Tjáningarfrelsið - aftur

Nú virðist aðalmálið vera einhver ritblindur strákauli sem setti upp rasistasíðu á moggablogginu, og sýnist sitt hverjum. Það sem hefur þó komið mér hvað mest á óvart er hversu fáir styðja tjáningarfrelsið í þessu máli, eingöngu vegna skoðana þessa vanvita. Fólk virðist ekki skilja að tilgangur tjáningarfrelsis er ekki einvörðngu að standa vörð um "góðu" skoðanirnar, heldur líka ógeðfelld viðhorf allskyns fífla, enda grunnhugmyndin einhvernveginn þannig að fólk fái sjálft að dæma.

Ef ég réði -og væri þannig innrætt- myndi ég t.d. banna biskup og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að tjá sig opinberlega, sem og öllum þeim aragrúa fjölmiðlafólks sem ekki getur gubbað út úr sér sæmilega skiljanlegri setningu á móðurmálinu. En ég ræð ekki, sem er kannske eins gott fyrir þjóðkirkjukristna og hlustendur FM957. Ákveðnir einstaklingar og hópar hafa í gegnum tíðina níðst á tjáningarfrelsinu í nafni "almennrar velferðar", og ber þar fremstan að nefna sjálfan Hitler*, hetju títtnefnds strákaula.

 Að krefjast refsingar fyrir stórgáfuleg ummæli eins og:

"Hitler var einn mesti foringi inní 21.öldina sem til var hann var snillingur í öllu sem hann gerði hann gerði okkur öll frjáls allt sem hann vildi var það að við Hvíta fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skapaði okkur til að vera."

eða

"Ég er á einni skoðun og það þýðir lítið að banna ip:töluna mína rödd mín mun ekki deyja þar sem að hún liggur greinilega í ykkur öllum þar sem að þið hafið kastað mér á bálið sjálf þið talið um mína fávisku þegar að 50% af ykkur hafið eflaust ekki skoðað nasisma neitt ég veit að ég hef kannski ekki réttar skoðun á þessu máli en þetta er mín skoðun þið hafið ekki sýnt mér að ég eigi eitthvað að breyta þeim þar sem að þið einfaldlega þorðuð ekki að skora á mig í umræðu á minni síðu þar í stað létu þið einfaldlega loka henni. Svona svona fólk þetta er í lagi ég get ekki verið reiður útí minn kynstofn og það er eitthvað sema að þið ættuð öll að læra og munið að við eigum eftir að vera í algjörum minnihluta hér á landi eftir nokkur á minnist mín þá (hei kannski hafði Helgi rétt fyrir sér tisstiss)"

 

skilar engu. Svona kjaftæði á að dæma sig sjálft, en ef svona þvaður verður virkilega til þess að einhvert fíflið ræðst á mann af öðrum kynþætti...tja, þá held ég að við þurfum að hafa áhyggjur af einhverju stærra en sundurlausum bloggfærslum vanvita sem mætti aldrei í sögutíma.

Niðurlögum fordóma verður ekki ráðið með ritskoðun eða bönnum, heldur fræðslu.

 

*Hér er ekki ætlunin að vaða í gegnum það sem nefnt hefur verið argumentum ad hitlerum, heldur eingöngu benda á að nasistar falla í hóp þeirra sem hvað mest reyndu að hefta tjáningarfrelsið, enda of langt mál að telja upp alla þá hópa sem í gegnum tíðina hafa reynt að skerða þessi grundvallarréttindi frjálsra einstaklinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Nákvæmlega. Ég skil ekki af hverju fólk vill láta ritskoða svona bull. Þetta dæmir sig sjálft, og ef fólk vill ekki lesa það, þá sleppir það því bara - það gildir um öll skrif fólks, almennt.

Annað sem er varasamt við ritskoðun er að hún gefur svona skoðunum gildi. Með því er verið að segja: "Þetta er gilt viðhorf; viðhorf sem leyfist ekki hér." Þar með sannfærist sá sem verður fyrir ritskoðuninni um að hann hafi rétt fyrir sér, en að einhver óvinveitt öfl séu hrædd við þennan sannleika. Besta leiðin er auðvitað að hundsa þetta algjörlega. 'Ekki fóðra tröllið' eru gömul og góð sannindi sem allir ættu að fara eftir. Ef þér líkar ekki við svona skoðanir; ekki svara þeim. Þetta er hvort eð er ekki svaravert, er það nokkuð?

Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: krossgata

Tjáningarfrelsi.  Öllu frelsi, hvaða nafni sem það nefnist, fylgir ábyrgð.  Oft hefur fólk hátt um að það eigi rétt á þessu og hinu frelsinu, en það er æ oftar að maður sér að það vill bara réttinn sem hentar því en ekki ábyrgðina sem því fylgir - að níðast ekki á eða drepa náungann við hliðina.  Marg oft eru framin mannorðsmorð í nafni tjáningar-/málfrelsis - af þeim sem taka réttinn til að tala en ekki ábyrgðina.  Þetta finnst mér vont og grefur undan þessum grundvallarmannréttindum.

Í sumum löndum eru lög gegn nasisma, alla vega þýskalandi.  Það er í ljósi sögunnar skiljanlegt.  Samt má segja að þar séu tjáningarfrelsinu settar skorður.  Í mínum augum setti heimurinn líka þjóðverjum skorður með því að það eru viðhorf heimsins sem neyða þjóðverja til að setja slík lög og þeir greiða fyrir seinni heimsstyrjöldina.

Ýmis lög setja tjáningarfrelsi skorður - mannréttindalög.  Það má ekki vera með áróður gegn og ofsækja fólk vegna trúar, þjóðernis, litarháttar og svo framvegis.  Þar með eru þetta ekki viðurkenndar skoðanir og í raun má ekki tjá sig um þær.  En það er svo aftur mannréttindabrot að banna þær.

Tjáningarfrelsið er vandmeðfarið mál.  Þegar upp er staðið þá á að verja það finnst mér sem grundvallarmannréttindi, það leggur grunn að öðru frelsi.  En ég held að öllum vestrænum heimi sé hollt að hugsa reglulega um ábyrgðina sem fylgir því og draga það ekki niður á það plan að nota það til að réttlæta sölu á næstu kjaftasögu.

krossgata, 25.9.2007 kl. 18:40

3 identicon

omg!!! ertu búin að kíkja á bloggið hennar petru? tékk it át!

gullz (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband