3.8.2007 | 11:45
Hegðunarnámskeið Herra Geirs.
Nú hefur hæstvirtur yfirlöggi, Geir Jón Þórisson, stungið upp á því - að því er virðist í fullri alvöru- að þegnarnir í lögregluríkinu verði skyldaðir á hegðunarnámskeið. Samkvæmt tillögu Geirs yrði námskeiðið 6-12 mánuðir, haldið eftir lok grunnskóla, og yrði skylda fyrir alla sem hyggjast halda áfram námi. Er það bara ég, eða hljómar þetta pínulítið...tja...fasískt?
Hversvegna ekki bara að skylda öll börn á grunnskólaaldri til þáttöku í einhverskonar ungmennaflokki? Það verður náttúrulega að ná þeim eins ungum og hægt er, ef einhver von á að vera um að fá þau til að forðast glæpi í framtíðinni. Best væri að nýta þessi fínu skátafélög sem við eigum -þar eru líka búningar í pakkanum- og bæta inn vel völdum námskeiðum eins og "Æskileg hegðun", "Eiturlyf drepa", og "Svikari í fjölskyldunni - Hvað skal gera?" Börnin fengju að sjálfsögðu verðlaun fyrir árangurinn; merki á skyrturnar og svoleiðis. Síðan væri gráupplagt að nýta Austurvöll til sýninga á því sem börnin hafa lært, og marséringar bláklæddrar ungliðahreyfingarinnar myndu lífga upp á 17. júní og 1. maí (þar sem hann er orðinn marklaus frídagur hvort eð er - best að slá honum bara upp í vel skipulagt götupartí).
En verði þessi hegðunarnámskeið löggimanns að veruleika (og ég neita að trúa því að það gæti gerst - en maður veit aldrei), hvernig verður framtíðin þá? Erfitt verður að fá vinnu, hafi maður ekki skírteini upp á að hafa staðist hegðunarlokaprófin, og framhaldsskólar fara yfir einkunnir úr "Hættu að kvarta 101" til jafns við niðurstöður úr samræmdum grunnskólaprófum. "Þrátt fyrir ásættanlegar einkunnir, getum við ekki veitt þér skólavist fyrr en niðurstöður Hegðunarnámskeiðs liggja fyrir. Við minnum á að lágmarkseinkunnir til náms á Félagsfræðabraut eru 8 í Heðgun, 8 í Þjóðarstolti, og 90% mæting."
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 3270
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fagra nýja veröld ...
Þau eru mörg fögru plönin handa okkur þegnunum já.
Þarfagreinir, 3.8.2007 kl. 13:28
Ég held að þessi maður ætti miklu frekar að hugsa út í að setja sína eigin starfsmenn á hegðunarnámskeið. En á meðan hann grandskoðar flísina í augum þegnanna þá sér hann ekki bjálkana í augum sinna eigin liðsmanna.
Dísa Djöfull, 5.8.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.