Kúadella

"Í vorkönnuninni sögðust 63% myndu velja íslenskan ost ef þeir gætu valið á milli innlends og erlends þar sem gæðin væru þau sömu"

En var ekki spurt um verðmuninn? Einu sinni keypti ég mér ágætis brie í Danmörku. Það var úr hinni annars ólystaukandi Euroshopperlínu, og var því mun ódýrara en aðrar gerlumþaktar mjólkurkökur í sömu verslun. Osturinn var fremur bragðmildur, þéttur en ekki harður, og eltist nokkuð vel.

Eftir að ég kom aftur til Íslands rakst ég fyrir tilviljun á sama ost í íslenskri lágverðsverzlun (orðskrípið lágvöruverzlun mun ég aldrei taka mér í munn) en auðvitað á mun hærra verði. Ég beit þó á jaxlinn, enda minnug gæðanna. Osturinn var ekki lakari í þetta skipti, en þegar ég gerði mér stuttu seinna sérstaka ferð til að birgja mig upp af honum, var hann hvergi sjáanlegur.

Þarna hafa íslenskir neytendur auðvitað ekki séð neina ástæðu til að kaupa ostinn, enda ódýrari ostur frá þekktara merki við hliðina.

Þetta var fyrir hinar mistæku lagabreytingar, svo enn þurfti að greiða háan virðisaukaskatt af öllu, auk hinna indælu verndartolla.

Ætli osturinn hefði selst betur hefði hann verið á sambærilegu verði og í Danmörku? Þar kostaði hann í kringum 20 danskar krónur (u.þ.b. 200 krónur miðað við þáverandi gengi), ef minnið svíkur mig ekki. Hér kostaði hann - í lágverðsverzlun - í kringum 400 krónur.

 


mbl.is Langflestir vilja íslensku mjólkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband