17.12.2007 | 01:38
Það sem fólk trúir á...og enn einu sinni af siðferði
Fólk er fífl, það hefur löngum sannast. Eftir að ég sá myndskeið um Mormónstrú fór ég að velta því fyrir mér hversvegna mörgum finnist hún voða fyndin. Eru trúarhugmyndir Mormóna eitthvað fáránlegri en annarra?
Grundvöllur kristinnar trúar er að hrein mey hafi fætt barn sem var í raun Guð (eða svoleiðis). Sá óx síðan úr grasi og læknaði blindu, lömun og dauða með handayfirlagningu. Eftir að hann var búinn að rölta um og ögra vísindalögmálum í 30 ár dó hann. En lifnaði svo við. Og hvarf svo. Þeir sem trúa þessu fá svo loforð um eilíft líf. Eftir að þeir deyja.
Biblían, grundvallarrit a.m.k. þriggja trúarbragða, er uppfull af skemmtilegum sögum. Flestir virðast núorðið á þeirri skoðun að um líkingar sé að ræða, en þó eru enn margir sem trúa eftirfarandi ;
Sólin stöðvaðist á himninum. Og bakkaði.
Heimurinn varð til á einni viku.
Fullskapaður og fullvaxinn karlmaður var búinn til úr mold.
Fullvaxin og fullsköpuð kona var föndruð úr nokkurra desimetra beini.
Snákar geta talað. Og borða ryk.
Hægt er að koma u.þ.b. 3 milljónum dýra fyrir um borð í bátkænu sem er 140 x 23 x 13.5 metrar. Það tekur auk þess ekki nema einn dag að koma þeim um borð.
Á tímum Gamla Testamentisins var algengt að fólk lifði til hárrar elli. Mjög hárrar elli. Yfir 300 ár.
Leðurblökur eru fuglar og hérar jórtra.
Einhyrningar eru til. Og Guð er jafn sterkur og þeir.
Sniglar bráðna.
Maður getur lifað í "maga fisks" í a.m.k. þrjá sólarhringa.
...og margt, margt fleira.
---------
Siðferði, boð og bönn.
Biblían segir:
Ekki drepa.
Ekki ljúga.
Ekki stela.
Ekki herma eftir hinum ef þeir eru að gera eitthvað slæmt.
Vertu góður við ókunnuga, ekkjur, fátæka og föðurlaus börn.
Skildu eftir vínber á viðnum (og korn í hornum akra) handa ferðamönnum og fátækum.
Dómarar og aðrir valdsmenn eiga að vera hlutlausir og ekki þiggja mútur.
Ekki senda sloppna þræla aftur til "eigenda" heldur leyfið þeim að búa með ykkur í frelsi og friði.
Heiðraðu foreldra þína.
Viska er betri en ríkidæmi.
Vertu góður við dýr.
Glatt hjarta er jafn gott og lyf.
Vertu góður við óvini þína.
Gefðu deyjandi mönnum sjúss og niðurdregnum vín svo þeir gleymi sorgum sínum.
Ekkert er manninum betra en að eta, drekka og vera glaður.
Gerðu það vel sem þú gerir.
Borgaðu starfsfólki sanngjörn laun.
Þarna er margt gott að finna inn á milli. Reyndar er slatti í mótsögn við önnur vers...en það er víst sama hvaðan gott kemur (eða þannig), ekki satt?
Kóraninn segir:
Ef þú trúir því, sannaðu það.
Eyddu fé þínu í að hjálpa þurfandi, foreldrum þínum og munaðarleysingjum.
Ekki fela sannleikann viljandi.
Frelsaðu þræla.
Ekki okra.
Ekki rífast um eitthvað sem þú hefur ekkert vit á.
Vertu sanngjarn við ríka jafnt sem fátæka, jafnvel þó það komi þér illa.
Ekki drepa menn eða dýr að nauðsynjalausu.
Ekki svindla eða ljúga.
Greiddu fátækraskatt.
Fyrirgefðu öðrum.
Ekki svara vinsemd með óvinsemd.
Ekki fylgja því sem þú þekkir ekki.
Karlar og konur skulu hjálpa hvert öðru.
Liðfu í friði við hina vantrúuðu.
Ágiskun kemur aldrei í stað sannleikans.
Hér, sem og í Biblíunni eru mótsagnakennd vers inn á milli.
Hávamál segja:
Vertu gestrisinn.
Viska er traustur vinur.
Kynntu þér aðstæður áður en þú ferð að tala.
Viska er betri en ríkidæmi.
Ekki drekka of mikið.
Vertu glaður allt til dauðadags.
Enginn dæmir þig fyrir að fara snemma að sofa.
Ekki bulla að óþörfu.
Það er heimskulegt að liggja andvaka yfir vandamálum, þau verða enn til staðar um morguninn.
Ekki allir sem brosa til þín eru vinir þínir.
Ekki vera þaulsætinn gestur, annars fá allir leið á þér.
Ekki vera nískur á fé.
Gefðu gjafir sem þér þykir vænt um.
Vertu vinur vina þinna.
Maður er manns gaman.
Gjafmildir og hraustir lifa bestu lífi.
Ekki vera latur.
Ekki skammast þín fyrir að eiga lítið.
Þú ert ekki gagnslaus þó þú sért ekki fullhraustur.
Láttu verkin tala.
Textar Búddista segja:
Ekki skaða neitt lifandi.
Ekki stela.
Forðastu óábyrga kynhegðan.
Forðastu áfengi og annað sem hefur áhrif á skynjun þína.
Ekki ljúga eða segja eitthvað særandi.
Vertu örlátur.
Vertu staðfastur.
Vertu góður og gestrisinn.
Konfúsíus segir:
Vertu réttlátur.
Elskaðu aðra.
Ekki vera gráðugur.
Vertu kurteis.
Heiðraðu foreldra þína.
Vertu staðfastur.
Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.
Ef maður misnotar vald sitt eiga undirmenn að rísa upp gegn honum.
Rit Hindúa segja:
Vertu góður.
Ekki skaða nokkra lifandi veru.
Vertu heiðarlegur.
Sýndu samúð.
Vertu þolinmóður.
Ekki vera gráðugur.
Ekki vera stoltur.
Ekki vera abbó.
Satanistabiblían segir:
Heimska er höfuðsynd.
Ekki skaða lítil börn.
Ekki taka það sem ekki tilheyrir þér nema það íþyngi þeim sem á það.
Ekki drepa dýr nema þér sé ógnað eða til matar.
Sýndu öðrum virðingu ef þú ert á þeirra yfirráðasvæði.
Ekki kvarta yfir hlutum sem þú hefur stjórn á.
Ekki áreita fólk á opnu svæði. Ef einhver áreitir þig, biddu hann um að hætta. Ef hann hættir ekki, rústaðu honum.
Ekki þykjast vera eitthvað sem þú ert ekki.
Ekki blekkja sjálfan þig.
Ekki fylgja hópnum í hugsunarleysi.
Ekki leyfa stolti að skaða hagsmuni þína.
Almenn skynsemi segir:
Ekki taka meira en þú þarft.
Vertu góður við minnimáttar.
Hugsaðu sjálfstætt.
Vertu góður við aðra.
Reyndu að gera líf þitt og annarra betra.
Virtu aðra.
Annars er það bara pick'n'mix eftir hentugleikum.
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldeilis frábær samantekt. Einkaleyfi Kristindómsins á siðgæðinu eru jú vafasöm. Einu hjó ég eftir: Ekki bulla af óþörfu. Hvenær þarf maður að bulla? Ég veit að trúaðir gera það af djúpri þörf þessa dagana, af því að 90% af því sem þau byggja á er bull, svo þeim er í raun alls varnað og auðvitað fyrirgefið.
Þessi setning úr Kóraninum: "Ef þú trúir því, sannaðu það." Er það ekki lykilatriði, sem allir hafa litið framhjá?
Þegar ég spyr um sannanir hjá kristnum, þá segja þeir: Það stendur í bókinni og er því satt. Hver fær staðist slíka rökleiðslu?
Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2007 kl. 02:16
Ég er auðvitað sammála þér varðandi það að margt í ´ritningunni´ er afkáralegt, órökrétt og mótsagnakennt. En skiptir það nokkuð svo miklu máli hvaða þvælu fólk trúir, svo framarlega sem hjartalagið er gott? Ég get trúað því að tunglið sé úr osti, en það hindrar mig ekki í að vera dyggðum prýdd mannvera.
Swami Karunananda, 17.12.2007 kl. 13:13
Annars hef ég fulla samúð með þér og öðrum trúleysingjum og kristindómsafneiturum, þar sem ég var sjálfur gallharður trúleysingi og kristindómsafneitari fram á mín fyrstu fullorðinsár (ég er 28 í dag). Ég fermdist t.a.m. ekki á sínum tíma vegna þess að ég vildi ekki vera að hræsna, ljúga og látalátast bara til að láta undan hópþrýstingi eða til að fá nokkrar skitnar gjafir. Og þegar ég svo loksins tók ´trú´ (´andlegheitahverf lífsafstaða´ væri betri frasi) var það ekki gegnum kristindóminn heldur gegnum Jóga, Taóisma og ýmsar fleiri heimspekistefnur Austurlanda. Skrýtilegt má það teljast, en er satt þó, að ég fór fyrst að sjá vitið í kristninni eftir að hafa sökkt mér af offorsi ofan í ofangreinda Austurlandaspeki. En þetta er allt of langt mál til að reifa hér . . .
Swami Karunananda, 17.12.2007 kl. 14:44
Jamm fólk má trúa á kartnögl fyrir mér á meðan það heldur því fyrir sjálft sig og reynir ekki að troða sannfæringu sinni ofan í kokið a fólki. Ég er hlynntur því að fólki líði sem best. Bara að það láti ekki öllum líða ankannalega í kringum sig.
Hávært trúboð og þvingun er óþolandi hvort sem verið er að boða Krist eða Kim Il Sung.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.