Bloggleti

En frumleg fyrirsögn. Jæja. Ég hef sumsé verið óhugnanlega löt til netskrifa undanfarið, en það er að mestu vegna vinnu. Ég er með vinnu núna. Vakna klukkan korter yfir sex á morgnana, er mætt átta, vinn til fimm (teorí) eð sjö (praxis) við að draga allskyns hluti á eftir mér fram og til baka um vöruhús innanlandsflutningadeildar Eimskips. Þetta finnst mér gaman. Vinnan er aðallega fólgin í þessum drætti (hah!), vigtunum og mælingum, kvittunum og sortéringum ýmiskonar.

 

Annars er ótrúlegt hvernig manni tekst að gleyma dagsetningunni þó maður kroti hana oft á dag. Sama gildir um einfalda hluti eins og póstnúmerið á Akureyri.

 

Ég hef orðið vör við ýmsar útgáfur bæjarnafna í vinnunni. Hér er handhægur listi fyrir hina skrifblindu/fáfróðu;

Blöndu-ós, ekki Blön-dós 

Sauð-ár-krókur, ekki Sauða-krókur

Nes-kaupstaður, ekki Neskupstaður

Vestmanna-eyjar, ekki Vesmaneyjar

Hellis-sandur, ekki Hellis-andur

Reyðar-fjörður, ekki Reiðar-fjörður (og enginn býr á Reiðarfyrði heldur)

Egils-staðir, ekki Egil-staðir

 

 

Og í guðanna bænum; ef þið eruð ekki viss á póstnúmerinu, flettið því upp. Ekki gera ráð fyrir að allir staðir á norðurlandi hafi sama póstnúmer og Akureyri, að Reyðarfjörður sé hverfi á Egilsstöðum eða að Selfoss nái yfir allt suðurlandsundirlendið. Símaskráin er á netinu og í prentformi á flestum betri heimilum.

 

Og annað; þó ég sé eina stelpan þarna þýðir það ekki að ég finni ekki muninn á fimm kílóa pakka og fimmtán kílóa pakka. Og ég heiti ekki elskan, vinan eða góða mín! Og það er ekki mér að kenna að Vestmannaeyjabíllinn skuli fara fyrr en þú hélst! Og ef þú sérð ekki muninn á Flytjanda og Landflutningum ertu vitlaus! Og af hverju í ósköpunum heldurðu að innanlandsflutningar þýði innabæjarflutningar? Drullastu bara sjálfur með pakkann upp í Árbæ. Og hundskastu svo til að merkja helvítis kassann, annars tökum við enga ábyrgð á því að hann endi á réttum stað. Og hvernig væri að pakka draslinu almennilega inn áður en það er sent í stað þess að skammast yfir rispum? Og getið þið ekki flokkað brettin sjálfir í stað þess að hrúga öllu hipsumhaps í eina kássu?

 

En annars er vinnan fín.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Öss, ertu ekki að verð mössuð bara - o me rosa vöva? 

En hafðu það annars sem best í starfinu.

krossgata, 9.11.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Róbert Þórhallsson

*fliss* hún sagði "drætti" !!

Róbert Þórhallsson, 9.11.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hahaha...

Hafandi unnið hjá Hraðflutningum á BSÍ... veit ég uppá 100% hvað þú er að tala um... :D 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.11.2007 kl. 00:40

4 Smámynd: Sigurjón

Gangi þér vel með þetta.  Verðurðu héðan í frá kölluð Hlaðgerður?

Sigurjón, 11.11.2007 kl. 03:47

5 Smámynd: Sæunn Valdís

til hamingju með jobbið :) en smá pæling sagði einhver 'STAY' sane? hvernig getur maður haldið einhverju áfram sem ekki er til staðar? djók! en gott að þér finst vinnan skemmtileg

Sæunn Valdís, 12.11.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband