7.4.2007 | 20:57
...uh? Nei?
"Ertu hryðjuverkamaður?"
Ef maðurinn væri hryðjuverkamaður, myndi hann svara þessu játandi? Ef maður svaraði játandi, bara svona upp á djókið, yrði manni synjað um þjónustu? Hvernig eru "hryðjuverkasamtök" skilgreind samkvæmt íslenskum lögum, ef þau eru það þá yfirleitt?
Eru Greenpeace hryðjuverkasamtök? Eru þeir sem mótmæla virkjanaframkvæmdum ekki hryðjuverkamenn samkvæmt einhverjum snillingum innan löggjafarvaldsins? Eru þeir ekki til sem halda því fram að allir múslimar, Ísraelar, Palestínumenn eða eiturlyfjaneytendur séu hryðjuverkamenn eða styrki þá?
Ef svona spurningar eiga að eiga rétt á sér, verður að vera grundvöllur fyrir þeim í lögum.
Samkvæmt Wikipedia, einni víðtækustu en jafnframt óáreiðanlegustu heimild alnetsins) eru eða voru eftirfarandi skilgreind sem hryðjuverkasamtök;
Army of God (Her Guðs) - Samtök sem kenna sig við "réttinn til lífs" - en sá réttur nær eingöngu til fóstra og fósturvísa, en ekki lækna sem framkvæma fóstureyðingar eða hvetja til notkunar getnaðarvarna .
IRA - Írski Frelsisherinn - berst fyrir frelsi N-Írlands frá Bretlandi.
ETA - Frelsisher Baska - berst fyrir stofnun Basknesks ríkis.
ANC - Afríska Þjóðarráðið - stofnuð 1912 til að berjast fyrir réttindum svartra S-Afríkubúa, mestmegnis með friðsamlegum mótmælum, en á milli 1970 og 1980 voru samtökin þó nokkuð herská, og þá undir nafninu "Spjót Þjóðarinnar", en fyrsti leiðtogi þeirra samtaka var Nelson Mandela, sem var einmit fangelsaður fyrir meint hryðjuverk.
ELF - Earth Liberation Front - Samtök sem beita ýmsum bellibrögðum til að stöðva það sem þau sjá sem hryðjuverk gagnvart umhverfinu. Enginn hefur látist í árásum þeirra.
AIM - Hreyfing Amerískra Indíána - samtök sem berjast fyrir réttindum frumbyggja Ameríku.
Auk hundruða annarra.
Ert þú með einhver tengsl við hryðjuverkamenn?
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.