Gámaköfun

Gámaköfun -dumpsterdiving- er sniðugt hobbý. Í stærri borgum erlendis tíðkast víða að skilja húsgögn og annað fyrirferðarmikið  "rusl" eftir við gangstéttarbrúnir, þar sem borgarstarfsmenn pikka það upp. Fólk í nágrenninu (eða jafnvel lengra að komið) getur hirt þetta áður en ruslakarlarnir (nú eða konurnar) aka því á haugana. Margir stunda þetta vegna bágrar fjárhagsstöðu, en færst hefur í aukana að sæmilega vel stætt fólk róti í gámum eftir húsgögnum, fötum, og jafnvel matvælum, enda þvílík ósköp sem hent er að óþörfu. Mörgum kann að finnast þetta athæfi ógeðfellt, sérlega þar sem margskonar sorpi er blandað saman, enda halda flestir sig við flokkað sorp, eða vel lýsta gáma og tunnur.

Sem krakki stundaði ég það að róta í gámum, og fann þar ýmsa nytjahluti. Meðal þeirra hluta sem ég fann voru raftæki (sum í góðu lagi, en flest þó ekki), föt (þar á meðal nokkrar flíkur sem ég nota í dag), reiðhjól (lítið mál að laga þau - eða púsla einu saman úr pörtum), bækur (persónulega hendi ég aldrei bókum, og skil ekki þá sem gera það), geisladiskar, myndbönd og kassettur, matur (óskemmdur - til dæmis ferskt grænmeti, pakkamatur o.fl.), ónotaðar snyrtivörur, húsgögn og margt fleira. Í dag er þetta ekki eins auðvelt, þó fólk fleygi enn nytjahlutum, og jafnvel í meira magni en áður fyrr.  Í dag er þessi iðja nefnilega ólögleg í praxís.

Endurvinnslustöðvar Sorpu hér á höfuðborgarsvæðinu eru allar afgirtar, og þí neyðist fólk til að brjótast inn, vilji það "bjarga" hlutum frá haugunum. Það er að sjálfsögðu ólöglegt. Við verslanir eru gámar, en þeir eru oftast læstir. Stærri verslanir (eins og Hagkaup) gefa ekki fatnað sem selst ekki, heldur er honum hent. Sem fyrrum starfsmaður Hagkaupa hef ég nokkra reynslu af þessu, og fyrrum samstarfsmenn mínir þurftu löngum að hlusta á mig nöldra yfir þessu. Auðvitað er það réttur verslana að gera það sem þeim sýnist við útrunnar eða óseldar vörur.

En eins og flestir hafa máske áttað sig á er ekki alltaf samasem-merki á milli þess sem má og þess sem rétt er. Þó það sé löglegt að klippa skálmarnar af gallabuxum áður en þeim er hent í læstan þjöppunargám - í þeirri von að fátæklingarnir fari nú ekki að ganga í fokdýru Díselbuxunum án þess að borga sautjáþúsundkall fyrir þær, er ekki þar með sagt að það sé siðferðilega ákjósanlegt, og vona ég innilega að lesendur séu sammála mér í því.

Persónuleg skoðun mín er sú að lögin ættu að gera það eftirsóknarverðara fyrir fyrirtæki að gefa óseldar vörur (og þá á ég ekki við löngu útrunnar matvörur) til góðgerðarstarfsemi, því að í dag er það svo að fyrirtækin eru beinlínis hrædd við að gefa til Rauða Krossins, Mæðró eða slíkra battería, væntanlega í þeirri trú að fólk hætti hreinlega að versla og bíði þess bara að allt fari á haugana. Sem er auðvitað frekar brenglaður hugsunarháttur.

 Sorp einstaklinga er svo annað mál. Er það ekki enn eitt dæmið um úrkynjun samfélagsins að það skuli vera ólöglegt að endurnýta sorp annarra án leyfis. Að það skuli yfirleitt vera hægt að stela rusli ?

Sem dæmi um þessa eigingirni ætla ég a deila með ykkur sögu. Fyrir nokkrum árum (fyrir tíma Góða Hirðisins) kviknaði í íbúð frænku minnar. Hún var ótryggð, og stóð frænka mín uppi án húsgagna, ljósmynda og fata, auk þess sem kötturinn hennar fórst í eldsvoðanum. Þegar mesta áfallið var liðið hjá og búið að ræsta íbúðina og mála, fór frænkan á stúfana til að reyna að finna sér húsgögn. Hún rölti á Endurvinnslustöðina í hverfinu til að leita að nýtilegum hlutum, og tóku starfsmenn vel í ósk hennar um að fá að spyrja "viðskiptavinina" hvort hún mætti hirða "ruslið" þeirra. Eftir nokkra stund bar þar að mann með bílfarm af húsgögnum, meðal annars forláta leðursófa. Hún skýrði aðstöðu sína fyrir manninum, og fór þess á leit að fá að eiga, eða jafnvel kaupa sófann - fyrst hvort eð er stæði til að henda honum. Maðurinn horfði á hana góða stund, glotti síðan, dró upp dúkahníf og risti leðrið áður en hann varpaði sófanum í gáminn.

Þess má geta að eftir því sem ég best veit þurfa starfsmen Sorpu enn að fá leyfi til að senda nytjahluti til Góða Hirðisins, og enn þónokkur hluti sem af einhverjum ástæðum neitar bóninni.

Ég spyr enn; Hverskonar þjóðfélag gerir það að glæpsamlegu athæfi að hirða eitthvað sem enginn annar vill?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta segir mikið um þennan mann! Heyrði líka einu sinni af manni sem var á leið á haugana úti í Eyjum með ýmislegt til að fleygja. Kona sem hitti hann spurði hvort hún mætti eiga tvo antíklampa í hrúgunni ... fyrst hann ætlaði hvort eð er að henda þeim ... en hann sagði henni að hún mætti fá þá fyrir 5.000 kall. Hún hristi hausinn og þá tók karlinn lampana og braut þá. Frekar skemma hlutinn en leyfa öðrum að njóta hans. Andlega fátækt fólk! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Ísdrottningin

Ég hef heyrt svipaða sögu en þá var um skilnaðarmál að ræða.  Skelfileg sóun samt.

Ég er reyndar frekar nýtin og einhverju sinni fór ég á Sorpu og ætlaði m.a. að setja slatta af dóti í nytjagáminn.  Þá bar þar að starfsmann Sorpu og skipaði mér að henda þessu öllu saman, þetta væri bara drasl.  Ég gekk sneypuleg í burtu því ég væri enn að nota þessa hluti ef mér hefðu ekki áskotnast nýir. 

Ísdrottningin, 1.4.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 3339

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband