Er þetta djók?

Löggan röltir um bæinn og tekur fólk fyrir að míga, sektar pöbba fyrir að hleypa fólki út með glös, og er svo hissa á því að fólk verði pirrað?

Í einni óumræðanlegri frétt til viðbótar kemur þetta fram:

"Mjög erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og var mikið um ölvun og almenn ólæti í miðborginni.

[...]

Í Pósthússtræti var maður skyndilega laminn þannig að stór kúla kom á ennið. Vitni að árásinni segja að árásarmennirnir hafi verið úr þekktum móturhjólasamtökum. Þá var ráðist á mann við Broadway um klukkan fimm í nótt. Árásarmennirnir voru þrír og voru þeir vopnaðir golfkylfum og piparúða sem þeir beittu gegn manninum. Tveir þeirra voru handteknir en einn komst undan.

Um klukkan sex barst lögreglunni tilkynning um að maður lægi rotaður við veitingastað í Hafnarstræti eftir átök. Stuttu seinna kom svo önnur tilkynning frá dyravörðum skemmtistaðarins um að búið væri að taka hníf af manni og að líklega fleiri gestir væru með hnífa. Árásarmaður náði að sleppa en vitni segja hann um 100 kíló að þyngd og vöðvamikinn. Maðurinn sem rotaðist var fluttur á slysadeild en hafði ekki verið stunginn.

Um klukkan hálf sjö í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á veitingastað í Tryggvagötu. Þar brutust út átök milli manna og var einn maður handtekinn.

Þá komu upp fimm fíkniefnamál í nótt og einn var lagður inn á slysadeild eftir að hafa tekið inn skammt af alsælu."

En í þeirri næstu stendur:

"Aukin[n] sýnileiki lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt hafði jákvæð áhrif á ástandið...

"Haft er eftir Jóni Bjartmarz [...] aðmarkmiðið með átakinu í nótt hafi verið að koma í veg fyrir óspektir og skemmdarverk og halda uppi lögum og reglum. „Það virðist hafa tekist ágætlega í nótt."

 

Hvaða áhrif? "Bara" fimm fíkniefnamál? "Bara" fjögur ofbeldismál? Og í guðanna bænum ekki fara að segja mér að lögreglan vinni erfitt starf, það hefur margoft komið fram. Það sem ekki dugar eru svona fasistaaðferðir í stað þess að, tja, fjölga almenningssalernum og leyfa fólki að vera með opin áfengisílát. Hví í ósköpunum er það bannað? Er þetta til þess fallið að vernda fjöldann? Eru lög ekki ætluð til þess, í stað þess að finna verkefni fyrir lögguna?

 

 

Þessar fréttir koma af vísi.is, en fyrir neðan þær allar stóð eftirfarandi;

 

"Vegna eðlis þessarar fréttar er ekki boðið upp á að lesendur geti lýst skoðunum sínum á henni."

---

Í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur kemur eftirfarandi fram:

3. gr.

Uppþot, áflog, óspektir eða önnur háttsemi, sem raskar allsherjarreglu, má ekki eiga sér stað á almannafæri, og ekki mega menn þyrpast þar saman, ef það truflar umferð eða veldur vegfarendum öðrum óþægindum.

Enginn má sýna öðrum áreitni á almannafæri eða sýna þar af sér ósæmilega háttsemi.

Handtökum alla sem standa í röðum í bænum, það veldur mér óþægindum. Og tölum ekki um helvítis mæðurnar sem taka undir sig alla gangstéttina með stóru vagnana sína.

4. gr.

Bannað er að hafast nokkuð að, sem veldur ónæði eða raskar næturró manna.

Þarf að útskýra þetta nánar?

 

5. gr.

Þegar fjölmenni safnast saman á almannafæri við biðstöðvar almenningsvagna, miðasölur, veitingastaði, verslanir og aðra afgreiðslustaði, skal fólk að jafnaði raða sér þannig að þeir, sem fyrstir koma, fái fyrstir afgreiðslu.

Hve langur ætli fyrningarfresturinn sé á þessu? Stórsöngkonan Björk tróðst einu sinni fram fyrir mig á Kaffibarnum, og einu sinni neitaði dyravörður að hleypa okkur vinkonunum inn á stað, þó við værum fremstar. Ég heimta sýnilegan árangur!

 

Í Lögreglusamþykkt (t.d.) Kópavogs og Mosfellsbæja er að finna eftirfarandi grein, en hana er ekki að finna í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Þó ber að vekja athygli á því að í dag eru þessi svæði sameinuð, en ekki finnst nokkuð á netinu sem heitir Lögreglusamþykkt Höfuðborgarsvæðisins, og verður því að gera ráð fyrir því að þessar samþykktir séu enn í gildi. Ef einhver veit betur má hinn sami endilega benda mér á hvar hægt er að nálgast þessa ósýnilegu samþykkt.

 

7. gr.

Hver sá, sem staddur er á almannafæri, er skyldur að segja til nafns síns og heimilis, þegar lögreglan krefst þess.

 

Í Almennum Hegningarlögum kemur aftur þetta fram:

112. gr. Hver, sem aðstoðar mann, sem eftirför er veitt fyrir brot, til að komast undan handtöku eða refsingu, með því að fela hann, hjálpa honum til að flýja eða strjúka eða segja rangt til, hver hann sé, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Sömu refsingu varðar það að tálma rannsókn brots með því að eyðileggja, breyta eða koma undan hlutum, sem fræðslu geta veitt við rannsóknina, eða með því að raska ummerkjum brots.
Hafi einhver framið verknað, sem lýst er í þessari grein, í því skyni að koma sjálfum sér eða nánum vandamönnum sínum undan eftirför eða refsingu, þá er það refsilaust.

....

Hér hef ég eingöngu vísað í lögin, þar sem í 121. grein stendur:

121. gr. Hver, sem opinberlega hvetur menn til refsiverðra verka, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.
Hver, sem opinberlega og greinilega fellst á eitthvert þeirra brota, er í X. eða XI. kafla laga þessara getur, sæti sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári.

 

Ekki brjóta lögin krakkar mínir. Drullist bara til að mótmæla ólögum og misbeitingu valds.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þetta er mótsagnakennt.  Ég velti fyrir mér hvort 7. grein stenzt alþjóðalög eða stjórnarskrá.

Sigurjón, 9.9.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband