28.6.2007 | 02:22
T minus 26:50
Ég legg sumsé af stað klukkan tíu mínútur yfir fimm á föstudagsmorgun, en þá stíg ég upp í hina margfrægu flugrútu, sem flytja mun mig að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flug FHE-901 tekur þar við, og skilar mér vonandi heilu og höldnu á brautina við Kastrup. Þaðan stekk ég svo um borð í lest og held inn í miðborg Kaupmannahafnar. Ætlunin er að hitta Gullý á Hovedbane, drösla farangri heim til Söru, og vingsast svo eitthvað þar til daginn eftir, en þá tökum við lest upp til smábæjarins Roskilde, en hann er á mörkum hins byggilega heims. Eftir aðra heiðarlega tilraun til að finna Domino's-útibúið sem samkvæmt fornri munnmælasögu á þar að finnast, gefumst við upp og étum eitthvað annað. Eftir innkaupaleiðangur stökkvum við upp í taxa og brunum sem leið liggur að austurhliði hátíðarinnar, þar sem kvöldið líður við bjórdrykkju og veðurfarsumræður. Um miðnætti fáum við síðan afhent (eða áhent) armbönd, og bæklinga sem við skoðum af áfergju. Klukkan átta á sunnudagsmorgun opnast svo hliðin, og við rjúkum eins og eldibrandar að svæði B, þar sem við sláum upp tjaldbúðum. Svo...æ...þúst...bra...verðum við fullar og vitlausar næstu daga, sjáum Arctic Monkeys og Killers og The Who og fleira, étum kettlingasamlokur, förum í leðjuslag, kvörtum undan veðrinu, Björk og gaurnum sem blastar norskt rapp alla nóttina, týnumst, finnumst, o.s.frv, o.s.frv.
Siðan er það ein eða tvær nætur í Köben til að fara í sturtu og slappa af áður en ég rýk til Hamborgar. Jei.
Sögur af þessu öllu saman verður síðan að finna hér. Þ.e.a.s. um leið og ég kemst til að skrifa þær.
Að lokum vil ég gubba nokkrum tilvitnunum á ykkur, þar sem ég sjálf er bara ekki næstum því nógu skapandi akkúrat núna:
Travel is fatal to prejudice, bigotry, and narrow-mindedness, and many of our people need it sorely on these accounts. Broad, wholesome, charitable views of men and things cannot be acquired by vegetating in one little corner of the earth all one's lifetime.
-Mark Twain
"Stripped of your ordinary surroundings, your friends, your daily routines, your refrigerator full of food, your closet full of clothes - with all this taken away, you are forced into direct experience. Such direct experience inevitably makes you aware of who it is that is having the experience. That's not always comfortable, but it is always invigorating."
-Michael Crichton
"Travelling is a brutality. It forces you to trust strangers and to lose sight of all that familiar comfort of home and friends. You are constantly off balance. Nothing is yours except the essential things - air, sleep, dreams, the sea, the sky - all things tending towards the eternal or what we imagine of it."
-Cesare Pavese
"There may be nothing sadder than people who spend their lives talking about what might have been."
-Anonymous
Hvað skal borða á útihátíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 3270
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtu þér vel, gerðu ekkert sem ég myndi ekki gera og síðast en ekki síst: Komdu heil heim.
Kær kveðja
Ísdrottningin
Ísdrottningin, 28.6.2007 kl. 03:24
Góða ferð, skemmtu þér vel og vandlega og komdu heil til baka.
Skál og prump!
Sigurjón, 28.6.2007 kl. 19:16
Góða ferð!! Ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera á Hróa
Anna, 29.6.2007 kl. 00:34
Líklegast skemmtiru þér ótrúlega vel ákkúrat núna (eða liggur steinsofandi einhversstaðar eftir skemmtanir). Öfunda þig ekki neitt rosalega mikið því mér væri örugglega ekkert vel við að vera í allri leðjunni sem fréttir eru að berast af. Helst myndi ég vilja vera í svona strandvarðarstól, hátt uppi fyrir ofan, en þá myndi auðvitað einhver fyndinn koma og velta manni úr sessi. *slær frá sér flugur af miklu harðfylgi*
B Ewing, 6.7.2007 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.