10.10.2007 | 13:53
Helfararafneitun og ráð við henni.
Allt í lagi. Fyrirsögnin er dálítið villandi. Það eru nefnilega engin ráð. Síðustu daga hef ég reynt að tala vinkonu mína til, en hún heur af enhverjum ástæðum bitið í sig ýmsa vitleysu, m.a. að Helförin hafi aldrei átt sér stað og að ástæða fátæktar í Afríku sé heimska þeldökkra íbúa álfunnar.
Ég hef hingað til einbeitt mér að því að hrekja ýmsar fullyrðingar hennar í sambandi við "meinta" Helför, en öllum mínum gáfulegu athugsemdum er vísað á bug. Þetta er nefnilega allt samsæri gyðinga, sjáðu til. Einhver snillingurinn tók sig til og skapaði "heimildamynd" undir titlinum Einn þriðji af helförinni þar sem meðal annars er "sannað" að nazistar gætu ekki hafa brennt lík í opnum gryfjum. Hvaða hávísindalegu rannsóknir liggja þarna að baki? Jú, vinurinn skellti lambalæri í holu á ströndinni og kveikti í. Auk þess bendir hann á að ekkert þak hafi verið yfir gryfjunum, svo þeir gætu ekki hafa notað þær í rigningu. Þetta eru náttúrulega pottþétt rök.
Þegar ég vísaði vinkonunni á síðuna www.nizkor.org benti hún á að á síðunni væri vitnað í bók ritaða af gyðingi. Þar af leiðandi væri síðan ómarktæk með öllu. Ef helfararsjúklingnum er bent á gögn frá nazistum sjálfum eru þau án efa fölsuð, og séu þau komin frá óháðum rannsóknarmönnum hljóta viðkomandi að hafa verið heilaþvegnir.
Ég hef áður minnst á að fólk eigi að hafa rétt á sínum skoðunum, sama hversu veruleikafirrtar, heimskulegar og/eða ógeðfelldar þær kunni að vera. Ef einhverjum dettur í hug að ég sé að skipta um skoðun vil ég taka þetta fram; sem einstaklingur hef ég fullan rétt á að stunda rökræður -sama hversu einhliða rakahlutinn kann að vera. Ríkið hefur aftur á móti engan rétt til að skipta sér af skoðunum fólks, nema skoðanirnar komi fram á siðferðislega glæpsamlegan hátt*. Vinkona mín er ekki í áhrifastöðu innan þjóðfélagsins - sem betur fer - og hefur því afar takmörkuð völd til að breyta heiminum í kynþáttaskipta nazistaparadís.
*Með siðferðislega glæpsamlegu athæfi á ég við athæfi sem gengur á rétt annarra einstaklinga til frelsis, hamingju og heilsu. Þessu má ekki rugla saman við lagalega glæpi, hverra grundvallarröksemd er "það er bannað af því að það er bannað".
Svo má auðvitað deila endalaust um siðferðisleg viðmið, sem og fara í hártoganir um merkingu orðanna hamingja og frelsi.
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá. bara....vá.
Ég held að seinni heimsstyrjöldin og glæpirnir sem henni fylgdu séu með best "documented" atburðum mannkynssögunnar, og þá sérstaklega helförin. Hver sá sem heldur því fram að hún hafi ekki átt sér stað er nú ansi langt úti á þekju þar sem heimildirnar eru næstum óendanlegar, hvort sem séu í kvikmyndaformi, ljósmyndum, vitnisburðum (frá báðum hliðum) eða skjölum...Það hefði verið massíft project að ljúga öllu þessu upp.
Hinsvegar má rífast um hvort helförin hafi fengið óþarfa athygli á heimsskala miðað við önnur þjóðarmorð sem hafa átt sér stað á sama eða stærri skala...en það er annað mál.
kiza, 10.10.2007 kl. 14:17
Fjör þegar þið vinkonurnar hittist? Nazistarnir reyndu ekki bara að útrýma gyðingum heldur líka fötluðum, geðsjúkum og öðrum "óæskilegum".
krossgata, 10.10.2007 kl. 16:10
Sagan er skráð af sigurvegurunum!
Helförin er staðreynd. En allt svona "milljón geðveikir þjóðverjar" tal, finnst mér vera álíka veruleikafirrt og segja að hún hafi ekki átt sér stað. Hvernig þessir tugir þúsunda nasista hafi tekið sig saman í geðveikinni.
En maður veit aldrei er það :)
Halli (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.