Kommon!

Eins og það séu bara alka-ídur sem pynta fólk? Hvað er Guantanamo"fangelsið" annað en fangabúðir með samþykktum pyntingum? Fólk sem styður þetta er ekkert annað en fávitar í mínum augum. Sorrí. Ég meika þetta bara ekki lengur.
mbl.is Fundu pyntingaklefa al-Qaeda í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég las það í Morgunblaðinu að íslensku landhelgisgæsluliðarnir hefðu fundið  gereyðingavopn í Írak.  En þeir fundu enga bandaríska pyntingaklefa og ekki heldur Davíð Logi Sigurðsson rannsókarblaðamaður á  sama blaði, sem fór þarna niðureftir til að kanna málið af eigin raun.  Hann skoðaði líka Guantanamo fangelsið og spjallaði við fangabúðastjórann sem sagði að allt væri í himnalagi. 

Sigurður Þórðarson, 24.6.2007 kl. 12:44

2 identicon

Tinna, segjum sem svo að þú værir á ferðalagi þarna á þessum slóðum, hvort mundiru frekar vilja vera tekin höndum af liðsmönnum al-qaeda eða liðsmönnum Bandaríkjahers?  

Hákon (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sigurður: ég leyfi mér að álykta að hér sé svokölluð kaldhæðni á ferð.

Hákon: En skemmtilegur leikur! Af tvennu illu myndi ég velja kanann, en væri ég Íraki, myndi ég velja al-Qaeda. Ég held nefnilega að það yrði auðveldara að sannfæra þá um að ég hati Bandaríkin en að sannfæra kanann um að ég sé ekki hryðjuverkamaður. Nú þú: hvort myndirðu frekar vilja vera tekinn höndum af íslenskum löggum eða bandarískum hermönnum, ef þú værir staddur á alþjóðaflugvelli, með sæmilega góða brúnku eftir ferðalagið þitt um miðausturlönd, og með stórt tölvuúr á úlnliðnum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.6.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Þarfagreinir

Í Guantanamo hafa menn verið í haldi árum saman sem hafa ekkert til saka unnið en að liggja undir grun um að hafa ætlað að taka þátt í hryðjuverkum. Menn sem voru handteknir í Bandaríkjunum sjálfum. Án dóms og laga. Er þetta verjandi?

Þarfagreinir, 24.6.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 3269

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband