21.8.2007 | 15:12
Arkitektúr
Ráðhúsið. Iðuhúsið. Intrum. Fyrirbærið á gamla Stjörnubíósreitnum...þetta sem lítur út fyrir að vera byggt úr steypu og gömlum fiskabúrum.
Oj bara, allt saman.
Reyndar hefur mér oft dottið í hug að stinga upp á því við borgarráð að það skipuleggi hugmyndasamkeppni; Fegrum Ráðhúsið. Væri steypuklumpurinn ekki þolanlegri ef búið væri að mála hann í fallegum litum? Nú, eða fá graffara til að rissa upp risastóra veggmynd. Svo væri hægt að skipta þessu út á 3-5 ára fresti.
Annars þurfa hús ekki að vera ný til þess að vera ljót. Mér finnst Þjóðleikhúsið til dæmis alveg hryllilega ljótt, enda hef ég aldrei verið hrifin af svona áferð, hvað sem hún nú kallast. Smásteinablástur eða eitthvað. Sömuleiðis finnst mér aðalbygging HÍ ljót, og ekki er Laugarneskirkja skárri. Áður en fólki dettur í hug að ég hafi eitthvað á móti Guðjóni Samúelssyni, vil ég taka fram að mér finnst t.d. Landakotskirkja mjög falleg bygging, sem og Landsspítalinn (eða Últramegateknóspítalinn Stefán, eins og hann heitir í dag).
Torfusamtökin gáfu fyrir skemmstu út bæklinginn 101 í hættu!, en í honum er að finna myndir af 101 húsi sem mögulega stendur til að rífa eða flytja. Nokkur hús á listanum eru þegar horfin.
Á þessum lista er að finna hús sem ég vil alls ekki láta rífa (eða færa), og finnst í raun út í hött að láta sér detta slíkt í hug. Tökum sem dæmi húsið við Austurstræti 20, Hressingarskálann. Þarna er um að ræða eitt yndislegasta hús borgarinnar (þó starfsemin sé svona upp og ofan -muniði eftir makkdónalds?), að ekki sé minnst á bakgarðinn, hvar Jörundur Hundadagakóngur er sagður hafa ræktað kartöbblur.
Á meðal annarra húsa á listanum má nefna Klapparstíg 30 (Sirkus), Lækjargötu 6b (Litli ljóti andarunginn), Lækjargötu 8 (Kína húsið), Laugavegur 21 (Hljómalind), Laugaveg 27 (Tíu Dropar), Laugaveg 29 (Brynja) og Laugaveg 73 (Bístró - og þar til fyrir skemmstu Kaffi Vín).
Málið snýst hinsvegar minna um húsin sem til stendur (hugsanlega) að ryðja úr vegi, og meira um hvað á að reisa í staðinn. Mörg hús á listanum eru forljót og illa farin, en ég vil frekar halda í þau en þola annað Iðuhús.
Þá líst mér betur á tillögu Torfusamtakanna:
Torfusamtökin harma niðurrif á Laugavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef aldrei getað skilið þetta byggingasnobb og móðursýkisleg hróp um menningarmenjar eða hvað fólk vill nú kalla þetta. Hvers eiga til dæmis húsin að gjalda sem byggð voru svona frá 1960 fram á okkar daga? Þetta er líka hluti af menningunni hvort sem ákveðnum hópi líkar betur eða verr. Nú ef allt gamalt er svona fínt hvernig væri þá bara að smella sér á torfbæjarstílinn aftur?
krossgata, 21.8.2007 kl. 17:09
Sammála síðazta ræðumanni! Alger óþarfi að halda í þessa bárujárnskumbalda. Hins vegar er ekkert sama hvað byggt verður í staðinn. Það má deila um það.
Sigurjón, 23.8.2007 kl. 03:52
Takk fyrir ágæta grein Tinna en voðalega væri lífið yndislegt ef fólk mynd kynna sér málin áður en það myndar sér skoðun og þá er ég að tala um Sigurjón.
Það vill þannig til að hvorugt af þessum 2 húsum sem um ræðir eru bárujárnshús, hvað þá "bárujárnskumbaldar". Bæði húsin voru klædd með viðarpanel.
"Hins vegar er ekkert sama hvað verður byggt í staðinn".
Þegar niðurrif húsa er endanlega ákveðir er á sama tíma ákveðið hvað á að koma í staðinn, þessar tvær ákvarðanir eru því bundnar órjúfanlegum böndum(sem betur fer hefur það minnkað að hús séu rifin til að rýma fyrir bílastæðum eins og mikið var gert af á 7. og 8. áratugnum).
Þannig að hvetja til niðurrifs án þess að hafa kynnt sér hvað á að koma í staðinn felur í sér að "standa á sama hvað verður byggt"
Þórður (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:43
Það er ótrúlegt að þessi hús sem eru með elstu húsum bæjarins fái ekki að vera í friði. Best væri ef þau yrðu gerð upp í sem upprunalegastri mynd. Er ekki nóg að byggja nýtt í nýjum hverfum?
Hróbjartur Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.