16.6.2007 | 15:05
Já, já, bla, bla, bla.
Bíðið bara þangað til í vetur! Ég sé ekki fram á að nenna að standa fyrir utan Vín í fimm stiga frosti, roki og snjó, það er varla að ég nenni því núna. Enda hefur ferðum mínum þangað fækkað svo um munar, og þó eru ekki nema rúmar tvær vikur síðan bölvaðir fasistarnir fengu sínu framgengt.
Í öðrum fréttum er það helst að ég hitti nasista í gær. Á Vín var sumsé einhver þýzkur sjóliði að röfla, og hann sagði mér í óspurðum fréttum að hann væri nassjónal-sósjalist, en hefði samt sko ekkert á móti pönkurum. Merkilegast þótti mér þó að hann skyldi bölva hommum í sand og ösku, án þess að sjá neitt athugavert við það aað hafa rekið tunguna ofan í kok á einum slíkum innan við fimm mínútum áður. Vitleysingur.
Aðsókn óbreytt þrátt fyrir reykingabann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, greinilega vitleysingur.
Sigurjón, 17.6.2007 kl. 03:02
Ég gerði aðeins rannsókn á öldurhúsamenningunni um helgina, nánar tiltekið Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þar var nóg pláss til að taka frægar senur úr stórum ballettum upp úr kl. 23:00. Í kringum miðnættið hætti það að vera möguleiki, en engin þrengsli. Það var alveg hægt að ganga um án þess að ryðja miklu af fólki frá sér. Kannski var það vegna þess að helmingurinn af gestunum stóð í misstórum hnöppum fyrir utan og saug að sér kosmíska krafta. Mér fannst svo sem ekkert slæmt að bregða mér út fyrir til slíks enda veður gott, en ég veit ekki hvernig verður í vetur. Það truflar mig svo sem ekki þar sem ég geri svona öldurhúsakannanir afar sjaldan. En ég verð að segja að það var töluvert meira af fólki og meiri þrengsli síðast þegar ég kom á stað sem þennan.
Hitt er annað að þetta er auðvitað ekkert annað en forræðishyggja á háu stigi og fasistaháttur að hver staður/eigandi geti ekki ákveðið fyrir sig hvort hann bjóði uppá reyk með ölinu eður ei. Tóbak er löglegt fíkniefni, sem og áfengi. Ég veit ekki til að þeir sem kjósa magnyl fram yfir paracetamol við höfuðverk þurfi að gera það utandyra.
krossgata, 18.6.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.