Vörutorg. Aftur.

a) Ef þú ert nógu mikill hálfviti til að eyða 10.900 krónum í "handlóð, tösku, brúsabelti og dvd" vona ég að þú farir úr axlarlið, einn heima, símalaus og með skitu.

Fyllið gamlar kókflöskur af sandi, haldið á þeim, sveiflið handleggjum. Endurtakið eftir þörfum.

 

b) "API WHEY Protein - Prótein af fullkomnustu gerð til að skera niður fitu og byggja upp vöðva . API er gríðarvinsæl vara og sérstaklega auðveld í blöndun og fáanlegt með bestu bragðefnum. Fáðu þér prótein í hádeginu í staðinn fyrir máltíð og skerðu þannig niður fitu og byggðu upp vöðva."

Þessi vara heitir API. Hint? Ef þú eyðir 9.999 krónum í þetta ertu _____?

Éttu hollan mat, hreyfðu þig. Sjá lið a.

 

c) "Ágætu viðskiptavinir nú styttist í að haustskipin komi til Vörutorgs. Í fyrstu sendingunum mun koma takmarkað upplag af vörum þar sem þær eru teknar með flugi á meðan að skipin sigla um heimshöfun hlaðin gámum."

Ha? Skipin koma með vörur, en fyrst kemur takmarkað upplag með skipum af því að það er flutt með flugi en ekki skipum?

 

d) Space Bags "Lokið pokanum auðveldlega með rennilásnum, kerfið okkar tryggir þér loftþétta geymslu fyrir hámarks vernd.

Rúllið pokanum saman í átt að botninum þá þrýstist loftið úr geymslupokanum og þið getið tvöfaldað geymsluplássið ykkar."
Lokið loftþétta pokanum og þrýstið svo loftinu út. Hversu margir hálfvitar ætli hafi kvartað yfir þessu?
e) "Fjölnota fótanuddtæki"
En ekki þessi leiðnlegu einnota pappastykki sem grotna í sundur eftir fyrsta skiptið. Þetta fótanuddtæki nuddar ekki bara fætur, heldur er einnig hægt að skeyta skapi sínu á því þegar það bilar, nýta það sem hentugt geymslupláss eða gróðursetja kaktus í því.
Andskotans fífl er fólk.
P.s Ég hata Dr. Phil.
0906_tv_01_DrPhil

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir

HAHAHAHAHAHA! snilld :o)

Vignir, 8.9.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Sigurjón

Ekki dytti mér í hug að kaupa þetta drasl!

Sigurjón, 9.9.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband