Alvara vs. Teoría

Ef einhver sem ég væri að spjalla við færi að tala um rokkstjörnu sem notaði frægðina til að vekja athygli á fátækt og skuldum þriðja heims ríkja, talaði reglulega við páfann, og væri á "first name basis" við Bandaríkjaforseta, fyndist mér það örugglega kúl.

 

Ég hata samt Bono. Ég veit ekki hvers vegna. Í teóríu finnst mér þetta voða kúl, en í alvöru...þetta er Bona. Ef hann vildi í alvöru breyta einhverju, af hverju gefur hann ekki sínar eigin milljónir? Maðurinn hefur alveg efni á því.

 

Mig langar að segja að ég myndi nýta mínar milljónir -ef ég ætti þær-  í eitthvað merkilegt. Gæfi kannske 80-90-% til góðgerðastarfsemi...en ég myndi ábyggilega kaupa mér höll við hliðina á Bono.

 

Hann fer samt í taugarnar á mér. Segið mér að ég sé ekki ein...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Hann fer í taugarnar á mér.

Sigurjón, 22.6.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: krossgata

Ó, jú hann fer í taugarnar á mér og hefur gert það í mörg ár.  Annars virðist mér að flest af þessu "ríka" fólki virðist safna peningum annarra til góðgerðarstarfa og svo lekur af þeim helgislepjan og sjálfsánægjan yfir eigin meintu ofmetnu gæðum.  Bono er nákvæmlega eins og allir hinir.

Stundum er yfirlýsing þessa fólks "að þau gefi vinnuna/tíma sinn" til málefnisins.  Væri gaman að sjá á þeim upplitið ef allir mættu á peningasugu-atburðinn og færu svo, með yfirlýsingunni "ég gaf tíma minn með því að mæta".

krossgata, 25.6.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Anna

Krossgata; Var þetta ekki aðalmálið þegar Kristján nokkur Jóhannsson kom fram á góðgerðartónleikum fyrir nokkrum árum?!

Annars gefur ríka og fræga fólkið oft töluverðar upphæðir til góðgerðarmála (hagkvæmt þar sem framlög eru frádráttarbær frá skatti í USA) án þess að það rati á slúðursíðurnar og þar með án þess að við vitum nokkuð um það.  Kannski eiga sumir bara alveg inni fyrir helgislepjunni og sjálfsánægjunni... 

Anna, 28.6.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband