Andskotans hálfvitaskapur

Já, breytum landinu í trúarlegt fasistaríki. Það hefur alltaf virkað svo vel.

 

Þetta er eiginlega of heimskulegt til að það taki því að tjá sig um það...en ég geri það samt.

Heldur maðurinn að það leysi vandann að láta fulla fólkið hlusta á einhverja ésúþvælu? Míga kristnir aldrei eða henda dósum? Það virðast vera heitustu glæpirnir í dag. Og hvernig er það, verða þessir trúboðar á launum hjá ríkinu, eða ætlar Geir Jón að smala saman kristlingum í sjálfboðavinnu? Kannske þetta verði valkostur fyrir þá sem gerast svo ósvífnir að kasta af sér vatni; tíuþúsundkall á borðið eða lesa úr Biflíunni fyrir framan Kaffibarinn næstu þrjár helgar - og ekki muldra.

 

Þetta yrði sjálfsagt ágætis skemmtun; Krossarar á einu horni - væntanlega nálægt Qbar - og KFUM við Dubliner. Svo verða slagsmál um yfirráðasvæði; Krossurunum finnst KFUM ekki nógu róttækt, en KFUM vilja bara halda áfram að selja vöfflur og kakó. Þá þarf að kalla til lögguna.

 

Eða er kannske hægt að leysa vandann með því að taka peninginn frá trúfélögunum og nota hann í eitthvað þarfara...eins og salerni og ruslatunnur? 


mbl.is Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Ekki finnst mér ástæða til gífuryrða, þó að Geir Jón hafi leyft sér að segja sína skoðun. Deila má um, hvort hann eigi að mæta í fullum skrúða lögreglumanns í viðtal um trúmál. En fullan rétt hefur hann á, að ræða trú sína á Drottin á opinberum vettvangi, og varpa fram hugmyndum, sem hann telur bæta mannlífið í miðbænum. Margir ógæfumenn hafa snúist til betri vegar eftir að hafa kynnst Jesú Kristi. Kveðja, Þorgeir Arason.

Þorgeir Arason, 12.9.2007 kl. 08:52

2 Smámynd: krossgata

Kannski les ég einhvern tíma þessa frétt, nenni því ómögulega núna.  En... taki peninginn frá trúfélögunum?  Meinarðu sóknargjöldin eða hvað það nú er sem hver kirkja fær með hverjum skráðum lim - gjöld óskráðra lima fara til Háskólans? 

Ég held að borgin hafi lítið yfir þeim peningum að segja, þeir koma frá okkur - til ríkisins - til kirkju/trúfélaga/háskóla.  En borgin hefði gott af því að settar yrðu upp ruslafötur þéttar og víðar.  Ég hef trú á að fólk gangi betur um ef það hefur tækifæri til þess.  En þú hendir ekki rusli í þar til gert ílát ef næsta ílát er upp í Mosfellsbæ og þú í miðborginni.

krossgata, 12.9.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég sé bara fyrir mér fyrirsagnir: Áleitinn trúboði þurfti að leita á slysadeild...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.9.2007 kl. 09:55

4 identicon

Það er ótrúlegt að embættismaður láti svona út úr sér... ég myndi raka gaurinn ef ég réði... ekki spurning í mínum huga með að maðurinn er ekki starfi sínu vaxinn

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband