12.4.2007 | 02:13
Tvö kyn?
Bloggari hér á Moggablogginu setur spurningamerki við tvíkynskiptinguna.
"Hins vegar finnst mér vert að ræða hvort að fólk sem fæðist í röngu kyni eigi að þurfa að gangast undir sársaukafullar skurðaðgerir og massívar hormónameðferðir til að ná sátt á milli líkama og sálar. Er það eina leiðin eða væri kannski leið að fjölga kynjunum þannig að gert sé ráð fyrir margbreytilegu samfélagi en ekki bara körlum og konum sem voru svo heppin að fæðast í "réttum" líkömum? Hvað segja hinseginfræðingarnir í þessu?"
Ég verð að vera sammála þessu. Hversvegna að reyna að skipta mannkyninu í tvo hópa? Það er alveg jafn asnalegt og að reyna að flokka fólk niður eftir húðlit eða hárlit.
Ég var "tomboy" þegar ég var yngri. Ég hafði mun meiri áhuga á smíðum en saumum, og fylltist heilagri reiði þegar ég komst að því að strákar fengu að mæta í smíði fyrir áramót, en stelpur eftir, enda langaði mig að mæta í smíði allt árið, ekki bara fyrir áramót. Auk þess fannst mér ósanngjarnt að strákarnir fengju að mæta á undan mér.
Hvernig væri að skylda skólabörn til að stunda nám í báðum fögum, en leyfa þeim að velja hvenær þau mæta? Þ.e.a.s. að hafa blandaða tíma, í stað þess að kynjaskipta þeim?
Hvernig væri að leyfa fólki að vera það sjálft í stað þess að reyna að troða því í fyrirframákveðna flokka? Þannig að stelpustrákurinn, strákastelpan, stelpan sem fílar smíði og íþróttir, strákurinn sem finnst ekkert skemmtilegra en barbí og saumar, stelpan sem dreymir um að verða snyrtifræðingur og strákurinn sem á sér þá ósk heitasta að verða kraftlyftingamaður og öll hin geti lifað í sátt og samlyndi.
Kynjamisrétti byrjar heima. Leyfið börnunum að velja í stað þess að neyða kynjastereótýpur upp á þau.
Skipti um kynferði án kynskiptiaðgerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nákvæmlega þegar strákurinn minn átti sér einga ósk heitari en að fá kaffibollasett í jólagjöf (nema þá eldhúsið sem kostaði 16000 =ekki séns) þá gaf ég honum kaffibollasett þrátt fyrir að vinkoona mín hneikslaðist mikið á mér að gefa stráknum "stelpudót" og Ef stelpuna mína langar ekki neitt meira en að leika sér með bílana og smíðadótið má hún það sko alveg mínvegna!
Sæunn Valdís, 14.4.2007 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.