taka tillit til þess. Þess vegna styð ég það heilshugar að sumir staðir séu reyklausir. En að leggja af skógrækt vegna frjónæmis, hneturækt vegna bráðaofnæmis eða banna reykingar allsstaðar með lögum, er allt svipað fáránlegt.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.3.2007 kl. 17:15
Mér finnst líka að það ætti aðbanna að stígaá strik á gangstéttum. Þeir sem gera það slíta hellunum verr en þeir sem gera þaðekki, og það er ekki sanngjarnt gagnvart skattborgurum þessa lands að borga þennan vandalisma í sama hlutfalli og skemmdarvargarnir.
Hóst ætti líka að banna á opinberum stöðum. Fólk sem er heilbrigt er sýkt af þeim rustum, sem voga sér að vera með slæmskur án nokkurs tillits til samborgara sína. Eðli málsins samkvæmt ætti að sekta hóst á leikskólum og menntastofnunum ellegar koma upp sérstaklega loftræstum herbergjum, fyrir þá sem slíkt viðhafa.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.